Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. október iobi 13 VÍSIR í 4 j^— X SMæmgm * ~ 5 © jl 1 É' % JÉ Sævar Proppé, verslunarstjóri i Sjónvarpsbúðinni, afhendir Erlingi Stefánssyni verðlaunin góöu, sam- byggt litsjónvarps-, útvarps- og kassettutæki. (Visismynd: ÞL) „MÆTI ORUGGLEGA A HEIMA- LEIKI VALS I VETUR” - sagðl Erllngur Stefánsson. sem fékk fyrsla vlnnlnginn I verðlaunagetraun vais „Þetta er sniðugur getrauna- ieikur, og ég býst við að ég mæti á heimaleiki Vals i vetur, þó svo ég sé harður Framari”, sagði Erlingur Stefánsson, sigurveg- arinn i fyrsta hluta Verðlauna- getraunar Vals i Visi. Erlingur fór á leik Vals og Vikings á sunnudaginn og hafði þá fyllt út getraunaseðilinn, sem var i Helgarblaði Visis og skilaði blaðsiðunnii kassa i and- dyri Hallarinnar um leið og hann mætti á leikinn. „Ég átti ekkert frekar von á þvi að fá vinning, enda var ég seinn fyrir á sunnudaginn og henti bara seðlinum i kassann og flýtti mér inn. Svo hugsaði ég ekkert meira út i þetta fyrr en ég sá i Visi, að ég hafði unnið.” Vinningurinn, sem Erlingur fékk, var ekki af lakara taginu. Hann fékk sambyggt fimm tommu litsjónvarps-, útvarps- og kassettutæki af gerðinni NEC frá Sjónvarpsbúðinni. Næsti heimaleikur Vals verð- ur i Höllinni á sunnudaginn, og keppir Valur þá við HK. Eftir þann leik verður að sjálfsögðu dreginn út vinningur, sem er glæsilegt Fisher útvarpstæki með innbyggðu vasadiskótæki, kallað kengúran, frá Sjónvarps- búðinni. Næsti getraunaseðill verður þvi i Helgarblaði Visis 24. október. —ATA ( SAMA KLEFA (Jr nýjustu bók Jakobinu ,,Skilaöu því að við Kratar tökum ekki þátt í svona samstarfi lengur” Helgarviðtalið er við Gunnlaug Stefánsson fyrrv. alþingismann GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 stefen Moon Boots Litir: Ljósbiátt/ dökkblátt Rautt/beige Stærðir: 26-34 36-46 kr. 205 36-46 kr. 265. (reimaðir) Póstsendum Sýning þessi er sú merkilegasta í Hollandi, en auk gífurlegrar fjölbreytni í blómum og potta- plöntum er einnig sýnt skreytingaref ni, útbúnað- ur í gróðurhús o.fl. Sýningin sjálf stendur yfir 4.-8. nóv. (Tækni- upplýsingar eru ekki gefnar 8. nóv.) þannig að timi gefst til að heimsækja gróðrastöðvar, eða aðra þá staði, eftir sýningu, sem þátttakendur hafa áhuga á. Dvalist verður á Amsterdam Marriott Hotel — glæsilegasta hóteli Amsterdam — mjög vel staðsett í miðbænum. Innifalið í verði ferðarinnar Kr. 6.330.00 er: Flug Reykjavík- Amsterdam - Reykjavík, brott- farargjald, gisting í tveggjamannaherbergi í 7 nætur á Amsterdam Marriott Hotel, morgun- verðir, ferðir af flugvelli í Amsterdam og á hóteliðog til baka á flugvöll, ferðirá sýninguna f Áalsmeer og heimsóknir á gróðrarstöðvar og fararstjórn. Áríðandi er að væntanlegir þátttakendur skrái sig sem fyrst, þar sem um takmarkað framboð af sætum er að ræða. Ferðaskrifsto fan OTCOVTHC Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstíg Sirnar: 28388 & 28580.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.