Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 14
SKREFATALNINGIN: „Landsiminn mun ekki græfta á þessari breytingu", segir Jón Skúlason, simamálastjóri. ,Við höfum lagttil að næturtaxtinn verði ekki timamældur”, segir Þorvaröur Jónsson yfirverkfræöingur. Jón Skúlason símamála stjóri RETTLATASTA LENBIN TIL Afl JAFNA SÍMAKOSTNAfllNN” Fyrirhugaöar breytingar Post og sirnamálastofnunarinn- ar á skrefatalningu innanbæjar- simtala hafa mjög veriö i sviðs- ljósinu undaníarin misseri og sýnist sitt hverjum. Uppruna þessa máls má rekja til þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi 28. mars 1974 og fjallaði um jöfnun simgjalda. Þar segir, aö endurskoöa skuli gjald- skrár Landssimans þannig, aö sem fyrst veröi náð sem mestum jöfnuöi meö landsmönnum i kostnaði viö notkun simans og aö dreifbýli og höfuðborgarsvæði beri hlutfallslega sömu byrði hinna sameiginlegu heildarsim- útgjalda. Þaö hefur lengi verið mönnum ljóst aö mikiö misræmi er milli dreifbýlisins og höfuðborgar- svæðisins hvað útgjöld vegna simanotkunar snertir. Það kemur bersýnilega fram ef skoöuð eru heildarútgjöld til Landssimans yfir einn ársljórðung. Þá er höfuðborgarsvæðið með 32.9 milljónir skrefa á ársfjórðung en dreifbýlið með 38.5 milljónir skrefa yfir sama timabil. Þessimikli munur kemur fram i þvi að á þessum tima er fjöldi notenda á höfuðborgarsvæðinu 65% af öllu landinu en dreifbýlið aðeins meö 35%, eða nær helmingi færri. Umframskrefa- gjaldið á þessu timabili var 44% á höfuðborgarsvæðinu en 56% i dreifbýlinu. Á þessu sést að dreif- býlið hefur hlutfallslega tvisvar sinnum fleiri skref en höfuð- borgarsvæðið og eru þó fyrirtæki, sem eru aðal simnotendurnir, hlutfallslega miklu færri á dreif- býlissvæðinu. Hlutfallið er þvi i raun ennþá óhagstæðara fyrir dreifbýlið ef heimilissiminn er einungis tekinn inn i dæmið. „Landssiminn græðir ekki” En hvernig verður þetta mis- ræmi leiðrétt? Landssiminn hyggst breyta skrefatalningu innanbæjarsim- tala i þá átt að jafnvægi náist i heildarsimútgjöldum milli höfuð- borgarsvæðisins og dreifbýlisins. Breytingin veröur i aöalatriðum sú að notandinn kemur til með að borga fyrir þann tima sem hann talar hverju sinni i skrefum sem verða 6 minútur hvert. Þetta lik- ist þvi kerfi sem notað er viö sölu á rafmagni og neytandinn borgar eftir þvi hve mikiö hann notar hverju sinni. Eftir hvert skref og hverjar 6 minútur hækkar þó verð simtalsins sem eftir þvi' hve mikið hann veröi eins skrefs nemur. Til að kanna þetta mál betur var haft samband við þá Jón Skúlason Póst- og simamála- stjóra og yfirverkfræðing stofn- unarinnar, Þorvarð Jónsson. Þeir voru fyrst spurðir hvað þessi breyting heföi i för með sér? „Breytingin felur i sér, að inn- anbæjarsimtöl, eöa öllu heldur skreftalning þeirra, verður meiri, auk þess sem taxtinn á langlinu- skrefum mun lækka”, sagði Jón. „Tekjurnar sem stofnunin fær af þessum auknu innanbæjarsimtöl- um munu renna óskiptar til lækk- unará verði hvers langlinuskrefs. Landsiminn mun ekki græða á þessari breytingu, enda hefur þaö aldrei verið markmiö hans.” Ráðherra ákveður gjaldið — Enerþessi breyting þá alfar- ið i þágu dreifbýlisins? „Það er verið að jafna kostnað- inn á milli dreifbýiis og höfuð- borgarsvæðisins, vegna þess að dreifbýlið hefur mun fleiri skrefatalningar en höfuðborgar- svæðið. Dreifbýlismaðurinn hefur hlutfallslega langflest samtöl sem lenda innan timamælinga miðaö við alla simnotendur. Þvi verðurað telja það stóran áfanga ef viö getum fengiö alla lands- menn inn i samskonar kerfi og þessi kerfi verði öll likari hvert ööru”, sagði Jón. — Hvað mun hvert innanbæjar- skref og utanbæjarskref kosta eftir breytinguna? „Hvað þau koma til með að kosta er ekki fullvist ennþá. Það hefur verið bent á margar hug- myndir i þeim efnum en það er ráðherrans að velja úr þeim þeg- ar þar að kemur. Það hefur verið talað um i þessu sambandi að næturtaxtinn skuli lengdur. Hug- myndin er að hann muni standa frá kl. 19 á föstudegi til kl. 20 á sunnudag. En þetta er ekki ákveðið ennþá og mun ráðherra taka ákvörðunina.” Kostnaðurinn þrjú hundruð þúsund sænskar — Verður einhver munur á milli heimasima annars vegar og sjálf- sala hins vegar? „Þaö verður enginn munur þar á milli. Það verður skrefatalning i þeim báðum og raunar öllum simum”, sagði Þorvarður Jóns- son. — Verður einhver munur á þvi hvenær sólarhrings menn hringja? „Þar kemur næturtaxtinn til sögunnar. Við höfum lagt til að á næturtaxtatimabilinu verði ekki timamæling. Ráðherra hefur ver- ið mjög hlynntur þvi og geri ég ráð fyrir að svo verði. Þetta á að- eins við um innanbæjarsimtöl en á langlinuleiðum verður taxtinn til hálfs við það sem nú er.” — Hvernig breytist skrefamæl- ingin milli staða? „Það verða lengri skref, þannig að þau verða þeim mun ódýrari sem aukatekjum innanbæjarsim- talanna nemur. Þær tekjur verða notaöar til að lengja skrefin og gera simtölin jafn ódýr i deild.” — 1 sambandi við lengd skref- anna. Segjum sem svo að simnot- andi ljúki simtalinu þegar eitt skref er hálfnað. Nýtist þá hinn hluti þess við næsta samtal? „Hvert simtal er og verður al- gjörlega óháð þvi simtali sem fer á undan. Þau eru alveg aðskilin.” Er þá ekki hugsanlegt að sim- notandinn tapi hlutfallslega á stuttum simtölum? „Ef við tökum meðaltal nokk- urra simtala, þá á simnotandi ekki að geta tapað á þessu. Ef við göngum út frá þvi að hvert skref sé 6 minútur þá myndi viðkom- andi fá jafnmörg skipti aö meðal- tali. Annaðhvert skiptið fær hann eitt skref, en i hitt skiptið fær hann tvö skref.”Hver verður kostnaðurinn af þessari breyt- ingu? „Það er búið að kaupa tæki fyr- irum 300.000 sænskar krónur, um 414.000 islenskar krónur. Upphaf- lega var ætlað aö tækjabúnaður myndi kosta um 400.000 sænskar krónur, en sú upphæð lækkaði, þvi við gerum allar klukkur sjálfir. Það þarf eina klukku á hverja simstöð, sem eru nú um 90 talsins og höfum við fullgert um 120 klukkur”, sagði Þorvaröur. Ekki algjör jöfnuður —- 1 þingsályktun um þessa breytingu segir að stefna beri aö þvi að dreifbýli og höfuðborgar- svæðið eigi að bera hlutfallslega sömu byröi hinna sameiginlegu heildar simútgjalda. Verður svo? „Þetta byggist allt á þessu langa skrefi, 6 minútna skrefi. Ég býst varla við að það náist algjör jöfnuður, en þetta er geysilega langt skref i áttina að honum. Þessi þingsályktun sem lögð hef- ur verið fram, er þess eðlis að hún beinlinis rekur á eftir okkur til að stiga skrefið til fulls. Þingmenn hafa ákveðið að höfuðborgarbúar eigi að borga meira til simút- gjalda en verið hefur. Þeir ganga út frá þvi að lækka simakostnað hjá dreifbýlisfólki og þvi verða höfuðborgarbúar að borga mis- muninn”, sagði Jón. — Nú hefur verið talað um að taka upp svokölluð frinúmer hjá helstu stjórnsýslustofnunum. Verður það gert? „Það verður sjálfsagt gert. Við erum búnir að a thuga hvaða kerfi eru möguleg og nú vantar okkur bara upplýsingar um hvaða stofnanir er um að ræða”, sagði Þorvaröur. „Það er ekki enn búið aö ákveða hvað þær verða marg- ar. Hér er um það að ræða að langlinukostnaðurinn færist frá notendunum úti á landi yfir á stofnanirnar. Þessvegna þurfa þessar stofnanir, sem vilja taka þetta upp að vera reiðubúnar til að borga kostnaðinn af þessu. Þó talað sé um frinúmer, má ekki ruglast á þvi að þetta er gert fyrir notendur úti á landi, þannig að þeir geti borgað sem svarar bæj- arsimtali til þessara stofnana, rétt eins og höfuðborgarbúar gera nú, en ekki langlinusamtal.” Yrði annars að hækka skrefagjaldið um 35% — Hvaö viljiö þið segja um þá andstöðu sem áform um skrefa- gjaldiö hefur hlotið? „Samkvæmt okkar útreikning- um og áætlunum þá höfum við bent á að ef sú leið verður farin að hækka gjaldskrártaxta umfram- skrefa, þó ekki á kostnað lang- linunotenda, þá verði að hækka skrefagjaldið um 35%. Þá fyrst gætum viö skilað einhverjum tekjuafgangi af innanbæjarsim- tölum til að lækka verð langlinu- simtala. Okkar tölur eru byggðar á nákvæmum rannsóknum sem við höfum unnið og við teljum þær mun rökréttari en tölur andstæð- inga skrefagjaldsins. Ef sú leið yrði valin að hækka skrefagjald- ið, þá myndu simnotendur þurfa að borga miklu hærra skrefagjald á kvöldin en nú er og yrði við þá breytingu sem við boðum. Ég er ansi hræddur um að simnotendur yröu litt hrifnir af þvi. Með þeirri breytingusem við viljum koma á, munu simtöl um kvöld og helgar ekkert hækka, en ef hin aðferðin er notuð myndu þau hækka um 35%. Það sér þvi hver i hendi sér aö mun eðlilegra er aö hefja skrefatalningu á innanbæjarsim- tölum”, sagði Jón. — En hvað um hagi aldraðra, öryrkja og annarra sem eru öðr- um bundnari við heimili sin og þurfa jafnan simans meira við en aðrir einstaklingar? „Við höfum lagt til að þeir verði settir i sérstakan gjaldskrárflokk til þess að þeirra réttur verði ekki hlunnfarinn. Hugmyndin er sú að þeir hefðu t.d. um 600 skref inni- falinn sem kæmi til móts við hina miklu simaþörf þessa fólks. Ann- ars vil ég undirstrika það að sam- kvæmt lögum hefur samgöngu- ráðherra fullkomna heimild til að taka ákvörðun einn i þessum mál- um og þvi er það hans að ákveða endanlega hver niðurstaða þessa máls verður”, sagði Jón. Texli: Sigmundur E. Rúnarsson —SER Myndir: Þráinn Lárusson VÍSIR Föstudagur 23. október 1981 Föstudagur 23. október 1981 „Þessigjöf vekur upp margar hlýjar tiifinningar og ekki sist móöurástina”, sagði Vigdis Finnbogadótt- ir,er hún tók viö styttu Odd Hilt á Grandhótelinu I gær. — Myndir: GVA. KRÚNPRINSESSAN DflNS- AÐI FYRIR FORSETANN Frá Jóni Einari Guð- jónssyni, fréttaritara Visis i Osló: „Mérþóttigaman að dansa fyr- ir Vigdisi forseta,” sagði krón- prinsessan Marta Luisa, eftir að hafa dansað norska þjóðdansa i veislu sem borgarstjórn Oslo hélt til heiðurs forseta Islands. Marta Luisa er dóttir Haraldar krónprins og Sonju prinsessu. Flestir höföu búist viö þvi aö fá einnig að sjá soninn Hákon Magn- ús stiga dansspor, en af þvi varö ekki. Vísir fékk þær upplýsingar að prinsinn heföi nú alveg lagt danslistinaá hilluna.en snúið sér heils hugar að knattspymunni. Dagskrá heimsóknar Vigdisar Finnbogadóttur gekk samkvæmt áætlun i gær. Hún hófst á Bygdö, rétt utan við Osló, þar sem Vigdis skoðaði vikingaskip sem grafin hafa verið útúr gömlum haugum iNoregi. Aðþvi loknu varhaldiöá nútimalistasafn þaö sem skauta- drottningin Sonja Heine hefur gefið löndum sinum. Vigdis Finnbogadóttir snæddi sem áður sagði hádegisverð i ráð- húsi Osló-borgar i boði borgar- stjórnarinnar. Þar voru einnig mættkonungsfjölskyldan, fulltrú- ar rikisstjórnarinnar, þingmenn og aðrir gestir. Dansflokkur frá Þjóðminjasafni Noregs sýndi viö- stöddum norska þjóðdansa. Aö þeim loknum stóð Vigdis upp og klappaði innilega fyrir dönsurun- um, en það þótti Norðmönnum bera vott um einstaka kurteisi. Siðdegis hélt forsetinn svo boö fyrir íslendinga búsetta i Noregi. Var sú veisla haldin á Grand-hót- elinu i Osló og þar samankomið mikið fjölmenni. Rúmlega fimmtán hundruð íslendingar búa nú i Noregi, þar af um eitt þúsund á Osló-svæöinu. Og það var greinilegt að margir höföu beðið með óþreyju eftir að fá aö heilsa Vigdisi. „Komdu blessuö Vigdis” „Vigdis, þetta eru dóttir min og dótturdóttir”. „Ég man svo vel Vigdis þegar þú komst að tina berheimai sveitinni minni”. Já, þaö voru margir sem vildu ræða við forsetann sinn og einnig færa henni gjafir, bæöi einstakl- ingar og félög. Norsk-Islandsk Samband, sem vann mjög ötul- lega að söfnun fjár eftir Heima- eyjagosið 1973, gaf henni tvær bækur um Snorra Stuluson. Onn- ur var á nýnorsku, en hin á bók- máli. Þá fékk forsetinn einnig Myndir: Gunnar V. Andrésson myndastyttu sem nefnist „Móðir og barn" og er gerð af Odd Hilt. tslendingafélagið i Noregi færði henni nútimasögu Noregs i þrem- ur bindum. „Ég hef sannarlega fengið nóg til að lesa þegar heim kemur”, sagði Vigdis i þakkará- varpi sinu. Ennfremur lýsti hún ánægju sinni og þakklæti fyrir þann hlýhug sem sér hefði verið sýndur. I gærvar Vigdis Finnbogadóttir sæmd stórkrosskeðju Sankt-Ol- avs orðunnar, en hún er aöéins veitt þjóðhöföingum. Aður hafði hún sæmt ýmsa framámenn i Noregi islensku fálkaoröunni. — JB Vigdis Finnbogadóttir, ásamt ólafi Noregskonungi og Albert Noregen, þorgarstjóra Osló I veislunni sem borgarstjórnin hélt til heiöurs for- setanum i ráðhúsinu i gær. Marta Luisa krónprinsessa dansaði fyrir Vigdlsi Finnbogadóttur I veislunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.