Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 23. október 1981 ■ ■ ■ ■ ■ I stimplar, slífar og bringir Ford 4 - 6 - fratrokka benzín og dieaei vélar Auatin Mlni Bedtord B.M.W. Ðuick Chevrolet 4-6-8 atrokka Chryaler Citroen Datsun benzín og dieael Dodge —'Plymouth Fiat Lada — Moakvitch Landrover benzin og dieael Mazda Mercedes Benz benzin og díesel Opel Peugout Pontiac Rambler Range Rover Renault Saab Scanla Vabis Scout Slmca Sunbeam Tékkneskar bilreiðar Toyota Vauxhail Volga Volkswagen Volvo benzin og diesel I ÞJÓNSSON&CO Skeilan 17 s. 84515 — 84516 Bygginga- vörur i úrvali JÓN FB. EINARSSON Byggingavöruverzlun Byggingaþjónustan Bolungarvík Símar: 7351 - 7353 - 7350 Sími 81666 Auglýsið í Vísi VÍSIR lesendur hafa oiðíð Breiðhyltingur hringdi: Ég hef tekið þvi að unnið er nótt og dag við að koma upp um- ferðarljósum á Breiöholtsbraut- inni. Mig langar til að vita hvort borgaryfirvöld hafi i hyggju að taka þessi ljós i notkun fyrir veturinn. t>arna er mikiil um- ferðarþungi á morgnana þarna er talsverður halli og oft mikil hálka. Er ekki verið að bjóða slysum heim ef kveikt verður á þessum ljósum nú þegár menn koma að þeim syfjaðir á morgn- ana við misjöfn akstursskilyrði. Væri ekki nær að biða með að taka þau i notkun fram á næsta sumar og leyía mönnum að venjast þeim fyrst. Er verlö að esna gildru fvrir syfjaða ðkumenn? A gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka er verið aö setja upp umferðarljós og bréfritari ótt- ast aðsyfjaðir Breiðhyltingar sjái þau ekki nógu veláskammdegismorgnum og fari sér að voða. Engin áslæða tii frestunar Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri svar- ar: Þar er fyrst til að taka sem bréfritari segir að unnið sé nótt og dag við uppsetningu Ijós- anna. Það er all mikið ofsagt, en þvi er ekki að neita að stundum hefur verið unnin einhver yfir- vinna þegar svo hefur staðið á verki að þvi var hagkvæmara að ljúka en að fresta þvi til næsta dags. Um hitt atriðið er þvi að svara að meiningin er að taka ljósin i notkun þegar þau eru tilbúin til þess. Engin gild ástæða er til að fresta þvi til vors, enda eru ekki þekkt dæmi þess að slysatiðni hafi aukist við tilkomu um- ferðarljósa. Þvi er við að bæta að þegar ný ljós eru tekin i notkun er það rækilega auglýst fyrirfram svo það á ekki að koma neinum á óvart. Einnig má geta þess að þau eru of áberandi til að fara auðveldlega framhjá jafnvel syfjaðasta vegfaranda. Burt með harð- stjórn helmshunnar HALLBJÖRN HJARTARSON Hallbjörn er mikið dáður af konum, telur bréfritari. Viljum meira af Kántrý 09 Hallblrni í útvarpinu 09 sjónvarpinu Halldór Vigfússon, Bústaðabletti 10 skrifar: Það eru ófagrar lýsingar, sem hafðar eru uppi, um stjórnar- farið i þessu landi. Samanber hrossakaup þingmanna i kringum kjötkatlana eða hvernig forsvarsmenn einstakra stofnana hamast ef einhver gagnrýnir þeirra fjár- málastjórn á opinberum sjóöum almennings. Burtséð frá ferða- styrkjum ýmissa opinberra starfsmanna sem ekki eru skornir við trog. (Hálaunahópa i þjóöfélaginu). Þá magnast kapphlaupið i kringum gullkálf- , inn, sem þýöir að rotnunin eykst frá degi til dags. 1 stjórnkerfi þessalitla lands. Hvernig ætlar verkalýður jiessa lands, þess- arar þjóðar að átta sig?? Það ætlar allt vitlaust að veröa hjá sjálfstjórnar eigendum þessarar þjóðar, ef kaup á að hækka um fimm krónur, til ykkar sem haldið uppi þjóðar- skútunni með vinnu þeirri sem framlögö er höröum höndum. Skattpiningin er orðin slik að helst má likja þvi við herveldi. Samanber fasteignaskatta, fyrst er greitt af launum og efni til ibúða. Þvi næst er ibúðin skattlögð á hverju ári, það er að rikið hirðir húsnæðið á fimmtiu ára fresti og heldur betur með siauknum hraða skattlagn- ingar. Einn ferlegasti verð- bólgudraugur i þessu þjóðflelagi er Fastgeignamat Rikisins, þar eru búnar til þær tölur sem henta þykir hverju sinni. An til- 'íits ti'l þess hvaða kostnaður var viö viðkomandi húsnæði. Hvenær veröur þessi stofnun lögð niöur? Er ekki timi til kominn að fólk geri sér grein fyrir hvert stefnir i þessu þjóð- félagi og afbiðji sér forustu slikra manna?? Manna sem vaða um landið og þjóðfélagið eins og gráðugir úlfar. Eða er þetta það þjóðfélag sem þið haf- iðhugsað ykkur aö búa fyrir sig, og látið ekki mata ykkur á lyg- inni i þjóðmálum. Það er meir en nóg komið af islikum óheilindum. Svo ætla ég að biðja menn aö huga að, fátæku fólki hefur fjölgað hrikalega nú siðastliðið ár, að hver sem skoðar ætti að hræðast þá þjóðfélagsaögerð sem við blasir i framtiðinni, ef ekki verða hækkuð laun sem endast ekki yfir helgina. Islend- ingar hafa ekki efni á að hér risi aftur eymd fyrri alda, þó að fram kæmi með öðrum hætti i dag. Klerkaráöið i íran er að skjóta þjóö sina aftur á steinöld. Það kraumar i kötlum austur- landa. Þjóðir Evrópu standa ráðþrota gagnvart nifteinda- sprengju Reagans Bandarikja- forseta. Friðarhreyfingar kaílar kanslari Vestur Þjóð- verja styrjöld við flokkinn. Kannast einhver við likinguna?? Hér heima á litla íslandi telja sumir, að menn ættu að gleðjast vegna þess aö rikisstjórn „Islands hefur samþykkt aukin hernaðarumsvif i Vestur Evrópu. Hafi einhver verið að spyrja á hvaða vegi mannkynið væri statt, þá er rétt að upplýsa það. Lifsbrautin sú heitir — Hel- vegurinn —, fimm hundruð milljónir svelta heilu eða hálfu hungri. Sér nokkur ástæðu til Jiess, að þessu verði snúið við??? Ein af mörgum aðdá- endum Hallbiarnar skrifar: Fyrr i vor kom út hljómplatan Kántrý, mjög góð hljómplata, sem sífellt eykur vinsældir sinar meðal m iðaldra fólks og nú mun vera komið Ut nýtt upplag af þessari plötu, svo þeir sem ekki hafa fengið sér hana ættu að gripa tækifærið nú. Ég vil lýsa furðu minni á, hvað litið hefur heyrst f lutt i út- varpi af þessari plötu, fyrir utan fyrstu dagana eftir útkomu hennar, eins og lögin eru falleg og söngurinn vel af hendi leyst- ur. Jafnfram t er mér kunnugt, að henni hefur ekki verið sinnt eins og skyldi f sumum óskalaga- þáttum títvarpsins eftir óskum, og mæli ég þar af eigin reynslu og annarra sem mér er kunnugt um.Mérþóttivæntum að heyra i þætti Astu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur 7. þ.m. að það hefðu hringt til hennar, aðdá- endur Hallbjarnar og beðið um að leikið væri af fyrrgreindri "plötu i þætti hennar það sýnir að hann á stóran hóp aðdáenda vítt um land og það af báðum kynj- um sem vilja njóta þess að hlýða á söng hans á öldum ljós- vakans. Þvi fáum við ekki að heyra hana í sjónvarpi fyrir eða eftir dagskrá á kvöldin og ýmsar aðrar frábærar íslenskar plötur i staðinn fyrir erlenda og is- lenska pönktónlist, sem litill hópur fólks hefur áhuga á. Við eigum nægt magn islenskrar frábærrar tónlistar til flutnings fyrir sjónvarpið og ætti það að styðja fremur flutning á is- lensku efni en erlendu. Við að- dáendur Hallbjarnar biðum spennt eftir næstu plötu hans hvenær kemur hún? Sænskur gutti vlll elgnasl bréfavin „Svensk kille”, segjum bara sænskur gutti skrifar eftirfar- andi: „Ég er sænskur 14 ára gutti og ég vil gjarnan eignast bréfavin á Islandi. Ahugamál min eru iþróttir, ljósmyndun og fri- merki. Skrifa gjarnan á ensku.” Christer Pettersson, Örings Strandvífg 15, 135 49 Tyresö, Sverige.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.