Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 3 A Ð undanförnu hefur hug- takið sjálfsvirðing heyrst víða í fjölmiðlum og á öðrum opinberum vett- vangi. Þetta er fallegt orð, gegnsætt eins og mörg önnur íslensk, og í því felst hvernig ein- staklingar meta sjálfa sig. Hins vegar liggur ekki í augum uppi hver mælikvarðinn er. Getur verið að fólk skuli meta sig eftir þeim verðmiða sem það leggur á störf sín og próf- gráður? Sé svo hlýtur láglaunamaðurinn að hafa afar takmarkaða sjálfsvirðingu en sá sem klifið hefur fimlega upp launastigann getur með sanni breitt úr sér án tillits til mannkosta. Þetta finnst mér leiðinlegur hugsunarháttur og óviðeigandi en því miður furðu almennur. Að minni hyggju er sjálfs- virðing huglægt ástand sem á lítið skylt við beinharða peninga. Raunar var ég orðin ríg- fullorðin þegar ég gaf þessu hugtaki gaum en tek svo djúpt í árinni að það hafi haft hausaskipti á rótgrónum viðmiðum sem voru næsta einföld og fávísleg og áttu ým- islegt skylt við þá merkingu sem margir virðast leggja í það nú um stundir. Ég var stödd úti í Danmörku á heimili aldraðs fjölskylduvinar. Hann hafði þá sér- stöku útgeislun sem fylgir þroskuðum og háttvísum einstaklingum enda naut hann al- mennrar virðingar þótt hann hefði hvorki safnað að sér auði né metorðum. Heimili hans hefði aldrei hlotið náð fyrir ritstjórum Bo bedre þótt þar stafaði hlýju af hverjum hlut, ekki síst rykföllnum bókastöflum og þar skartaði íslenski fáninn á stuðlabergs- stalli þótt húsráðendur væru danskir í húð og hár. – Já, sjáðu til. Ég þekki sorphirðu- mann, sem fann þennan grip í rusli, og þar sem hann vissi að ég hefði áhuga á Íslandi þurrkaði hann af honum óhreinindin og færði mér að gjöf, – sagði hann. En að þessu sinni var íslenski fáninn ekki umræðuefnið heldur útprjónaðir ull- arsokkar sem hann hafði þegið í tilefni sjö- tugsafmælis síns. – Þeir eru mér meira virði en flest annað sem ég fékk á þeim merk- isdegi, – sagði hann. – Háöldruð frænka mín prjónaði þá. Hún er nýkomin á elliheimili og ég var svo hræddur um að hún glataði við það sjálfsvirðingunni. En þessir sokkar sýna að hún heldur henni enn. Sjálfsvirðingin er nefnilega það sem öllu skiptir. Glati maður henni er ekkert eftir. Einhvern veginn mundi ég ekki eftir að hafa heyrt orðið sjálfsvirðing þótt sjálfsagt hefði það sveimað fyrir eyrunum án þess að ég hefði gefið því gaum. En í þessu sérstaka samhengi öðlaðist það svo djúpa og tæra merkingu að þarna var líklega á ferðinni eitthvað sem vísir menn myndu kalla hug- ljómun og hefur hún fremur magnast en fölnað með árunum. Í rauninni ætti sjálfs- virðingin að vera það leiðarljós sem fylgir sérhverjum einstaklingi frá fyrstu bernsku- sporum þar til kraftar hans eru á þrotum og hann sofnar að endingu svefni hinna réttlátu en réttlátur maður hlýtur að hafa borið virð- ingu fyrir sjálfum sér. Ég tók það ekki fram að ég og vinurinn minn danski höfðum afar ólíkar lífsskoðanir. Hann var íhaldsmaður af gamla skólanum og mikill föðurlandsvinur enda hafði hann upplifað skelfingar heimsstyrjaldarinnar fyrri undir hernámi Þjóðverja. Hann hafði fylgst með ógnarstjórn og alræði og honum varð tíðrætt um hvernig þjóðir Austur- Evrópu lokuðust að baki rússnesku járn- tjaldi án þess að fá rönd við reist. Hann trúði á fullkomið skoðanafrelsi og reisn ein- staklingsins. Engar alræðisstjórnir höfðu nokkru sinni ógnað tilveru minni né granna minna og heimsmyndin var svo einföld að jöfn skipting auðs, félagslegar lausnir og af- nám hvers kyns misréttis áttu að leysa allan vanda. Samkvæmt því var einstaklings- hyggja af hinu illa. Slík sjónarmið voru al- geng meðal minnar kynslóðar á sjöunda ára- tugnum, jafnvel lengur, og trúlega hefur hugtakið sjálfsvirðing flokkast undir ein- staklingshyggju af verstu gráðu enda heyrð- ist það ekki oft. En þar sem ég horfði á þennan sannfærða íhaldsmann með ullarsokkana frá frænku sinni í höndunum við hliðina á íslenska fán- anum, sem hirtur hafði verið af dönskum ruslahaug, varð mér ljóst að hann var meiri mannvinur en flestir þeir sósíalistar sem ég hafði borið mesta lotningu fyrir. Og ég gerði mér jafnframt ljóst að útgeislun hans fólst í sjálfsvirðingunni sem hann áleit hin æðstu verðmæti. Sú kennd kom fram í störfum hans og allri háttsemi – ekki síst þeirri virð- ingu sem hann bar fyrir öðrum og skoðunum þeirra. Þetta var gagnvirkt á sama hátt og virðingarleysi býður heim óvirðingu. Af þessu hef ég dregið ómetanlegan lærdóm. Nú kann einhver að spyrja hvernig menn öðlist sjálfsvirðingu. Svarið hefur eiginlega þegar komið fram. Hún er gagnvirk. Með því að koma fram við aðra af háttvísi og virð- ingu uppskerum við oftast slíkt hið sama. Það sem maður gerir öðrum speglast til baka. Góðar tilfinningar endurkastast til okkar og á sama hátt og hinar slæmu. Þetta birtist ekki síst í kennslustarfi. Með því að bera virðingu fyrir nemendum, meta þá að verðleikum og uppörva svara þeir iðulega í sömu mynt og leggja sig fram. Verði manni hins vegar á að vanmeta þá og hrakyrða ,,versnar allur vinskapur“ eins og segir í Hávamálum. Í því kvæði er líka brýnt fyrir ríkum sem fátækum að virða sjálfa sig til sálar og líkama svo að hér eru á ferðinni ævaforn sannindi sem hvorki geta rúmast í innan ramma laga eða falist í félagslegum lausnum eingöngu, hversu góðar sem þær kunna að vera. Hollur er heimanfenginn baggi, segir gamalt máltæki. Grandvarir og ástríkir upp- alendur leggja að sjálfsögðu grunn að sjálfs- virðingu hjá börnum sínum með því að vega og meta þarfir þeirra og efla þá kosti sem þeir eru búnir. Á sama hátt geta ósann- gjarnar kröfur og fyrirlitning skekið þennan grunn snemma á æskuárunum og stuðlað að sjálfsafneitun og annarri vanlíðan. Oft hefur verið bent á að börn, sem ekki eru metin að verðleikum heima fyrir, eiga erfitt upp- dráttar í skóla og meðal jafnaldra og þeim er hættara en öðrum að temja sér óæskilega hegðun á unglingsárum. Bagginn að heiman getur nefnilega orðið að fargi sem þrúgar einstaklinginn alla ævi. Ýmsar stofnanir samfélagsins og sértæk úrræði létta róð- urinn með ýmsum hætti en þær eiga ekki að svipta menn ábyrgð, allra síst á sjúkum ást- vinum, öldruðum og vanheilum. Ræktarsemi og kærleiksþel stuðlar að bættri líðan þeirra og sjálfsvirðingu – en án hennar er ekkert eftir eins og danski öðlingurinn tók til orða. Um leið og hann sagði mér frá frænku sinni og ullarsokkunum rifjaðist upp fyrir mér ógleymanleg minning frá sokkabands- árum mínum í blaðamennsku. Ég var að skrifa greinaflokk um málefni þeirra sem þá hétu vangefnir en kallast nú þroskaheftir. Á því sviði höfðu þróast marvísleg úrræði og aðbúnaður þótti almennt góður. Leiðin lá um ýmsar vel búnar stofnanir, vistmenn voru misjafnlega á sig komnir og ég gekk um, vorkunnlát á svip, eins og mér þótti hæfa tilefninu. Á einni vinnustofunni, þar sem fólk sat niðurlútt og svipbrigðalitið við föndur, veifaði til mín brosandi kona. Hún benti stolt á dúk sem hún var að hekla með fallegu mynstri. Ég reyndi að tala við hana en hún reyndist algerlega málstola – hamp- aði bara dúknum sínum með gleðibjarma í augum. Starfsmaður lét þess getið að móðir henn- ar hefði líklega kennt henni handbragðið og þá brosti hún alveg út að eyrum. Bros henn- ar var skærasta ljósið sem ég eygði á þessu ferðalagi um stofnanir vangefinna. Það var bros sjálfsvirðingarinnar. BROS SJÁLFSVIRÐ- INGARINNAR RABB G U Ð R Ú N E G I L S O N JÓNAS HALLGRÍMSSON TIL BJARNA THORARENSEN „Hans undir rætur hverfðu tungu“: sýndu þeim sandgröf sögurnar góðu; sýndu þeim it snauða, sópaða brjóst, illum öndum opið að byggja. „Hans undir rætur hverfðu tungu“: öllum þeim átta í eyra seg: landtjón, lýðtjón, lokinn sóma, þegnskyldurof og þaðana verra. Jónas Hallgrímsson (1807–1845) hefur stundum verið sagður sporgöngumaður Bjarna Thorarensen. Sagt er að Bjarni hafi látið svo ummælt að sér væri best að hætta að yrkja eftir að hann las Gunnarshólma Jónasar. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 9 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 Á R G A N G U R EFNI Heimildagildi fornleifa er umfjöllunarefni Orra Vésteins- sonar í grein sem hann nefnir Um hvað eru fornleifar heimildir? Orri segir að til sé að verða félagsleg fornleifafræði landnáms- aldar og sjálfstæð orðræða um hana. Að lesa myndir nefnist önnur grein Rögnu Sigurðardóttur um orð í myndlist fyrr og nú. Listamenn sem koma við sögu að þessu sinni eru eink- um Carlo Carrà, René Magritte, Paul Klee, Kurt Schwitters og Marcel Broodthaers. Þéttbýlishefð á Íslandi er umfjöllunarefni Péturs H. Ár- mannssonar þar sem hann heldur því fram að á fyrri hluta tuttugustu aldar hafi orðið til vísir að merkilegri þéttbýlishefð hér á landi sem óumdeilanlega sé hluti af ís- lenskri menningu. Náttúrusýnir er yfirskrift sýningar á franskri nítjándu aldar landslagslist sem er að hefjast í Listasafni Íslands. Þar eru ennfremur verk eftir hollenska og flæmska listamenn frá sautjándu öld sem voru um margt boðberar þess sem átti eftir að setja svip sinn á þróun landslagsmálverksins í Evrópu á þeirri nítjándu. FORSÍÐUMYNDIN CANTELEU eftir Jean-Baptiste Corot, olía á striga, 1872. Verk á sýningu Lista- safns Íslands, Náttúrusýnir. Ljósmynd: Kjartan Þorbjörnsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.