Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001
„Hvað er myndlistin?
Hún er bókmenntir.
Hvað eru þá bókmenntirnar?
Þær eru myndlist.
Og jamm og já – og jæja.“
(Marcel Broodthaers.)
A
LLT frá því að málarar hófu
að túlka fjarvídd í verkum
sínum á fimmtándu öld, og
fram til loka nítjándu aldar,
með tilkomu impressjónism-
ans, er hægt að tala um mál-
verkið sem glugga. Glugga
sem áhorfandinn horfði út
um og inn í heim goðsagna, Biblíunnar, á atburði
mannkynssögunnar, eða á raunsæjar myndir af
daglegu lífi til dæmis sveitafólks. Málverkið var
eiginlega í þrívídd. Um miðja nítjándu öld litu
fyrstu ljósmyndirnar dagsins ljós. Þó að áhrifa
þeirra gætti ekki þegar í stað er augljóst að til-
koma þeirra breytti hlutverki og stöðu mál-
verksins óafturkallanlega. Nýr miðill var kominn
fram sem á sinn hátt gat fangað raunveruleikann
og birt hann á máta sem var málverkinu ómögu-
legt. Og í lok nítjándu aldar komu fram hug-
myndir í málaralist sem byltu stöðu málverksins
og listarinnar allrar síðan. Sú hugmynd að hægt
væri að líta á málverkið sem verk sem lyti sínum
eigin lögmálum, þar sem pensilför og litir ynnu
saman samkvæmt fagurfræði málverksins, og að
málarinn ætti fyrst og fremst að virða málverkið
en síðan umheiminn, var byltingarkennd, en ef
til vill skiljanlegri í ljósi þess að málverkið þurfti
að sanna sig gagnvart nýjum miðli. Þessi hug-
mynd hefur svo gengið aftur í ýmsum myndum
fram til dagsins í dag og enn er verið að kýta um
hvort list listarinnar vegna eigi eða hafi nokkurn
tíma átt tilverurétt.
Franski málarinn Manet var mikill framúr-
stefnumaður og á síðari hluta nítjándu aldar
málaði hann afar umdeild verk, þó þau væru fíg-
úratíf, þ.e. sýndu fólk og hluti á frekar raunsæj-
an hátt. Hann notaði skýrt afmarkaða litafleti
og sagt var að sumar myndir hans væru afar
flatar. Þessar myndir voru kannski fyrsta skref-
ið í því að breyta sýn áhorfandans á málverkið,
það hætti að vera gluggi og varð myndflötur,
var ekki spegill af raunveruleikanum heldur
takmark í sjálfu sér. Nú varð að horfa á mynd-
ina, ekki í gegnum hana. Tvívíddin var aftur
komin til sögunnar og opnaði myndflötinn fyrir
nýjum þáttum í málverkinu. Manet neitaði alla
tíð að kalla sig impressjónista, eins og þeir sem
fetuðu í fótstpor hans gerðu, Monet, Degas,
Cézanne og fleiri. Í myndum þeirra varð hlut-
verk pensilfarsins æ mikilvægara, málverkin
voru byggð upp með afar sýnilegum pensil-
dráttum, sem að vissu leyti má segja að minni á
eins konar letur. En þó að málverkið væri á
miklu breytingaskeiði var enn nokkuð langt í að
orð héldu þar innreið sína. Orðin hófust hins
vegar á flug hjá rómantísku skáldunum á þess-
um tíma, Rimbaud, Baudelaire að ógleymdum
Mallarmé, en uppsetning hans á ljóðinu „Un
coup de dés...“ var myndræn og langt á undan
sinni samtíð. Þar má frekar segja að myndin
sæki inn í ljóðin. En einnig er fullvíst að skáld
sóttu innblástur til málara eins og til dæmis
Odilon Redon og Gustave Moreau, eins hafa
málarar sótt til ljóðskálda og höfunda eins og til
dæmis Edgar Allan Poe. En það var ekki fyrr
en í kringum 1910 að fyrstu stafirnir fóru að
birtast á myndflötum málaranna og þá í allt
öðru samhengi.
Að lesa myndir
Í upphafi aldarinnar rak hver listastefnan
aðra. Fauvistarnir, hinir villtu, expressjónism-
inn og abstraktmálverkið leit dagsins ljós. Svo
vitnað sé í franskan listfræðing, Gérard-George
Lemaire, segir hann: „tilkoma kúbismans og
abstraktmálverksins sem og þeirra listrænu
hreyfinga sem mest bar á fyrir fyrra stríð (fút-
úrisminn og dadaisminn), einkennist af því að
ritað mál birtist í æ meiri mæli innan myndlist-
arinnar“. Þær stefnur sem hér eru nefndar
komu allar fram um svipað leyti. Kúbisminn
varð til í Frakklandi, Fútúrisminn stökk fram á
sjónarsviðið í forsíðugrein hins ítalska Mar-
inettis í franska blaðinu le Figaro 1909. Dada-
isminn hóf göngu sína líklega í Austurríki um
1915, en deilt er um hver má kalla sig upphafs-
mann þeirrar hreyfingar. Picasso hefur hins
vegar verið nefndur sem upphafsmaður kúb-
ismans. Kúbisminn túlkar raunveruleikann á
brotakenndan hátt, gjarnan með hörðum línum,
brotum, þríhyrningum og kössum, en „cube“
þýðir kassi á frönsku. Meiri áhersla er lögð á
form en litagleði, og myndirnar eru gjarnan í
mildum tónum, brúnleitum. Franski málarinn
George Braque var einnig einn af upphafs-
mönnum stefnunnar og oft erfitt að þekkja
myndir hans og Picassos í sundur á ákveðnu
tímabili. Kúbisminn hófst með uppbroti raun-
veruleikans í myndunum, næsta skref var svo
innrás letursins. Í upphafi var það í formi verka
þar sem dagblöð eða önnur efni voru límd á
myndflötinn og letrið er hluti af myndbygging-
unni, það birtist ekki sem texti sem ætlaður er
til lestrar. Í þessum „collage“-myndum sem svo
eru kallaðar, birtist letrið í formi dagblaða, sem
gátu táknað nútímann, tæknivæðinguna sem
var í fullum gangi í byrjun aldarinnar, eða letrið
var notað sem tákn eða form sem að byggja upp
myndina, útlit letursins hafði álíka gildi og það
sem það gat gefið í skyn, oft voru notuð hálf orð
eða brot úr orðum sem vísuðu í eitthvað ákveðið
utan myndarinnar. Kúbisminn var byltingar-
kennd stefna innan listarinnar en byltingin náði
ekki út í þjóðfélagið eins og ætlunin var hjá
fútúrismanum og dada en þau verk eru mun
árásargjarnari í viðfangsefnum sínum.
Orðin frelsuð
Fútúrisminn var fyrst og fremst áróðurs-
stefna og þar af leiddi að orð voru þörf. Hann
var ekki langlífur og hefur liðið fyrir það að
vera, að hluta til á óréttmætan hátt, tengdur
fasismanum á Ítalíu. Kvenhatur þeirra var líka
með eindæmum en í samræmi við tíðarandann
vakti sá hluti stefnunnar varla mikla athygli.
Þessi listastefna var eiginlega framtak eins
manns, Marinettis, sem að með ótrúlegri atorku
tókst að auglýsa stefnu sína svo rækilega að
fútúristarnir fengu mikla athygli á sínum tíma.
Þeir voru hinir fyrstu sem að birtu svokallað
manifesto, eða stefnuskrá, en ýmsar listastefn-
ur hafa skráð sínar eigin stefnuskrár síðan, til
dæmis var súrrealistinn Breton atorkusamur
við það og á sjöunda áratugnum blómstruðu
manifestóin enn aftur, með tilkomu hugmynda-
listar. Fútúrisminn er um margt skemmtilegur,
hneykslanlegur, heimskulegur og byltingar-
kenndur en þeir voru á móti öllu svo að segja,
dýrkuðu tæknina og framtíðina. Þeir vildu
frelsa allt úr viðjum, – þó ekki kvenfólkið – og
fundu upp nokkuð sem þeir kölluðu „frjáls orð“.
Þar áttu þeir við að ekki þyrfti að fara eftir mál-
fræði- eða stafsetningarreglum, né hefðbundum
reglum við uppsetningu texta við framsetningu
hans. Þarna sameinuðust ljóð, prósi og mynd-
list. Í myndlistinni var letrið notað til að byggja
upp myndir eins og verk Marinettis og Balla
sem sjást hér á síðunni og lýsa sér best sjálfar.
Þetta frelsi orðanna notuðu þeir þó mest í bók-
menntunum, leikritum sem þeir skrifuðu mikið
af og í ljóðum en alla vega Marinetti þekkti
meðal annars ljóð Mallarmés sem minnst var á
áður. Fútúristarnir voru þeir fyrstu sem lögðu
áherslu á allsherjarlistaverk, samruna mynd-
listar, leikhúss, hljóða, tónlistar og orða og það
er helst á þann hátt að þeir koma með orðin inn
í myndlistina og koma fram með nýjar hug-
myndir í því sambandi. Þeir reyndu að sameina
listgreinarnar, en með misjöfnum árangri.
Áhugaverðasta framlag þeirra til listarinnar var
án efa í leikhúsinu, en svokölluð fútúristakvöld
og leiksýningar þeirra voru vægast sagt fram-
úrstefnulegar og lögðu grundvöllinn fyrir fram-
hald á þeirri braut á tuttugustu öldinni.
Abstrakt ljóð
Eins og fútúristarnir hneigðust dadaistarnir
mjög til ljóða og höfðu uppi hugmyndir um alls-
herjarlistaverk, „gesamtkunstverk“, þar sem
sameina átti allar listgreinar. Raoul Hausmann
var einn listamannanna sem kallaði sig dada-
ista. Verk hans þar sem hann notar letrið sem
efnivið eru þó af annarri gerð en upphrópanir
fútúristanna. Það er eins og að við gerð mynda
með letrið sem efnivið hafi hann reynt að nota
þá möguleika málverksins sem fram komu með
abstraktmálverkinu, nefnilega það að standa
eitt og sér án tilvísana í ytri raunveruleika.
Hausmann málaði myndverk með letri og orð-
um en einnig komu fram svokölluð abstrakt
ljóð, þar sem merkingarlaus orð voru búin til og
ljóðin byggðust á hljóðum, rytma og sjónrænni
framsetningu. Ég myndi frekar flokka þau ljóð
undir ljóðlist en myndlist þó þetta tvennt skar-
ist að einhverju leyti.
Verk Marcel Duchamp sem vöktu mikla at-
hygli í New York undir 1920, hafa verið flokkuð
með verkum dadaistanna, þó að hann hafi nú
aldrei verið hallur undir fjöldahreyfingar. Notk-
un hans á orðum í nafngiftum á verkum sínum
UM ORÐ Í MYNDLIST FYRR OG NÚ – ANNAR HLUTI
AÐ LESA MYND
Gluggar, áróður tekur á
sig ýmsar myndir, um
blekkingar og drauma,
pissuskál og pípu, að
ógleymdum sjálfum kræk-
lingakóngnum.
Interventionist Manifesto, mynd eftir fútúristann Carlo Carrà, 1914, Mattioli safnið, Mílanó.
Marcel Broodthaers, atriði úr myndin
Án titils eftir Kurt Schwitters, 1921, Nord-
rhein-Westfalen listasafnið í Düsseldorf.
E F T I R R Ö G N U
S I G U R Ð A R D Ó T T U R