Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 4
E N NÚ kom sá skæbnesvangre 9. ágúst (framtíðin mun sanna að mér sé óhætt að kalla hann svo). Greifinn inviteraði allan þing- heiminn til gildis um eftirmiðd. og gjörði það strax við byrjun fundarins. Jón Sigurðsson svar- aði, að hann tæki ekki móti boðinu nema undir vissum skilmálum. Síðan hélt greifinn ræðu, sagði þeir fyrir þinghaldið reglementeruðu 9000 rd. væru nú uppetnir og betur til. Þingið hefði eytt tímanum til lítils og hagað miður athöfnum sínum en skyldi, og sagði hann því [slitið] í kóngsins nafni. Nú fór að verða róstusamt í salnum, hver talaði í munninn á öðr- um í ósköpum. Greifinn ítrekaði orð sín, að þinginu væri slitið í kóngsins nafni, hér væri því ekkert þing eða þingmenn framar. Háreystin varð því meiri, en ekkert skildist. Eg tók þá staf- inn minn og hélt á burt og heyrði ei meir, nema prótest í kóngsins nafni.“ (Gömul Reykjavíkur- bréf 1835–1899, bls. 73) Þannig lýstir Þórður Sveinbjörnsson, dóm- stjóri í Landsyfirréttinum, þjóðfundarslitum í bréfi sem hann ritaði Hermanníusi Johnsen, fyrrum heimiliskennara sínum sem nú var við nám í Kaupmannahöfn, hinn 18. ágúst 1851. Þórður var í hópi þeirra þjóðfundarmanna sem ekki skrifuðu upp á kröfur meirihlutans, enda konungkjörinn fulltrúi. Þar að auki hafði honum aldrei litist á þær hugmyndir sem ljóst var að yrðu ráðandi á fundinum, eða eins og hann skrif- aði öðrum embættismanni, Bjarna Þorsteins- syni fv. amtmanni, hinn 5. mars 1850: „En það lítur ekki út fyrir, að greind, reynsla, þekking og framsýni eigi neitt erindi þangað, hvar frekja og fanatismi, forudfattede meiningar og óstjórn eiga að ráða fyrir.“ (Gömul Reykjavíkurbréf 1835–1899, bls. 41) „Frekjan og fanatisminn“ sem Þórður upp- lifði í tengslum við boðun þjóðfundar var mjög frábrugðinn því sem hann og aðrir embættis- menn höfðu átt að venjast á fyrri hluta 19. aldar. Bréf sem Baldvin Einarsson skrifaði Grími Jónssyni amtmanni 6. september 1830, þar sem hann benti á að nú yrðu jafnvel konungar að hlýða almenningsálitinu fékk umsögnina: „Hen- lagt dette uartige vås.“ (Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn alþingis og þjóðfundurinn, bls. 192) Rúmum tuttugu árum síðar voru íslenskir emb- ættismenn enn sama sinnis. Munurinn var hins vegar sá að nú voru óþekktarangarnir orðnir of margir til að hægt væri að þegja þá í hel. Atburðarás sú sem leiddi til þjóðfundarins 1851 er alkunn og málalok hans ekki síður. Um þau eigum við skýran vitnisburð í fundargerð- arbókinni, sem rituð var af ungum stúdent, sem hét Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Þar kemur fram, sem fór framhjá Þórði dómstjóra, að eftir að konungsfulltrúi, Trampe greifi, hafði slitið fundinum, mótmælti Jón Sigurðsson ekki einungis í nafni konungs heldur einnig „þjóð- arinnar“. Síðan ritar Benedikt með stóru letri: „Þá risu upp þíngmenn, og sögðu flestir í einu hljóði: Vér mótmælum allir!“ (Aðalgeir Krist- jánsson, Endurreisn alþingis og þjóðfundurinn, bls. 332). Einkabréf eru öðruvísi en fundargerðir og þar er oft greint frá málavöxtum með öðrum hætti. Í bréfi Þórðar kemur fram það sem vant- ar í fundargerðarbókina, að mikil háreysti var á fundinum og hver talaði í kapp við annan. Rit- arinn einbeitir sér hins vegar að orðum Jóns Sigurðssonar og kórnum sem fylgdi á eftir. Hvortveggja frásögnin kann að vera rétt, svo langt sem hún nær. Hér á eftir verður litið á einkaskrif nokkurra Íslendinga í kringum þjóð- fundinn, sem varðveist hafa í sendibréfum. Kemur þar margt fram, sem menn höfðu þá ekki í hámæli. Byltingarárið mikla, 1848, hóf göngu sína í Kaupmannahöfn tímarit sem fékk heitið Norð- urfari. Þar birtist greinin „Frá Norðurálfunni 1848“ þar sem ítarlega var sagt frá þeim hrær- ingum sem þá gengu yfir Evrópu, en ári síðar bar viðamesta grein blaðsins heitið „Frelsis- hreyfingar meðal þjóðanna“. Kenndi stiftamt- maður þessu blaði um að vekja uppreisnaranda á Íslandi (sbr. Aðalgeir Kristjánsson, Endur- reisn alþingis og þjóðfundurinn, bls. 137–42). Þó fór því fjarri að hafnarstúdentar væru allir jafn- hrifnir af hugmyndum byltingarmanna, enda voru margir þeirra embættismannasynir. Þann- ig ritar ungur námsmaður í Kaupmannahöfn, Árni Thorsteinsson, skrifara föður síns, Páli Pálssyni, bréf hinn 8. mars 1849 og kemur þar inn á hugmyndir byltingarmanna: „Í Frakk- landi er ennþá nóg af mönnum, sem aðhyllast theorias sociales, sumir eru kommúnistar, þeir heimta jöfn réttindi, jafna nautn, sumir eru þeir svokölluðu sócíalistar, þeir vilja hafa jöfn rétt- indi og ólíka nautn. Báðir hafa það sameiginlegt að vilja láta einstaklingana hafa takmarkalaust frelsi. Eg ætla ekki að tala meira um þetta, en eg vona, að ef guð lætur þetta einhversstaðar fá framgang, þá verði það nægilegt til að sýna heiminum, að þessar meiningar eru byggðar á litlum öðrum sannleika en þeim, sem hefir blindað svo marga menn, að allir menn eiga jafnt tilkall til að njóta lífsins, reynslan mun sýna þær ónógar fyrir mannlegt félag, synd- samlegar og ógjörlegar þegar á að haga mann- legu félagi eins og sócíalistar vilja.“ (Skrifarinn á Stapa, bls. 165–66) Afnám einveldis og upp- gangur lýðræðishugmynda Aðrir beindu hins vegar sjónum sínum að þeim vandamálum sem nú biðu lausnar eftir að Danakonungur afsalaði sér einveldi. Í kjölfarið hlaut staða Íslands innan Danaveldis að breyt- ast, sem olli óvissu en gaf einnig fyrirheit um ný tækifæri. Í Hugvekju til Íslendinga frá árinu 1848 greindi Jón Sigurðsson frá hugmyndum sínum um breytta stjórnarhætti á Íslandi: „Það er því nauðsyn, að auka réttindi alþíngis, á sama hátt og í Danmörku verður gjört, og setja land- stjórnarráð á Íslandi, sem standi fyrir allri stjórn þar á aðra hliðina, en á hinn bóginn leiti um öll stórmæli úrskurðar konúngs. Til að standa fyrir slíkum málum hér þarf íslenzkan mann, sem hafi skrifstofu undir sér, og gegnum hana ætti öll íslenzk mál að gánga til konúngs eða annara. Ef menn vildi haga þessu svo, að í stjórnarráðinu væri ávallt fjórir: einn landstjóri eða jarl og þrír meðstjórnendur, en einn af þess- um þremur væri til skiptis í Kaupmannahöfn, sem forstöðumaður hinnar íslenzku skrifstofu, sýnist sem það mætti allvel fara. Stjórnarráð- herrarnir og jarlinn ætti þá að bera fram fyrir alþíng erindi af konúngs hendi, og taka við þjóð- legum erindum þíngsins aftur á móti. Þeir ætti og að geta gefið allar þær skýrslur, sem þíngið hefði rétt á að heimta af stjórnarinnar hendi, og yfirhöfuð að tala hafa ábyrgð stjórnarinnar á hendi fyrir þjóðinni. “ Gerði Jón sér grein fyrir því að margir hlutu að túlka hugmyndir hans svo að hann vildi „rífa sig öldúngis frá Dan- mörku“. Því neitar hann ekki heldur beinlínis heldur fullyrðir að væri „stjórninni svo hagað, að hún yrði gjörð þjóðleg og bygð á fullkomnum þjóðréttindum, þá mættti ætla á, að slíka stjórn vildi enginn ærlegur Íslendíngur missa, og það samband sem grundvallaði hana væri því kær- ara, sem það væri við þjóð, sem vér höfum lengi átt saman við að sælda, sem á sama kynferði og vér sjálfir og sömu sögu um lángan aldur.“ (Hugvekja til Íslendinga, bls. 124–26) Því hefur verið haldið fram að stjórnmála- hugsun Jóns Sigurðssonar hafi verið „meira í ætt við viðhorf íslenskra föðurlandsvina á 18. öld en þjóðernissinna, sem fram komu í íslenskri stjórnmálabaráttu nærri síðustu aldamótum og urðu ríkjandi á fyrri hluta þessarar aldar“ (Jón Þ. Þór. „Föðurlandsvinir og þjóðernissinnar“) vegna þess að hann talaði ekki um stofnun lýð- veldis á Íslandi. Hér verður þó að gæta að því að einungis þeir allra djörfustu í hópi sporgöngu- manna börðust með opinskáum hætti fyrir lýð- veldi, en oft var rætt um að taka upp embætti landstjóra að kanadískri fyrirmynd. Skoðanir Jóns voru hins vegar frábrugðnar þeim skoð- unum sem fram komu hjá íslenskum föður- landsvinum frá 18. öld. Þeir voru enda meira eða minna embættismenn Danakonungs, en hann neitaði alla tíð að gegna embætti fyrir dönsku stjórnina. Þar að auki var sá reginmunur á að Jón vildi færa stjórn Íslandsmála inn í landið, en á því ljáðu hinir konunghollu föðurlandsvinir ekki máls. Að öllu athuguðu virðist Jón Sigurðs- son því hafa verið orðinn mjög ákveðinn í kröf- um sínum þegar árið 1848, þar sem hann gerir ráð fyrir landstjóra á Íslandi en að einn ráð- herra hafi aðsetur í Danmörku. Vel má ímynda sér að Jón hafi hér verið að hugsa til stjórnskip- unarlegrar stöðu Noregs innan Svíaveldis, en í Noregi var landstjóri (stathaldar) yfir ríkis- stjórninni, en einn af ráðherrum hennar sat í Svíþjóð sem ríkisráðherra (statsminister) Nor- egs. Hins vegar voru til þeir Íslendingar sem gátu hampað þjóðerninu án þess að því fylgdu kröfur um sjálfstjórn. Í þeirra hópi var t.a.m. Grímur Thomsen. Um þjóðerniskennd Gríms á þessum tíma þarf ekki að efast, og nægir að Atburðarás sú sem leiddi til þjóðfundarins 1851 er al- kunn og málalok hans ekki síður. Um þau eigum við skýran vitnisburð í fundargerðarbókinni, sem rituð var af ungum stúdent, sem hét Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Hér verður litið á einkaskrif nokk- urra Íslendinga í kringum þjóðfundinn, sem varðveist hafa í sendibréfum. Kemur þar margt fram, sem menn höfðu þá ekki í hámæli. Morgunblaðið/Sigurður Jökull „Jón Sigurðsson svaraði, að hann tæki ekki móti boðinu nema undir vissum skilmálum. Síðan hélt greifinn ræðu, sagði þeir fyrir þinghaldið reglementeruðu 9000 rd. væru nú uppetnir og betur til. Þingið hefði eytt tímanum til lítils og hagað miður athöfnum sínum en skyldi, og sagði hann því [slitið] í kóngsins nafni.“ Málverkið er eftir Gunnlaug Blöndal og í eigu Alþingis. E F T I R S V E R R I J A K O B S S O N „FREKJA OG FANATISMI, FORUDFATTEDE MEININGAR OG ÓSTJÓRN“ 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. JÚNÍ 2001 150 ÁR FRÁ ÞJÓ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.