Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. JÚNÍ 2001 S JALDAN hefur vísindahyggjan sokkið jafn djúpt og á tíunda áratugnum. Hún var liggjandi og það var sparkað í allar ná- kvæmniskreddur og hlutlægnis- dul. Fólk hampaði þess í stað dulhyggju og ýmiskonar nýald- arspeki, sýn á tilveruna sem leg- ið hafði í láginni um nokkurt skeið en hafði vissulega blómstrað fyrr. Það hafði komið upp úr kafinu að sagan væri hreint ekki sú mars- ering framþróunarinnar sem pósitívistar höfðu útmálað, þar sem fordómar viku fyrir ljósi þekk- ingar og vankantar mannlegs lífs fyrir tækninni. Þetta vissu raunar módernistar vel; tilgátur í skammtafræði höfðu grafið undan jafnvel sjálfu orsakasamhenginu og tilraunir í erfðafræði tóku nú að vekja siðferðislegar spurningar sem ekki urðu umflúnar. Mannleg fræði urðu sífellt frumspekilegri og glannalegri. Bókmennta- greinar voru dregnar í efa sem óhagganlegar og eilífar stærðir. Með tölvubyltingu og netvæð- ingu gat allt gerst, fræðimenn sáu fram á að flippuðustu hugmyndir skáldsins Jorge Luis Borges gátu ræst og hugmyndir póststrúktúral- ista um óendanlega texta orðið að raunveru- leika. Einn af þessum glannalegu fræðingum heitir José María Pozuelo Yvancos og hefur velt fyrir sér ljóðlist. Hann telur að með vanrækslu Aristótelesar gagnvart ljóðlistinni hafi henni verið skapaður einskonar auður klefi sem svo hafi verið í hraukað ýmsu lauslegu. Í reynd hafi ljóðlistinni verið vísað á braut úr skipan skáld- skaparins, enda sé ekki fjallað um hana sem skáldskap heldur sjálfsprottna tjáningu. Þetta telur hann vera arfleifð rómantísku stefnunnar. Þannig sé aldrei talað um skáldaðar raddir eða margröddun í ljóðum heldur rödd skáldsins, líkt og skáldinu hafi með dularfullum hætti tekist að koma rödd sinni fyrir á míkróspólu í textanum og nú tali hún. Þetta telur Pozuelo Yvancos frá- leitt og muni leiða til dauða ljóðsins. Maður sér fyrir sér senu úr gömlum framhaldsþáttum, Mission Impossible, þar sem töluðum skila- boðum var komið fyrir á ólíklegustu stöðum og þau enduðu öll á „This message will self- destruct in five seconds“ og svo sprakk allt. Mun ekki fara þannig fyrir ljóðinu? Stóru vestrænu ljóðskáldin eru horfin á vit feðra sinna: Dylan Thomas, Garcia Lorca, Baudelaire, Rilke… Ein kenningin er sú að blómatími bókmenntaformsins ljóðs sé einkum bundinn við sjálfstæðisbaráttu þjóða. Þegar sjálfstæði er náð og sæmilega tryggt í sessi hverfa ljóðin í bakgrunninn og verða elitísk list- grein. Þetta er klisja og ég vil gjarnan fá stað- fest að hún sé röng. En ef maður svipast um í Evrópu í leit að skáldjöfri sem gnæfir, nýtur vinsælda samtíðar sinnar, hylli þjóðar sinnar og hefur raunveruleg áhrif í samfélaginu, koma fáir uppí hugann. Helst Seamus Heaney. Heaney er vel að merkja frá Írlandi sem staðið hefur til þessa dags í samfelldri sjálfstæðisbaráttu. José Ángel Valente er evrópskt stórskáld sem kemur frá svipuðu svæði, spænska héraðinu Galisíu, en hinsvegar er tómt mál að tala um frægð hans á alþjóðavettvangi því hann er lítt kunnur utan heimalandsins. Ég er ekki frá því að við eigum nokkur slík skáld hér á landi, allavega eru þau vel frambærileg mörg hver. En hvaða unglingur vill ekki miklu frekar vera rokkstjarna en ljóðskáld? Lagatextar Bjarkar Guðmundsdóttur ná til margfalt fleiri en ljóð eftir Sjón, sem einnig er textahöfundur með Björk. Það þarf ekki að taka dæmi af al- þjóðavettvangi: Bubbi Morthens og Doktor Gunni ná til fleiri en ljóðskáld af yngri kynslóð. Hetja með rafgítar hefur leyst ljóðskáldið af hólmi. Það talar enginn um stöðu rokksins. Þess þarf ekki. Hinsvegar er staða ljóðsins okkur áhyggjuefni; við komumst að þeirri niðurstöðu eftir nokkra umhugsun að staða ljóðsins sé ekki alslæm, við blásum í lúðra og efnum til ljóða- upplestra, dags ljóðsins, ljóðastunda, við þrömmum með ljóðið í hásæti eftir götunum og hrópum því hósíanna. Það hvarflar að manni að helsta hættan sem steðji að ljóðum séu stöðugar tilraunir til að bjarga því. Ljóðið liggur vel við höggi í hásæti sínu. Allt þetta umstang okkar minnir á langdregna líkfylgd. Ljóðið í eintölu með hástöfum, öllum ljóðalesendum er í nöp við þá hugmynd; Ljóðið er dautt eða í andarslitr- unum. Þannig hlýtur það að virka álengdar. Samt er nú um stundir ekki að sjá að annað hafi komið í stað ljóðsins, annað form með sömu tálgun, sömu þvingun á orðum. Eða hvað? Aug- lýsingar? Engin tilviljun er hversu mörg ljóð- skáld vinna við auglýsingagerð. Auglýsingar eru stuttur og fleygaður texti (mynd, mál) sem getur komið miklu fyrir í knöppu formi. Eini gallinn er sá að auglýsingin sleppur aldrei und- an vörunni sem hún auglýsir. Ljóð auglýsa ekki neitt. Staða ljóðsins fer alveg eftir því hvernig á hana er litið. Ef litið er til eldri skálda er hún prýðileg á tíunda áratugnum, jafnvel með ein- dæmum góð. Matthías Johannessen og Jóhann Hjálmarsson gáfu báðir út sínar albestu bækur að mínu mati, Vötn þín og vængur eftir Matth- ías, Marlíðendur eftir Jóhann. Sömu sögu er að segja af Vilborgu Dagbjartsdóttur og Ingi- björgu Haraldsdóttur: Klukkan í turninum og Höfuð konunnar heita þær bækur. Sigfús Bjart- marsson gaf út einhvern metnaðarfyllsta bálk áratugarins, Zombie. Og raunar mætti svo lengi telja, Sigfús Daðason og Hannes Sigfússon gáfu út mergjaðar bækur, ’62 kynslóðin svokallaða, þ.e. Bragi Ólafsson, Sjón, Gyrðir Elíasson, Kristín Ómarsdóttir, gerði frábæra hluti, Margrét Lóa Jónsdóttir, Geirlaugur Magnús- son, Linda Vilhjálmsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Hannes Pétursson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir… Ég hirði ekki um einhverja tæmandi upptalningu en á áratugnum kom út hellingur af ljóðabókum sem halda áfram að suða í mér, bókum sem ónáða mig og angra, gera mig forviða, breyta tilverunni í eitt- hvað annarlegt, bókum sem láta mann þreifa sí- endurtekið eftir sér í bókahillunni eða verða al- gjörlega annars hugar á rauðu ljósi. Nóterum það sem snöggvast að skáldin sem talin voru hér á undan eiga það sameiginlegt að hafa vaxið úr grasi í kalda stríðinu. Einhvernveginn er samt „Ókvæða við“ (titill fenginn að láni hjá Þórarni Eldjárn) það sem manni dettur í hug þegar hugsað er um ásig- komulag ljóðsins á tíunda áratugnum. Í fyrsta lagi vegna þess að Hallgrímur Helgason gaf út fræga grein í tímaritinu Fjölni og ljóðabók í kjölfarið, mikla að vöxtum, og margir urðu ókvæða við. Í grein sinni telur Hallgrímur deyfð og dugleysi einkenna ljóð þorra yngri og þekkt- ari skálda í dag og vill þess í stað sjá kraftmikinn og ögrandi skáldskap undir hefðbundnum brag- arháttum sem sé þess megnugur að ná til fólksins. En þrátt fyrir uslann sem þetta olli (ókvæða við) var þetta eins manns bylting, ekki manifestó hóps nýrra skálda. Því staðreyndin er sú að á tíunda áratugnum kom ekki fram breið- fylking af ungum og ferskum ljóðskáldum með nýja sýn, í uppreisn gegn eldri skáldum, gegn ríkjandi viðhorfum. Vissulega komu fram ný og athyglisverð skáld: Kristján Þórður Hrafnsson, Gerður Kristný, Andri Snær Magnason, Sigur- björg Þrastardóttir og Steinar Bragi, svo ein- hver séu nefnd. Athyglisvert er hvernig Andri Snær hefur leikið sér með að skilyrða viðtökur ljóðabóka sinna með því að dulbúa þær sem eitt- hvað annað, bækling frá Bónus eða hasarbók, og sett ljóð þannig í nýtt samhengi og ef til vill fært nær lesendum. Steinar Bragi notar orðfæri í ljóðum sínum sem ekki er við hæfi viðkvæmra. Kristján Þórður Hrafnsson yrkir hrifnæma og léttleikandi texta. Gerður Kristný býður uppá meitlaða og frumlega sýn, Sigurbjörg Þrastar- dóttir slær á mjúka strengi og yrkir ferðaljóð. En þau fáu ungu skáld sem komið hafa fram mynda enga heild og vinna fremur úr og með verk eldri skálda. Öll ná þau í skottið á kalda stríðinu. Hversu mörg ungskáld á táningsaldri hafa vakið athygli á síðustu árum? Ég man ekki eftir neinu. Af hverju stafar það? Ég vil leyfa mér að halda fram að það stafi af því að nútíma- skáldskapur hefur fyrst og síðast haft það að hlutskipti að sýna bakhlið stórasannleikans á hverjum tíma, að birta ranghverfuna á ríkjandi viðhorfum, andhverfuna á suði fjölmiðla, stund- um með því að daðra við undarlegar og jafnvel siðlausar hugmyndir, stundum með því að gera hlutina skringilega til að andæfa stórasannleik- anum, stundum var búin til einsemd og ann- arleiki, einkalegt tungumál, persónuleg nálægð, galdur, og ekki síst var útmálun neikvæðisins. En nú er enginn stórisannleikur við lýði lengur og þess vegna ekki hægt að sýna bakhlið hans. Að endingu munum við því verða ókvæða við. Gefum ljóðinu smá von í lokin: Sigfús Daða- son vitnar í Kazantzakis: Ljóðið er hættulegt af því það nær til svo fárra. Tvö: Skáldsaga Á árum áður sögðu fræðimenn skáldsöguna vera í andarslitrunum. Bókmenntaform fæðast og deyja, sögðu þeir, og önnur koma í þeirra stað; við það er ekkert að athuga. Þeim var hvergi brugðið. Spáin um dauða skáldsögunnar er nú komin til ára sinna og bólar ekki meira en svo á að hún rætist. Þvert á móti, skáldsagan stækkar og stækkar og virðist liggja afvelta af spiki, rétt bú- in að gleypa í sig fjölmargar bókmenntasmá- greinar. Síðustu áratugir tuttugustu aldarinnar voru gullöld í skáldsagnagerð, sagði fræðimaður sem hingað kom á dögunum, gullöld í samtím- anum. Skáldsagan er full frek til fjörsins, er andmælt. Hún trommar í broddi fylkingar á mannamót, belgir sig út og ryður smásögunni af velli, hvomsar í sig ljóðinu og fær sér ævisögu í eftirrétt. Einhvern veginn þykir það ekki sér- lega merkilegt á Íslandi að vera smásagnahöf- undur, en vel að merkja eru til menningarsam- félög í Evrópu þar sem smásagan er beinlínis hið ríkjandi form. Skáldsagan sporðrennir smá- sögunni milli rétta. Og ljóðið, jú það er í lagi að ausa ljóðskáld lofi á tyllidögum, en að þau hafi einhver áhrif...? Essayistar: tja. Ævisagnarit- arar: er það sæmilega borgað? Þýðendur: æ er hann í því, greyið? Skáldsagan kýlir vömbina æ meir þótt hugsuðurnir gömlu hafi keppst við að boða dauða hennar. Hún er steinhætt að kunna mannasiði, ropar, prumpar og gubbar og það eru ár og dagar síðan fyrst var skitið í íslenskri skáldsögu. Enginn verður neitt sérstaklega hvumsa við. Hinsvegar er uppi fótur og fit ef haldið er framhjá í ævisögu, eins og nýlegt dæmi ævisögu Esra Péturssonar sýnir. Á tíunda áratugnum kom út fjöldi mjög fram- bærilegra skáldsagna á Íslandi. Einar Már Guð- mundsson skrifaði afbragðs skáldverk, Engla alheimsins, sem náði breiðum lesendahópi. Við- fangsefnið var nýtt og hættulegt, frásagnarað- ferðin vel hugsuð; Einar Már skrifaði sig inn í hjarta þjóðarinnar. Vigdís Grímsdóttir hefur náð þessu sama: að vera viðurkennd á flestum vígstöðvum, þ.e. skrifa ekki fyrir skýrt afmark- aðan lesendahóp heldur jafnt fjöldann sem fræðimenn. Þórarinn Eldjárn er í svipaðri stöðu, ekki síst eftir að hann tók að skrifa skáld- sögur. Steinunn Sigurðardóttir sömuleiðis. Hjartastaður markar tímamót líkt og Tímaþjóf- urinn á sínum tíma en á nokkuð annan hátt. Steinunn leyfir sér melódramatískar brellur í fyrrnefndu skáldsögunni og gefur þeirri goð- sögn langt nef að bækur séu ekki Bókmenntir með stórum staf nema þær endi illa. Einar Kárason hélt áfram sínum sagnaskáldskap sem einnig nýtur mikilla vinsælda. Guðbergur Bergsson gaf út hverja snilldar skáldsöguna á fætur annarri, Svanurinn, Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, Ævinlega… þetta er ára- tugur Guðbergs; og umhugsunarefni hvort Guð- bergur og Thor Vilhjálmsson verði í raun ekki fyrst almennt viðurkenndir höfundar á tíunda áratugnum eða í lok þess níunda, Guðbergur fyrst, að ég held, með sjónvarpsviðtali Stein- unnar Sigurðardóttur, Thor með góðum viðtök- um á Grámosinn glóir. Ef til vill á það sama við um Svövu Jakobsdóttur. Allir vissu af þessum höfundum en verk þeirra voru of róttæk til að öðlast almenna viðurkenningu, hvað þá hylli. Sjaldséður og kraftmikill drungi var í frum- raun Sigurjóns Magnússonar, Góða nótt, Silja (1997), og sömuleiðis, þótt með allt öðrum hætti sé, fyrstu skáldsögu Kristjáns B. Jónassonar, Snákabana (1996). Sigurjón fylgdi sinni bók eft- ir með Hér hlustar aldrei neinn (2000). Skáld- sögum Sigurjóns og raunar talsvert fleiri er ekki nokkur lifandi vegur að koma fyrir innan ramma póstmódernismans, þótt víður sé. Þrí- leikur Ólafs Gunnarssonar sem hófst með Tröllakirkju (1992) og lauk með Vetrarferðinni (1999) er heldur ekki póstmódernískur. Hann er miklu fremur tilraun til að endurvekja hina breiðu epísku skáldsögu, skapa Dostojevskí stað í samtímanum; stórum trúarlegum og sið- ferðilegum spurningum er velt upp af djúpri al- vöru. Verk Ólafs áratugina tvo á undan eru miklu flippaðri, jafnvel póstmódernískar. Sið- ferðileg alvara og stórar spurningar eru einnig einkenni skáldsagna Fríðu Á. Sigurðardóttur, þótt gagnólíkur höfundur sé. Í luktum heimi (1994) var fyrsta skáldsaga hennar á nýjum ára- tug en Meðan nóttin líður fékk Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1990. Tali maður um póstmódernisma hér er átt við annað, átt er við höfunda sem halda áfram með og vinna úr arf- leifð módernismans. Svava Jakobsdóttir er höf- undur þessa póstmódernisma með Gunnlaðar- sögu frá áratugnum áður þar sem ólíkum tímasviðum er blandað saman. Álfrún Gunn- laugsdóttir notar sömuleiðis tíma á óvenjulegan hátt í skáldsögum sínum, svo sem í Hvatt að rúnum sem kom út árið 1992. Þetta eru evr- ópskari verk en gengur og gerist hér á landi, ag- aðri í formi og djarfari í sálarlífskönnun. Allnokkur ljóðskáld koma fram sem sterkir prósahöfundar á tímabilinu. Þegar eru nefnd Sjón, Kristín Ómarsdóttir og Bragi Ólafsson. Gerður Kristný gefur út ljóðabók, smásagna- safn, skáldsögu og svo aðra ljóðabók á áratugn- um. Í prósanum má sjá úrvinnslu og enduróm verka Svövu Jakobsdóttur. Andri Snær Magna- son hefur feril sinn sem ljóðskáld en slær svo í gegn sem barnabókahöfundur. Jón Kalman Stefánsson snýr sér alfarið að prósa og skrifar fíngerðar sveitasögur eftir að hafa verið ögrandi ungskáld. Íslensk bókmenntaleg klisja um borgarbarnið sem fer í sveit er komin í hring og orðin fersk að nýju, sbr. Svaninn eftir Guðberg Bergsson sem með öðrum hætti vinnur með sömu hugmynd. Baldur Gunnarsson vinnur einnig með gamlar klisjur, þ.e. sæfarasögur. Borg (1993), fyrsta skáldsaga Rögnu Sigurðar- dóttur lofaði feykigóðu. Mörgum kom á óvart þegar Sigurður Pálsson gaf út fyrri skáldsögu sína, Parísarhjól (1998), ljóðrænt og heimsborg- aralegt verk sem markaði sér stað á ónumdu svæði í íslenskri skáldsagnagerð. Sindri Freys- son er ein af björtustu vonum í íslenskri skáld- sagnagerð. Auður Jónsdóttir er annað nýtt nafn og hún hefur þegar sent frá sér tvær skáldsögur sem báðar vöktu athygli. Sú síðari tekur á ís- lenskum innflytjendum, sem er þema sem búast má við að meira verði um í framtíðinni. Skáld- sagan Dís var óvenju samtímaleg, auk þess að vera skrifuð af þremur höfundum. Guðrún Eva Mínervudóttir er þó einna sterkasta innkoma áratugarins en hún hefur sent frá sér þrjú verk á jafnmörgum árum; fyrsta verkið, smásagna- safn, vakti mikla athygli og það þriðja, skáld- saga, var tilnefnt til íslensku bókmenntaverð- launanna. Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði bækurnar um Blíðfinn sem fóru sigurför um les- andann. Ný undirgrein skáldsögunnar leit dagsins ljós á áratugnum: íslenska leynilögreglusagan. Að E F T I R H E R M A N N S T E FÁ N S S O N BÓK- MENNTA- GREINAR, NÝJABRUM „Maður gæti látið alla varfærni lönd og leið og dregið stóra ályktun: Um þessar mundir erum við að upplifa sögulegt rof þar sem áður þekktar bókmenntagreinar taka að riðlast.“ SUNDURLAUSAR HUGLEIÐINGAR UM TÍUNDA ÁRATUGINN Í ÍSLENSKUM BÓK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.