Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. JÚNÍ 2001 E NNÞÁ gerast ævintýrin; það fengu þau að reyna listamenn- irnir tíu sem reka saman gall- eríið Meistara Jakob á Skóla- vörðustíg. Þeim var boðið til Ítalíu til að sýna verk sín á sér- stakri opnunarsýningu við vígslu menningar- og fræðslu- seturs, Villa Badoglio, í bænum Asti í einu mesta vínræktarhéraði á norðvestur-Ítalíu, Piemonte. Listamennirnir tíu eru Aðalheiður Skarphéðinsdóttir grafíker og málari, Auður Vésteinsdóttir listvefari, Elísabet Haralds- dóttir, Guðný Hafsteinsdóttir og Kristín Sig- fríður Garðarsdóttir leirlistarkonur, Kristín Geirsdóttir málari, Margrét Guðmundsdóttir grafíker og málari, Sigríður Ágústsdóttir leirlistarkona, Þórður Hall grafíker og málari og Þorbjörg Þórðardóttir listvefari. Herragarðssetur helgað listum Menningarsetrið Villa Badoglio var vígt 10. júní sl., en húsið er gamalt herragarðssetur frá 18. öld umvafið stórum garði sem er prýddur stórkostlegum trjágróðri og mörg- um mjög óvenjulegum trjám. Eigandi seturs- ins, Pietro Badoglio, gaf það héraðinu Asti eftir síðari heimsstyrjöldina. Nú er búið að gera staðinn upp og við vígsluna var opnuð fyrrnefnd sýning íslensku tímenninganna, en sýningin hlaut nafnið Elementi d’Islanda. Ís- lendingarnir eru fyrstu gestir hússins eftir að viðgerð á því lauk, fyrstu næturgestirnir og sýning þeirra sú fyrsta í húsinu. Þórður Hall segir forsögu þess að hópnum var boðið út: „Það kom hingað til okkar fyrir nokkrum ár- um, Ítali, Giampiero Monaca, sem hreifst mjög af galleríinu okkar, Meistara Jakob. Hann hefur verið hér tíður gestur, og fannst ástæða til að koma okkur á framfæri á Ítalíu, og í heimaborg sinni Asti. Hann er búinn að vera að vinna að því í ár að koma þessari sýn- ingu á fót. Hann komst fljótt í samvinnu við Asti turismo, sem er Ferðamálaráðið í Asti, með þetta verkefni, og fékk síðar til liðs við sig fleiri aðila, svo sem héraðssambandið í Asti, listasamtök og fleiri.“ Fjórir tímenning- anna sýndu keramik, ein sýndi málverk, tvö grafík og tvær textíl. Stúlknakór Reykjavíkur hreif Ítalina Sex listamannanna fóru út og voru viðstödd opnunina. Þorbjörg Þórðardóttir segir það hafa verið sérstaklega ánægjulegt, að við opnun sýningarinnar hafi Stúlknakór Reykja- víkur sungið undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur. „Ítalirnir voru algjörlega heillaðir af söng stúlknanna og hrópuðu óspart braviss- imo.“ Aðalheiður Skarphéðinsdóttir tekur undir þetta og segir stúlkurnar hafa lagt sig allar fram um að gera þetta vel, þótt þær hafi í raun verið dauðþreyttar eftir langt ferðalag. „Við vorum svo stolt af þeim,“ „maður bara klökknaði,“ sagði Guðný Hafsteinsdóttir. Þeim Þórði, Guðnýju, Aðalheiði og Þor- björgu ber saman um að móttökur Ítalanna hafi verið stórfenglegar. Allt var gert til að Íslendingunum liði sem best; þeim var kynnt það besta sem héraðið hafði upp á að bjóða í listum, mat og drykk, og var oft boðið í tíu rétta máltíðir, jafnvel tvisvar á dag. En það sem skipti mestu máli var hve frábærlega vel var staðið að sýningu þeirra í Villa Badoglio. Fyrir opnunina lék trumbusveit ungra pilta á veröndinni fyrir utan setrið meðan gestir gengu inn, svalir hússins voru lýstar upp, og mikil hátíðarstemmning ríkti í salnum þegar sýningin var formlega opnuð. Þar var allt blómum prýtt og ræður voru fluttar Íslend- ingunum til heiðurs. Þar var samankomið fjölmenni; listamenn staðarins og forsvars- menn af ýmsu tagi, auk íslenska ræðismanns- ins á Ítalíu, Guðnýjar Margrétar Emilsdótt- ur. Þau draga fram myndir þessu til staðfestingar. Buðu upp á Fagradalsbleikju Fallegur bæklingur var gefinn út, með ágripi af list hvers þeirra fyrir sig, en inngang í pésann ritaði einn kunnasti listamaður hér- aðsins, Eugenio Guglielminetti. Mikil umfjöll- un var um sýninguna í fjölmiðlum og blöðum, „VIÐ KYNNTUMST ÞVÍ BESTA Í LISTUM, MAT OG DRYKK“ Listamönnunum tíu sem reka gall- eríið Meistara Jakob á Skólavörðu- stíg var fyrr í mánuðinum boðið að vígja nýtt menningarsetur í Asti á Ítalíu með sýningu á verkum sínum. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR hitti þau Þórð Hall, Guðnýju Hafsteinsdóttur, Aðalheiði Skarphéðinsdóttur og Þorbjörgu Þórðardóttur sem sögðu henni frá höfðinglegum móttökum á Ítalíu og mikilli velvild gestgjaf- anna í garð íslenskrar listar. Félagar Meistara Jakobs með Giampiero Monaca fremst í miðjunni framan við Villa Badoglio. Íslensku listamennirnir við opnun sýningarinnar í Asti. Gráhærði maðurinn fyrir miðri mynd er listamaðurinn Eugenio Guglielminetti. Ítalskir trumbuslagarar bjóða gesti velkomna á Elementi d’Islanda. Stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur hlýða á. Villa Badoglio

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.