Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. JÚNÍ 2001 15 MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Til 31.8. Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin 11-16 mánudaga-laugar- daga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Fella- og Hólakirkja: Samræmd heildarmynd. Til 8.7. Galleri@hlemmur.is: Unnar Örn Auðarson. Til 15.7. Gallerí Reykjavík: Olga Pálsdóttir. Til 30.6. Gallerí Sævars Karls: Victor Guð- mundur Cilia. Til 12.7. Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn- skólanema. Til 17.8. Hafnarborg: Werner Möll og Andr- eas Green. Til 2.7. Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars- son. Valgarður. Til 31.8. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Djásn og dýrðleg sjöl. Til 8.7. Íslensk grafík: Stella Sigurgeirsdótt- ir. Til 15.7. Listasafn Akureyrar: Akureyri í myndlist. Til 29.7. Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til 12.8. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2.9. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar- safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Yfirlitssýning á verkum Errós. Til 6.1. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals- staðir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Gretar Reynisson. Til 19.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Úr- val verka eftir Sigurjón Ólafsson. Til 30.9. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Philippe Ricart. Til 1.7. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Nanna Bayer. 18.7. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi: Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson. Til 29.7. MAN: Torfi Jónsson. Til 1.7. Mokkakaffi: Karen Kerstein. Til 14.7. Norræna húsið: Norrænir hlutir. Til 6.8. Nýlistasafnið: Philip von Knorring, Ómar Smári Kristinsson, Karen Kers- ten og Daníel Þ. Magnússon. Til 15.7. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna- myndir Ásgríms. Til 1.9. Silfurtún, Garðabæ: Útilistaverk sex listamanna. Til 14. okt. Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Ásgeir Guðbjartsson. Til 22.7. Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þorgerður Sigurðard. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Hjörtur Mar- teinsson. Til 1.7. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Árbæjarsafn: Árni Sighvatsson, bari- ton, og Jón Sigurðsson, píanó. Kl. 14. Hallgrímskirkja: Eyþór Ingi Jónsson, orgel. Kl. 12. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Orgelleikarinn Ey- þór Ingi Jónsson. Kl. 20. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Þór- unn Guðmundsdóttir, sópran, og Ing- unn Hildur Hauksdóttir, píanó. Kl. 20:30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Guðrún Birgisdóttir, flauta, og Kjartan Sigurjónsson, org- el. Kl. 12. Sænski kammerkórinn Erik Westberg Vocalensemble. Kl. 20. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkun- um, lau. 30. júní. Fös. 6. júlí. Wake me up, frums. þrið. 4. júlí. Loftkastalinn: Hedwig, frums. fim. 5. júlí. Rúm fyrir einn, fim. 5. júlí. Smiðjan, Sölvhólsgötu 13. Einleik- húsið: Fröken Júlía, frums. lau. 30. júlí. Fim. 5., fös. 6. júlí. Árbæjarsafn: Möguleikhúsið sýnir Völuspá sun. 1. júlí. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U S KÖMMU fyrir níu er kaffihúsið „Café Aufsturz“ í Oranien- burger Strasse, sem er nokkurs konar „Skólavörðustígur“ Austur-Berlínar, nánast fullt. Enn eru örfá sæti laus alveg fremst en alls eru tæplega hundrað manns komnir til að sjá Guðmund Andra Thorsson lesa úr „Íslands- förinni“ (1996). Íslenskir rithöfundar geta varla gengið að slíkri mætingu vísri á heima- velli og hún er heldur ekki sjálfgefin í Berlín. Að þessu sinni er heldur ekki um staka upp- ákomu að ræða þar sem upplesturinn er loka- punkturinn á ráðstefnu sem nemendur Norð- ur-Evrópu-stofnunar Humboldt-háskóla skipulögðu og bar yfirskriftina „Á þjóðin sér framtíð á Norðurlöndum?“. Ráðstefnan var hluti af 18. þingi nemenda í skandinavískum fræðum en nemendur úr málvísindum, mið- alda- og menningarfræðum, bókmennta-, sagn- og stjórnmálafræði tóku þátt í ráðstefnunni. Rætt var um myndun þjóða í Norður-Evrópu á 19. öld, um það hvernig þjóðarhugtökin eru ólík landanna á milli, hvaða vægi þjóðin hefur nú á tímum og hvaða framtíð þjóðarhugmyndin eigi sér í Norður-Evrópu. Fyrirlesarar komu frá Berlín, Osló, Málmey, Helsinki, Turku, og Guð- mundur Andri kom frá Reykjavík og flutti er- indið „Þjóðarhugmyndin á Íslandi“. Á ráð- stefnu um þjóðarhugmyndina á 19. öld var síðan viðeigandi að fá Guðmund Andra til að lesa úr „Íslandsförinni“ í lok dagsins. Þegar klukkan slær níu kemur í ljós að hin örfáu lausu sæti eru ekki fremst í salnum held- ur aftast þegar Andreas Vollmer, lektor í ís- lensku við Humboldt-háskóla, hefst handa við að kynna gest kvöldsins í hinum enda salarins. Andreas byrjar á því að þakka námsmönnum fyrir að skipuleggja upplestur kvöldsins og ljóst er að stór hluti viðstaddra eru námsmenn en innan um má einnig sjá nokkra Íslendinga og Íslandsvini. Andreas segir Guðmund Andra fjölhæfan penna sem sé í senn rithöfundur, pistlahöfundur, skrifi um menningar- og sam- félagsmál, hafi fyrr um daginn verið með erindi á ráðstefnu, sé á þessari uppákomu rithöfund- ur og verði á morgun gestur í málstofu við Humboldt-háskóla um strauma og stefnur í ís- lenskum samtímabókmenntum. Andreas greindi viðstöddum frá því að Guðmundur Andri hafi fyrr um daginn sent strik.is vikuleg- an pistil sinn og að þessu sinni sé viðfangið Berlínarheimsóknin. Þannig hafi viðstaddir kost á því að fara á Netið daginn eftir til að komast að því hvað Guðmundi Andra finnist um Berlín. Í framhaldi af kynningu Andreasar fékk gesturinn orðið: „Gott kvöld, ég heiti Guð- mundur Andri Thorsson, ég tala enga þýsku, ég skil ekki orð af því sem hann var að segja…“ og af viðbrögðum viðstaddra að dæma mátti sjá að nokkrir nemendanna voru nógu góðir í ís- lensku til að skilja Guðmund Andra þegar hann opinberaði vanþekkingu sína á þýskri tungu. Þar sem meirihlutinn skildi þó jafnlitla ís- lensku og Guðmundur Andri þýsku var Andr- eas í hlutverki túlksins. Ferðinni var heitið til Íslands „Árið 1994 tókst ég á hendur langt ferðalag,“ byrjaði Guðmundur Andri. „Ferðalagið var fólgið í því að á hverjum morgni fór ég í næsta hús í bílskúrinn til bróður míns til þess að skrifa bók. Ferðinni var heitið til Íslands. Á þessum tíma átti sér stað mikil umræða í ís- lensku samfélagi um íslenskt þjóðerni, íslenska þjóðarsál, íslenskt þjóðareðli, stöðu Íslands innan Evrópu. Í þessari umræðu var gengið út frá sumum hlutum sem vísum um sögu Íslands, fortíðina, þjóðfélagið eins og það var á 19. öld- inni. Það var gengið út frá því að við værum þau sem við erum í dag vegna þess hver við vor- um á 19. öld. Mig langaði að kynnast 19. öldinni en ég vissi um leið að ég gæti ekki kynnst 19. öldinni sem Íslendingur, ég varð að gerast öðruvísi ferðalangur með annan farangur, aðra menningu í farteskinu en þessa íslensku menn- ingu sem ég var alinn upp við. Ég breytti mér í enskan ferðamann og hugsanlegan morð- ingja.“ Að kynningunni lokinni hóf Guðmundur Andri lestur úr byrjun bókarinnar til að leyfa viðstöddum að heyra hvernig textinn hljómar á frummálinu: „Bráðum tek ég á mig náðir og slekk á kertinu…“ Andreas las síðan mjög vel úr vandaðri þýðingu Helmuts Lugmayr, „Nach Island“, sem kom út hjá bókaforlaginu Klett- Cotta í fyrra. Viðstaddir fengu að heyra brot úr ólíkum köflum bókarinnar og þegar upplest- urinn var orðinn hæfilega langur las Guðmund- ur Andri brot úr niðurlagi bókarinnar: „Risar á vegi mínum hefðu ekki komið mér í opna skjöldu, álfar, tröll, draugar…“ Að upplestrinum loknum áttu viðstaddir kost á því að ræða við höfundinn. Morguninn eftir hafa eflaust einhverjir íslenskunemar far- ið á Netið og lesið „Berlínarbréf“ Guðmundar Andra. Þar mátti sjá rithöfundinn sem rann- sakað hefur Íslandssýn erlendra manna bregða sér í stellingar íslenska ferðalangsins. Hér er það ekki sögupersónan sem kemur að Geysi heldur rithöfundurinn sjálfur sem kemur að leifum múrsins og risinn sem verður á vegi hans er táknið um „kúgun kommúnismans“. Og þar sem höfundurinn „kemst naumast úr spor- unum fyrir klisjum sem þvælast fyrir manni við hvert fótmál“ flýr hann í næsta almennings- garð. Þar leitar höfundur „Íslandsfararinnar“ ekki álfa, trölla og drauga, heldur þess sem ís- lenskur ferðalangur sækir til framandi landa: „Fátt er mikilvægara Íslendingi í útlöndum en að finna góðan garð til að geta þar reikað um innan um mörg hundruð ára gömul tré og skoð- að héra og íkorna, hvílt augun á vatninu og hlustað á þytinn í trjánum.“ Morgunblaðið/Davíð Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur les úr Íslandsförinni á menningarkvöldi í Berlín. Andreas Vollmer, lektor í íslensku við Humboldt-háskóla, las valda kafla úr þýsku þýðingunni. BERLÍNARFÖR GUÐMUNDAR ANDRA Guðmundur Andri Thorsson las úr bók sinni Íslands- förinni á menningarkvöldi í Berlín á dögunum. DAVÍÐ KRISTINSSON var meðal fjölmargra gesta kvöldsins. og hvarvetna héngu uppi auglýsingar um sýn- inguna. Þegar farið var með hópinn í kynnisferðir um héraðið voru Íslendingarnir í rútu sem var merkt sýningunni, þannig að það fór vart fram hjá nokkrum manni hvað um var að vera í Villa Badoglio. Guðný segir það afar óvenjulegt að listamenn séu meðhöndlaðir á þennan hátt. „Hvar sem við komum var okkur ákaflega vel tekið, og það var greinilegt að undirbúningurinn og kynningin á sýningunni höfðu tekist mjög vel.“ Þórður segir að við opn- unina hafi þau verið með svolitla Íslandskynn- ingu upp á eigin spýtur. „Við vorum með reyktan silung og grafinn; Fagradalsbleikju; íslenskt brennivín og harðfisk.“ 28 ára listunnandi upphaf ævintýrisins Þorbjörg segir að Giampiero Monaca, sem átti upphafið að þessu ævintýri, sé grafískur hönnuður og hafi komið talsvert nálægt listum á ferli sínum, þótt hann sé aðeins 28 ára gam- all, en hann var sýningarstjóri sýningar Ís- lendinganna. „Við vissum í raun ekkert hvað við vorum að fara út í,“ segir Guðný, og Þórður tekur undir að það hafi komið þeim mjög á óvart að móttökurnar hafi verið með þvílíkum höfðingjabrag. Íslenski ræðismaðurinn Guðný Margrét Emilsdóttir sem var viðstödd opn- unina var mjög hrifin af því hvernig til tókst, og talaði um að nauðsynlegt væri að halda áfram þessari góðu kynningu, og koma hópn- um á framfæri í Mílanó, sem er rétt norðan við Asti. Þórður segir ómögulegt að segja hvað komi út úr svona sýningu, og hvert framhaldið verður. „Við erum þó þegar farin að vinna að framhaldinu, og ýmislegt í gangi, og vonandi fáum við fulltrúa frá þeim hingað til lands.“ Að- alheiður segir þau góðu tengsl, sem mynduð- ust á Ítalíu mjög mikilvæg fyrir þau og þau eigi áreiðanlega eftir að viðhalda þeim kynnum áfram. Viðskipti beint við listamanninn Listhúsið Meistari Jakob var stofnað árið 1998 og er rekið af listamönnunum, sem vinna sjálfir við afgreiðsluna og bjóða gestum sínum upp á sérfræðilega ráðgjöf. Myndaalbúm liggja frammi með yfirliti yfir vinnuferil lista- mannanna og þau er hægt að fá lánuð heim til skoðunar. Að sögn listamannanna hafa viðtök- ur verið mjög góðar, bæði meðal íslenskra og erlendra viðskiptavina sem hafa heimsótt gall- eríið. Þau segja það augljóst að áhuginn teng- ist einnig því að hægt sé að skipta við lista- mennina sjálfa án milliliða, enda sé það rekstrarform vel þekkt erlendis meðal lista- manna. Þau tvö ár sem galleríið hefur starfað hafa listamennirnir efnt til kynninga á verkum ein- stakra félaga. Þau áætla að auka við þennan þátt í starfsemi listhússins með kynningum þar sem lögð verður áhersla á uppeldislegt gildi þeirra. Þessar kynningar verða þá bæði áþreifanlegar og í formi ljósmynda þar sem sýnt er um leið vinnuferli, aðferðir, efni og áhöld sem notuð eru við gerð listaverka. „Við teljum þennan þátt í starfsemi Meistara Jak- obs vera mikilvægan til að auka skilning al- mennings á tengslum hugar og handa þar sem fólki gefst kostur á að kynnast því hvernig verkin verða til.“ Félagar í Meistara Jakobi tóku virkan þátt í dagskrá menningarnætur 19. ágúst í fyrra með sýningu á verkum sínum í galleríinu. Allir leir- listamenn gallerísins tóku auk þess þátt í leir- brennsluverkefninu Logandi list í miðborg Reykjavíkur og við höfnina. Í bakgarði hússins stóð Meistari Jakob fyrir tónleikahaldi um kvöldið þar sem hljómsveitin Úlpa og rafdúett- inn Ampop spiluðu við góðar undirtektir við- staddra. Áformað er að svipaðar uppákomur verði á menningarnótt nk. í samvinnu við Gull- smiðju Ófeigs og Ingu Elínu. Meistari Jakob á faraldsfæti Listamennirnir tíu í Meistara Jakobi eru mjög virkir og hafa sýnt víða um heim. Fyrir utan sýninguna sem nú stendur yfir í Villa Ba- doglio í Asti á Ítalíu taka félagar Meistara Jak- obs þátt í grafíksýningu í Frakklandi um þess- ar mundir, alþjóðlegum keramiktvíæringi á Ítalíu, alþjóðlegri textílsýningu í Póllandi ásamt sýningum hér heima. Þau Þórður Hall, Guðný Hafsteinsdóttir, Aðalheiður Skarphéð- insdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir eru á einu máli um það eftir ferðina til Ítalíu, að svona eigi að standa að kynningu á list. Þau bera mik- ið lof á Giampiero Monaca, unga manninn sem dag einn rataði inn í galleríið þeirra á Skóla- vörðustígnum, og þá einurð, framtakssemi og fyrirmyndar fagmennsku sem hann sýndi við undirbúning sýningar þeirra og heimsókn þeirra til Asti. Þeim sem vilja feta í fótspor Meistara Jakobs á Ítalíu er bent á heimasíðu ferðamálaráðs í Asti: www.thecity.it/asti/tur- ismo.html, en þeim sem vilja skoða það sem Gi- ampiero Monaca hreifst svo af á Skólavörðu- stígnum er bent á slóðina: www.meistarijakob.is. begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.