Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. JÚLÍ 2001 Á RIÐ 2000 var býsna mikið skrafað og skrifað um Vín- landið góða, ekki síst um fund þess og legu.1 Og þá var ekki látið undir höfuð leggjast að minnast einnig víkinga, langskipa og ann- arra atriða sem koma þessu góða landi harla lítið við. Þessar víðtæku umræður frá því í fyrra ættu að hvetja áhuga- menn til að sinna málum Vínlands af enn meiri alúð en nokkru sinni fyrr. Hér virðist engin þurrð vera á viðfangsefnum og óleystum ráð- gátum. Að því er ég best veit hafa Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga aldrei verið skýrð- ar til hlítar, og oft hefur verið um þær fjallað án þess að taka til greina allar þær hugmyndir um vestur-hjarann2 sem ráðnar verða ekki einungis af þeim sjálfum heldur einnig af Landnámu, Eyrbyggju, Íslendingabók og landfræðiritum. Yfirleitt hefur megináhersla verið lögð á að finna Vínlandi ákveðinn stað á landabréfum þessa heims, en minna verið skeytt um önnur atriði sem varða Vínlandssögurnar tvær. Ýms- ar hindranir verða á vegi þeirra fræðimanna sem fást við að ákveða hnattstöðu Vínlands; í fyrsta lagi kemur heimildum ekki saman um hvar þess sé helst að leita, og á hinn bóginn höfðu forfeður vorir á tólftu og þrettándu öld einfaldar og annarlegar hugmyndir um Atl- antshafið og þau lönd sem liggja handan þess, þó verður hinu ekki neitað að höfundar Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu höfðu langt- um gleggri þekkingu á landaskipan vestan hafs en samtímamenn þeirra annars staðar í Evr- ópu.3 Landafræðirit forfeðra vorra geyma einn- ig merkilegan fróðleik. Rétt eins og Jón Jó- hannesson benti á í grein sem birtist að honum látnum í tímaritinu Sögu árið 1960, þá hugðu ís- lenskir landfræðingar að Atlantshafið væri miklu mjórra en það er í raun og veru. Í grein sinni birtir hann kafla um landaskipan úr hand- riti frá því um 1300, en hann telur að frumrit þess hafi verið skráð á síðara hluta tólftu aldar eða á fyrra hluta hinnar þrettándu. Glefsa um vesturhjarann í þessu riti hljóðar svo: „Frá Grænlandi í suður liggur Helluland, þá Mark- land, þaðan er eigi langt til Vínlands, er sumir menn ætla að gangi af Afríku.“ Norsk vanþekking Um það leyti sem íslenskur landfræðingur lýsir vesturhjara með slíku móti munu Norð- menn ekki hafa vitað neitt um Vínland, enda höfðu þeir kynlegar hugmyndir um afstöðu Grænlands til annarra landa, svo sem ráða má af latneskri sögu Noregs frá tólftu öld: „Land þetta var fundið og byggt af Íslendingum og styrkt með kaþólskri trú. Það myndar vestur- enda Evrópu og snertir næstum því afrísku eyj- arnar þar sem úthafið fellur inn.“ 4 Með því að höfundur hins norska rits nefnir hvorki Hellu- land, Markland, Furðustrandir, Skrælingja- land, Hvítramannaland (= Írland hið mikla) né Vínland verður helsti stutt frá Grænlandi til Kanaríeyja. Atlantshafið er orðið furðu lítið. Ekki bætir Konungs skuggsjá úr skák. Þetta höfuðrit Norðmann fyrr á öldum er talið vera skráð um 1250. Í því eru lýsingar á þrem þjóð- löndum: Íslandi, Írlandi og Grænlandi, og þar „Frá Grænlandi í suður liggur Helluland, þá Markland, þaðan er eigi langt til Vínlands, er sumir menn ætla að gangi af Afríku,“ segir í handriti frá þrettándu öld. Myndin er tekin í L’Anse aux Meadows, 28. VÍNLENSK VANDAMÁL „Ýmsar hindranir verða á vegi þeirra fræðimanna sem fást við að ákveða hnatt- stöðu Vínlands; í fyrsta lagi kemur heimildum ekki saman um hvar þess sé helst að leita, og á hinn bóginn höfðu forfeður vorir á tólftu og þrettándu öld einfaldar og annarlegar hugmyndir um Atlantshafið og þau lönd sem liggja handan þess, þó verður hinu ekki neitað að höfundar Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu höfðu langtum gleggri þekkingu á landaskipan vestan hafs en samtímamenn þeirra annars staðar í Evrópu.“ E F T I R H E R M A N N PÁ L S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.