Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. JÚLÍ 2001 1 H VERNIG útskýrir maður tí- unda áratuginn í íslenskum bókmenntum og menningu fyrir útlendingi? Segjum að maður sé staddur á bar sem heitir Medusa. Það er glatt á hjalla og mikið skvaldur en allt í einu spyr einhver uppúr þurru hvernig menningu og bókmennt- um hafi eiginlega verið háttað á Íslandi á tíunda áratugnum. Spurningin er útí hött og einstak- lega óviðeigandi miðað við kringumstæður. Maður segist svosem ekki vita það, hafa ekki nema einhverjar glefsur héðan og þaðan, en sá sem spyr stendur fast á sínu og heimtar að fá að fræðast um þetta. Maður segir: Ísland er lyga- saga, og rennir sér beint í allt montið um Ísland sem er svo freistandi, öll skringilegheitin, smæðina, undarlega menn, yfirþyrmandi nátt- úru; fyrr en varir er maður farinn að tala um fossa og er búinn að snara „Dettifossi“ eftir Braga Ólafsson: „Dauð löngun til að hrinda þér fram af kemur í veg fyrir endalausa gleði í hyln- um.“ Maður rifjar upp þegar maður var í sveit og smalaði á hestbaki upp Auðkúluheiði. Björk, segir maður, já, ég hef nú talað við hana per- sónulega og ég var á öllum tónleikunum með hljómsveitinni Kukl þegar enginn kunni að meta hana á Íslandi. Maður iðar af monti, lætur sem ekkert sé og bíður eftir að andlitið detti af viðmælandanum. En viðmælandinn lætur sér hvergi bregða og bliknar ekki einu sinni við söguna um að íslenskan hafi ekkert breyst í þúsund ár. Maður er að komast í þrot og seilist eftir Sig- urði Nordal. Íslensk menning er eftir Sigurð Nordal, segir maður. Já, hún er skáldsaga sem Sigurður Nordal lagði grunninn að. Hún var fyrst rituð á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar og hefur verið í smíðum síðan. Henni voru skapaðar sögupersónur, Ísland og Íslendingar voru sett í aðalhlutverk, það að vera Íslend- ingur varð eitt helsta leiðarminni hennar. Í henni er talað um að vera Íslendingur, horft á hvernig aðrir sjá Íslendinga og hvernig þeir sjá sig sjálfir, þjóðareðlið er skilgreint og sagan skoðuð. Síðast en ekki síst var hugsað fyrir órofa samhengi; ekki skiptust á slitrur og stór- virki án samhengis og hlutfalla. „Saga Íslend- inga,“ sagði Nordal, „getur orðið lítilfjörleg og brosleg, ef hún er skráð með einfeldnislegu grobbi án þess hlutfalla sé gætt.“ Maður dauð- skammast sín fyrir allt grobbið í sér um Björk og fossa. Höfundurinn sem hugsaði upp Ísland, Sig- urður Nordal, hvarf af sjónarsviðinu og skildi eftir sig verk í mótun; landinu höfðu verið bún- ar til goðsagnir og lögmál sem það hélt áfram að lúta þegar verkið fór að skrifa sig sjálft. Með tímanum tók það á rás í áttir sem Sigurð Nor- dal gat ekki grunað að ættu eftir að verða til. Ég er þegar búinn að fræða viðmælanda minn á því að Ísland sé ekki ríkt af hugsuðum heldur sögumönnum. En Sigurður Nordal var hugs- uður. Og tíundi áratugurinn, segi ég við mann- inn, er einungis ávöxtur hugsunar hans. 2 Á tíunda áratugnum kom fram sægur af nýj- um íslenskum höfundum. Hinsvegar var ekki á ferðinni nein breiðfylking af samstiga höfund- um sem hentugt er fyrir bókmenntafræðinga eða gagnrýnendur að kenna við eitt eða neitt. Enginn fylkti sér undir merki neins. Ef eitt- hvað var ríkti einhugur um að skorast undan merkjum, öllum merkjum. Og eitt af því sem Vesturlönd yfirleitt tóku að skorast undan var hugmyndin um lesandann sem situr líkt og reyrður í tannlæknastól með opið ginið og læt- ur mata sig á boðskap höfundar. Þetta var ekki alveg nýtt. William Burroughs stóð á sama hvort lesandinn var með skemmdar tennur eða ekki, hafði ekki minnstu áhyggjur af næring- arskorti hans, kom ekki færandi hendi með andlega næringu í kjaftinn á lesandanum. Fjöl- margir höfundar höfðu útmálað neikvæðið og rissað upp viðurstyggð án þess að hægt væri að draga þá ályktun að þeir blésu með niðurrifi sínu lesandanum mannhugsjón í brjóst. Það slær aðeins útí fyrir mér á barnum og ég tek að salta í hinn baneitraða húmaníska les- anda þar sem hann sat á ofanverðri nítjándu öld í silkislopp með rauðvínsglas í hendi og hjalaði yfir Bókinni, innblásinn af aðdáun á Höfund- inum: mikill dæmalaus snillingur var þetta, Seppi minn, sagði hann við hundinn sinn. Sjáðu nú hér sammannleg og eilíf gildin sem hann njörvar niður í orðin! Og hann lét konuna fylla í glasið. Húmaníski lesandinn var jafnandaktug- ur yfir siðferðilegum yfirburðum fagurra lista þótt hann fengi síðar vinnu í gasklefanum og gluggaði í Bókina milli vakta. En síðar á öldinni tók að fæðast lesandi sem var virkur og skap- andi fremur en þiggjandi. Fræðileg útgáfa þessa lesanda benti á að eilífu gildi húmanist- ans væru hreint ekkert eilíf heldur þrælbundin stað og stund, nánar tiltekið eign yfirstéttar eftir iðnbyltingu. Það sammannlega, sagði hann, var ekki annað en afturhaldssöm þýlund við valdastéttir sem dubbuð var upp sem lestr- araðferð í siðferðisrýninni svokölluðu á Eng- landi. Lesandinn tók að krefjast virkni og vit- ræns kulda við lestur. Húmaníski lesandinn stefndi og stefnir að þroska við hverja bók sem hann les, að því að verða betri manneskja. Heimaverkefni húmanísks lesháttar, sagði nýi lesandinn, er raunar alltorvelt sé það tekið bók- staflega, því vart er á mennsku færi að taka pólskiptum í hugsun við hverja skruddu sem maður les. Strangt til tekið á húmanískur les- andi að láta senda sig á nýjan hátt til fjandans af samlíðan og samúð í hvert sinn sem hann opnar bók og les hana í ástríðufullri og algerri samlíðan með bókmenntapersónum, varnar- hættir hans eru engir, vitrænn kuldi í lágmarki og frjó sköpun ekki fyrir hendi. Sá húmaníski svaraði: og hefur þú þá ekki þroskast nokkurn skapaðan hlut? Mér hefur ekki tekist að heilla viðmælanda minn. Hann vill ekki þetta fjas um póstmódern- ískan lesanda heldur fá að heyra um arfleifð Ís- lendingasagna á tíunda áratugnum, um nýj- ungar og sögu. Ef ég vilji endilega tala um lesandann, segir hann, skuli ég segja frá ís- lenskum lesanda, lesanda Íslendingasagnanna, þeirri geysilegu ástríðu, næstum þráhyggju, sem bjó að baki leit hans að brunarústum á Bergþórshvoli, að skyri Bergþóru, að höfuð- meini Egils. Hvaða nýjungar voru honum boðn- ar á tíunda áratugnum? 3 Ný manifestó voru ekki á döfinni á tíunda ára- tugnum. Þó var ekki langt síðan lýst var yfir vondum smekk, heimsyfirráðum eða dauða. Af meiði Smekkleysu og ólgu níunda áratugarins tóku að blómstra prósahöfundar. Sjón nær full- um hæðum í skáldsögunni Augu þín sáu mig ár- ið 1994. Áður hafði hann gefið út Stálnótt og Engil, pípuhatt og jarðarber (af skáldsögum) en hvorug náði þó sama galdri og sú fyrst- nefnda með sinni loftkenndu tilraunamennsku og leikgleði. Augu þín sáu mig er fyrsti hluti þríleiks. Síðari hlutarnir hafa látið bíða eftir sér. Sjón sneri sér að öðru um stundarsakir, gaf svo út eina af sínum bestu ljóðabókum og nú mun vera von á framhaldi skáldsögunnar. Það sem Sjón á sameiginlegt með nokkrum öðrum höfundum sem hæst báru á tíunda ára- tugnum – ég er að hugsa um t.d. Gyrði Elíasson – er afstaðan til lesandans. Sjón og Gyrðir breyta lesanda sínum í skáld, hann verður virk- ur og skapandi, frjór, uppfinningasamur, finnst hann frjáls til mislestra, til að skilja sínum eigin skilningi. Gyrðir Elíasson raðast raunar einkar vel á áratugi en umtalsverður munur er á ólg- unni í þeim textum sem hann sendi frá sér á ní- unda áratugnum og stillunum í textum þess tí- unda, bæði prósa og ljóðum. Sá tónn sem Gyrðir sló í íslenskri ljóðagerð byggðist á borg- arhversdagsleika sem þó var fullur af háska. Hann hefur þróast yfir í þíðari hljóm sem er hægari í tempói, oft með kyrralífi úr sveit og stundum er jafnvel trúarlegur strengur í Gyrði. Undirfurðulegur tónn er í annarri skáldsögu sem einna mestum tíðindum sætti á áratugn- um, en það er Elskan mín ég dey (1997) eftir Kristínu Ómarsdóttur. Fólk fargar sér og deyr unnvörpum og spjallar saman yfir glasi hinum megin, fólk snyrtir lík, engin dramatík svífur yfir vötnum, verkið reynir ekki að dulbúast sem veruleiki. Vini mínum í silkisloppnum myndi hrylla við þessari bók. Hún biður um kátan les- anda. Hún er eftir höfund sem á síðasta ári var handtekinn fyrir gleði á almannafæri, segi ég vini mínum á barnum. Og skáldkonan Didda var ein af nýjungunum. Fyrsta bók hennar heitir Lastafans og lausar skrúfur og kom út 1995. Þetta voru ljóð en þó meira í ætt við sann- sögulegar frásagnir; næsta bók Diddu var í dagbókarformi en sú þriðja var skáldsagan Gullið í höfðinu (1999). Tónn úr göturæsinu, frumöskur, upphrópanir. Didda var einu sinni dægurlagatextahöfundur og hefur lengi verið að fást við sína hluti. Þeir hafa bara ekki komið upp á yfirborðið fyrr. Sollurinn hefur haldið sig við form sem hægt er að komast upp með að taka ekki mark á. Bókin er þrátt fyrir allt lang- virðulegasti vettvangurinn. Bragi Ólafsson hafði einnig viðkomu í tónlist og var löngu viðurkennt ljóðskáld þegar hann kemur fram sem prósahöfundur. Hvíldardagar nefnist skáldsaga hans frá 1999. Það kveður við undarlegan tón í íslenskum prósa, ljóðræna rökvísi Braga. Söguhetja Hvíldardaga er ein- hver mest utangátta einstaklingur sem litið hefur dagsins ljós í skáldsögum á Íslandi. Taki maður Kafka og blandi honum saman við… nei, blöndum honum ekki saman við neitt heldur látum hann vera á höttunum eftir annarlegum andartökum og látum glymja hringekjutónlist undir, þá erum við komin með Braga. Megas kom einnig fram sem prósahöfundur á áratugn- um. Björn og sveinn heitir skáldsaga hans frá árinu 1994. Andófskenndara verk getur ekki að líta í bókmenntum tíunda áratugarins. Sífellt fleiri eru á þeirri skoðun að Megas sé eitt af stærstu nöfnunum í íslenskum bókmenntum á tuttugustu öld og einhvernveginn fáránlegt að hans er ekki getið í alformlegustu bókmennta- söguþulum. Hann er einn af mest ögrandi höf- undum okkar og einn af fáum sem raunveru- lega vegur að rótum tilveru fólks. Björn og Sveinn sverja sig ekki vel í ætt með öðrum sögulegum skáldssögum tímabilsins, en af þeim er talsvert; reyndar fara þær að koma út nokkru fyrr. Björn Th. Björnsson hefur lengi fengist við heimildaskáldsögur. 1993 kemur út Falsarinn, eitt hans helsta afrek á því sviði. Einar Kárason venti sínu kvæði í kross og skrifaði skáldsögu sem gerist á átjándu öld, Norðurljós. Norðurljós er fjörug rómansa; sögumaður verksins leggst út og umgengst helstu goðsagnapersónur aldarinnar áður en hann heldur til Danmerkur í mikinn leiðangur til bjargar bróður sínum. Þegar rætt eru um endurkomu frásagnargleði í íslenskan sagna- skáldskap er verið að vísa til höfunda einsog Einars. Söguleg vitund um eldri tíma er á ferð- inni í skáldsögu Thors Vilhjálmssonar, Morg- unþulu í stráum og Böðvar Guðmundsson ritaði sögur af öðrum stað, þ.e. Vestur-Íslandi. Helgi Ingólfsson er í sínum verkum bæði aftar í tíma og á öðrum stað, Róm til forna. Það mætti telja lengi áfram og yrði leiðigjörn þula um sögu- legar skáldsögur á tíunda áratugnum. Nær er kannski að spyrja: afhverju? Er þetta ekki leit að brunarústum undir Bergþórshvoli? Felst ekki í fjölda sögulegra skáldsagna mikil þörf fyrir að skilgreina sögu og uppruna íslenskrar þjóðarvitundar? Sigurð- ur Nordal er ef til vill ekki fjarri góðu gamni. Og bendir til þess, dragi maður nokkuð glanna- legar ályktanir, að hinn íslenski lesandi vilji for- vitnast um uppruna sinn nú sem aldrei fyrr. Þessi angi eftir-nútíðarinnar lítur um öxl og leitast við að skilja. 4 Tíundi áratugurinn er liðinn og ég las nokkrar Teikning/Brian Pilkington „Segjum að maður sé staddur á bar sem heitir Medusa. Það er glatt á hjalla og mikið skvaldur en allt í einu spyr einhver uppúr þurru hvernig menningu og bókmenntum hafi eiginlega verið háttað á Íslandi á tíunda áratugnum.“ BAR MEDUSA „Það er verið að loka barnum og ég er ekki frá því að viðmælandi minn sé farinn. Ég hef rétt lýst því yfir að ekkert sé til sem heiti heimsbókmenntir og til einskis að rembast við að skrifa þannig bækur. Fólk er að hverfa hvert til síns heima en Sigurður Nordal er þarna á sveimi einhversstaðar. „Saga Íslendinga,“ sagði Sigurður Nordal, „getur orðið lítilfjörleg og brosleg, ef hún er skráð með einfeldnislegu grobbi án þess hlutfalla sé gætt,“ sagði Nordal. En er þetta ekki bara ansi hreint blómlegt nýjabrum í bókmenntum á einum áratug, Sigurður? Ég held það. Ha? Sigurður?“ E F T I R H E R M A N N S T E FÁ N S S O N SUNDURLAUSAR HUGLEIÐINGAR UM TÍUNDA ÁRATUGINN Í ÍSLENSKUM BÓK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.