Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. JÚLÍ 2001 13 HELLISMYNDIR sem taldar eru frá því um 28.000 f.Kr. hafa fundist í Dordogne í Frakklandi að því er frétta- stofa AP greindi frá á dög- unum. Fornleifa- fræðingar telja hér um einkar merkan fund að ræða, en myndir þessar eru umtalsvert eldri en hellismynd- irnar í Lascaux-hellunum í Frakklandi og taldar eru um 18.000 ára gamlar. „Þessi fundur er jafn mik- ilvægur fyrir hellauppgröft og Lascaux var fyrir myndlistina,“ segir Dany Baraud yfirmaður fornleifafræðideildar menning- arráðs Aquitaine. Hellarnir fundust í nágrenni bæjarins Cus- sac, sem, líkt og Lascaux, liggur einnig í sveitum Dordogne. Fleiri hundruð metrar af teikn- ingum hafa fundist á veggjum Cussac-hellisins og sýna mynd- irnar jafnt mannverur sem dýr á borð við vísunda, hesta og nas- hyrninga. Hellismyndirnar voru upp- götvaðar af áhugamanni um hellauppgröft í september í fyrra, en ekki var greint form- lega frá fundinum fyrr en sl. miðvikudag og hefur menning- arráðuneyti Frakklands nú stað- fest hellinn sem sögulegar minj- ar þó ekki hafi enn fengist endanleg staðfesting á aldri minjanna. Varfærni við verka- val hjá konunglega ballettinum Ross Stretton listrænn stjórn- andi breska konunglega ball- ettsins kynnti á dögunum sína fyrstu dagskrá hjá ballettinum og þykir hún einkennast af nokkurri varfærni. Stretton, sem er ástralskur og tekur við af Sir Anthony Dowell, er einungis fimmti listræni stjórnandi ball- ettsins í 70 ára sögu hans. Að mati breska dagblaðsins Inde- pendent hefur Stretton farið var- lega í sakirnar við val dans- verka, en meðal þeirra verka sem á dagskrá verða næsta vetur er Don Quixote í útgáfu Rudolfs Nureyevs, Onegin eftir John Cranko auk fjölda hefðbundinna klassískra verka á borð við Öskubusku, Giselle og Hnotu- brjótinn, en eina frumsamda verkið sem flutt verður er eftir fyrrum starfsmann ballettsins, Christopher Wheeldon. „Það er ekkert auðvelt við þetta starf,“ sagði Stratton og viðurkenndi að hann færi varlega í sakirnar. Stepphátíð í New York Níu daga stepphátíð hefst í New Yorkborg í dag og munu unn- endur dansins því geta fundið sér fjölmörg tækifæri til að fylgjast með þekktum stepp- dönsurum víða um borgina næstu daga, auk þess sem ýmsir dansaranna munu einnig bjóða upp á danstíma. Meðal dansara hátíðarinnar má nefna Jimmy Slyde, Jane Goldberg og Greg- ory Hines, en steppdans, sem á rætur sínar að rekja til afrískra og írskra menningastrauma í Bandaríkjunum við upphaf 20. aldar, hefur notið nokkurra vin- sælda frá því hann var end- urvakinn með óvæntum uppá- komum víða á Manhattan í lok sjöunda áratugarins. Hellismyndir finnast í Frakklandi ERLENT Brot hellamyndanna. UM HELGINA hefjast Sumartónleikarí Skálholti í 27. sinn. Jón Nordal verð-ur staðartónskáld Skálholts umhelgina, og á tónleikum á laugardag og sunnudag kl. 15.00 syngur Hljómeyki kór- verk eftir hann. Meðal verkanna er nýtt kór- verk eftir Jón, Ljósið sanna, sem hann samdi við gamlan sálm, Gæskuríkasti græðari minn, eftir Bjarna Jónsson. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Nordal semur verk fyrir Skálholt, því kór- verk hans Aldasöngur, Óttusöngvar á vori og Requiem voru öll frumflutt á sumartónleikum þar. Allt ný og nýleg verk „Þetta verk, Ljósið sanna, er hóflegt að lengd, lengsta verkið á tónleikunum er Re- quiem sem var frumflutt í Skálholti fyrir nokkrum árum. Prógrammið samanstendur af verkum sem ég hef samið á síðustu árum, en ekkert þeirra hefur hljómað í Skálholti áður nema Requiem. Önnur verk á tónleikunum verða Lux mundi sem ég samdi fyrir Dómkór- inn á sínum tíma, og Marteinn H. Friðriksson pantaði hjá mér fyrir afmælishátíð Dómkirkj- unnar 1996; Þjóðlagaútsetningar sem ég gerði við lög úr Kvæðabók Ólafs á Söndum 1997. Það var fyrst flutt af Voces thules, – ég samdi það fyrir þá raddsamsetningu sem er svolítið óvenjuleg, en breytti því aðeins svo það hentaði hefðbundnum kór. Svo verður þarna verk sem ég samdi fyrir hátíð í Reykholti í minningu Jóns Helgasonar 1999, þegar Jón hefði orðið 100 ára. Þá samdi ég lag við ljóð eftir hann sem birtist fyrst í ljóðabók sem kom út um það leyti. Ljóðið heitir Trú mín er aðeins tíra, og er hluti af öðru kvæði sem var gefið út áður.“ Stórmerkilegt framtak Helgu Ingólfsdóttur Skálholt hefur yfir sér sterkt yfirbragð; þar hefur öldum saman verið höfuðsetur kirkjunn- ar á Íslandi, og þar hafa sögulegir atburðir gerst og margir upplifa sérstök tengsl við þennan fallega sögustað. „Ég hef sömu tengsl við Skálholt og allir Íslendingar hafa við þenn- an stað, sem liggja í augum uppi. Svo var ég einu sinni í sveit í nágrenninu, á Torfastöðum. En mín tengsl við staðinn urðu ekki fyrr en Helga Ingólfsdóttir bað mig að semja fyrir Sumartónleikana, fyrst 1986, þegar ég samdi Aldasönginn. Það framtak sem Helga hefur sýnt í Skálholti er stórmerkilegt; hún býður þeim sem semja fyrir tónleikana að dvelja á staðnum og það verða venjulega eftirminnilegir tímar í kringum þetta. Ég var þarna aftur 1993, þegar ég samdi Óttusöngva á vori og 1995 þeg- ar ég samdi Requiem.“ Góðar aðstæður í Skálholti Jón Nordal segist aldrei hafa samið í Skál- holti, en hafa komið þangað þegar tónlistar- mennirnir eru að byrja að æfa. „Það er ekkert af þessum verkum sem er tengt Skálholti þann- ig, sögulega séð, en þetta er þó höfuðsetur kirkjunnar. Aðstæður í Skálholti eru góðar, hljómurinn í kirkjunni er góður og yfirleitt frá- bærir flytjendur, sem í mínu tilfelli hafa verið Hljómeyki og Mótettukór Hallgrímskirkju. Hljómeyki hefur sungið verk mín hér og gert það framúrskarandi vel. Þegar þau fluttu Alda- söng í fyrsta sinn höfðu þau engan stjórnanda og sungu stjórnandalaust, en nú eru þau búin að fá þennan frábæra mann til að stjórna, Bernharð Wilkinson.“ Það er erfitt að fá Jón til að tala meira um verkin sín, og honum virðist láta betur að hrósa öðrum en að hampa eigin verkum. Á því hefur hann líka sterkar skoð- anir. „Það er svo lítið um þetta að segja í raun og veru, og ég er á móti því að tala allt of mikið um tónlist, fólk á frekar að hlusta á hana.“ BETRA AÐ HLUSTA Á TÓN- LIST EN AÐ TALA UM HANA Morgunblaðið/Sigurður Jökull Jón Nordal tónskáld í góðum félagsskap í Skálholti. Morgunblaðið/Siguður Jökull Sönghópurinn Hljómeyki saman kominn í Skálholti. Í Skálholti um helgina Laugardagur Kl. 14.00: Erindi um Hallgrím Pétursson Kl. 15.00: Hljómeyki og Jón Nordal Kl. 17.00: Lenka Mátéova og Hljómeyki Kl. 19.00: Kvöldverður í anda 17. aldar Sunnudagur Kl. 15.00: Hljómeyki og Jón Nordal Kl. 16.40: Orgelstund Kl. 17.00: Messa með Hljómeyki Í LISTASAFNI Kópavogs, Gerðarsafni, verður opnuð sýning í dag, laug-ardag, kl. 15 á glerlist og höggmyndum Gerðar Helgadóttur. Þetta erfjórða sýningin á verkum listakonunnar sem safnið efnir til frá opnun þessfyrir sjö árum. Gerður Helgadóttir var fædd í Neskaupstað árið 1928. Hún lést langt um aldur fram aðeins 47 ára að aldri en hafði þá afrekað að vinna sér sess sem einn besti myndhöggvari þjóðarinnar á 20. öld. Gerður var einnig afkastamik- ill glerlistamaður og prýða glergluggar hennar margar íslenskar og þýskar kirkjur. Þekktastir eru gluggarnir í Skálholts- og Kópavogskirkju. Á sýning- unni að þessu sinni verða um 30 gluggar eftir hana og einnig vinnuteikningar fyrir glerglugga, bæði litlar frumskissur og teikningar í fullri stærð. Kynning á minjagripum Í tilefni sýningarinnar verður kynning á minjagripum sem hannaðir hafa verið út frá verkum Gerðar. Hópur hönnuða, þau Ingiríður Óðinsdóttir, Krist- ín S. Garðarsdóttir, Kristín Ísleifsdóttir, Ólöf B. Garðarsdóttir, Tinna Gunn- arsdóttir og Þorbergur Halldórsson, hefur unnið að þessu verkefni um nokk- urt skeið. Listafólkið sótti einkum innblástur til verka sem Gerður vann eftir að hún fór til Egyptalands á 7. áratugnum. Minjagripirnir eru silfurmunir, postulín, slæður, bolir og minnisbækur og verða þeir til sölu í safninu. Sýningin stendur til 12. ágúst. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá 11–17. GLERLIST OG HÖGGMYNDIR GERÐAR HELGADÓTTUR Morgunblaðið/Billi Ein höggmynda Gerðar Helgadóttur á sýningunni. Hún er frá árinu 1978 og gengur undir nafninu Nafarinn, steinsteypa 225 x 100.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.