Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 VERA kann að áður óútgefið skáldverk rússneska rithöfund- arins Isaacs Babels leynist í skjalageymslum Sovétríkjanna fyrrverandi, að því er greint var frá í dagblaðinu New York Tim- es nú í vikunni. Babel, sem er höfundur rit- verka á borð við „Red Cavalry“ og „Oddessa Tales“, var tekinn af lífi í Lubyanka- fangelsinu í Moskvu 1940 eftir að hafa verið hand- tekinn nokkru áður af leyni- lögreglu Stalíns. Skjöl úr mála- ferlunum gegn Babel gefa til kynna að skáldsaga rithöfund- arins hafi verið tekin í geymslu við handtökuna en lögreglan tók þá í sína vörslu handrit sem sam- anstóð af 24 möppum. Þau skjöl hafa hvergi komið fram opin- berlega síðan. Nokkrir fræðimenn og auð- ugur safnari reyna nú að hvetja rússnesk yfirvöld til að leita í skjalageymslum sínum að meintu skáldverki Babels. Er slík saga ekki eingöngu talin mikilvæg fyrir bókmenntasöguna heldur einnig í ljósi sagnfræðinnar sem hún og höfundur hennar eru hluti af, segir Jonathan Brent, ritstjóri hjá Yale University Press bókaforlaginu, er nú vinn- ur að ævisögu Babels. Fjórða hönd Irvings RITHÖFUNDURINN John Irv- ing sendi nýlega frá sér skáld- söguna The Fourth Hand, eða Fjórða höndin, og hlýtur bókin nokkuð misjafnar viðtökur jafnt hjá gagnrýnanda New York Tim- es sem og hjá breska blaðinu Daily Telegraph. Fjórða höndin er sögð einkennast af mynd- rænum lýsingum og vissri glað- værð líkt og aðrar bækur Irvings en sögupersónum sé víða ekki ætlaður nógu ákveðinn þáttur í sögunni sem fyrir vikið verði nokkuð mistæk. Sagan segir frá Patrick, einhentum sjónvarps- fréttamanni, og sérkennilegum kynnum hans af ekkju manns sem hann fær hönd af. Einkenn- ist Fjórða höndin, að mati gagn- rýnanda New York Times, af fjölda torskilinna söguþráða sem ekki séu nægjanlega réttlæt- anlegir innan söguheildarinnar og eru það helst lifandi lýsingar Irvings á ekkjunni Doris sem þar standa upp úr. Karlkyns Bridget Jones JAMES Wolcott, einn gagnrýn- enda tímaritsins Vanity Fair, hefur sent frá sér skáldsöguna The Catsitters sem gagnrýn- endur hafa sagt minna á karl- kyns útgáfu af hinni geysi- vinsælu Bridget Jones. Wolcott, sem gjarnan þykir kaldhæðinn og harður í horn að taka í gagn- rýni sinni fyrir Vanity Fair, er sagður koma á óvart með The Catsitters. Bókin er sögð einkar ljúf lesning en þar er sagt frá Johnny Downs, leikara sem í flestan tíma er atvinnulaus, og hrakföllum hans í samskiptum við hitt kynið. Segir gagnrýnandi Amazon.com söguþráðinn eiga vel heima í verkum Jane Austin og njóti Wolcott sín best er hann gleymi sér í kaldhæðnum lýs- ingum á leikhúsveröld Johnnys. Publishers Weekly er öllu mild- ari í sinni umfjöllun og segir lýs- ingu Wolcotts á baráttu atvinnu- lausra leikara raunsæja, á meðan Book Descriptions elur bókina jafnt „hnyttna“ sem „áleitna“. ERLENDAR BÆKUR Verk Babels falið í skjala- geymslu? Isaac Babel IHitinn sem gjarnan hleypur í umræðuna umtónlistarhús er varla til marks um neitt annað en það hve heit þrá tónlistarmanna er orðin eftir slíku húsi. Árum saman hefur verið deilt um staðsetningu hússins og hvaða starfsemi eigi að vera í því. Flest- ir virðast hafa fallist á það að húsið ætti fyrst og fremst að vera heimili Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og sátt virðist ríkja um fyrirhugaða staðsetn- ingu við hafnarbakkann. IINýjasta þrætan um tónlistarhúsið snýst ekkibeinlínis um tónlistarhúsið sjálft, heldur um það hvar eigi að hýsa Íslensku óperuna í framtíð- inni. Ljóst er að Óperan verður ekki mikið lengur í húsi Gamla bíós við Ingólfsstræti; þar hefur hún einfaldlega ekki möguleika á að stækka; fyrirhug- aður hótelrekstur í Alþýðuhúsinu kemur að lík- indum í veg fyrir það. Íslenskir óperusöngvarar hafa undrast það að í ljósi bágra húsnæðis- aðstæðna Íslensku óperunnar skuli ekki gert ráð fyrir möguleika á óperuflutningi í tónlistarhúsinu. III Bjarni Daníelsson óperustjóri hefur bent áþað að vel færi á því að sameina rekstur Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Bjarni telur hagsmuni stofnananna vel geta farið saman og reyndin sé sú að Hljómsveit Íslensku óp- erunnar sé að mestu leyti mönnuð fólki úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Að auki hafi Sinfóníu- hljómsveitin sýnt óperuuppfærslum áhuga og besti samstarfsaðili í það hljóti að vera Íslenska óperan. Þessar hugmyndir Bjarna vekja upp þá hugsun hvort hér sé ekki einungis um að ræða klókt póli- tískt bragð til að koma Íslensku óperunni inn í tón- listarhúsið. Eða hvað? IV Það hefur verið talað um að í tónlistarhús-inu verði einn góður tónleikasalur, sem henta myndi Sinfóníuhljómsveit Íslands, og svo ef til vill lítill salur fyrir minni tónleika. Engum virðist detta í hug sá möguleiki að í tónlistarhúsinu verði þrír salir; sinfóníusalur, lítill kammertónlistar- salur og loks óperusalur. Hversu miklu meiru þyrfti að kosta til ef 800 manna óperusal yrði bætt við tónlistarhúsið. Það má velta vöngum yfir þessu á meðan hugsað er um það að sennilega kemur fljótt að því að Íslenska óperan knýi á um nýtt hús fyrir starfsemi sína. V Þegar grannt er skoðað hlýtur það þó að verðaniðurstaðan að sameining þessara stofnana, Óperunnar og Sinfóníuhljómsveitarinnar, sé heppi- leg, hvernig sem á það er litið. Bjarni Daníelsson hefur þar mikið til síns máls. Ef bara er hugsað um tónlistarhúsið hlýtur það að vera talsvert hagræði af því að Íslenska óperan geti starfað undir sama þaki og hljómsveitin sem alla jafna leikur í sýningum hennar. Öll aðstaða fyrir hljómsveit og starfsfólk yrði þar með einföld en ekki tvöföld. Eflaust myndi líka verða af þessu sparnaður í skrifstofurekstri og öðru skipulagi. Ávinningur þeirra sem peningana skaffa yrði sá að þar með væri búið að þagga niður í tónlistar- mönnum öllum um langa framtíð. Þetta er sætur draumur og kannski ekki svo óraunsær þegar öllu er á botninn hvolft. NEÐANMÁLS M ARGIR listunnendur hugsa ekki hlýtt til breska leikskáldsins Toms Stoppard þessa dagana. Í erindi sem haldið var fyrir stuttu undir árlegum kvöld- verði Konunglegu aka- demíunnar gagnrýndi hann harðlega inntaks- leysi nútímalistar. Ræða hans olli þvílíkum úlfaþyt að hann sá sig knúinn til að draga örlítið í land í bréfi sem sem hann sendi fjölmiðlum nokkrum dögum síðar. Þar lagði hann áherslu á að orð hans hefðu ekki beinst að nútímalist sem slíkri, heldur gegn þeirri villu ýmissa listspekúlanta að listamenn þurfi ekki lengur að vinna að iðn sinni með hönd- unum, þurfi ekki lengur að standa í því að búa til list. Í staðinn höfum við innsetningar, áherslu á frumlegan efnivið, ýmiss konar uppákomur og gjörninga. Hugmyndin í sjálfri sér er ráðandi, sjálft konseptið er mikilvægasti þáttur listarinn- ar. Er eitthvað til í þessari gagnrýni Stoppards? Hefur handverkið vikið fyrir hugmyndinni? Var hlandskál Duchamps sniðug hugmynd sem verð- ur ekki endurtekin? Eru rollur í formaldehýði (Damien Hirst), óumbúin rúm (Tracey Emin) og verk unnin úr fílaskít (Chris Ofili) í besta falli forvitnilegar hugmyndir en aldrei neitt meira en það? Listin gerist hér nær eingöngu hjá áhorf- andanum. Henni er fyrst og fremst ætlað að vekja viðbrögð. Hún verður að upplifun í rými, hugleiðingu um tengsl forms og efnis, notagildis og listar. Listin verður að óþreyjufullri athöfn. Ein yfirlýsing hljóðar svo: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur heldur hvað þú gerir.“ Stundum er engu líkara en þéttritaðri lýsingu listgreinenda í sýningarskrám og dagblöðum sé ætlað að fylla upp í tómleikann sem stafar frá mörgu nútíma- listaverkinu. Í bók sinni Ósýnilega meistaraverkið rekur Hans Belting þessa ofuráherslu á sjálfa sköp- unarathöfnina aftur til upphafs nítjándu aldar. Í rómantískri hughyggju nær hugmyndin um listina yfirhöndinni og listaverkinu sem slíku er ætlað að fanga þessa hugmynd. Sú tilraun er þó ávallt dæmd til að misheppnast. Með rómantík- inni hefst það ferli sem ekki sér fyrir endann á tveimur öldum síðar. Er kannski kominn tími til að láta af þessari þráhyggju? Okkur hefur verið kennt að inntak listarinnar sé merkingarfullt í sjálfu sér; að lista- maðurinn sé sjáandi sem leitast við að lýsa kjarna hlutanna og varpa nýju ljósi á veruleikann; að öll góð list sé frumleg; að sjálfsforræði listarinnar sé algjört og listamaðurinn þurfi ekki að standa veruleikanum skil. Inntak þessarar hugmynda- fræði er mótsagnakennt og prédikað af sams kon- ar ofsa og mótaði trúarlíf á miðöldum. Ég er á þeirri skoðun að listamönnum væri fyr- ir bestu að varpa frumlegheitakröfunni af herð- unum. Hún er hvort sem er fölsk. Sjálft lista- mannshugtakið mætti að mínu mati fara sömu leið. Það er aðeins til trafala og stendur í veginum fyrir því að menn geti stundað iðn sína í friði. Það er kominn tími til að losa sig við hauspoka list- arinnar og horfa á hlutina í öðru ljósi. Breskir myndlistarskólar útskrifa nú um tutt- ugu þúsund myndlistarnema á ári. Það tekur þá ekki nema rúmlega tvö ár að slaga upp í íbúatölu Flórens á endurreisnartímabilinu. Þó eru litlar líkur á því að bresk tuttugustu aldar myndlist muni nokkru sinni (og undir engum kringum- stæðum) komast nálægt því að skipa sama sess og flórensk fimmtándu aldar myndlist. Er það nokk- uð áfellisdómur? FJÖLMIÐLAR LISTIN AÐ HALDA KJAFTI Stundum er engu líkara en þéttritaðri lýsingu listgrein- enda í sýningarskrám og dag- blöðum sé ætlað að fylla upp í tómleikann eða inntaksleysið sem stafar frá mörgu nútíma- listaverkinu. G U Ð N I E L Í S S O N MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur litið á það sem hlutverk sitt að skapa aðstæður til þátttöku í tvíæringnum með því að leigja húsnæði og veita fé vegna framkvæmdarinnar. Á hinn bóginn hefur ráðuneytið ekki tekið að sér að sinna sérstöku kynningarstarfi vegna listamannsins. [...] Ég veit ekki til þess, að í Feneyjum hafi íslenska ríkið leitast við að skreyta sig með nokkrum fjöðrum, hef ég raunar skilið gagnrýnina und- anfarna daga á þann veg, að ríkið hafi meðal annars ekki látið nóg að sér kveða með veisluhöldum í Fen- eyjum. [...] Allir eiga rétt á því að njóta sann- mælis. Sé þeirrar frumreglu ekki gætt í samskiptum, er ekki mikil von um góðan sameiginlegan árangur. Að hafa menntamálaráðuneytið eða starfsmenn þess fyrir rangri sök í þessu máli er ekki leiðin til sameig- inlegra úrbóta. Ráðuneytið hagar fjárstuðningi við þetta framtak í sam- ræmi við svigrúm á fjárlögum hverju sinni. Það er hvorki að hugsa um að tapa eða græða á verkefninu og því síður er það kappsmál, að slá sér upp á kostnað listamanna. Ráðuneytið hefur aldrei tekið að sér að standa undir öllum kostnaði vegna Feneyja- tvíæringsins eða greiða þeim laun, sem þar leggja hönd á plóginn. Sjálfsagt og eðlilegt er að fara yfir allt vinnuferlið vegna Feneyja- tvíæringsins og laga skipulag þátttök- unnar í ljósi reynslu og þróunar í sýn- ingarhaldinu. Víða sést í erlendum fjölmiðlum, að ýmsum finnst nóg um íburðinn og snobbið. Meðalhófið er vandfundið en sjálfsagt að leita að því. Björn Bjarnason www.bjorn.is Íslensk bíóhúsamenning Ég komst á sínum tíma yfir boðs- miða á kvikmyndina „True Lies“ með Arnold Schwarzenegger í aðal- hlutverki. Þegar ég gekk inn í bíósal- inn mætti ég pólitískum andstæðingi sem ég hafði stundum rifist við í kaffi- teríu Osta- og smjörsölunnar sumarið áður. Þessi maður vann við færiband í O&S frá 9-17, keyrði út pizzur fyrir Domino’s frá 18-22 og í matar- og kaffihléum prómóteraði hann Sjálf- stæðisflokkinn. Maðurinn klappaði mér á bakið og sagði: „Velkominn á nýjustu afurð kapítalismans.“ Það voru orð að sönnu. Ég gekk út í hléi. Grímur Hákonarson Múrinn www.murinn.isMorgunblaðið/Golli Afstæður. Andstæður. DEILT UM TVÍÆRINGINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.