Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI EINAR BRAGI HAUSTSÝNING Horfðu undir hönd mér, hver veit nema þér birtist tveggja nátta tungl skimandi um hillur svörtulofta líkt og alhvítur hvolpur að sækja fé í kletta Horfðu undir hönd mér, örvænt er ekki að þú fáir greint, já greypt þér í óskyggn augu tindrandi brot úr óskastjörnu haustsins um leið og hún sundrast. Ljóðið birtist í ljóðabók Einars Braga (1921) er nefnist Í ljósmálinu (1970). Þ AÐ SEM einkenndi umræður manna í fortíðinni öðru fremur var að settar voru fram kenn- ingar sem menn voru tilbúnir að styðja alla ævi, standa og falla með kenningunni. Ein besta breyting sem hef- ur gerst um mína daga á tutt- ugustu öld er sú að góðir fræðimenn í öllum greinum setja nú venjulega fram tilgátur til íhugunar í stað óhagganlegra kenninga. Til- gátan hefur leyst dogmuna og kenninguna af hólmi. Tilgátan táknar ekki endanlega nið- urstöðu eins og kenningin. Tilgáta táknar upphaf rannsókna og sá sem setur tilgátuna fram er hvenær sem er reiðubúinn að breyta henni að fengnum nýjum upplýsingum. Menn á þriðja árþúsundinu þurfa vonandi ekki að berjast ævilangt fyrir rangri kenn- ingu, þeir þurfa ekki að standa og falla með kenningunni, þeir þurfa ekki að gera annað fólk að píslarvottum vegna rangrar kenn- ingar. Þetta skapar ný viðhorf og nýtt gild- ismat. Maður sem tapar í kappræðu, rökræð- um eins og mönnum þóknast að kalla kappræður, hefur í raun sigrað vegna þess að hann hefur bætt þekkingu sína. Sá sem sigrar í kappræðunni eða rökræðunum hefur ekki unnið neitt, hann hefur í raun og veru ekki gert annað en að endurtaka það sem hann vissi áður en ekki bætt neinu við þekk- ingu sína. Þetta er ekki lengur barátta til taps eða vinnings, þetta er heiðarleg leit að veruleika eins og við þekkjum hann bestan á hverjum tíma. Árið 2000 var þetta orðið ríkjandi viðhorf í flestum fræðigreinum. Mannfræðin er þar engin undantekning. Þegar við ræðum um upphaf mannsins setja menn fram það sem þeir vita réttast en allir vita að nýjar upplýsingar eiga síðar eftir að bætast við sem breyta myndinni. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar við leitum svars við spurningunni hvar og hvenær kom maðurinn fyrst fram í þessum heimi. Við skulum virða fyrir okkur þessa mynd sem er hin algengasta meðal mannfræðinga árið 2000. Maðurinn kom fyrst fram fyrir tveimur ár- milljónum við Grænavatn, öðru nafni Turk- ana. Þessi maður hefur hlotið nafnið homo habilis, fyrstur af fjórum. Menn héldu þessu fram einfaldlega vegna þess að á áttunda áratug tuttugustu aldar fundust hér á þess- um stað elstu mannabein sem fundist hafa til þessa. Hvers vegna fundust þau hér? Var það vegna þess að hér voru fyrstu mennirnir eða vegna þess að hér er einna auðveldast að finna slíkar leifar? Það væri óðs manns æði að fara að grafa hér í harða, þurra jörð á töluvert dýpi í full- kominni óvissu í brennheitri sólinni enda gerir það enginn maður. Þess er heldur eng- in þörf. Vatnið, árnar og regnið sjá um allan uppgröft. Grænavatn er mikið vatn. Það teygir sig frá fjalllendinu í Kenía norður í Eþeópíu. Þar fellur stórfljótið Ómó í vatnið og litar það sólgult með framburði sínum. Alls staðar annars staðar er vatnið smar- agðgrænt. Það rennur engin á úr þessu stóra vatni. Þannig hefur það ekki alltaf verið. Fyrir tíu þúsund árum stóð vatnið miklu hærra og náði langt upp Ómódalinn í norðri og lengra suður í Kenía. Á þeim tíma rann fljót úr vatninu, sjálft Nílarfljót. Það sést á því að sama tegund af aborra er í vatninu og Níl. Og sömu sögu er að segja um krókódíl- inn. Hann er af sama stofni og krókódíllinn í Nílarfljóti. Menn þekkja ekki ástæðurnar en hér hefir þetta vatn staðið í að minnsta kosti fjórar ármilljónir og vegna náttúruhamfara hefur það oftar en einu sinni tekið miklum breytingum. Á okkar dögum fer það ört minnkandi. Við þetta vatn háði maðurinn sitt fyrsta stríð. Hér lifði hann sína skammvinnu ævi og hér féll hann. Og vatnið gróf hann í leir sín- um og varðveitti hann ótrúlega vel og lengi þar til Ómófljót gróf sig niður í gegnum jarð- lögin og regnið hreinsaði steinrunnin beinin þangað til þau blöstu við augum fornleifa- fræðinganna sem starfað hafa við þetta vatn í marga áratugi og unnið hér sína stærstu sigra. Mörg fljót grafa sig niður gegnum gömul jarðlög á þessum slóðum og afhjúpa æva- forna steingervinga. Dæmi um þetta er Awasafljótið í Norður-Eþeópíu þar sem beinagrindin af Luci fannst. En Luci er ekki hómó, hún er hóminiti. Hóminiti er ekki mað- ur heldur vera sem líkist manni. Hóminitar voru mjög algengir á þessum slóðum. Þeim er raðað í tegundir eftir stærð heilabúsins, tönnum og útlimum. Af þeim eru fjórar teg- undir frægastar: Afaresis sem Luci heyrir til, afrikanus, róbustus og boisei. Afaresis er elst og sumir mannfræðingar telja að tengsl séu milli þessarar tegundar og hómó habilis. Hinar þrjár yngri komu fram fyrir tveimur og hálfri ármilljón og urðu allar útdauðar fyrir meira en milljón árum. Næsti maður á eftir hómó habilis var einnig upprunninn í Afríku. Hann er sá frægi hómó erectus, hinn upprétti maður. Hann kom fram fyrir einni og hálfri ármilljón. Talið er að hómó erectus hafi ekki aðeins farið út fyrir Afríku heldur um allan hinn gamla heim. Á þessum tíma var Bretland áfast við meginlandið, Dan- mörk við Skandinavíu, Alaska við Siberíu og Asía við Indónesíu að Markassarsundi og Ástralía við Nýju-Guiníu og Tasmaníu. Erectus byrjar þess vegna fyrstur á því að leggja undir sig heiminn og með eldinn að vopni. Þriðji maðurinn er homo sapiens, öðru nafni Neanderdalsmaðurinn. Hann er talinn koma fram fyrir þrjú hundruð þúsund árum en um svipað leyti er talið að hómó erectus hafi liðið undir lok. Fjórði maðurinn er nú- tímamaðurinn. Hann skírir sjálfan sig ekki aðeins hómó sapiens heldur hómó sapiens sapiens til að leggja áherslu á gáfur sínar. Hinn nýi maður steig fram á sviðið fyrir meira en hundrað þúsund árum, fyrirferð- armeiri en nokkur önnur lífvera sem áður hafði birst á jörðinni. Mannfræðingar eru sammála um að allir sem nú lifa á jörðinni séu komnir út af fjórða manninum þar sem hinir þrír eru löngu útdauða. Hvar er fjórði maðurinn upprunninn? Fornleifafræðingar hafa fullyrt að hann sé upprunninn í fjöllunum í Vestur-Asíu þar sem lífskilyrði á þeirri tíð voru betri en ann- ars staðar á jörðinni. Núlifandi svertingjar í Afríku eru þess vegna ekki upprunnir í Afr- íku. Þeir eru upprunnir í Asíu. Sama verður að segja um núlifandi eskimóa og indíána. Þeir eru að sjálfsögðu upprunnir á sama stað og við öll sem tilheyrum hómó sapiens sap- iens. Breytingarnar síðustu hundrað þúsund árin eru fyrst og fremst vistfræðilegar. Lit- arháttur verður mismunandi eftir loftslagi. Maðurinn lagar sig alls staðar að mismun- andi lífsskilyrðum. Heilastærðin hefur ekki aukist. Heilinn var í hröðum vexti hjá fyrstu mönnunum þremur en hún hefur ekki aukist eftir að hómó sapiens sapiens kom fram. Ef til vill finnst móður náttúru barnsfæðing þegar orðin það erfið að lengra verði ekki haldið á þeirri braut án þess að annarri líf- færabyggingu sé breytt. Móðir náttúra þarf lengri tíma en árþúsundir eða jafnvel tugi ár- þúsunda til að taka svo veigamiklar ákvarð- anir. Við vitum ekki hvernig þrír fyrstu mennirnir litu út þó að við sjáum myndir af þeim í kennslubókum. Allt eru það ágiskanir að mestu leyti. Fjórða manninum kynnumst við hins vegar best með því að líta í spegil. Gamlar kenningar okkar um kynstofna eru markleysa. Kenningar um að til séu æðri og lægri kynstofnar hafa alltaf verið notaðar sem grundvallarröksemdir fyrir þrælahaldi og kúgun. Kenningin um að mannkynið sé ein fjölskylda er á sama hátt grundvallar- röksemd jafnréttis, mannúðar og frelsis. Vitum við í raun og veru eins mikið um þróun mannsins í fortíðinni og við höldum? Það eru stjarnfræðilega litlar líkur fyrir því að mannvera sem var uppi fyrir ármilljónum finnist aftur sem steingervingur. Er það hugsanlegt að helsta ástæðan fyrir sögu okk- ar eins og hún er nú sögð sé sú að enginn vís- indamaður í veröldinni hefur nægar upplýs- ingar til að rekja þessa sögu á óyggjandi hátt? Okkur verður þetta ljóst þegar við fáum það staðfest að allar staðreyndir sem vísindamenn byggja á þegar þeir ræða upp- haf fyrsta mannsins eru fornmenjar sem eru ekki fyrirferðarmeiri en það að hægt er að koma þeim öllum fyrir í venjulegum skó- kassa. Fornleifar sem menn byggja á þegar þeir segja þróunarsöguna til hómó erectus eru einnig talsvert fyrirferðarminni en menn kynnu að ætla. Allar þessar menjar kæmust hæglega fyrir í venjulegu herbergi. Samt verðum við að trúa þar til annað kemur í ljós að þessar litlu upplýsingar nægi til að draga upp mynd í fáum og grófum dráttum sem lík- ist veruleikanum. Maðurinn virðist koma fram á einu af mestu umbrotasvæðum jarð- arinnar á sprungunni milli þeirra tveggja fleka sem nú kallast Asía og Afríka. Græna- vatn eða Turkanavatn liggur á þessari sprungu. Við vitum að mestu náttúruhamfar- ir stuðla oft að nýju lífi og nýjum tegundum jafnframt því sem þær eyða öðrum. FYRSTU SPOR MANNSINS VIÐ GRÆNAVATN? RABB G U N N A R D A L FORSÍÐUMYNDIN er eftir Róbert Þór Haraldsson myndlistarmann. Situationistarnir svokölluðu voru að vissu leyti spor- göngumenn súrrealistanna en höfðu öllu pólitískari stefnuskrá. Ragna Sigurðar- dóttir fjallar um þennan hóp evrópskra lista- og fræðimanna sem átti sér fimmtán ára sögu. Situationistarnir, sem Ragna kall- ar meistara kringumstæðna á íslensku, ætl- uðu að breyta samfélaginu, hvunndeginum, lífinu og listinni frá grunni. Greinin er myndskreytt af Róberti Þór Haraldssyni en í verkum sínum á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í vor vann hann með hugmyndir situtationistahreyfingarinnar. Heinz Edelstein var frumkvöðull í tónlistaruppeldi ungra Ís- lendinga en jafnframt mikilvirkur sellóleik- ari. Árni Heimir Ingólfsson fjallar um störf hans og áhrif hérlendis í annarri grein af þremur um tónlistarmenn af gyðingaættum er flúðu til Íslands undan ofurvaldi nasism- ans. Einhelti nefnist smásaga eftir Einar Kárason sem segir frá föður sem grípur til sinna ráða er hann kemst að því að sonur hans verður fyrir einelti í skólanum sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.