Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 5 grunni með heildarskipulagningu á sam- ræmdu umhverfi og leik sem byggist á atburð- um“. Sjálfsagt er þessi óræðni með vilja, til þess að halda sem flestum möguleikum opnum við uppbyggingu kringumstæðna. Hvað er þá „meistari kringumstæðna“? Það er sá sem „tekur þátt í að skapa kringumstæð- ur“, sá sem „fæst við fræðilega eða hagnýta þátt sköpunar kringumstæðna“ – og sá sem er meðlimur í SI. Ekki er beint tilgreint hvernig meðlimir voru samþykktir eða hvernig þeir þurftu að sanna sig sem færa í þessum efnum. En þó að ljóst væri hverja kalla mætti meistara kringumstæðna, var alls ekki ljóst hvað situationismi, eða kringumstæðna- hyggja, einnig nefnd aðstæðnahyggja, var. Ekki bætti úr skák að SI hafnaði algerlega þeirri hugmynd að nokkuð slíkt væri til og sagði að um leið og einhver stefna væri njörv- uð niður myndi hún deyja. Þannig að aðeins voru til meistarar kringumstæðna. Kringum- stæður sem hæfðu tuttugustu öldinni höfðu enn ekki verið skapaðar. Það má kannski líkja þessu við arkitekta án bygginga. Verðugar kringumstæður þurfti að skapa áður en hægt var að leggja ákveðnar línur fyrir stefnu eða fræði. Um sköpun kringumstæðna skrifaði Guy Debord meðal annars: „Til að byrja með þá finnst okkur að breyta þurfi heiminum. Við viljum breyta samfélag- inu og því lífi sem við lifum, við viljum frelsi úr viðjum vanans. Við vitum að þessi breyting er möguleg með framkvæmd vissra aðgerða. Við einbeitum okkur sérstaklega að framkvæmd ákveðinna aðgerða og uppgötvun nýrra, við beitum aðferðum sem eru auðþekkjanlegar í venjubundnu ríki menningar, en þeim er beitt út frá sjónarhóli samspils allra byltingar- kenndra breytinga... Ein af mótsögnum borg- arastéttarinnar (...) er að á sama tíma og hún viðurkennir hugmyndina um andlega og list- ræna sköpun þá hafnar hún í fyrstu raunveru- legum listaverkum og síðan misnotar hún þau (...). Með því að beita fyrir sig viðskiptahlið menningarlífsins er framúrstefnulegum hug- myndum haldið frá þeim hópum samfélagsins sem gætu stutt þær, hópar sem fyrirfram eru mótaðir af samfélagslegum aðstæðum (...).“ Hér vill Debord halda því fram að verkafólk myndi taka framúrstefnulist opnum höndum ef tækifæri væri veitt. SI hélt því alltaf fram að bylting hversdagslífsins ætti að eiga sér stað hjá verkafólkinu fyrst og fremst, þó að þeir hafi alla tíð staðið gjörsamlega utan þeirr- ar stéttar. Sagt hefur verið að þeir hefðu getað náð meiri árangri hefði þeir áttað sig á þessu. Og Debord segir ennfremur: „Kjarni hug- mynda okkar felst í sköpun kringumstæðna, það er að segja áþreifanlegri uppbyggingu á tímabundnu andrúmslofti og breytingu í átt að lífi sem lifað er af ástríðu. (...) Stefna þessara aðgerða vísar okkur veginn í átt að sam- ræmdri þéttbýlisstefnu. (...) Samræmd þétt- býlisstefna þarf til dæmis að taka með í reikn- inginn umhverfishávaða og hún þarf að innihalda dreifingu matvæla og drykkjarvara. Hún þarf að fela í sér nýjar gerðir og end- urnotkun eldri gerða byggingarlistar, þétt- býlisstefnu, ljóðlistar og kvikmyndagerðar. (...) List getur ekki lengur verið í samræmi við neinar hefðbundnar fagurfræðistefnur.“ Hvert augnablik skiptir máli SI vildi minnka hlutfall dauðs tíma í hvers- dagnum, auka hlutfall „lífsins“. Þeir töluðu um „leik“ en sögðu að leikur þeirra væri frábrugð- inn hefðbundum leik í því að í honum væri eng- in samkeppni og enginn sigurvegari. Þeir vildu meiri frítíma verkafólki til handa og héldu því fram að samfélag sjónarspilsins og kapítalisminn þrifust á því að láta fólk vinna langan vinnudag til þess að það færi ekki að hugsa. Einnig sögðu þeir að þar sem verka- fólki hefði tekist að stytta vinnudag sinn sner- ist samfélagið um afþreyinguna og að selja fólki afþreyingu af ýmsum toga. Öll afþreying væri á sömu bókina lærð, hún ynni að mark- vissum heiladauða alls almennings. „Við verðum að fjölga hugmyndaríkum ein- staklingum og skapandi viðfangsefnum – sem nú eru svo sjaldgæf að hin ómerkilegustu fá allt of mikið vægi – og við verðum að finna upp leiki handa þessum hugmyndaríku einstak- lingum til þess að beita á þessi skapandi við- fangsefni. Í þessu felst öll stefna okkar, sem er algjörlega hverful. Kringumstæður okkar munu vera skammlífar, án framtíðar. Ferða- lög. Eina áhugaefni okkar er lífið sjálft, okkur stendur nákvæmlega á sama um varanleika listarinnar og alls annars. Eilífðin er sú smán- arlegasta hugmynd sem nokkur getur látið sér detta í hug í sambandi við gerðir sínar. (...) Það er mikilvægara að breyta því hvernig við sjáum göturnar, heldur en því hvernig við horfum á málverk.Debord segir enn fremur að mikilvægt sé að vinna gegn hlutleysi og óvirkni almennings, minnka hlutfall „áhorf- enda“ og auka hlutfall „þátttakenda“. Debord og fleiri skrifuðu margt og mikið um þetta og leitin að fullkomnum kringumstæðum tuttugustu aldarinnar var í stöðugri breytingu og þróun þann tíma sem SI var við lýði. La dérive – enginn venjulegur labbitúr Ég hef enn ekki skilið hvað átt er við með notkun orðsins „reiki“ í sambandi við einhvers konar óhefðbundnar lækningar á Íslandi í dag. Þegar ég heyri orðið reikimeistari dettur mér helst í hug einhver sem hefur þjálfað sig í sál- förum, ferðum utan líkamans. Mér er þó sagt að reiki sé japönsk hugmyndafræði og byggi á að ná sambandi við alheimsorkuna. Þegar ég les lýsingar SI á því fyrirbæri sem þeir kalla því flæðandi og fallega orði „la dérive“, dettur mér í hug einhver sem fer sál- förum. Mér hefði nú snarlega verið vikið úr SI fyrir slíkar vitleysistengingar. Samkvæmt orðabókinni þýðir „dérive“ eitthvað í þá átt að bera af leið, á ensku er notað orðið „drifting“, sem þýðir nú frekar að reka eða berast með straumnum. Mig langar að þýða þetta með því að reika. Í samheitaorðabókinni minni eru gefnar fleiri útgáfur á því; nefnilega að eigra, fara, flakka, flækjast, flökta, göltra, labba, ramba, randa, rangla um, ráfa, riða, rjátla, rölta, skjögra, slaga, slangra, slingra, stjáka, svingla og loks vamla sem er merkt útdautt. Í kringumstæðnafræðum er þó afar mikilvægt að rugla alls ekki „la dérive“ saman við eitt- hvað svo hversdagslegt sem venjulegt rölt. Eða eins og einhver meistari kringumstæðna orðar það svo skilmerkilega í blaði þeirra 1958: „Á meðal aðferða meistara kringumstæðna er „la dérive“, tækni sem felur í sér ferðalag úr einu andrúmslofti í annað. Reikið felur í sér gamansama og uppbyggjandi hegðun og með- vitund um hin sál-landfræðilegu áhrif, sem að- skilur reikið algerlega frá hefðbundum hug- myndum um ferðalag eða gönguferð. Reiki felst í því að einn eða fleiri taka sig saman í ákveðinn tíma og gleyma hinum venjulegu ástæðum gerða sinna, gleyma samböndum sínum, vinnu og tómstundiðkunum en láta þess í stað umhverfið og það sem það hefur upp á að bjóða ráða förinni. Tilviljunin er ekki eins stór þáttur í þessu og ætla mætti, því að frá sjónarhóli reikisins eru borgir gæddar sál- landfræðilegum eiginleikum með stöðugum straumum, föstum punktum og hringiðum sem sterklega gefa í skyn hvort æskilegt sé að fara inn á ákveðin svæði eða yfirgefa önnur. (...) Vistfræðilega greiningu á fastskorðuðu eða af- stæðu eðli sprungna í þéttbýliskerfinu, á hlut- verki andrúmslofts á þröngt afmörkuðum svæðum, greining á hinum sérstaka sjálf- hverfa blæ sem skrifstofuhverfi hafa á sér, og ofar öllu á því ráðandi afli sem miðdeplar hringiðunnar hafa, þarf að nota og fullkomna eftir sál-landfræðilegum aðferðum.Já, einmitt. Ekki bara hefði ég verið rekin úr hreyfing- unni, ég hefði aldrei fengið inngang í hana, svo torskilin eru oft á tíðum skrif þeirra. Svífandi borg Hugmyndin um „la dérive“ tengist áhuga SI á byggingarlist og borgarskipulagi og á fyrstu árum þeirra framleiddu þeir þó nokkuð af lík- önum sem tengdust hugmyndum þeirra um það hvernig bæta mætti lífsskilyrði í borgum. Ef dæma má af skrifum Constant Nieuw- enhuis árið 1958 um borgarskipulag og draumaborg hafa að minnsta kosti sumar hug- myndir þeirra verið allfjarri raunveruleikan- um. Lýsing hans á hinni fulkomnu borg er kostuleg, en líklega barn síns tíma: „Í and- stöðu við hugmyndina um „græna borg“, sem flestir arkitektar aðhyllast í dag komum við fram með hugmynd um yfirbyggða borg. Þar eru engar götur og engar sérstæðar bygging- ar, aðeins ein samfelld smíði, laus frá jörðu og í henni verða íverustaðir einstaklinga sem og almenningsstaðir (notkun þeirra breytist eftir því sem þörf er á á hverjum tíma). Þar sem öll umferð, í hagnýtri merkingu orðsins, mun fara hjá undir borginni eða fyrir ofan hana, eru engar götur. (...) Við erum langt frá því að að- hyllast afturhvarf til náttúrunnar, þvert á móti sjáum við í slíkri smíð möguleikann á því að sigrast á náttúrunni og hafa loftslag slíkrar smíðar, birtu og hljóð á hinum ýmstu stöðum algjörlega undir okkar stjórn.“ Þessi hugmynd Nieuwenhuis er aðeins eins af mörgum innan SI en gefin hefur verið út bók um hugmyndir þeirra um borgarskipulag, „The Situationist City“, eftir E. Simons. Íbúar Reykjavíkur myndu auðvitað þiggja með þökkum yfirbyggða borg, með stjórn á birtu og hita. Við höfum samt auðvitað Kringl- una og bráðum Smáralindina með pálma- trjám. Hvorug á þó nokkuð skylt við hug- myndir SI þó, í raun hreinar holdgervingar alls þess sem þeir börðust gegn. Borg minninganna Fyrir íbúa Reykjavíkur hlýtur að vera óhætt að telja hana borg af háum sál-land- fræðilegum kvarða, á vissan hátt a.m.k. Ég get ímyndað mér að tiltölulega stórt hlutfall íbúa Reykjavíkur sé uppalið í borginni, stærra en í mörgum öðrum borgum þar sem fortíð íbú- anna hvílir annars staðar og ímynd þeirra í samtímanum er eins og toppurinn á ísjakan- um. Ég er uppalin í Reykjavík og á mín mörgu „kort“ af henni, frá ýmsum tímum, þó ég hafi reyndar ekki athugað hvernig mynstur hinir ýmsu staðir mynda ef ég drægi línu á milli þeirra eins og Þröstur Helgason gerði í grein sinni „Einkavegir“ sem birtist í Lesbók fyrir nokkru. Margt breytist með tímanum, og eins og hjá flestum virðast til dæmis allar vega- lengdir hafa styst til muna frá því í bernsku. Þegar ég flutti af Tjarnargötunni í Breiðholtið 1969 veifaði ég til bestu vinkonu minnar með hvítum vasaklút út um afturrúðuna á gráa Austin Mini-bílnum, slík fjarlægð var að „SI-hópnum var sérlega umhugað um tvennt: nútímalist og róttæk stjórnmál...“ „Kjarni baráttu SI var að fólk ætti að skapa sér sínar eigin kringumstæður...“ „Hann nefnir líka að hægt væri að nota afbökun í klæðaburði...“ Situationistar börðust hatrammlega á móti því sem þeir kölluðu „samfélag sjónarspils“ .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.