Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 7 skólastjórinn; hann brosti æ meir og augun urðu því stærri og sorgmæddari sem á samtal okkar leið. „Í tví- eða þrígang…“ „Foreldrar hafa tilhneigingu til að loka aug- unum…“ sagði sálfræðingurinn. „…höfum við fært þetta í tal við foreldra hans. Þetta er ágætis fólk, pabbi hans er vöru- bílstjóri, mamma hans vinnur í banka og þau eiga bara þennan eina dreng. En það er einmitt tilfellið að þau loka augunum fyrir þessu vanda- máli.“ „Oft finnast foreldrum gerendanna það of- sóknir í garð sinna barna að bryddað sé á mál- unum,“ botnaði sálfræðingurinn. „Það eru reyndar algeng viðbrögð…“ „Maður ætti kannski að banka upp á hjá þeim og reyna að ræða málin,“ datt þá upp úr mér, aðallega því ég nennti ekki að heyra meira um þennan breiða grunvöll. Skólastjórinn og sál- fræðingurinn sögðu að það væri alveg reynandi, það væri vissulega reynandi, og með því lauk okkar spjalli. Skólastjórinn sagðist ætla að hringja í foreldra Hallgeirs og láta vita af okkar samtali, – mætti hann segja að ég væri kannski væntanlegur til að ræða málin? Ég umlaði eitt- hvað til samþykkis, labbaði heim þungur í skapi. Strákurinn var heima, hann var allur hinn aum- asti, ég gat ekki einu sinni talað við hann… Daginn eftir hringdi konan mín í vinnuna, þá hafði sonurinn komið úr skólanum með glóð- arauga og marbletti, fötin rifin, kúkur í nest- isboxinu. Þetta var síðla dags og ég fékk leyfi til að fara heim, þótt ég vissi ekki til hvers. Konan mín var sjálf hálfskelkuð því það var stöðugt verið að hringja heim og anda í símann, nema ef drengurinn svaraði, þá var honum sagt að svona færi fyrir þeim sem væru að klaga og láta pabba sinn væla í skólastjóranum. Svo að heimókn mín þangað hafði ekki bætt úr skák, hún hafði gert illt verra. Það lá við að ég brysti sjálfur í grát þegar ég sá framan í drenginn. Svo snaraði ég mér út. Gekk beinustu leið heim til Hallgeirs. Drengurinn kom sjálfur til dyra þegar ég hringdi á útidyrabjöllunni. Þarna var óvætt- urinn í návígi og reyndist ósköp venjulegur strákur, hvorki áberandi fríður né ófríður, með- alstór sýndist mér, með skolleitt hár og blá augu með tærum glampa, – augnaráðið var samt furðu þroskað, fullorðinslegt, tortryggið… Hann horfði rannsakandi á mig, kom mér kannski ekki fyrir sig, en ég hafði séð hann heima, einhverntíma í fyrra. „Er pabbi þinn heima?“ spurði ég. „Pabbi, maður að spurja um þig!“ sagði drengurinn. Pabbinn kom til dyra, á vinnuskyrtu með uppbrettar ermar. Maður á hæð við mig. Ég sló hann umsvifalaust á kjaft- inn. Hann hrataði um koll, utan í yfirhafnir í fatahenginu, þær hrundu í gólfið með honum og ofan á allt hattahilla sem hann hafði gripið í fall- inu, ásamt treflum og vettlingum og húfum. Og þarna lá hann. Ég þreif í drenginn sem stóð stjarfur, dró hann alveg upp að andlitinu og hvæsti framan í hann: – Ef þú lætur ekki son minn í friði þá kem ég aftur og geri þetta við mömmu þína. Svo sleppti ég honum og fór. Ég var þungur í höfði og fullur kvíða næstu daga, skelfingu lostinn yfir þeirri tilhugsun að nú hefði ég bara gert líf sonar míns illt verra, að ég yrði kærður og að málið kæmist í hámæli og að bæði ég og drengurinn yrðum úthrópaðir, en ekkert gerðist. Og smám saman varð ég rólegri, ég hætti að hugsa um þetta. En svona hálfum mánuði seinna átti að halda vorhátíð í skól- anum, fyrir börn og foreldra, kökur og pulsur seldar á skólalóðinni á laugardagseftirmiðdegi, skrúðganga, leikir og þrautir. Og ætlaði ég að fara með drengnum? Ja, ég reyndi strax að þyrla einhverjum afsökunum upp í hugann en datt ekki niður á neina góða, konan mín var orð- in of þungfær, átti von á sér næstu 2–3 vikur, það var reiknað með að foreldrar fylgdu börn- unum, – en vildi drengurinn fara? spurði ég, var að vona að við værum báðir jafn lítið spenntir fyrir þessu gamni, hann myndi bara hitta kval- ara sína með Hallgeir fremstan í flokki, en ég myndi kannski hitta foreldra hans, það var ekki lokkandi tilhugsun. En drengurinn vildi fyrir alla muni fara á skemmtunina, – gerðu það pabbi, komdu með mér! Það átti að vera hjól- reiðakeppni, börn og foreldrar saman í liði, kannski vinnum við pabbi! – verðlaun í boði… Mér varð engrar undankomu auðið. „Verum fegin að hann treystir sér,“ sagði konan mín, „það er eins og þetta sé allt eitthvað að skána hjá honum“. Við feðgar héldum upp á skólalóð á fjallahjól- unum okkar, með hjálma, ég reyndi að láta minn slúta yfir andlitið, vildi helst ekki þurfa að heilsa neinum. Sem betur fer nenntum við ekki í þessa skrúðgöngu, hún var að ganga í hlað þeg- ar við komum á svæðið, í útjaðri skólalóð- arinnar var strengdur borði sem auglýsti hjól- reiðakeppni, við fórum þangað og biðum um sinn. Einhverjir feður úr foreldraráðinu sáu um skipulagninguna og voru ekki alveg vissir í sinni sök, maðurinn með skeiðklukkuna var ekki mættur. Svo kom hann. Það voru tveir og tveir í liði, barn og foreldri, mældur var tími beggja og hann lagður saman, þeir myndu sigra sem yrðu fljótastir að fara hring um lóðina. Við þurftum að bíða því það var keppt í tveimur flokkum, eldri og yngri, loks kom röðin að okkur. Ég sá að við myndum eiga góða möguleika, sumir feð- urnir tóku þessu sem hverju öðru gríni, aðal- atriðið að vera með, voru slappir og skakkir í jakkafötum á gamaldags og ískrandi ræksnum, komu flissandi og eldrauðir af áreynslu í mark. En við feðgarnir vorum á okkar léttu stálfákum, meira en tuttugu gírar, við settum undir okkur hausinn, ég var ræstur fyrst, svo strákurinn, við geystumst báðir þennan hring, og viti menn, hálftíma seinna hafði okkar flokkur lokið keppni og við vorum sigurvegarar, fengum hvor sinn skræpótta hjólahjálminn í verðlaun. Það er gaman að vinna og við vorum í konunglegu skapi, ég stakk upp á því að við færum heim og sýndum mömmu verðlaunin, en strákurinn vildi endilega fara að aðaldyrum skólans þar sem mannfjöldinn var og basarinn og veitingasalan, eitthvað var reyndar farið að fækka í hópnum, en þótt ég hefði helst viljað losna við að hitta nokkurn mann gat ég ekki neitað stráknum um að fara og gefa honum kók eða íspinna. Þarna hímdi hópur foreldra og einhverjir kennarar – krakkarnir krunkuðu sig saman, strákurinn sá nokkra bekkjarbræður sína og sagði mér að bíða aðeins og hjólaði til þeirra áður en ég gat mótmælt því að vera skilinn eftir aleinn innan um hitt fullorðna fólkið. Ég var svo sem ekkert að rannsaka þvöguna og vonaði að enginn gæfi mér gaum, þarna kannaðist ég þó við mann, hann hreyfði sig, gekk í átt til mín, deplaði aug- unum og brosti þegar hann sá mig, sjálfur skólastjórinn. Rétti mér höndina og þakkaði mér fyrir síðast, þakkaði mér fyrir að koma. „Já… sagði ég,“ ætlaði að fara að segja sömu- leiðis, en fannst það ekki passa, endurtók bara „já…“ Hann spurði eitthvað um hvort mér þætti ekki hafa tekist vel til með þessa vorhátíð, við urðum sammála um að það væri heppni með veðrið, svo kom hann sér að efninu, ég fann strax að hann átti erindi við mig, uuu, það small í raddböndum hans um hríð. Uuu, meðan ég man… Já, fórstu einhvern- tíma og talaðir við foreldra Hallgeirs, eins og við vorum eitthvað svona að kallsa okkar í milli? „Já,“ sagði ég flóttalega, hikandi, „…bara svona, bara bankaði upp á…“ „Jæja,“ sagði skólastjórinn, „það var gott, það var gott, fórstu fljótlega eftir að þú talaðir við okkur?“ „Já,“ sagði ég aftur, „þarna bara… jájá… Hvers vegna spyrðu?“ „Ja, bara vegna þess að… kannski er það ár- angursríkast að foreldrar tali saman sín í milli, milliliðalaust,“ sagði skólastjórinn. „Ástandið hefur nefnilega alveg snarskánað, vægast sagt. Hann Hallgeir er búinn að vera allur annar drengur síðasta hálfa mánuðinn. Nú er hann eins og hugur manns, hjálpsamur og elskulegur við allt og alla, ekki síst við þá sem eru minni máttar.“ Ég sá að drengurinn minn var að sýna félög- um sínum verðlaunahjálminn fyrir hjólreiða- keppnina. Það geislaði af honum ánægjan, nú sagði hann eitthvað og hinir strákarnir hlógu með honum. Skólastjórinn var líka að horfa á hópinn, þarna var ekkert einelti í gangi. „Hvað sagðirðu við þau?“ spurði skólastjór- inn. „Eh, ég spyr nú bara svona af forvitni…“ „Ja, við bara svona ræddum málin á breiðum grundvelli.“ „Þú hefur lag á þessu,“ sagði skólastjórinn og þurrkaði svitann af enninu. „Þú hefur lag á þessu þykir mér.“ Þessi smásaga er tileinkuð stórsögumann- inum Bubba Morthens. Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.