Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 Þ AÐ mun óhætt að fullyrða að hinar hröðu framfarir sem urðu í tónlistarflutningi á Íslandi á síðustu öld eigi sér tæpast nokkra hliðstæðu meðal annarra þjóða. Á fyrstu árum 20. aldarinnar var hljóðfæra- leikur hér á landi enn á frumstigi, hljóm- sveit hafði hér aldrei heyrst spila og um blandaðan kórsöng var vart að ræða utan veggja Dómkirkjunnar. Þótt oft sé rætt um hina miklu framþróun sem átt hefur sér stað í íslenskri tónlistar- menningu undanfarna áratugi er þó sjaldnar staldrað við það starf sem hefur leitt hana af sér. Þar er átt við starf tónlistarkennaranna sem með fórnfúsu starfi sínu hafa alið upp kynslóðir af tónlistarflytjendum auk þess að gefa hinum, sem ekki gera tónlistina að ævistarfi, kost á að verða farsælir njótendur þess sem hún hefur upp á að bjóða. Á þessu sviði bar Ísland gæfu til að eign- ast frumkvöðul sem með nýstárlegum kenningum sínum um tónlistaruppeldi barna lagði þann grunn sem enn í dag er byggt á: Heinz Edelstein. Fyrstu áratugi síðustu aldar var lítið skipulag á tón- listarkennslu í Reykjavík. Hægt var að læra á hljóðfæri í einkatímum, þótt framboð á kennurum væri yfirleitt af skornum skammti. Þegar velja átti hljóðfæri kom fátt til greina annað en píanó, fiðla eða orgel. Píanókennarar voru nokkrir í bænum og nær allir kvenkyns, þ.á m. Anna Petersen og Herdís Matthíasdóttir, Jochumssonar skálds. Orgelleik kenndu Brynjólfur Þorláksson dóm- organisti og Sigfús Einarsson, eftirmaður hans. Um- hverfið var vissulega fábreytilegt og lítt til þess fallið að hvetja unga nemendur til stórræða. Þó kom það fyrir að einstaka nemendur náðu lengra en í raun var hægt að ætlast til. Haustið 1913 hélt t.d. Páll Ísólfsson til fram- haldsnáms í Leipzig, með orgelnámið hjá Sigfúsi í far- teskinu. Hann spjaraði sig vel í Leipzig, þar sem hann stundaði nám hjá einum færasta orgelleikara álfunnar og tók síðar við starfi Tómasarkantors í forföllum hans meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð. Slíkur frami íslensks tónlistarmanns var þó undan- tekning á þessum árum enda var það ekki fyrr en með stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1930 að skipu- lag komst á tónlistarkennslu í bænum. Skólinn var stofn- aður í kjölfar Alþingishátíðarinnar sama ár, og var eitt af höfuðmarkmiðum skólans frá upphafi að undirbúa nem- endur til starfa í Hljómsveit Reykjavíkur. Hljómsveitin hafði ekki starfað nema í nokkur ár en hún var þegar orðin ein af meginstoðunum í tónlistarlífi bæjarins. Nemendur fyrsta skólaárið voru 41, þar af flestir á píanó (20) og fiðlu (13). Það sýnir glöggt hversu fábreyttu liði skólinn hafði á að skipa að fyrsta árið voru kennararnir aðeins fjórir: tveir píanókennarar, fiðlu- kennari og sellókennari. Ekki var hægt að læra á blást- urshljóðfæri innan veggja skólans fyrr en síðar. Heinz Edelstein var einn þeirra sem lyftu grettistaki til að efla tónlistaruppeldi landsmanna, fyrst innan veggja Tónlist- arskólans og síðar með stofnun eigin tónlistarskóla sem sérstaklega var ætlaður byrjendum í tónlistarnámi. Selló og sápuvörur Heinz Edelstein fæddist í Bonn 1902, sonur dr. Em- anuels Edelstein læknis og Idu konu hans. Hann gekk í menntaskóla í heimaborg sinni og stundaði nám í tón- fræði og heimspeki við háskólana í Freiburg, Berlín, Bonn og Köln. Árið 1928 lauk hann doktorsprófi í tónvís- indum frá háskólanum í Freiburg og fjallaði ritgerð hans um skoðanir Ágústínusar kirkjuföður á tónlist („Die Musikanschauung des hl. Augustinus wie dargelegt in seiner Schrift De Musica“). Sellóleik lærði hann hjá Gustav Thalau, sem var einleikari á selló við hljómsveit óperuhússins í Köln, auk þess sem hann sótti tíma hjá hinum þekkta sellóleikara Emanuel Feuermann. Árið sem Edelstein lauk doktorsprófi kvæntist hann Charlotte Schottländer. Hún var tveimur árum yngri en hann og við það að ljúka eigin doktorsnámi í hagfræði. Að loknu námi fékk Edelst kammerhljómsveit óperunna 34 fékkst hann við tónlistarga sellókennari í Freiburg, þar sinfóníutónleikum og í streng Edelstein og eiginkona han og eftir valdatöku nasista 19 bannaðar. Edelstein fékk va listarmaður fyrr en 1936, þeg leikara í strengjakvartett E þekktur fiðluleikari. Sá kvart skipaður gyðingum og mátti inga á sérstökum tónleikum Tekjurnar af sellóleiknum h framfleyta Edelstein-hjónunu ur, Wolfgang og Stefáni. Til að sjá fjölskyldunni fa sápur og aðrar hreinlætisvöru að því að reyna að koma sér land. Ísland var ekki óskalandi haflega hafði hann hug á a þangað sem systir hans hafð hins vegar erfitt að komast Edelsteins var t.d. fæddur í honum og systur Edelsteins stein fékk hins vegar ekki á næst að komast til Suður-A hafði vonast eftir þar var veit annað að ræða en taka því fyr sem var að útlitið var slæm þeirra fjölskyldumeðlima se undan hrammi nasismans. I síðar send í fangabúðir nasist lést þar, og systur Charlotte E Í svartasta sk Sellókennsla hafði verið s þess að Edelstein settist hér kennt nokkrum nemendum se listarskólans en að því loknu inlandsins. Eftir brottför ha kennari við skólann fyrr en Hans Quiqueres gegndi því st var á haustdögum 1937 að Lú andi skólastjóri Handíðaskó ferðalagi í Hamborg í þeim fyrir skólann og leita uppi góð Jónsson í Smára, sem var ein listarfélagsins, hafði beðið L Heinz Edelstein stjórnar nemendum Barnamúsíkskólans á tónleikum í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll 19. maí 1955. HEINZ EDELSTEIN E F T I R Á R N A H E I M I I N G Ó L F S S O N „Um störf hans sem kennara og frumkvöðuls í tónlistaruppeldi ungra Íslendinga er hins vegar tæpast hægt að hugsa sér betri minnisvarða en þann sem hann reisti sjálfum sér með stofnun Barnamúsíkskólans og þær mörgu þúsundir tónlistarmanna og -unnenda sem hafa gengið sín fyrstu spor í tónlistarnámi innan veggja þeirrar stofnunar.“ Á FLÓTTA UNDAN HAKAKROSSINUM – 2. HLUTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.