Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 Þ AÐ er föstudagurinn fyrsti júní og klukkan er sex að morgni þegar farþegaferjan Norræna leggur að landi í Þórshöfn, hin- um aldna höfuðstað Færeyja. Bærinn skartar sínu fegursta. Það er blankalogn og sólargeisl- ar leika um falleg húsin sem standa í hlíðum og á klettum allt umhverfis höfnina þar sem margir tugir litríkra smábáta eru bundnir við kajann. Frá lægi Norrænu blasir Þingnesið við, klappirnar þar sem Færeyingar héldu lands- þing sín á víkingatímanum og þar sem trú- skiptin fóru fram árið 1000 – þetta eru þeirra Þingvellir. Upp af Þinganesi liggur elsti hluti bæjarins, hin gamla Þórshöfn með vel varð- veittum og friðuðum húsum sem ennþá er búið í að hluta – að hluta eru gömlu húsin nýtt und- ir opinberar skrifstofur. Hér má ímynda sér hvernig umhorfs væri í gamla miðbæ Reykja- víkur ef einhverjum hefði ekki dottið sú fá- sinna í hug að flytja gömlu húsin á safn í jaðri bæjarins, þar sem fáir njóta þeirra. Nafli alheimsins Í höfuðstaðnum býr um þriðjungur lands- manna en Færeyingar telja í dag tæplega 46 þúsund sálir. Þórshöfn er langstærsta byggð- in, bæjarstæðið er einstaklega fallegt, staðsett á eyjaklasanum miðjum, svo að segja, enda kallaði William Heinesen bæinn „nafla al- heimsins“. Þórshöfn stendur á suð-austurhluta Straumeyjar sem er stærst hinna átján eyja sem mynda Færeyjar; næststærst er Austur- ey sem liggur austan við Straumey. Brú tengir Straumey og Austurey og því auðvelt að skjót- ast í bíltúr frá Þórshöfn til hinna mörgu fal- legu byggðarlaga sem finnast á Austurey. Þar er til dæmis Götuvík þar sem Þrándur í Götu bjó, en af honum segir í Færeyingasögu. Aust- ur af Austurey eru Norðureyjarnar sex: Kals- ey, Kuney, Borðey, Viðey, Svíney og Fugley. Stærst þeirra er Borðey sem hýsir næst- stærstu byggðina, Klaksvík, þar sem búa um 5 þúsund manns. Suður af Straumey liggja Sandey og Suðurey, en á milli þeirra eru smá- eyjarnar Skúfey, Stóri Dímon og Litli Dímon, sem einnig koma mikið við sögu í Færeyinga- sögu. Syðst á Suðurey er smábyggðin Sumba þar sem færeyska kvæðahefðin og dansinn hefur varðveist einna best. Vestan Straumeyjar liggur eyjan Vogar, sem allir þeir sem koma flugleiðis til Færeyja þekkja. Vestan Voga er smáeyjan Mykines, en þar var fæddur og uppalinn einn mesti málari Færeyinga Sámal Joensen-Mikines (1906- 1979) sem kallaður er faðir færeyskrar mál- aralistar. Þá eru aðeins ónefndar þrjár eyjar. Tvær smáeyjar liggja suðvestan við syðsta hluta Straumeyjar og kallast Koltur og Hest- ur. Þær blasa við þeim sem heimsækja Kirkjubæ, einn merkasta sögustað á eyjunum. Í Kirkjubæ myndaðist fyrsta þéttbýlissvæði í Færeyjum. Þar var höfðingjasetur á víkinga- öld og síðar var þar miðstöð kaþólsku kirkj- unnar og standa enn uppi rústir mikillar kaþ- ólskrar kirkju sem yfirgefin var við siðaskiptin á miðri sextándu öld. Útskornir tréstólar sem smíðaðir voru fyrir þá kirkju teljast sögulegar þjóðargersemar Færeyinga. Þeir hafa verið varðveittir á þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn en eru væntanlegir „heim“ aftur. Ekki er ótrúlegt að fólk safnist saman niðri á bryggju til að fagna heimkomunni þeg- ar þar að kemur. Víkingabænum á Kirkjubæ hefur verið haldið við og er raunar ennþá búið í honum þótt gestum og gangandi bjóðist að skoða hluta bæjarins. Það ku vera sextándi ættliður sömu fjölskyldunnar sem nú býr í vík- ingabænum. Síðast en ekki síst er að nefna hina fallegu Nólsey sem liggur austan við syðsta hluta MANNLÍF, MENNING OG BÓKMENNTIR Í FÆREYJUM – 1. HLUTI 62 GRÁÐUR NORÐUR E F T I R S O F F Í U A U Ð I B I R G I S D Ó T T U R „Við leitum bara að kind í garði og konu í glugga ...“ „Á lítilli hæð í lystigarðinum stendur minnismerki um William Heinesen sem sett var upp á hundrað ára afmælinu í fyrra. Það er stytta steypt í brons af hulduverunni Taríru eftir færeyska mynd- höggvarann Hans Pauli Olsen (f. 1957).“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.