Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 11 Straumeyjar og blasir við augum Þórshafn- arbúa í allri sinni dýrð. Þar bjó þjóðhetja Fær- eyinga Nólseyjar-Páll, sem beitti fyrir sig skáldskap í stríðinu gegn dönsku einokunar- versluninni um miðbik nítjándu aldar. Hann orti meðal annars hið fræga „Fuglakvæði“ þar sem skáldið kemur fram í líki tjaldsins, hið danska kúgunarvald er tákngert sem örn en smáfuglarnir tákna færeyskan almenning. Í kvæðinu hefur tjaldurinn sigur yfir erninum og æ síðan hefur tjaldurinn verið eitt helsta þjóðartákn Færeyja. En hverfum aftur að Norrænu sem lagði af stað frá Seyðisfirði um hádegi á fimmtudegi og er komin til Þórshafnar í býtið daginn eftir. Íslensk hjón með tvö syfjuð börn, barnapíu á unglingsaldri og hafurtask til mánaðardvalar keyra hægt út úr maga skipsins og upp eina af fjölmörgum brekkum bæjarins. Þrátt fyrir blíðviðrið er maðurinn þungbúinn á svipinn og tautar eitthvað um kæruleysi kvenna, enda hefur eiginkonan gleymt að skrifa niður núm- erið á húsinu sem búið er að taka á leigu fyrir fjölskylduna, sem og símanúmer húsráðanda. Hún lætur sér vandann í léttu rúmi liggja, veit að gatan heitir Grænlandsvegur og að í garð- inum eru bæði hænur og kindur: „Við leitum bara að kind í garði og konu í glugga,“ segir hún örugg í vissu sinni um að húsráðandi bíði komu þeirra við gluggann. Eiginmaðurinn hristir höfuðið í vantrú við stýrið. Grænlandsvegur er löng gata sem liggur í hlykkjum upp aflíðandi brekku í vesturhluta bæjarins. Hlaðinn bíllinn ekur löturhægt upp götuna sem verður æ brattari eftir því sem of- ar dregur. „Þarna er kind!“ hrópa börnin, og í sömu andrá koma þau auga á konuna í glugg- anum. Húsfreyjan Kristianna Nolsöe tekur hlýlega á móti leigjendum sínum; öll rúm eru uppábúin og í eldhúsinu eru nýbakaðar smá- kökur í krús. Eftir að hafa sýnt leigjendunum rúmgóða og vel búna kjallaraíbúðina hverfur Kristianna aftur upp á efri hæðina þar sem hún býr. „Ég skil núna hvað átt er við með kvenlegu innsæi,“ tautar eiginmaðurinn, um leið og hann hefst handa við að koma haf- urtaski fjölskyldunnar í hús á Grænlandsvegi – númer 54. Frjálsar hænur Kristianna Nolsöe er ekkja og býr ein, en synir hennar tveir búa með fjölskyldur sínar bókstaflega á næstu grösum; hús bræðranna liggja hlið við hlið handan við norðanverðan garðinn hennar Kristiönnu. (Þeir skjótast oft heim til mömmu í hádeginu.) Garðurinn sem tilheyrir Grænlandsvegi 54 er engin smásmíði, honum er skipt upp í þrjú svæði með girð- ingum. Vestan við húsið ræktar Kristianna kartöflur, sunnan- og austanmegin eru blóma- beð, ýmis trjágróður, flöt sem börnin mega leika sér á og þvottasnúrur bakatil. Norðan við húsið er stærsta svæðið og jafnframt það „náttúrulegasta“, hér má sjá stóra steina sem prýða grösugar brekkur og það er á þessu svæði sem kindurnar hennar Kristiönnu búa og þær virðast una sér vel í selskap með hæn- unum sem vappa frjálsar um svæðið. Stórt hænsnahús er norðan við íbúðarhúsið og ís- lensku gestunum finnst notalegt að heyra gaggið í hænunum þegar komið er út á morgn- ana. Börnin fara með matarafganga út í hænsnahúsið og Kristianna sendir þau tilbaka með egg sem eru stærri, fallegri og bragðbetri en þau sem fást í búðinni. Þórshöfn í dag Svona er Þórshöfn í dag. Byggðin dreifist fallega um brekkur og kletta, víða liðast lækir milli húsa og hófsóleyin vex hér í þéttum breiðum. Byggðin er einstaklega fallega skipulögð og húsagerð til fyrirmyndar. Næst- um allir búa í eigin húsum og fjölbýli eru fá. Reyndar hefur þessi stefna valdið því að hús- næðisskortur er í Þórshöfn, sérstaklega vant- ar leiguhúsnæði fyrir þá sem ekki eru tilbúnir til að byggja sjálfir eða kaupa. Bæjarstjórnin reynir að finna aðra lausn á vandanum en þá að byggja blokkir, enda standa hinar þrjár stóru blokkir sem byggðar voru á áttunda ára- tugnum, fyrir starfsfólk sjúkrahússins, sem áminning fyrir allra augum hátt uppi í vest- urhlíðum bæjarins; tilvist þeirra sker í augu, þær eiga einhvernveginn ekki heima hér í þessu landslagi. Þeir sem koma hingað í fyrsta skipti hljóta að hrífast af fegurð bæjarins og taka eftir því hversu snyrtilegt allt umhverfi er. Húsagerðin er fremur einsleit, timburhús með skáþaki eru yfirgnæfandi þótt vissulega sé mörg steinhús einnig að finna í bænum. Torfþök er á mörgum húsum og gefa skemmtilegt yfirbragð. Það kemur á óvart hversu mikill og gróskulegur gróðurinn er í bænum. Hér eru öll tún græn, skrautjurtir blómstra í húsagörðum og í miðju bæjarins er gróskumikill lystigarður (Planta- gen) sem er mikil bæjarprýði og stolt bæj- arbúa. Taríra Á lítilli hæð í lystigarðinum stendur minn- ismerki um William Heinesen sem sett var upp á hundrað ára afmælinu í fyrra. Það er stytta steypt í brons af hulduverunni Taríru eftir færeyska myndhöggvarann Hans Pauli Olsen (f. 1957). Taríra er ein af hugarsmíðum Heinesens; kvenvera á mörkum draums og veruleika sem getur verið ógnandi og hættu- leg en er þó oftar lokkandi og lífsglöð. Taríra er táknmynd töfranna og þrárinnar og Heine- sen hefur lýst henni bæði í skáldskap sínum og í klippimyndum. Á einni myndinni sést Taríra dansa í logandi skógi undir leik fiðluleikara. Stytta Hans Pauli Olsen sýnir Taríru dans- andi á steini og þegar gengið er umhverfis steininn sést að öðrumegin er búið að höggva út mynd fiðluleikarans en hinumegin er hol- rúm, en út frá vissu sjónarhorni má greina þar vangasvip Heinesens; Það er líkast því að Taríra stígi dansandi út úr höfði skáldsins. „Hoyrið brim um strendur brúsa! Hoyrið storm í fjöllum súsa! Tað er Föroya mál.“ Flestir Íslendingar geta stautað sig fram úr færeysku ritmáli, að minnsta kosti náð aðal- atriðunum í stuttum texta eins og til að mynda blaðafrétt. Það kemur því mörgum í opna skjöldu hversu gjörólíkt færeyskt talmál er talaðri íslensku. Þótt færeyskan og íslenskan séu runnar af sömu rót þá hafa málin þróast í ólíkar áttir. Færeyskan hefur skiljanlega einnig orðið fyrir meiri áhrifum frá dönsku en íslenskan. Það finnst einnig skýring á því hvers vegna skrifmálið líkist íslensku eins mikið og raun er. Við siðaskiptin um miðja sextándu öld var danskt ritmál allsráðandi á eyjunum. Danska var notuð í allri opinberri umsýslu svo og í kirkjum (við messugjörð og sálmasöng) landsins. Þetta leiddi til þess að færeyskt ritmál hvarf með öllu þótt alþýða manna notaði hana að sjálfsögðu sín í milli. Á síðari hluta átjándu aldar byrjar Jens Christian Svabo (1746-1824) að rannsaka fær- eyskuna og þar með hefst endurreisn tungu- málsins sem í sjálfu sér er gráglettið þar sem það var skoðun Svabo að best væri að leggja færeyskuna niður og gera dönskuna að þjóð- armáli. Svabo var ekki málfræðingur heldur náttúrufræðingur og á ferðalagi um eyjarnar á árunum 1781 og 82 safnaði hann efni til nátt- úrulýsingar sinnar á Færeyjum. Þetta efni hans hefur reynst málfræðingum ómetanleg- ur brunnur við rannsóknir á málinu. Svabo taldi það vonlaust verk að reyna að endurreisa færeyskt ritmál en þar skjátlaðist honum. Rómantíkin var á næsta leiti með endurnýj- aðan áhuga á fortíðinni í farteskinu. Hafist var handa við að skrá niður sagnir og kvæði og þá kom fljótt í ljós þörfin fyrir nýtt ritmál þar sem skrifararnir notuðu mismunandi gerðir af ritmáli, allt eftir því hvaðan þeir komu og hvaða mállýsku þeir töluðu. Þörf var á ritmáli sem gæti rúmað mismunandi framburð eyja- skeggja. Það var guðfræðingurinn V. U. Ham- mershaimb (1819-1909) sem leysti vandann. Hann tók að sér að hanna færeyskt ritmál og það gerði hann með orðsifjafræðileg viðmið. Það er að segja, hann tók mið af forna málinu, norrænu, og notaði það sem grundvöll fyrir nútímaritmálið. Hann naut einnig hjálpar Jóns Sigurðssonar (okkar „eina og sanna“) og kannski hefur það átt sinn þátt í því að rit- málið færeyska líkist svo mjög íslensku. Hitt er svo einnig raunin að mikill munur er á fær- eysku ritmáli annars vegar og talmálinu hins vegar. Þannig er t.d. bókstafurinn ð aldrei borinn fram í töluðu máli þótt hann sé til stað- ar í ritmálinu. Þetta gerir að jafnvel Færey- ingar sjálfir eiga í ákveðnum erfiðleikum með að læra réttritun hins færeyska máls. Bókmenntir og munnmenntir Með tilkomu færeyska ritmálsins seint á nítjándu öld skapast grundvöllur fyrir fær- eyskar bókmenntir, þjóð sem ekki á neitt rit- mál á að sjálfsögðu heldur engar bókmenntir. Færeyingar eiga hins vegar afar sterka munn- lega sagna- og kvæðahefð sem lifir allt fram á þennan dag. Og það er fyrst og fremst fær- eyska dansinum að þakka að tungumálið varð- veittist þrátt fyrir yfirráð dönskunnar á flest- um sviðum þjóðfélagsins. Til þess að dansa þurfti kvæði og þau eiga Færeyingar í hundr- aðatali og mörg hver eru samsett af mörg- hundruð erindum. Elstu þekktu kvæðin eru frá miðöldum og þau yngstu eru höfundarverk frá tuttugustu öld. Til eru í uppskriftum frá 1770-1870 hvorki meira né minna en 70 þús- und kvæðaerindi, sem er ótrúlegt þegar haft er í huga að á tíma uppskriftanna voru Fær- eyingar um 5 þúsund talsins. Eldri uppskriftir af færeyskum kvæðum glötuðust í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728 en nokkur erindi eru þó kunn frá öðrum heimildum. Í næstu grein verður fjallað nánar um kvæða- og danshefðina í Færeyjum og síðar um færeyskar nútímabókmenntir. Höfundur er bókmenntafræðingur og sótti námskeið í færeysku og færeyskum bókmenntum í Þórshöfn í sumar. Er „kolefnisklukkan“ alltaf áreiðanleg? SVAR: Eðlisfræðingar við háskólann í Chic- ago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta ára- tugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út 1952. Hann hlaut fyrir þetta nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949 og tíu árum síðar var stofnsett tímaritið Radiocarbon sem birtir allar slíkar greiningar sem gerðar eru, sem og ýmsar ritgerðir um efnið. Aðferðin byggist á sundrun kolefn- issamsætunnar C-14 (venjulega skrifað 14C) sem er geislavirk og myndast úr köfnunarefni (nitri) loftsins fyrir áhrif geimgeisla. Jafnan fyrir myndun 14C er svona: nifteind + 14N —> 14C + róteind. Hið nýja kolefni sameinast súrefni skjótlega og myndar CO2 sem dreifist jafnt um allt and- rúmsloft jarðar og plöntur taka síðan upp í vefi sína. Í plöntuvefnum – og vefjum þeirra dýra sem plönturnar eta – er þannig kolefni sem upphaflega hefur sem næst sömu samsætu- hlutföll og andrúmsloftið; eftir að lífveran deyr, raskast hlutföllin smám saman vegna þess að geislakolið breytist með tímanum aft- ur í köfnunarefni. Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum – það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geisla- kolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. Þá var farið út í það að staðla geislakols- aðferðina með árhringjum trjáa, en tré sumra tegunda geta sem kunnugt er orðið gríðarlega gömul (sjá til dæmis snið úr risafuru í Há- skólabíói). Annars vegar voru árhringar taldir og þeir hins vegar aldursgreindir með geisla- kolsaðferð. Í ljós kom að aldur árhringanna samkvæmt talningu vék frá mældum aldri samkvæmt geislakolsgreiningu með óreglu- legum hætti, þannig að fyrir viss tímabil getur munað verulega, og nú leiðrétta menn C-14 greiningar með aðstoð leiðréttingarferils. Að því er Íslandssöguna varðar er upphaf landnámsins sérlega erfitt tímabil í þessu tilliti því að sýnishorn frá mestum hluta 9. aldar sýna sama geislakolsaldur. Af þeim sökum fékkst ekki niðurstaða um raunverulegan ald- ur landnámslagsins svonefnda, sem fellur saman við upphaf landnáms á Íslandi, fyrr en korn úr gosösku þess fundust í ískjarna á Grænlandi – lagið reyndist hafa fallið kringum árið 871 eftir Krist. Á þremur stöðum á Íslandi hafa sýni tengd fornleifum bent til 200–250 ára hærri aldurs en almennt er viðurkennt fyrir landnámið (1100 ár) – í uppgreftri í Aðalstræti kringum 1970, í Vestmannaeyjum og í Dalasýslu. Um ástæðu þessa hafa staðið nokkrar deilur meðal vísindamanna og ekki fengist niðurstaða enn. Sumir vilja trúa C-14 greiningunum og „lengja Íslandssöguna um 250 ár“ en aðrir telja að eitthvað sé bogið við sýnatöku eða mælingu. Meðal þess sem getur „ruglað“ C-14 aldurs- greiningu fornleifa er í fyrsta lagi það að hið aldursgreinda efni sé eldra en sá „atburður“ sem greina átti, til dæmis að brenndur hafi verið rekaviður eða lurkamór (til dæmis 2500 ára birkilurkar úr mýrum) fremur en sam- tímakjarr. En fleira kann að flækja málin. Á fyrra ári birtist í Árbók Fornleifafélagsins fyrir árið 1998 lítil grein eftir Guðmund Ólafs- son þar sem lýst var niðurstöðum C-14 aldurs- greininga á sýnum úr hellinum Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Um var að ræða annars vegar kýrbein og hins vegar salla af birkikol- um frá þeim tíma er kýrin var soðin yfir við- areldi. Hallmundarhraun liggur ofan á fyrr- nefndu landnámslagi með þunnum jarðvegi á milli, þannig að það er sennilega frá 10. öld – og yngri getur hellirinn ekki verið. Samkvæmt geislakolsmælingu reyndust 95% líkur fyrir því að beinin væru frá 890–1020, en birkikolin hins vegar frá 690–890 (!). Samkvæmt þessu eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Svarið við upphaflegu spurningunni er hins vegar þetta: Kolefnisklukkan er áreiðanleg, svo fremi við kunnum að lesa af henni. Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði Hvaða dýr sér best? SVAR: Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmi sjónarinnar má sennilega telja fráneyg- ustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes) enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði. ER „KOLEFNIS- KLUKKAN“ ALLT- AF ÁREIÐANLEG? Í VIKUNNI sem er að líða mátti lesa um margvíslega hluti á Vís- indavefnum, svo sem orðaforða íslenskrar tungu og orðatiltækið „nú er mælirinn fullur“. Þar mátti einnig lesa um hvort sambærilegt væri að skipta um heila í manni og harðan disk í tölvu, hvað sögnin að „bambast“ þýddi, um orsakir flogaveiki, aldursgreiningu á risa- eðlum og um tímasetningu ísalda, svo fátt eitt sé nefnt. Vísindavefur Háskóla Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðgelmir í Hallmundarhrauni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.