Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 15 MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar. Til 31.8. Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing opin 11-16 mánudaga-laugardaga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Galleri@hlemmur.is: Unnar Örn Auð- arson. Til 15.7. Gallerí Sævars Karls: Pétur Örn Frið- riksson og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Til 29.7. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir. Til 12.8. Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn- skólanema. Til 17.8. Hafnarborg: Hans Malmberg ljós- myndari. Skotskífur. Til 6.8. Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars- son. Til 31.8. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Djásn og dýrðleg sjöl. Til 8.7. i8, Klapparstíg 33: Eggert Pétursson. Til 28.7. Íslensk grafík: Stella Sigurgeirsdóttir. Til 15.7. Listasafn Akureyrar: Akureyri í mynd- list. Til 29.7. Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til 12.8. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2.9. Listasafn Rvíkur - Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Erró-safnið. Til 6.1. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað- ir: Flogið yfir Heklu. Miðrými: Gretar Reynisson. Til 19.8. Myndir úr Kjar- valssafni. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og nýsköpun. Til 12.8. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Nanna Bayer. Til 18.7. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi: Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson. Til 29.7. Mokkakaffi: Karen Kersten. Til 14.7. Norræna húsið: Norrænir hlutir. Til 6.8. Nýlistasafnið: Philip v. Knorring, Ómar S.Kristinsson, Karen Kersten og Daní- el Þ. Magnúss. Til 15.7. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna- myndir Ásgríms. Til 1.9. Silfurtún, Garðabæ: Skúlptúr á Silfur- túni. Til 14. okt. Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Ásgeir Guðbjartsson. Til 22.7. Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor- gerður Sigurðard.Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið:Landafundir og ragnarök. Skjöl frá Þjóðmenningar- fundinum. Til 15. okt. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Skálholtskirkja: Verk Karólínu Eiríks- dóttur. Kl. 15 og 17. Hallgrímskirkja: Ulf Norberg. Kl. 12. Sunnudagur Skálholtskirkja: Verk Karólínu Eiríks- dóttur kl. 15. Orgelstund kl. 16.40. Hallgrímskirkja: Ulf Norberg. Kl. 20. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Símon H. Ívarsson og Jurgen Brilling, gítarar kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Wake me up, fim. 19. júlí. Með vífið í lúkunum, lau. 14. júlí. Loftkastalinn: Hedwig, fös 20. júlí. Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, lau. 14. 7 (Hornafirði), sunn. 15. 7 (Kirkjubæjarklaustri). MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Ein mynda Hans Malmbergs í Hafnarborg. hafði hafið uppbyggingu d’Orsay listasafnsins og vísindasafnsins. Menningarframkvæmdir franskra stjórnvalda má í raun rekja allt aftur til de Gaulle stjórnarinnar sem stofnaði menn- ingarmálaráðuneytið fyrir Andre Malraux. Það var þó ekki fyrr en í lok sjötta áratugarins að verulega fór að kveða að frönsku ríkis- stjórninni í menningarmálum. Georges Pom- pidou, þáverandi forseti, átti marga framúr- stefnumenn í listum að vinum, og óttuðust þeir ásamt forsetanum að París væri að missa sæti sitt sem framáborg í listum til New York. Lausin fólst í byggingu Pompidou listamið- stöðvarinnar sem í raun má kalla fyrsta Grands Travaux verkefnið. Kostnaður við bygginguna nam tæpum 13 milljörðum króna árið 1977 og lagfæringar sem hún sætti 20 ár- um síðar tæpum sex milljörðum. Ríkisstjórn sósíalistaflokksins notaði menn- ingarmál hins vegar umfram aðrar stjórnir, m.a. til að mynda skörp skil milli sín og hægri- stjórnarinnar. Menningu skyldi nú dreift jafn- ar meðal almennings og skilgreining á henni víkkuð. Rapptónlist, veggjakrot, tíska og sirk- ussýningar - allt þetta gat fallið undir menn- ingu ef ríkisstjórninni bauð svo við að horfa. Litu til Loðvíks XIV Að mati Marc Fumaroli, fræðimanns er kannað hefur menningarafskipti stjórnarinnar ítarlega, litu ríkisstjórnir bæði de Gaulle og Mitterands til Loðvíks 14. „Þetta hefði getað skilað frábærum árangri, en vegna mikil- mennskubrjálæðis snerist það upp í skamm- hverfa sýndarmennsku í stað þess að verða að raunverulegri endurreisn,“ sagði Fumaroli og kennir þar um þeirri stefnu sjórnvalda að vilja styðja mishæfileikaríka unga listamenn. Marie Delarue, höfundur bókarinnar „Un Pharaon Republican“, tekur í sama streng. „Minnismerki Mitterand stjórnarinnar eru minnismerki um draumsýni jafnréttisstefn- unnar,“ segir Delarue. „Þetta er á vissan hátt barnalegt. Það er heillandi og barnalegt og al- veg hræðilega dýrt.“ Kostnaður vegna framkvæmda við Louvre- pýramídann hefur verið metin á um 90 millj- arða króna og þykja þær framkvæmdir nú að mestu hafa tekist með stakri prýði. Bygging nýja óperuhússins, sem nam einum fjörtíu milljörðum króna er hins vegar talin hin mestu mistök þó starfsemi hússins njóti mikilla vin- sælda. Tónlistarhúsið Cite de la Musique í austurhluta Parísar, sem kostaði tæpa átta milljarða, þykir þá einnig hafa tekist vel. Þó ekki hafi tekist að laða að íbúa úthverfa borg- arinnar líkt og til stóð. Þjóðarbókasafnið, sem kostaði milljarða í byggingu og heldur áfram að kosta ríkið rúma 13 milljarða árlega, er hins vegar talið óafsakanleg mistök þrátt fyrir að stjórn safnsins hafi tekist bærilega að bæta fyrir hönnunargalla hússins. Og Grande Arche við La Defense er ekki síður talið til mistaka stjórnarinnar. Bygging þessa sigurboga kost- aði ríkið eina 35 milljarða, og hækkaði upp- hafleg kostnaðaráætlun um tæpa 3 milljarða vegna fjölda af skekkjum í útreikningum. Með byggingaframkvæmdum sínum átti sósíalistastjórnin þátt í að auka hróður arki- tekta á borð við Jean Nouvel og Christian de Portzamparc sem enn njóta vinsælda, og kom auk þess kanadísk-úrúgvæska arkitektinum Carlos Ott á kortið. En sigur Ott í samkeppn- inni um byggingu nýja óperuhússins er sagður hafa verið kómísk mistök – dómararnir hafi talið sig þekkja handbragð Richard Meir. Hættuleg framhlið hússins, of fáar lyftur og of margir stigar, auk bílastæðis sem er vinsæll vettvangur eiturlyfjaviðskipta eru meðal gagn- rýniverðra þátta byggingarinnar. Loks hömp- uðu ráðamenn þá Dominique Perrault, sem sannfærði þá um að hönnun sín á þjóðarbóka- safninu táknaði opnar bækur. Byggingin var frá upphafi gagnrýnd af nokkrum sérfræðing- um sem reyndu að benda á það fáræði sem fæl- ist í því að geyma gamlar og viðkvæmar bækur í glerturnum. Að sögn Lang, sem nú gegnir starfi mennta- málaráðherra, þarf hins vegar að skoða fram- kvæmdirnar í réttu samhengi. Sósíalistar hafi orðið að skapa sér sess eftir langa stjórnartíð hægriafla. „Hægrimenn drógu rétt okkar til að stjórna í efa. Þeir komu fram við okkur eins og hústökumenn, ræfla sem hefðu haft af þeim það sem þeim tilheyrði af guðs náð,“ segir Lang og telur stjórnina enn geta gert betur í menningarmálum. Enn í dag er deilt um menningarafskipti franska ríkisins. Telja sumir ríkið eiga að vernda og viðhalda menningararfi þjóðarinn- ar, á meðan aðrir vilja að stjórnin leggi einnig sitt af mörkum til nýsköpunar. Allir virðast þá sammála um að einkageirinn geti tekið virkari þátt í menningarmálum þó menn séu ekki á einu máli um með hvaða hætti og ljóst er að menningarafskiptum franskra stjórnvalda er langt í frá lokið. Núverandi menningarmálaráðherra til- kynnti til að mynda nýlega 117 milljón króna fjárveitingu vegna árs sirkussins og 65 millj- ónum verður varið til opnunar á miðstöð ungra frumherja í Palais de Tokyo. Í ár hefjast fram- kvæmdir við Musée des Arts Premiers, „hringlu“ núverandi forseta, Jacques Chirac, og er áætlaður kostnaður vegna verkefnisins 14,3 milljarðar króna. Bent hefur þá verið á að þörf sé á fleiri tónlistarhöllum, núverandi byggingar séu frekar sniðnar að söng en hljóð- færaleik, þó ljóst þyki að slík bygging fái eitt- hvað að bíða. Byggt á grein í Herald Tribune. AP Pýramídi I.M. Pei vakti blendin viðbrögð í fyrstu, en þykir nú vera góð viðbót við Louvre-safnið. Morgunblaðið/Einar Falur Nýja óperuhúsið við Bastillutorg hefur mætt umtalsverðri gagnrýni og þykja ýmsir vankantar á , m.a. er framhlið hússins við það að falla af.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.