Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 B ORGARFRÆÐI er þverfagleg fræðigrein sem verið hefur í miklum vexti undanfarna ára- tugi, og er Peter Hall, sem er prófessor við University Coll- ege í Lundúnum, einn af leið- andi áhrifamönnum á fræða- sviðinu. Hann hefur skrifað nærri þrjátíu bækur um borgarskipulag og borgarmenningu og veitt stjórnvöldum víða um heim ráðgjöf. Hall var boðið að koma til lands- ins og halda fyrirlestur í tengslum við formlega opnunarsamkomu Borgarfræðiseturs Háskóla Íslands og Reykjavíkur sem hóf starfsemi sína í maímánuði. Fyrirlestur sinn byggði Hall að nokkru leyti á efni nýjustu bókar sinnar, Cities in Civilizat- ion (Borgir siðmenningarinnar) en þar skoðar hann sögu helstu borga vestrænnar menningar út frá ýmsum þáttum og leitast þannig við að greina þau skilyrði sem menningarleg og efna- hagsleg nýsköpun þeirra spratt úr. „Saman- burður og greining á sögu og þróun eldri borga, er mikilvægt tæki til að læra af því sem vel hef- ur farið en einnig af mistökunum,“ segir Hall. „Það er mikilvægt fyrir borgir sem eru í mikilli uppbyggingu líkt og Reykjavík, að leita í þekk- ingarbrunn fræðanna og taka ákvarðanir í ljósi breiðari umræðu um þessi mál.“ En hvernig kemur Reykjavík skipulags- fræðingnum Hall fyrir sjónir? „Ég vil byrja á að segja að borgin er mjög áhugaverð. Hún er að sjálfsögðu mjög lítil en stendur þó fyllilega undir nafni sem höfuðborg. Hins vegar er borgin dreifð yfir merkilega stórt svæði, ef ég vissi ekki betur hefði ég áætl- að að hér byggi að minnsta kosti hálf milljón íbúa. Það sem ég myndi leggja til er að lögð yrði áhersla á að gera borgina greiðfærari gangandi vegfarendum. Reyjavík er alger bíla- borg, og því myndi ég leggja til að reynt yrði að draga úr. En síðan stendur borgin frammi fyrir gríð- arlega krefjandi og spennandi verkefni, þ.e. að byggja upp alveg nýjan borgarhluta, rétt við miðbæinn. Hér er ég að tala um flugvallar- svæðið umrædda. Ég sé það fyrir mér, líkt og fyrirhugað er, að háskólatengd starfsemi, s.s. vísindagarður, muni skipa veigamikinn sess á svæðinu, en auk þess væri áhugavert að byggja upp íbúðarbyggð og skipulagssvæði sem ein- kenndist af glæsilegri hönnun. Þar mætti til dæmis vinna með vatnið og tjörnina sem er af- ar sérstakur þáttur í miðbæjarheildinni. Há- hýsi myndi ég ekki vilja sjá á svæðinu, þótt auð- vitað mætti byggja hluta íbúðarhúsanna í hóflegri hæð. Þarna er um að ræða einstakt og mjög fágætt tækifæri, sem borgin er öfunds- verð af,“ segir Hall. Heimsborgir og iðnborgir Í umfjöllun áðurnefndrar bókar kannar Hall menningu heimsborga, allt frá Aþenu og Flór- ens til Manchester, Detroit og Memphis, að heimsborgunum París, New York og Tókýó ógleymdum. „Með því að skoða menningu þess- ara borga kom ég auga á tvenns konar meg- inskilyrði eða umhverfi þar sem nýsköpun fær blómstrað. Er þar annars vegar um að ræða skapandi umhverfi („creative millieu“) og hins vegar nýsköpunarumhverfi („innovative milli- eu“). Þessi hugtök hafa reyndar næstum því sömu merkingu, en þó ekki alveg. Skapandi umhverfi eru þær aðstæður sem myndast hafa í borgum sem orðið hafa miðpunktur menning- arlegra hræringa. Um er að ræða stað í tíma og rúmi, sem verður miðstöð gagnvirkra og örv- andi samskipta skapandi fólks. Umhverfið verður þannig til þess að hlúa að og efla sköp- unarkraftinn þar sem einstaklingarnir deila þekkingu og reynslu. Þetta eru í öllum tilfellum hinar miklu heimsborgir sinnar samtíðar, Aþena Forn-Grikkja, Flórens endurreisnar- tímans, Lundúnir Elísabetartímans og Vínar- borg á nítjándu öld. Þessir suðupottar hafa jafnframt dregið til sín skapandi fólk líkt og segull, oft aðkomufólk, sem býr yfir ákveðinni veraldarsýn, og hefur þannig aukið við víðsýni heildarinnar.“ Nýsköpunarumhverfi segir Hall hins vegar best lýst með því að vísa til borga á borð við Manchester við upphaf iðnbyltingar á 18. öld, Detroit og Sílikondalinn í Kaliforníu. „Í þessum borgum hafa kraftar manna beinst að afmark- aðri nýsköpun, og hefur skapast nokkurs konar samkeppnisumhverfi þar sem keppt er að því að þróa tiltekna uppfinningu eða tækni. Hér skilgreini ég nýsköpun sem uppfinningu sem verður nytsamleg neysluvara, leggur grunninn að nýjum framleiðsluferlum og hrindir af stað efnahagslegri framþróun. Úr slíkri nýsköpun spretta nokkurs konar framþróunarbylgjur, og eru dæmi um þær margar á síðustu tveimur öldum. Ég get nefnt tvö dæmi: Vefnaðarvöru- framleiðsla í Manchester upp úr 1760 og tölvu- byltingin í Kaliforníu, með miðstöð í Sílikon- dalnum, upp úr miðri síðustu öld.“ Hall bendir á að nýsköpunarborgin sé um- hverfi einbeittrar framtakssemi við beina verð- mætasköpun, á meðan hin skapandi heimsborg sé vettvangur heimspekilegrar, hugmynda- fræðilegrar og listrænnar framþróunar. Heimsborgin fái þó fyrst og fremst blómstrað vegna sterks efnahagslegs bakhjarls, borgirn- ar séu í öllum tilfellum miðdeplar stórvelda, sem hafi skapað sér rík verslunar- og sam- göngutengsl. Iðnvæðing listarinnar Nú bendir Hall á þá þróun sem honum þótti einna áhugaverðust af viðfangsefnum bókar- innar. „Þetta er ferli sem ég kenni við hjóna- band lista og tækni, og átti sér fyrst stað í Bandaríkjunum á tuttugustu öldinni,“ útskýrir Hall. „Og var það í fyrsta sinn sem háþróuð tækni var nýtt til framleiðslu á list. Hér verðum við reyndar að fara nokkuð varlega í að draga mörkin því listsköpun hefur ávallt nýtt sér ein- hvers konar tæknilegar aðferðir, og hafa upp- finningar á því sviði jafnvel getið af sér nýjar listgreinar eða aðferðir. Það sem ég á hins veg- ar við er það ferli sem best verður lýst með til- vísun til kvikmyndaiðnaðarins í Los Angeles og fæðingar popptónlistariðnaðarins sem á upp- tök sín í Memphis, þar sem rokktónlist Pres- leys var gerð að fjöldaframleiðsluvöru. Það sem skipti sköpun í þessari þróun var uppfinn- ing útsendingar- og upptökutækni, sem gerði mönnum kleift að taka upp hljóð og myndir og miðla til ótakmarkaðs fjölda. Þá á sér í fyrsta sinn stað fjöldaframleiðsla á list, og hefst hún í öllum tilfellum í krafti nýrrar uppfinningar.“ Hall bætir því við að hann telji það enga til- viljuna að hagnýting tækninnar við iðnvæðingu listarinnar hafi átt upptök sín í borgum í Bandaríkjunum. „Í þessu gríðarstóra landi, sem engu að síður lítur á sig sem eina þjóð, á sér stað ákveðið ferli sem á sér hvergi hlið- stæðu. Það kemur til af viðleitni Bandaríkja- manna við að spanna og stytta vegalengdirnar og staðla alla framleiðsluvöru og þjónustu. Samskonar stöðlun og eining einkennir banda- rísku stórborgina, sem einkennist fyrst og fremst af stöðlun, og hagkvæmni, hún er í raun fjöldaframleidd. Það má segja að vegna land- fræðilegra og þjóðfélagslegra aðstæðna hafi Bandaríkjamenn náð að hefja fjöldafram- leiðslutæknina upp á nýtt og skilvirkara svið.“ Að lokum er Hall spurður hver hann telji að þróunin verði í borgum framtíðarinnar, þar sem alþjóðavæðing og framþróun á sviði upp- lýsingatækni hefur orðið til þess að talað hefur verið um eitt allsherjar heimsþorp. Hall segir þetta áhugaverða spurningu sem hann hafi velt nokkuð fyrir sér. „Menn hafa jafnvel velt fyrir sér hvort þróunin á sviði upplýsingatækni og þekkingarmiðlunar boði endalok borgarinnar. Þá er gert ráð fyrir að menn þurfi ekki að dvelja á sama stað til að eiga í samskiptum. Ef við lítum hins vegar á þróun undanfarinna ára hefur bætt upplýsinga- og samgöngutækni þvert á móti orðið til þess að auka ferðir manna milli landa. Mikilvægar borgir verða sífellt tengdari, og fyrirtæki sækja í það umhverfi sem er nálægt miðjunni á sínu sviði. Ástæðan fyrir þessu er sú að við munum alltaf hafa þörf fyrir bein samskipti, þörf fyrir það að hittast og sjá hvert framan í annað, bæði í viðskiptum og menningarlífi. Að vandlega athuguðu máli held ég því að borgin muni standa styrkum fótum í framtíðinni,“ segir Hall að lokum. BORGIN SEM MIÐSTÖÐ FRAMÞRÓUNAR Morgunblaðið/Arnaldur Peter Hall, prófessor á sviði borgar- og skipulagsfræði. Peter Hall, prófessor á sviði borgar- og skipulags- fræði, var staddur hér á landi í tengslum við stofnun Borgarfræðaseturs. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við hann um borgina í nútíð, fortíð og framtíð. heida@mbl.is FRANSKI myndlistarmaðurinn Paul Arm- and Gette, opnar í dag sýningu í sýning- arrými Ljósaklifs í Hafnarfirði, sem hann nefnir „Mind the volcano! – What volcano?“. Paul Armand hefur frá unga aldri verið hugfanginn af eldfjöllum og eru verk hans sprottin af þeim áhuga hans. „Eldfjallið eru tákn ástríðunnar, hlut- gerving ástríðunnar, eins og markgreifinn de Sade benti á,“ segir Paul Armand í sam- tali við Lesbók. „Eldfjöll eru lifandi og breytast stöðugt. Þau eru heit, ofbeldisfull, æst og svo verða þau eins og hraunið, kalt og hart. Síðan get- ur allt hafist á ný hvenær sem er.“ Sá Vesúvíus átta ára og varð dolfallinn Paul Armand fæddist í Lyon árið 1927 og stundaði nám í náttúruvísindum áður en hann sneri sér að myndlist, en hún hefur verið aðalstarf hans undanfarin 40 ár. Hef- ur hann haldið sýningar víða um heim og verið fulltrúi Frakklands á fjölda myndlist- arhátíða, ásamt því sem hann kenndi bæði við Sorbonne og Listaakademíuna í París. Paul Armand sá eldfjall í fyrsta sinn átta ára gamall þegar hann fór með foreldrum sínum til Ítalíu og sá Vesúvíus. Segist hann hafa orðið dolfallinn við þá sjón og að síðan þá hafi eldfjöll átt hug hans allan. „Vegna áhuga míns á eldfjöllum, dreymdi mig alltaf um að koma til Íslands. Ég lét verða af því árið 1994, þá kom ég og skoð- aði eldfjallasvæði, tók ljósmyndir og teikn- aði myndir. Ég notaði þetta efni svo á sýn- ingum mínum í Frakklandi og annars staðar. Annars er ég yfirleitt vanur að nota efni sem ég finn á þeim stöðum þar sem ég held sýningar,“ segir hann. Efni sem var safnað hér á und- anförnum tveimur vikum „Þegar ég kem á nýjan stað, langar mig til að benda fólki á hvernig það getur virt umhverfi sitt fyrir sér á nýjan hátt. Stund- um getur verið áhugavert að slíta hluti úr samhengi eða setja þá í nýtt samhengi og fá fólk til að sjá þá upp á nýtt. Það er mín að- ferð við listsköpun.“ Sýningin í sýningarrými Ljósaklifs er unnin á þennan hátt, það er að segja úr efni sem Paul Armand hefur viðað að sér þær tvær vikur sem hann hefur verið hér á landi. Efninu hefur hann meðal annars safnað við Heklu, í Krísuvík og á svæðinu kringum Ljósaklif. Í sýn- ingarsal hefur hann stillt upp ljósmyndum og mynd- bandsverki, í bland við teikningar og myndir sem eru meðal annars málaðar með jarðvegi sem fundinn var í grennd við eld- stöðvar. Eldfjallagígar minna á kvenmannsskaut Niðri við fjöruborðið hefur hann svo útbúið grasagarð með ýmsum at- hyglisverðum jurtum, en þá uppstillingu segir hann tengjast hugrenningum um eldfjöll. „Á landi sem þessu teng- ist allt eldfjöllum. Meira að segja fjaran minnir á eld- fjallið, með sinn svarta eld- fjallasand. Þar hef ég sett margar tegundir blóma, en mér þykja blóm mjög áhugaverð meðal annars vegna þess að þau eru kyn- færi plantnanna. Ég hef áhuga á því sem telja má kynferðislegt og þar ligg- ur áhugi minn á eldfjöllum að hluta til. Eldfjallagígar minna á kvenmannsskaut og þar má ef til vill finna tengingu við jurtirnar líka,“ segir Paul Armand. Eldfjallið er tákn ástríðunnar Morgunblaðið/Þorkell Paul Armand Gette myndlistarmaður opnar í dag sýningu í sýningarrými Ljósaklifs í Hafnarfirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.