Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. SEPTEMBER 2001 NÝJASTA skáldsaga Salmans Rushdie, Fury (Heift) kom út í gær og hlýtur hún fremur mis- jafna dóma. Eru flestir sammála um að bókin fölni í samanburði við hinar frjóu og meistaralega ofnu söguheima Rushdies í skáldsögum á borð við Mid- night’s Children og The Moor’s Last Sigh (Hinsta andvarp már- ans). Bóka- gagnrýnandi The New York Times er óvæg- inn í dómi sín- um og segir hann rétt votta fyrir þeim áhugaverðu hugmyndum um borgarlíf sem Rushdie leggur upp með í bókinni. Telur hann persónusköpun ósannfær- andi og söguna gloppótta í meira lagi, sem honum þykir einkar ósæmandi hinum virta höfundi. Gagnrýnandi The Sunday Times er öllu jákvæðari og telur bókina hafa áhugaverða fleti þótt ólík sé mörgum fyrri bókum höfund- arins. Tengir hann ritstíl bók- arinnar huga og persónuleika höfundarins. „Hugur Rushdies er fullur af eldmóði en um leið er eitthvað ómstrítt við hann. Ein- mitt þetta hverfist bókin um og sviðsetur, en útkoman er eins og sambland af vondum draumi og ummerkjum um rithöfund- arkreppu,“ segir gagnrýnand- inn. Djöfullegar sögur Crace Ný bók, The Devil’s Larder (Búr djöfulsins) er væntanleg frá rit- höfundinum Jim Crace í október næstkomandi. Jim Crace vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir skáldsöguna Being Dead og vann höfundurinn í kjölfarið til verðlauna bresku gagnrýnendasamtakanna eða National Book Critics Circle Award. Höfundurinn þykir einn efnilegasti sinnar kynslóðar í Bretlandi og stíll hans fágaður og skarpur. Jim Crace hefur jafnframt vakið athygli fyrir skrif sín sem blaðamaður. Í bókarlýsingu nýju skáldsög- unnar segir m.a. „Sagt er að all- ar stórar máltíðir, veki ýmist upp umræður um kynlíf eða dauða. Í The Devil’s Larder leiðir hún til beggja umræðuefna, á hátt sem aðeins er að vænta af Crace.“ Í bókinni er að finna sextíu stuttar sögur sem sagðar eru einkennast af annarlegu fegurðarskyni. Greinaskrif Kermodes Í ÁGÚSTMÁNUÐI sendi breski fræðimaðurinn Frank Kermode frá sér greinasafn með úrvali blaðagreina sem hann skrifaði á árunum 1990 til 2000. Safnið nefnir höfundur Pleasing Myself og er þar um að ræða 29 umsagn- ir um allt frá nýrri þýðingu Seamus Heaney á Beowulf (Bjólfskviðu) til dóms um Sabb- ath’s Theater eftir Philip Roth, sem Kermode segir „dásamlega illskeytta bók“. Þá fjallar Kerm- ode um aðdáun sína á ljóðskáld- unum W.B. Yeats og T.S. Eliot en andmælir síðar sjónarmiðum þeirra sem gagnrýndenda, að því er segir í ritstjórnarumsögn í Bretlandsdeild netbókaversl- unarinnar og upplýsingamiðils- ins Amazon. Frank Kermode er einn virt- asti bókmenntafræðingur Bret- lands, en hann hefur kennt bók- menntir bæði á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hann hefur rit- að fjölda merkra ritverka um bókmenntir og bókmenntahefð, en síðast kom út eftir hann ritið Shakespeare’s Language. ERLENDAR BÆKUR Rushdie hlýtur misjafna dóma Salman Rushdie AUGU mín opnuðust ekki fyrr en ég sá auglýs- inguna innan á skáphurðinni. Það var árla morg- uns, ég var að verða of seinn í hjólatíma og tíndi af mér spjarirnar í flýti. Ég leit í kringum mig og sá að sama auglýsing hafði verið límd innan á all- ar aðrar skáphurðir í búningsklefanum. Þetta var auglýsing frá þekktum veitingastað í mið- bænum; hugmyndin væntanlega sú að þeir sem stundi líkamsrækt séu ginnkeyptir fyrir góðum mat – þeir hafi efni á nokkrum kaloríum. Og nú voru augu mín opin fyrir öllu umhverf- inu. Þegar ég kom fram í æfingasalinn velti ég fyrir mér hvert fermetraverðið væri fyrir þessar flennistóru veggauglýsingar sem hvarvetna blöstu við: farsímaþjónusta, svalardrykkir, já meira að segja ábending frá tóbaksvarnarráði. Í einu horninu voru innrömmuð auglýsingaspjöld frá nokkrum kvikmyndahúsum sem gáfu til kynna hvaða myndir væri verið að sýna á hverj- um stað. Það var ekki fyrr en ég kom inn í hliðarsalinn, þar sem svartlökkuð trimmhjólin stóðu í skipu- legum röðum, að mér virtist að hlé yrði á þessu auglýsingaflóði. Þarna inni voru gljáfægðir speglar frekastir á veggplássið. Þjálfarinn bauð góðan dag, tíminn hófst og mér gafst tóm til að velta fyrir mér hvað allar þessar auglýsingar merktu. Mér var orðið ljóst að heilsuræktarstöð- in mín var annað og meira en rúmgóð aðstaða til leikfimiiðkana. Upp í hugann kom stutt grein sem Ævar Kjartansson birti í Skírni vorið 1993 undir fyrirsögninni „Ljósvakamiðlar á markaðs- torgi“. Í greininni bendir Ævar á að í nútímafjölmiðl- arekstri er ekki aðeins verið að bjóða lesendum, hlustendum eða áhorfendum tiltekið efni heldur einnig verið að selja auglýsendum aðgang að til- teknum hópi neytenda. Hvergi er þessi tilhneig- ing jafnljós og í frjálsum útvarpsrekstri þar sem hlustandinn er hin eiginlega söluvara: „Auglýs- ingakaupandinn er að kaupa dagskrá handa hlustendum eða auglýsingaseljandinn (fjölmiðla- eigandinn) er að selja ákveðinn fjölda dagskrár- neytenda.“ Í þessu samhengi fær hugtakið fjöl- miðill tvíræða merkingu þar sem ekki er aðeins verið að miðla tilteknu efni til fjöldans, heldur einnig og ekki síður að miðla fjöldanum til aug- lýsenda. Ef gengið er út frá þessari skilgreiningu er heilsuræktarstöðin mín fjölmiðill. Ekki er nóg með að hún selji fjölda fólks aðgang að áhöldum, þjálfurum, búningsklefum og böðum heldur selur hún einnig auglýsendum aðgang að viðskiptavin- um sínum. Í þann mund sem ég komst að þessari niðurstöðu leit þjálfarinn brosandi yfir kófsveitt- an hópinn, lyfti drykkjarflöskunni sinni og sagði, eins og alltaf í lok hvers tíma: „Skál í xxxx!“ Það kom á óvart að hann skyldi ekki bæta við að tím- inn hefði verið kostaður af framleiðanda drykkjarins. Ég leit í spegilinn og mér brá í brún. Á öðru hverju hjóli mátti sjá aðframkomnar auglýsingar fyrir ýmis fyrirtæki eða varning; stuttermaboli sem merktir voru í bak og fyrir. Ég hafði fengið minn bol í Reykjavíkurmaraþoni fyrir fáum ár- um. Framan á honum blasti við vörumerki xxxx. FJÖLMIÐLAR Ef gengið er út frá þessari skil- greiningu er heilsuræktarstöðin mín fjölmiðill. Ekki er nóg með að hún selji fjölda fólks aðgang að áhöldum, þjálfurum, bún- ingsklefum og böðum heldur sel- ur hún einnig auglýsendum að- gang að viðskiptavinum sínum. ÉG AUGLÝSI, ÞESS VEGNA ER ÉG J Ó N K A R L H E L G A S O N I Íslensk menning! Hvað er nú það? SigurðurNordal hafði svör á reiðum höndum, eins og svo oft, og ritaði mikla bók um efnið, og áætlaði reyndar heilan bókaflokk sem ekkert varð úr. Í bók sinni fjallar Nordal um rætur íslenskrar menningar í fornum kvæðum og sögum. Að mati Nordals og annarra fylgismanna hins svo- kallaða „íslenska skóla“ í íslenskri sagnaritun var íslensk menning afurð höfundanna miklu á miðöldum sem færðu í letur eðlisþætti íslenskr- ar þjóðar, gáfu henni sjálfsmynd og sjálfstraust sem hún hefur síðan byggt á. II Í viðtali við Lesbók í dag bendir HelgaKress prófessor á að þessir höfundar voru að mati íslenska skólans „undantekningarlaust lærðir karlar, menntaðir í útlöndum sem vegna ættjarðarástar snúa aftur heim til að skrifa þessar miklu bókmenntir“. Helga heldur því fram að höfundar fornsagnanna séu tilbúningur karlabókmenntafræðinnar. Sögurnar voru og eru, að mati Helgu, höfundarlausar og marg- radda, sprottnar úr munnmælum alþýðunnar, einkum slúðri kvenna. III Kannski hafa einhverjir átt bágt með aðsætta sig við þann skilning að höfundar- hugtakið er fyrst og fremst hugmynd og rann- sóknarforsenda sem varð til í ákveðnu hug- myndafræðilegu samhengi fyrir um tvöhundruð árum. Það hefur verið notadrjúgt í bókmennta- rannsóknum og á fleiri sviðum mannlífsins en hefur á síðustu árum þurft að víkja meir og meir fyrir öðrum og nýrri forsendum. Helga hef- ur í þrjátíu ár unnið mikið og merkilegt starf við að kynna nýjar kenningar í íslenskri bók- menntafræði, nýja nálgun við íslenskar bók- menntir, fornar sem nýjar. Í viðtalinu talar hún um að nýjar kenningar mæti iðulega fjandskap í íslenskum bókmennta- og fræðiheimi. Kannski er fullsterkt til orða tekið hjá Helgu en engum þarf þó að dyljast að nýjar kenningar og ný hug- tök mæta ákveðinni tregðu í íslenskri fræði- umræðu. Hvað veldur er erfitt að segja en Helga bendir á að kenningarnar komi iðulega að utan, þær séu útlenskar og því séu þær ef til vill ekki álitnar æskilegar eða viðeigandi. IV Þetta leiðir hugann að því að íslenskmenning (og íslensk fræði) stendur vissu- lega á ákveðnum krossgötum um þessar mundir. Eins og menning annarra fámennissamfélaga og fámennistungna þarf hún að glíma við það verk- efni að aðlaga sig hnatt- og alþjóðavæðingu sam- tímans. Spurningin er hvort hún geri það með því að leita æ meir inn á við, jafnvel með því að einangra sig, eða með því að taka aukinn og virkari þátt í alþjóðamenningunni. Ef til vill hef- ur of mikil áhersla verið lögð á að varðveita og verja íslenska menningu þegar slík samræða við erlenda menningu er annarsvegar. Þar hefur ein rödd kannski verið of hávær, ekki óskyld rödd ís- lenska skólans, og athyglinni ekki beint að kost- um margradda samræðu sem fjölmörg dæmi eru þó um, til að mynda í tónlist Bjarkar Guðmunds- dóttur. NEÐANMÁLS Jú, ég er anzi mikið í fræðimanns- herberginu og vinn einkum að efni sem ég átti ókarað og hef verið að ljúka við. Þetta er mest ljóðakyns en ég hef einnig alltaf haft áhuga á því að skrifa leikþætti sem ég kalla leiksögur. [...] Sumt af þessu er í tengslum við kynni mín af fólki og þá ekki sízt sem blaðamaður. Þetta hefur verið svona forðabúr eða fyrningar í hlöðu og nú er ég byrjaður að gefa á garðann, moka út og nota það sjálfur sem hráefni í sýn mína á mannlífið, hvernig svo sem til tekst um það skal ég ekkert segja. En ég hef núna meiri áhuga á fjarstæðu- leiklist heldur en raunsæisleikritum og það sem ég hef verið að skrifa núna er „markerað“ af því. [...] Ég hef alltaf þurft að hafa jarð- samband þegar ég hef skrifað skáldskap og í tengslum við þetta jarðsamband hef ég yfirleitt fjallað um eigin reynsluheim og hvernig ég hef kynnzt fólki og umhverfinu í gegnum skáldskapinn og þá að sjálfsögðu einnig í gegnum mitt eigið líf. [...] Ég hef áreiðanlega hugsað mikið um tilvistarmál en þó einkum þann- ig að ég hafi ekki hugsað um þau! Það er kveikja að öllum skáldskap. Hann byrjar með neista. Ég veit ekki hvar þessi neisti kviknar. Hann kviknar á ýmsum stöðum. Við erum hluti af umhverfinu og þetta gerist hvarvetna í náttúrunni. Allt hefur sinn tíma. Farfuglarnir eru ekki að verpa allt árið eins og þú veizt! [...] Ég hef aldrei skrifað annað en það sem mig hefur langað til og ég hef alltaf skrifað af mikilli ástríðu. Ég hef alltaf haft tíma til að gera það sem mig hefur langað til eða ég viljað gera vegna þess að ég var sjálfur ritstjóri og það var því eng- inn ritstjóri sem gat verið að þvæla mér út og suður. Ég ákvað það bara sjálfur. [...] Það var ekki tekið gilt að skáld væri ekki vinstri maður. Ég var nátt- úrlega borgaralegt skáld, ég hef alltaf verið borgaralegt skáld og er stoltur af því. Þú þarft ekki annað en líta í kringum þig, hér heima og annars staðar í heiminum, þá sérðu hverjir hafa verið borgaraleg skáld. Þú þarft ekki að vera einhver Che Guevara til að vera gott skáld. En Maó var gott skáld. Ég hef þýtt mörg kvæði eftir hann. Ég er sann- færður um að hans verður minnst sem skálds löngu eftir að allir verða búnir að gleyma Formanninum. Hann hefur óskaplega fínar meta- fórur og merkilega aðferð. [...] Fyrir mér er rennandi vatn einna mikilvægast alls en ég forðast frosið vatn. Það er eins og ímynd okkar um dauðann. Rennandi vatn og vængir eru ímynd okkar um lífið. Matthías Johannessen Mannlíf VATN OG VÆNGIR Morgunblaðið/Sigurður Jökull Rokk og ról.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.