Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. SEPTEMBER 2001 5 Blástursmikið og fjörugt lag eins og I Miss You á Post væri útilokað á Vespertine; blástur, trommur og taktur sem hrífur fólk til að slá í borðplöturnar. Cover me er á hinn bóginn í stíl við nýju plötuna. Homogenic kom út árið 1997 og hefst eins og fyrri plötur á grípandi lagi með hröðum takti: Hunter. Í Unravel er strengur sem vissulega hljómar á nýju plötunni, röddin fyrir framan og röddin fyrir aftan, strengjatónlist með mjúkan tækniofinn taktinn í bakgrunni (orgelið yrði þó að fara). Pluto er of hratt og hart lag til að tengj- ast nýja verkinu. Síðasta lag Homogenic, All Is Full Of Love, fellur aftur á móti vel að vinnu Bjarkar á Vespertine, og það eru ekki fréttir því hún hefur látið þau orð falla að þetta lag gæti al- veg eins verið fyrsta lagið á henni. Röddinni er beitt á svipaðan hátt og er bæði í for- og bak- grunni, tónlistin er mjúk og strengirnir titra undir. Vespertine kemur því ekki algerlega á óvart, hljómur hennar hefur birst áður í einstökum lögum í verkum Bjarkar. Verkið er samt ekki endilega rökrétt framhald, heldur er ákveðið val. Ákvörðun um að leggja fremur áherslu á mjúkan (tækni)stíl en rokkið, á kyrrðina fremur en æðið, á heiðan himin fremur en þungbúinn, eins og hann var endrum og eins til staðar í verkum hennar. Sussað er á hljóðin og þau beð- in um að stilla sig, og röddin styðst oft við næsta lítinn undirleik. Vespertine virkar til að byrja með víða flókin og talsvert strembin, án þess þó að vera óáheyrileg. Þessar tónsmíðar reynast samt gjöfular, því það greiðist úr þeim með end- urtekinni hlustun, og landslagið sem þokan áð- ur huldi kemur í ljós. Kostur Vespertine umfram önnur verk Bjarkar er að vera heilsteypt, hvert lagt tekur við af öðru í eðlilegu framhaldi. Fyrri sólóplötur hennar eru sundurlausari, en geyma hugsan- lega meira grípandi lög eins og Crying og Big Time Sensuality, Jóga, Bachelorette og Isobel auk Human Behavior, Violently Happy og fleiri áðurnefndra kraftmikilla laga. Verkið er óneit- anlega áhrifamikið, þótt það sé svona blítt, og vafalaust geta margir notað það til að stilla hug- ann og svífa. VIII Lögin: Pagan Poetry sterkt lag Hidden Place er ef til vill mest grípandi og með þeim teknískari á Vespertine, líkt og fyrstu lögin á Debut, Post og Homogenic, en ekki eins ágengt. Feluleikurinn byrjar hér milli stúlkunn- ar í textanum og guðdómlegum elskhuga henn- ar. Bakraddirnar koma fram en harpan er hljóð. Mjög vel sungið. Cocoon er sallarólegt og með nýstárlegri út- setningu. Röddin er blíð og brothætt. Það verð- ur næsta lag á smáskífu og myndbandi. It’s Not Up To You geymir fallegt viðlag með mjúkum undirleik. Harpan er kynnt til sögunar á blíðan hátt og kórinn lýkur laginu og sagt er frá því að eitthvað óhugsandi sé um það bil að gerast, eitthvað sem ekki sé á valdi persónunn- ar í textanum. Grípandi lag. Undo gefur hörpunni meira svigrúm og rödd- in er á nokkrum sviðum. Hefst með fallegri og flókinni hrynjandi í sérkennilegri melódíu. Víxl- söngur Bjarkar þróast yfir í hástemmdan kór- söng. Hlustandinn fluttur í óvæntar tónvíddir. Pagan Poetry byrjar með hörpunni og spila- dósinni er beitt. Röddin fer í sínar hæstu hæðir á Vespertine í þessu lagi, og hún er allt um lykj- andi. Þéttofið lag með þungum undirtóni, hörpu og bakröddum. Þetta er eitt skemmtilegasta og best heppnaða lagið á Vespertine. Endirinn er óvænt skynjun. IX Lögin: Staða Harm of WillFrosti er helgaður spiladósinni og er einskonar millispil í verkinu um samskipti stúlkunnar og elskhuga hennar. Aurora geymir fallegan kór og hörpuspil og einnig dulræn orð. Persónan kallar á gyðjuna SVANINUM Vespertine er fallegt verk. Sagan í verkinu er vissulega sögð undir rós. Tónlistin er í mjúkum teknískum stíl. Röddin er í aðalhlutverki, og harpan. Björk og svanurinn á umslagi Vespertine. Leda sem verpti eggjum sínum, mál- verk: Giampietrino, 1530. Björk verpir egginu sínu á Óskarsverð- launahátíðinni 2001. Reuters BJÖRK vísar í táknmáli sínu sterklega í grísku goðsögnina um Ledu og svan- inn: Seifur kom í skjóli nætur til hinn- ar mannlegu veru, Ledu, þegar hún bjó sig undir fyrstu nóttina með Tynd- areusi, konungi Spartverja. Enginn mátti sjá Seif eða bera kennsl á hann, og var hann hjá Ledu í svansham. Leda fæddi ekki börn sín heldur verpti hún eggjum og úr þeim klöktust Hel- ena fagra, bræðurnir Castor og Pollux og Clytaemnestra. Leda og svanurinn Leda og svanurinn í verki J.M. Jomain. STERKASTA einkenni á tónlist Bjark-ar hefur alltaf verið sú fjölbreytnitónmiðla sem hún notar í verkumsínum. Björk virðist hafa ótakmark- að hugarflug þegar kemur að sköpun eigin hljóðheims og hvort sem það er strengjakvar- tett, grænlenskur stúlknakór eða annað tekst henni að nota þessa miðla þannig að þeir þjóna eingöngu og algjörlega hennar sköpun. Strengirnir verða öðruvísi en strengir hafa nokkurn tíma verið; stúlknakórinn hljómar öðruvísi en annað sem maður hefur heyrt frá stúlknakórum; venjuleg harpa verður Bjark- arharpa og aldagamalt japanskt koto verður nýtt og ferskt. Björk hefur valdið og snýr því venjulega á hvaða veg sem er til að það þjóni hennar óvenjulegu leiðum. Notkun hennar á rafhljóðfærum er að sama skapi frumleg en þó úthugsuð og lýtur sköpun Bjarkar full- komlega. Það sem skilur tónlist Bjarkar frá annarri popptónlist er hvernig Björk hugsar verk sín. Lög hennar eru ekki melódíur eða hljómaraðir sem tónskáldið raðar svo hljóð- færum og hljóðum utan á eftir smekk. Hvert lag Bjarkar er hugsað sem hljóðverk þar sem hvert „element“ er nauðsynlegur partur af heildinni. Hvert lag eða verk er eigin hljóð- heimur, ólíkur öðrum. Fjölbreytnin í hljóð- heimum Bjarkar er mikil. Þótt þar ægi saman ótrúlegustu og sundurleitustu hljóðmyndum lánast henni að skapa hverju verki sínu og hverri plötu sinni sterkan heildarsvip. Það sem bindur fjölbreytnina saman eru mark- vissar og frjóar tónsmíðaaðferðir hennar og auðvitað röddin sem er einstök. Tónsmíðaaðferðir Bjarkar gera hana frjálsa og hátt hafna yfir meðalmennsku hversdagspoppsins. Frjór hugur og tak- markalaus könnun í heimi hljóða og tóna gefa henni forskot. Hjá henni er allur hljóðheim- urinn undir og með einföldustu útskýringu má segja að tónsmíðaaðferðir hennar séu bara spurning um hvað eigi að velja saman í veröld hvers verks fyrir sig. Hljómar ein- falt, er það ekki? Þótt maður viti að hjá Björk sé allur hljóðheimurinn undir og að maður geti átt von á hverju sem er er list hennar fólgin í því hvernig hún dregur spottana saman, hvernig hún velur og raðar saman hljóðum og tónum. Og þrátt fyrir allt kemur hún manni stöðugt á óvart með hugmyndaauðgi sinni. Það má líta á aðferðir Bjarkar sem nýja leið í tónsmíðum. Hún er ekki bundin af hefðum, þótt tónlist hennar sé sprottin jafnt úr raftónlist, poppi og klassík. Björk er ekki bundin af því að skrásetja tónlist sína á nótur og því verða verk hennar ekki svo glatt flutt af öðrum. Þótt Björk eigi klassískt tónlistarnám að baki hefur það ekki heft hana. Klassísk hefð er mjög heyr- anleg í verkum hennar, en hún forðast það sem bindur hana. Björk notar það sem henni hentar. Frá poppinu kemur rytminn og frelsið til að skapa tónlist án þess að þurfa endilega að skrá hana. Það gildir líka um raftónlistina og þaðan hefur hún líka könnunaráráttuna. Úr djassinum hefur hún kannski spunann og að þreyta tónmálið í þaula Leið Bjarkar í tónsmíðum er fyrst og fremst bundin því hvernig hún hugsar tón- listina. Lög hennar eru ekki ferli eða hreyf- ing frá A til B eins og í annarri tónlist. Þau eru ekki göngutúrinn frá einum pól til ann- ars, með fyrirfram ákveðnum stoppistöðv- um sem heita ýmist impró, kadensa eða sóló, eftir því í hvaða tónlist þú ert. Lög hennar eru það sem þú sérð þegar þú opnar dyrnar á hnettinum, gengur inn og sérð all- an heiminn í sviphendingu sem heildstæða mynd í allri sinni dýrð með ólýsanlegu lit- rófi tóna og hljóða. ALLUR HLJÓÐ- HEIMURINN UNDIR B E R G Þ Ó R A J Ó N S D Ó T T I R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.