Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. SEPTEMBER 2001 7 ar um femínisma var að ræða og varð aðalvett- vangur skrifa gegn femínskum viðhorfum og bókmenntarannsóknum. Sósíalistarnir sem að því stóðu virtust sjá einhverja ógn í femínism- anum, einhverja ögrun við karlmennskuna í vinstribaráttunni. Þar með er ekki sagt að aðrir hafi verið neitt betri! Maður gerir bara meiri kröfur til þeirra sem eru róttækir og vilja sam- félagsbreytingar, að minnsta kosti ég.“ Vald tungumálsins Elsta greinin í Speglunum er ein þessara greina sem Helga skrifaði í Skírni og fjallar um stöðu kvennarannsókna í bókmenntum á þeim tíma sem greinin er skrifuð, það er 1977. „Aðferðafræði við femínískar bókmennta- rannsóknir var mikið á döfinni á þessum tíma og margar spurningar sem þurfti að svara um hvaða aðferðum ætti að beita. Þar tókust á þrjár meginstefnur, forskriftarstefnan svokölluð, hugmyndafræðistefnan, og vitundargreiningin. Hér á landi töldu margir að fræðin snerust ein- göngu um það hvernig konum ætti að lýsa í bók- menntum og hvað þær mættu gera. Helst ættu þær að vera sterkar og frjálsar, forstjórar og skipstjórar eða í öðrum karlastörfum. Fræðin ættu þannig að gefa forskrift að bókmennta- verkum sem yrðu að hlíta henni. Þetta var auð- vitað alls ekki þannig, heldur var megináhersla lögð á að rannsaka þær hugmyndir sem komu fram í bókmenntum um stöðu og hlutverk kvenna og einnig hvernig konur sjálfar lýstu reynslu sinni og upplifun í eigin bókmenntum. En síðan hafa rannsóknirnar þróast frá því að athuga stöðu kvenna í samfélaginu til þess að at- huga stöðu þeirra í tungumálinu. Er þar gengið út frá þeirri kenningu að það sé í tungumálinu sem vitund okkar mótast og hugmyndirnar um okkur sjálf í heiminum.“ En hefur skilgreiningin á kvennabókmennt- unum eitthvað breyst við þessa breyttu nálgun? „Kvennabókmenntir sem hugtak eru sem áð- ur einfaldlega bókmenntir eftir konur. En þær eru hins vegar ekki eina viðfangsefni femínískra bókmenntarannsókna heldur konan í tungumáli hvaða texta sem er, óháð því eftir hvort kynið hann er. Og reyndar er ekki bara verið að at- huga konuna í textanum, heldur einnig og ekki síður kvenleikann sem í honum birtist og vanda- mál kynferðisins sem slíks. En konur og kven- leiki eru tvö mismunandi en þó skyld hugtök. Karlar geta nefnilega verið kvenlegir, eins og til að mynda skáld og aðrir listamenn, og þeir hafa í sér kvenlega eiginleika sem karlmennskan leit- ast oft við að bæla. Ýmsir táknfræðingar, eins og til dæmis Roland Barthes, ganga svo langt að segja að skáldlegt mál sé í raun kvenlegt, að í skáldskapnum sé kvenleikinn að verki. Þegar ég fyrir nokkrum árum ræddi um þetta í opinber- um fyrirlestri í Háskólanum reis upp viður- kenndur karlrithöfundur meðal áheyrenda og mótmælti því kröftuglega að hann væri kona! Gott ef hann barði ekki í borðið. Honum þótti það augljóslega töluverð svívirðing að vera kvenkenndur. En þetta er nú ekki meint svo bókstaflega, heldur er hér um að ræða ákveðinn greinarmun á hinu formlega og karllega tungu- máli samfélagsins, kerfisins, karlveldisins, sem leitast við að hafa eina og ákveðna merkingu, og svo hinum kvenlega, flæðandi og margradda tungumáli skáldskaparins. Þessi ótti rithöfund- arins við að vera sagður kvenlegur kemur hins vegar heim og saman við rannsóknir mínar á ís- lenskum fornbókmenntum sem sýna að karlarn- ir í þeim óttast varla annað meir en vera sagðir kvenlegir. Þá svíður undan tungumálinu, ef svo má segja. Þegar ég skrifaði fyrstu grein mína um ís- lenskar fornbókmenntir árið 1977 sem nefnist „Ekki höfum vér kvennaskap“ og fjallaði um karlmennsku og kvenhatur í Njálu, var ég upp- teknari af því að athuga þá samfélagslegu af- stöðu til kynja sem sagan lýsir en stöðu kynjanna í tungumálinu og textanum sem slík- um. Þetta var fyrir tíma táknfræðinnar en hún skipti sköpum í rannsóknum mínum og áherslum. Í greininni gekk ég út frá höfund- arhugtakinu fremur en textanum sjálfum og tók því ekki eftir því mikla háði á karlmennskuna sem felst í tungumáli sögunnar. Þessi grein sem er endurbirt í safninu Fyrir dyrum fóstru frá 1996 er því allt öðru vísi en aðrar og síðari grein- ar í því safni sem allar fjalla um íslenskar forn- bókmenntir. Í henni leit ég á Njálu sem hetju- sögu, andstætt til að mynda Fóstbræðrasögu sem ég skrifaði um á svipuðum tíma og leit á sem skopstælingu á sögur eins og Njálu. Síðan sá ég að einnig Njála er skopsaga. Það þarf í raun ekki annað en lesa textann vel og taka mark á honum til að sjá að í sögunni er ekki síð- ur en í Fóstbræðrasögu verið að gera grín að karlmennsku og hetjuskap, eins og reyndar öll- um öðrum Íslendingasögum. Karnivalið er ein- kenni á bókmenntategundinni.“ Kynferði og karnival Á seinni hluta áttunda áratugarins tók Helga sem sagt að snúa sér að íslenskum fornbók- menntum. Hún segist fljótlega hafa misst áhug- ann á íslenskum samtímaskáldsögum eftir karla, ekki fundist textinn nógu spennandi. „En Íslendingasögur eru bókmenntir á heimsmælikvarða og ótrúlega auðugur, mynd- rænn og skapandi texti. Það sem einkennir þennan texta er karnivalið og hvernig það teng- ist kynferði. Hvað varðar karnivalið styðst ég við kenningar rússneska formalistans Mikhail Bakhtin um karnivalska menningu miðalda og endurreisnartímabilsins sem hann setur fram í klassísku riti sínu um franska höfundinn Rab- elais. Karnival er sjónarspil þar sem öllu ægir saman og það einkennist af ýkjum, ofgnótt og fantasíu. Hátt verður lágt, andlegt verður lík- amlegt, upp verður niður. Megineinkenni á karnivölskum texta er gróteskt myndmál sem leggur sérstaka áherslu á líkamann, einkum neðri hluta hans, líkamsparta og líkamsstarf- semi, það sem á líkamanum dynur, í hann fer og úr honum gengur. Mikið er um limlestingar og aflimanir, hamskipti, gervi, pretti og plat. Í karnivalinu er einnig mikið um sennur og munn- söfnuð, heitstrengingar, skopstælingar, írónu og slúður. Samnefnarinn sem öll atriði karni- valsins og jafnframt gróteskunnar ganga upp í er hláturinn. Karnivalið snýr opinberri menn- ingu samfélagsins á haus og skopast að valdinu. Eins og margir aðrir fræðikarlar er Bakhtin haldinn þeirri kynblindu að honum dettur ekki í hug að tengja karnivalið við kynferði. Og því sér hann hvorki kvenlega uppsprettu þess né þá af- byggingu á karlasamfélaginu sem í karnivalinu felst. Í íslendingasögum tengjast hláturinn og slúðrið en hvort tveggja á sér uppsprettu hjá konum. Það eru þær sem bæði hlæja að körlum og slúðra um þá og bera slúðrið milli bæja þar sem það verður að sögum.“ Höfundur Njálu er ekki til Í titli síðustu greinarinnar í Speglunum, „Mikið skáld og hámenntaður maður,“ sem fjallar um íslenska skólann í íslenskri bók- menntafræði, vísar Helga írónískt til orða Sig- urðar Nordals um höfund Hrafnkelssögu. Í þessari grein heldur Helga því fram að íslensk bókmenntafræði hafi allt fram á þennan dag einkum snúist um höfundarhugtakið og að þessi höfundur sé vitaskuld alltaf karlkyns. „Íslensk bókmenntafræði er mjög íslensk,“ segir í grein- inni, og „fæst svo til eingöngu við íslenskar bók- menntir, og þá einkum íslenskar fornbókmennt- ir sem löngum hafa verið taldar „merkasta framlag Íslendinga til heimsbókmenntanna“.“ Að mati Helgu hefur þessi bókmenntasögulega sjálfsánægja íslenskra bókmenntafræðinga gert þá frábitna teoríu sem sé bæði útlensk og erfið, ef ekki hættuleg. „Ef menn fara að setja sig inn í teoríu kunna þeir nefnilega að þurfa að hugsa ýmislegt upp á nýtt,“ segir hún og brosir við. Til áréttingar tekur hún dæmi af hinum svo- kallaða „íslenska skóla“ íslenskrar sagnaritunar í greininni, en hann breytti höfundarlausum Ís- lendingasögum í höfundarverk. „Höfundurinn varð aðalmarkmið rannsókn- anna og um leið endanleg merking þeirra,“ segir Helga, „snilld hans, viska, menntun, siðfræði, boðskapur og ætlun með verkinu. Höfundarnir sem komu í leitirnar, með eða án nafns, eru und- antekningarlaust lærðir karlar, menntaðir í út- löndum sem vegna ættjarðarástar snúa aftur heim til að skrifa þessar miklu bókmenntir.“ Leitin að höfundi Njálu hefur verið eins kon- ar leiðarstef íslenskar bókmenntafræði. Hefur það verk verið til einskis? „Það segir auðvitað mikið um mentalítet fræðanna en það segir ekkert um bókmennt- irnar. Njáluhöfundur er ekki til. Hann er tilbún- ingur og nauðsyn þeirra sem vilja sýna fram á að Íslendingar, þótt fáir séu og smáir, hafi átt sér snillinga. Það er einhver einstaklingshyggja og mikilmennskudýrkun í þessu. En Njála er eins og aðrar Íslendingasögur sprottin úr munnmælum alþýðunnar, eins og þeim sem Bakhtin segir að karnivalið og gróteskan séu sprottin úr. Þessar sögur eiga sér gamlar rætur og þær berast og breytast í munnmælum þar til þær eru skráðar niður seint á þrettándu öld af sagnariturum sem ritstýra þeim og færa í stíl- inn, fella burt eða bæta við. Þar með er ekki sagt að sögurnar séu sagnfræðilega sannar, þær eru fyrst og fremst skáldskapur þótt sumar þeirra kunni að einhverju leyti að byggja á þekktum atburðum eða persónum, svona á svipaðan hátt og sögulegar skáldsögur síðari tíma. Í Íslend- ingasögum er mikill hlátur og það er hlegið að hetjuhugmyndinni og valdinu, og karlmennsk- unni sem heldur þessu uppi. Textinn er því ekki bara fyndinn og skemmti- legur, hann er hættulegur valdinu þar sem hann rífur það niður með skopi og sýnir fram á fárán- leika þess og hvernig það er búið til. Hetjurnar eru ekki hetjur, þær eru að leika hetjur. Með öllu sínu sprelli, húmor og fantasíu verða sög- urnar fyrir bragðið miklu betri en ef þær eru lesnar sem alvarlegar og einradda hetjubók- menntir sem lokar á aðrar túlkunarleiðir.“ Mengun teoríunnar Í þessari grein um íslenska skólann í íslenskri bókmenntafræði sem er frá 1994 talar þú um að áherslan á höfundinn hafi útilokað aðra teoríu og að í raun og veru einkennist íslensk umræða um bókmenntir af teoríufjandskap. Telur þú að þetta eigi við enn? „Það gerist því miður ekki mikið á sjö árum, og umfjöllun um íslenskar bókmenntir er þar að auki mjög íhaldssöm. Enn er teoría talin útlensk og ekki eiga við íslenskar bókmenntir, gott ef hún ekki mengar þær. Svo er einhver mikil til- hneiging til að líta á bókmenntir sem veruleika, það er litið fram hjá tungumálinu sem þær eru búnar til úr en einblínt á atburðarás og persón- ur eins og þær eigi heima í næsta húsi. Þannig er til að mynda enn talað um persónur Njálu eins og þær hafi verið til og Njála sé bara skýrsla um þær, í stað þess að líta á þær sem táknmyndir í texta. Voru þeir Gunnar og Njáll ekki í rauninni samkynhneigðir? Var Hallgerð- ur ekki í rauninni femínisti? Elskaði Guðrún ekki í rauninni Bolla? Jón Karl Helgason hefur í sinni ágætu bók Hetjan og höfundurinn haldið því fram að höfundurinn hafi tekið við af hetj- unni sem aðalpersóna íslenskrar bókmennta- sögu og á þetta mjög vel við um íslenska skól- ann. Mér sýnist hins vegar þessi færsla vera að ganga til baka. Annars er heimur íslenskrar bókmennta- fræði afskaplega lítill og takmarkaður. Það eru fáir sem fást við bókmenntafræði sem byggist á rannsóknum og heimildavinnu. Miklu fleiri fást við að kynna bókmenntir, ritdæma þær og rabba um þær í fjölmiðlum. Segja hvað þeim finnst. Þannig geta allir verið bókmenntafræð- ingar. Í umræðunni er ekki gerður mikill grein- armunur á þessu. Fámennið háir okkur á þessu sviði eins og mörgum öðrum. Fræðileg sam- ræða er almennt lítil sem engin, að ekki sé minnst á umræðu um femínskar rannsóknir sem er ansi frumstæð. Það er eins og alltaf þurfi að byrja upp á nýtt. Það er enn verið að mót- mæla því að konur hafi verið kúgaðar og enn þarf að vera að útskýra það. Í alþjóðlegu sam- hengi er söguleg kúgun kvenna útgangspunktur sem ekki þarf lengur að ræða. Og svo er það lummman: Ertu karlhatari? Þetta getur verið alveg ótrúlega þreytandi og leiðinlegt.“ Aðgreiningin Menn spyrja líka iðulega hvort aðgreining milli karla- og kvennabókmennta sé nauðsyn- leg? „Þetta er einmitt ein af spurningunum sem alltaf þarf að vera að svara. Það er eins og fem- ínisminn standi fyrir aðgreiningunni. Hér er hlutunum snúið á hvolf. Aðgreining og mismun- un kynjanna er til staðar í menningunni og sköpuð af henni og markmið femínismans er einmitt að upphefja þessa aðgreiningu og eyða mismununinni. Svo að tekið sé dæmi af íslenskri kvennabókmenntasögu, sem hefur lengi verið annað meginrannsóknasvið mitt, þá er auðvelt að sjá að konur og bókmenntir þeirra hafa verið gerðar ósýnilegar í hinni opinberu og viður- kenndu bókmenntasögu. Þar er ekki fjallað um þær frekar en þær séu ekki til. Þegar best lætur er einnar konu getið sem „fulltrúa kynsins“. Hér held ég þó að skrif kvennabókmenntafræð- innar hafi haft áhrif því að þetta er að breytast. Enn eru þó konur teknar saman í eina kippu aftast í umfjöllunum og meir rætt um þær sem konur en rithöfunda. Mestan áhuga vekja þær sem fjalla um kynlíf. Viðhorf til bókmennta eftir konur endurspeglast ágætlega í viðtökum sem ég fékk þegar ég leitaði að útgefanda að Sér- herbergi eftir Virginiu Woolf, en það er klass- ískt rit um konur og bókmenntir eftir heims- frægan breskan rithöfund, að vísu konu, og grundvallarrit um femínískar bókmenntarann- sóknir. Ég sendi virðulegu og rótgrónu útgáfu- félagi bókina á ensku með tillögu um að hún yrði gefin út í fræðiritaflokki þess en höfundar þeirra rita voru og eru enn eingöngu karlar. Ég fékk bókina snarlega til baka með þeim ummælum skrifuðum á bréfsefni félagsins að það væri nóg þýtt af lélegum rómönum fyrir kerlingarnar í frystihúsunum þótt þessi bættist ekki við. Það var augljóst að þetta menntaða for- lag hafði ekki hugmynd um hver Virginia Woolf var og vafasamt að bókin hafi svo mikið sem ver- ið opnuð. En þýðingin var síðan gefin út af öðru forlagi og seldist strax upp, hvort sem það hafa verið kerlingarnar í frystihúsunum sem keyptu hana eða einhverjar aðrar kerlingar.“ Þöggunin Sú opna andstaða sem femínískar bók- menntarannsóknir mættu í upphafi hefur að mati Helgu breyst í það sem hún kallar þöggun. „Hana er erfiðara við að eiga þar sem hún kemur ekki eins skýrt upp á yfirborðið og því síður hægt að takast á við hana. Þessi þöggun á ýmislegt skylt við þöggun á kvenrithöfundum og konum í texta og hún kemur fram með ýmsu móti. Þegar best lætur nýta karlar sér rann- sóknaspurningar og kenningar kvennafræðinn- ar og innlima þær þannig í fræði sín, en nota bene án þess að geta þess hið minnsta. Algeng- ast er þó að femínískar bókmenntarannsóknir séu algerlega sniðgengnar, jafnvel eins og þær séu bara alls ekki til. Hvort tveggja þetta minnir óneitanlega á orð hetjunnar Þorgeirs Háv- arssonar í Fóstbræðrasögu sem taldi það sví- virðingu síns krafts „að hokra að konum“. Það er undantekning ef vitnað er til kvenna- bókmenntafræðinga í viðurkenndum fræðirit- um hefðarinnar, eða tekið nokkurt mið af þeim. það þýðir til að mynda lítið fyrir femíníska bók- menntafræðinga, en hingað til eru þær svo til eingöngu konur, hvernig sem á því stendur, að leiðrétta bókmenntasögulegar villur. Það er ekki tekið neitt mark á því. Best að hafa þetta allt eins og það var og karlarnir ákváðu. Sem dæmi má nefna tilraun mína til að leiðrétta eina frægustu málvillu íslenskrar bókmenntasögu sem fyrirfinnst í kvæðinu „Eldgamla Ísafold“ eftir Bjarna Thorarensen, sem lengi var notað sem þjóðsöngur Íslendinga. Í öllum prentuðum útgáfum kvæðisins segir á mjög svo merking- arbærum stað að „gumar girnast mær“, það er að segja karlar girnast konur og er þá nefnifallið mær útskýrt sem málvilla hjá Bjarna sem hafi verið ósýnt um rétt mál og ruglað saman nefni- falli eintölu og þolfalli fleirtölu. Í eiginhandarriti hans stendur hins vegar skýrum stöfum að „guma girnist mær“, það er að konan girnist karlana. Í greininni „Guma girnist mær“ í Speglunum sýni ég fram á þetta og að mærin í kvæðinu sé fjallkonan sem elski syni sína og vilji fá þá aftur til sín frá útlöndum. Þessi rétti og upprunalegi lesháttur er því ekki nein „ósmekk- leg hugsun„ eins og Sigurður Nordal og fleiri töldu þegar þeir höfnuðu leshættinum og völdu málvilluna, mærin er ekki nein gleðikona sem girnist karla eins eftirsóknarverðir og þeir nú eru, heldur landið sjálft. Hér hefur kynblindan villt um fyrir útgefendum. Svo óhugsandi hefur það verið að kona gæti verið gerandi í texta. Karl skal það vera.“ Morgunblaðið/Einar Falur Helga Kress.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.