Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 11
BREIÐHENT eða breiðhenda er afar reglulegur háttur. Allar línur hans eru með fjórum kveðum (réttum tvíliðum) og ríma tíðast á víxl. Jón Helgason orti kvæði sitt Á fjöllum undir þessum hætti en það hefst svo: Ofar stend ég efstu grösum, allt hið græna land er horfið. Hreggsins þjöl á hörðum snösum hefur gneypar myndir sorfið. Regluleg hrynjandi þessa háttar var ekki ný af nálinni í íslensku. Af henni hafði hryn- hendur háttur þegið nafn sitt en undir hon- um sungu Íslendingar drottni lof um aldir. Hrynhenda er annars ólík breiðhendu þar sem hún er dróttkvæður háttur með hend- ingarími og átta braglínum. Erlendir hættir sumir sýnast ekki síður skyldir breiðhendu, til dæmis Kalevalahátturinn finnski og spænska romansan. Hvorugur þeirra hátta hefur þó endarím en sá finnski hefur óreglu- lega stuðlasetningu og sérhljóðarím er nokkurt einkenni á spænsku rómönsunni og undir þeim hætti orti skáldið Federico Garcia Lorca mörg sinna bestu ljóða. Breiðhenda er tiltölulega ungur rímna- háttur. Mun séra Jón Magnússon í Laufási (1601–1675) hafa orðið einna fyrstur til að yrkja undir henni heila rímu en það var ekki fyrr en með Sigurði Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar sem farið var að kveða að ráði undir þessum hætti og það var einmitt Sig- urður sem lék sér að flestum afbrigum breiðhendunnar. Varð hringhenda breið- hend fljótlega vinsæl og er þessi aðsenda vísa útnesjamanns dæmi þess háttar: Fjörðinn skára votir vindar, villtar bárur ýfa sæinn, hrikta rár og háir tindar, herðir Kári veðraslaginn. Breiðhenda frumhend var einnig nokkuð notuð og undir þeim hætti kvað Skúli Guð- mundsson alþingismaður þessa afmælisvísu til Baldurs bónda á Ófeigsstöðum: Þú átt mætra manna hylli, margar gleðistundir vísar. Ágætt sæti átt þú milli eiginkonu og ljóðadísar. Stafhent eða stafhenda er ferkvæður háttur eins og breiðhent en sá er munurinn að allar braglínur hennar eru stýfðar auk þess sem rímið er ekki víxlrím heldur runu- rím eða kannski réttara sagt parrím. Þar ríma fyrsta og önnur lína annars vegar og hins vegar þriðja og fjórða lína. Er þessi að- senda vísa útnesjamanns dæmi um háttinn óbreyttan: Senn mér líður svefn á brá, sígur nóttin yfir þá. Dökka, höfga draumaveig drukkin skal í einum teig. Hátturinn kemur þegar fyrir í gömlum rímum og er ekki ólíklegt að hann eigi ræt- ur að rekja til runhends háttar. Fjölmörg afbrigði urðu til af honum. Stafhent mishent varð til dæmis algengur háttur en undir honum er þessi vísa síra Hannesar Bjarna- sonar á Ríp: Höfði jalli hærri sá hann á palli fyrri lá, kufli sveipast svörtum réð svarðar reipi gyrtur með. VÍSNAÞÁTTUR BREIÐHENT OG STAFHENT LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. SEPTEMBER 2001 11 Kristján er íslenskufræðingur og Jón Bragi verkfræðingur. U M S J Ó N : K R I S T J Á N E I R Í K S S O N O G J Ó N B R A G I B J Ö R G V I N S S O N Og Sveinbjörn Beinteinsson yrkir í Hátta- tali sínu eftirfarandi stafhendu framsneidda: Ljósa dísin ljóðamáls, lokkar stukku þér um háls; bjarma hvörmum fríðum frá fagurlogar sendu þá. Skylt er að lokum að biðjast afsökunar á leiðri villu sem slæddist inn í seinasta þátt þar sem myndir víxluðust milli langhendu óbreyttrar og nýhendu óbreyttrar. Vísur frá lesendum Lesendur eru hvattir til að senda inn vísur undir ofangreindum bragar- háttum í gegnum vefsíðuna www.ferskeytlan.is eða í pósti með utanáskriftinni: Vísnaþáttur Ferskeytlunnar, Ferskeytlan, Háholti 14, 270 Mosfellsbær Taugafræði fiska er, eftir því sem næst verður komist, mjög illa þekkt. En samt verður hér gerð tilraun til að svara spurningunni eftir fremsta megni. Við getum á engan hátt sett okkur í spor svo fjarskyldra lífvera sem fiska hvað varðar til- finningar eins og sársauka. Þó hafa rannsóknir sem fela í sér samanburð á taugakerfi fiska og spendýra sýnt að það svæði mannsheilans sem vinnur úr sársauka á sér ekki hliðstæðu í fisk- um. Það svæði heilans í fiskum sem miðlar boð- um um viðbragð, til dæmis þegar fiskurinn fest- ist við öngul, reynir að rífa sig lausan úr kjafti afræningja eða lendir í öðrum aðstæðum sem okkur er tamt að tengja við „sársauka“, er í aft- urhluta heilans en svæðið sem vinnur úr sárs- auka okkar er í framhluta heilans. Vísindamenn sem hafa rannsakað fyrirbærið „sársauka“ í ýmsum hópum dýra álykta sem svo: Uppbygging þeirra hluta taugakerfisins sem hafa með úrvinnslu áreitis að gera er í meginatriðum ólík milli fiska og spendýra. Þess vegna hljóta fiskar að skynja „sársauka“ á allt annan hátt en við mannfólkið, enda er æði langt síðan við greindumst frá fiskum í þróunarsög- unni. Í þessum orðum felst þó það að þeir fræði- menn sem hafa mesta þekkingu á þessu sviði telja að fiskar „finni til“ á einhvern hátt, það er að segja að einhver örvun á sér stað í taugakerfi þeirra þegar þeir eru „pyntaðir“ af rannsókn- armönnum eða verða fyrir hliðstæðu áreiti í náttúrunni. Tilfinnanlega skortir þó á þekkingu fræðimanna á þessu sviði eins og áður segir. Jón Már Halldórsson. Munu sjórinn og vindurinn ein- hvern tímann brjóta Ísland niður þannig að það verði að engu? SVAR: Ástæða þess að sjór og vindur munu ekki eyða Íslandi er sú að hér verður stöðug ný- myndun lands. Nýja landið er oft varanlegt ólíkt því sem gerist til dæmis í Surtsey en hún myndaðist í eldgosi fyrir tæpum 40 árum og verður sennilega horfin í hafið eftir 100-200 ár. Þar til fyrir um 62 milljónum ára voru Bret- landseyjar og Grænland hluti af einu meg- inlandi. Síðan klofnaði meginlandið og Norður- Atlantshafið tók að myndast jafnframt því sem mikil eldgos urðu sem hlóðu basalti (blágrýti) ofan á meginlandsbrúnirnar sitt hvorum megin við hafið. Þær myndanir sjást nú í Skotlandi, Írlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Mest var eldvirknin þó á einum stað, þar sem nú er Ísland. Meðan Norður-Atlantshafið var mjórra en 300-400 km hefur verið landbrú milli Grænlands og Evrópu. En þegar hafið gleikkaði sukku þeir hlutar landbrúarinnar sem fjærstir voru kvikuuppsprettunni og Ís- land varð að eyju. Norður-Atlantshaf heldur enn áfram að gleikka og eldvirkni heldur áfram á Íslandi. Þannig gliðnar Ísland um 2 cm á ári í austur- vestur við það að ný skorpa myndast á rek- beltinu þvert yfir landið (einkum á beltinu frá Vestmannaeyjum norður í Axarfjörð) en að sama skapi eyðist af ströndinni, bæði vegna sjávarrofs og vegna þess að landið sekkur í sæ þegar skorpan dregst saman við kólnun. Þannig má ætla að Ísland hafi haldist nokk- urn veginn jafnstórt í aldanna rás - myndun og eyðing landsins haldist í jafnvægi - og að svo muni verða meðan möttulstrókurinn und- ir landinu er virkur. Um þetta efni má lesa frekar í grein eftir undirritaðan í Náttúrufræðingnum (57. árg., bls. 81-95, 1987) „Hraði landmyndunar og landeyðingar.“ Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði. Hvað þýðir „skortstaða“ í hagfræði og viðskiptafræði? SVAR: Skortstaða er íslensk þýðing á enska hugtak- inu short position. Það er notað í fjármálum til að lýsa því þegar fyrirtæki eða einstaklingur hefur fengið eign að láni og selt hana til þriðja aðila. Til dæmis gæti Björn lánað Ara hlutabréf í Hlut hf. að nafnvirði ein milljón króna og Ari selt Dóru bréfin. Þar með hefur Ari skortstöðu í Hlut hf. Skortstaða Ara er sögð nafnverð bréfanna sem hann seldi en átti ekki, það er ein milljón. Andstaðan við skortstöðu er gnóttstaða sem er íslensk þýðing á enska hugtakinu long position. Í dæminu að framan hafa bæði Björn og Dóra gnóttstöðu í Hlut hf. Þeir sem taka skortstöðu í ákveðnum eignum, til dæmis hlutabréfum tiltekins fyrirtækis, eru í raun að veðja á að verðþróun þeirra verði óhag- stæð, þau lækki í verði eða hækki að minnsta kosti minna en aðrar eignir. Ef bréfin hækka í verði verða þeir sem tekið hafa skortstöðu að greiða meira fyrir að losna úr skortstöðunni en þeir fengu þegar þeir seldu bréfin á sínum tíma. Það getur því verið áhættusamt að taka skort- stöðu. Það getur líka verið áhættusamt að lána eignir til aðila sem ætlar að taka skortstöðu í þeim því að einhverjar líkur eru á því að sá sem tekur skortstöðuna geti ekki endurgreitt lánið. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði. FINNA FISKAR TIL? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn um hvaða eldfjall hefur gosið mest, af hverju villikettir teljist ekki til landlægra spendýra hér á landi, í hvaða mat- vælum frumefnið litín sé helst að finna og hvað orðin sjálfbær þróun þýða svo fátt eitt sé nefnt. Finna fiskar til? SVAR: VÍSINDI Fræðimenn telja að fiskar „finni til“ á einhvern hátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.