Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. SEPTEMBER 2001 15 MYNDLIST Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Verk Svavars Guðnasonar. Til 9.9. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Galleri@hlemmur.is: Guðrún Vera Hjartardóttir. Til 9.9. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Al- bert Mertz. Til 30.9. Gallerí Reykjavík: Árni Rúnar Sverr- isson. Til 5.9. Gallerí Smíðar og skart: Hjörtur Hjartarson. Til 13.9. Gallerí Sævars Karls: Arngunnur Ýr. Til 15.9. Hafnarborg: Bjarni Sigurbjörnsson. Andri Egilitis í kaffistofu. Til 24.9. Hallgrímskirkja: Detel Aurand. Til 26. okt. i8, Klapparstíg 33: Max Cole og Thom- as Ruppel. Til 15.9. Íslensk grafík: Steinþrykk frá Færeyj- um. Til 9.9. Listasafn Akureyrar: Per Kirkeby. Hekla Dögg Jónsdóttir. Til 16.9. Listasafn ASÍ: Sjö myndlistarmenn. Til 2.9. Listasafn Borgarness: Helgi Þorgils. Til 7.9. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2.9. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró. Til 6.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og nýsköpun. Til 30.9. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Torfi Jónsson. Til 19.9. Ljósaklif, Hafnarfirði: Hreinn Frið- finnsson. Til 3.9. MAN-sýningarsalur: Tati Herrara. Til 8.9. Mokkakaffi: Kristinn Már Ingvarsson. Til 4.9. Norræna húsið: Ljósmyndir Hendriks Relve. Nærvera listar. Til 23.9. Nýlistasafnið: Sjálfbær þróun. Til 7. okt. Reykjavíkur Akademían: Sjónþing Bjarna H. Þórarinssonar. Til 1. okt. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna- myndir Ásgríms. Til 1.9. Sjóminjasafn Íslands: Grænlenskur tréskurður. Til 2.9. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des. Stöðlakot: Hrefna Lárusdóttir. Til 16.9. Þjóðarbókhlaða: Stefnumót við ís- lenska sagnahefð. Til 15.9. Magnea Ás- mundsdóttir. Til 1.9. Brúður Sigríðar Kjaran. Til 15.9. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Til 15. okt. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Dráttarbrautin í Keflavík: Óperan Z- ástarsaga. Kl. 19. Sunnudagur Dráttarbrautin í Keflavík: Óperan Z- ástarsaga. Kl. 19. Salurinn, Kópavogi: Skálholtsmessa Hróðmars I. Sigurbjörnssonar. Kl. 20. Ýmir við Skógarhlíð: Sólrún Braga- dóttir, Gerrit Schuil. Kl. 14.30. Miðvikudagur Salurinn, Kópavogi: Freyja Gunn- laugsdóttir, Hrafnhildur Atladóttir og Stefan Paul píanóleikari. Kl. 20. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkunum, 1., 7. sept. Loftkastalinn: Hedwig, 1.9. Iðnó: Rúm fyrir einn, 6.9. Vesturport: Diskópakk, 1., 2.9. Norræna húsið: Sjónrænt barnaleik- hús. 1.9. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR NÆSTU VIKU ÞAÐ er bjartur og rómantískur heimursem opnast manni í bílskúr í Breiðholt-inu. Skapari þessa heims er ArngunnurÝr Gylfadóttir, en í gærkvöldi flutti hún þessa tólf mynda veröld sína með sér niðrí Bankastræti, þar sem hún verður til sýnis á veggjum Sævars Karls. Þetta eru tólf myndir málaðar með olíulitum, flestar á tré en nokkrar á striga. „Það þýðir ekkert fyrir mig að vinna lengur á striga því ég vinn myndirnar svo í þaula, að striginn þolir það ekki. Mér finnst líka skemmtilegt að vinna á tré, því það er svolítið í anda gömlu málaranna og aldagamalla hefða.“ Viðfangsefni Arngunnar Ýrar er líkt og tál- sýnir; – bjartir draumar sem við vitum ekki hvort nokkrun tíma muni rætast. „Það er mark- viss boðskapur að baki myndanna minna og ég er búin að þaulhugsa þær áður en ég byrja að vinna þær. En þá leyfi ég líka tilviljunum að ger- ast og það er mikilvægt fyrir mig. Þessar mynd- ir er ég gagngert að gera rómantískar vegna þess að ég vil vekja upp spurninguna um það hvort það þýði nokkuð að vera rómantískur. Þú sérð að rómantíkin er öll að eyðast og breytast, og spurningin um rómantíkina er sú að við erum stöðugt að láta okkur dreyma og vona; – gera okkur væntingar um fólk, staði, aðstæður og slíkt; en svo verða hlutirnir kannski öðru vísi en við vonuðumst til. Þetta er ekki svartsýni hjá mér; – meira hugsað sem húmor. Það er allt fall- valt. Ég hef gaman af því að tefla saman and- stæðum; bæði hugmyndafræðilegum andstæð- um og andstæðum í efni og myndefni. Og fyrir mig er það mikilvægt að þetta sé spennandi og sé svolítill leikur. Þetta eru líka vangaveltur um tíma. Allt er breytingum háð og hlutirnir þróast. Allt og ekkert Sem dæmi um andstæðurnar reyni ég mjög markvisst að láta myndirnar tæla áhorfandann inn, en um leið að gera þær fráhrindandi, þannig að það er stöðugt verið að varpa fram spurn- ingum til áhorfandans. Þess vegna kalla ég sýn- inguna Allt og ekkert. Það er hægt að horfa á þessar myndir og sjá í þeim margt djúpt og flók- ið, en um leið er hægt að horfa á þær og sjá eitt- hvað sem er ekki mjög merkilegt. Enn annað sem ég velti fyrir mér er verðmætamat og verð- gildi listarinnar. Listaverk eru auðvitað ekkert nema hlutir sem eiga eftir að eyðast og sjálf er ég þannig sinnuð, að mér finnst fólk ekki þurfa að eiga alla hluti. Sjálf vil ég frekar upplifa hluti í lífi mínu. Þannig er líka tvískinnungur í því að ég sé að búa til hluti sem eru dýrir og ekki hver sem er hefur efni á að kaupa. Það þykir fínt að eiga málverk. Þannig að hæðnin í verkunum snýr líka að þessu gildismati eins og rómantík- inni.“ Á myndum Arngunnar Ýrar sést móta fyrir sjóndeildarhring þar sem haf og himinn mætast langt í fjarska. Óvænt skemmdarský trufla þessar rómantísku víddir, og maður er ekki lengur viss hvort myndin sé að tærast upp eða hverfa. „Það er ekkert land að sjá, og engin festa. Maður getur upplifað það eins og maður sé týndur, – eða að maður viti ekki hvert ferð- inni sé heitið; – það er mikið frelsi í því.“ Sýning Arngunnar Ýrar verður opnuð kl. 14 í dag og stendur í þrjár vikur. ARNGUNNUR ÝR GYLFADÓTTIR SÝNIR HJÁ SÆVARI KARLI Morgunblaðið/Jim Smart Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona við eitt verka sinna. SPURNING UM RÓMANTÍK SÝNING á nýjum verkum eftir BjarnaSigurbjörnsson verður opnuð í Hafn-arborg, menningar- og listastofnunHafnarfjarðar í dag, laugardag, kl. 16. Þetta er umfangsmesta sýning Bjarna til þessa og verður hún í öllum sýningarsölum hússins. Sýninguna nefnir hann Ekkert. „Í verkum Bjarna má sjá kröftuga tjáningu. Hann málar á plexigler með blöndu af olíu- litum og vatni, efnum sem hrinda hvort öðru frá sér og skilja svo eftir ummerki um þau átök á myndfletinum sem í mörgum verkanna er gríðarstór,“ segir í kynningu safnsins. Um aðferð sína segir Bjarni: „Ég lít á mig sem eins konar garðyrkjumann sem kemur gróðri af stað og reynir síðan að hlú að honum eftir bestu getu. Ég aðstoða málverkið þar sem það er að vaxa fram en reyni ekki að halda al- gerri stjórn á því. Hver hreyfing mín ákvarð- ast af hreyfingunni á undan og þær mynda net hreyfinga á gegnsæjum fletinum gegn teikn- ingu vatnsins. Það er engin áætlun, ekkert uppkast, og ekkert er fyrirfram ákveðið nema stærðin og efnis- og litavalið.“ Í sýningarskrá er einnig inngangur eftir Jón Proppé þar sem verk Bjarna eru sett í list- sögulegt samhengi og fjallað um erindi þeirra til samtímans. Bjarni hefur haldið allmargar einkasýningar í listhúsum hér á Íslandi og í Bandaríkjunum og hefur líka tekið þátt í samsýningum. Sýn- ingin í Hafnarborg nýtur fjárstuðnings frá Marel hf. sem jafnframt kostar gerð sýning- arskrár. Ljósmyndasýning í kaffistofunni Í kaffistofu Hafnarborgar verður Andri Egi- litis frá Lettlandi með ljósmyndir. Viðfangs- efni hans er landslagið. Sýningarnar standa til 24. september og er opin alla daga nema þriðjudaga frá 11–17. KALLAST Á VIÐ TEIKNINGU VATNSINS Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Sigurbjörnsson kemur verkum sínum fyrir í Hafnarborg. DRENGJAKÓR Laugarneskirkju,sem undanfarin ellefu ár hefurverið starfræktur og kenndur við Laugarneskirkju í Reykjavík, flytur sig um set eftir ellefu ára starf í Laug- arnessöfnuði og verður Neskirkja í Reykjavík framtíðarheimili kórsins. Nafn kórsins breytist þar með í Drengjakór Neskirkju. Ástæða búferla- flutninganna er sú að Neskirkja er, hvað húsnæði og aðra aðstöðu varðar, betur í stakk búin til að hýsa svo um- fangsmikla starfsemi sem kórnum fylgir. Drengjakór Neskirkju er kirkju- kór og eini drengjakórinn hér á landi. Hann hefur á ferli sínum flutt bæði trúarlega og veraldlega tónlist. Þar að auki hefur kórinn skapað sér nafn sem tónlistar- og uppeldisstofnun fyrir unga drengi. Drengjakórinn var stofnaður árið 1990 af Bandaríkjamanninum Ronald V. Turner, sem þá starfaði sem organisti við Laugarneskirkju. Stofnfélagar voru 15 drengir víðs vegar að af höfuðborg- arsvæðinu. Síðan þá hafa u.þ.b. 200 drengir, á aldrinum 6–20 ára, verið skráðir kórfélagar um lengri eða skemmri tíma. Í dag starfa í kórnum rúmlega þrjátíu drengir auk þess sem starfrækt er deild eldri félaga sem nú telur ellefu unga menn. Núverandi kórstjóri er Friðrik S. Kristinsson en hann hefur stýrt kórnum frá árinu 1994. Friðrik stjórnar einnig Karlakór Reykjavíkur og Snæfellinga- kórnum í Reykjavík. Drengjakórinn hef- ur komið fram við margvísleg tækifæri hér á landi sem og erlendis auk þess sem hann hefur gefið út tvo geisladiska. Í október mun Drengjakórinn taka þátt í dagskrá í tilefni af heimsókn Vín- ardrengjakórsins til Íslands í október. Inntökupróf verða haldin í Neskirkju mánudaginn 3. september frá kl. 17–19. Drengja- kórinn flyt- ur í vest- urbæinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.