Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. SEPTEMBER 2001 ÍSLENSK ópera, Z-ástarsaga eftir SigurðSævarsson, verður frumsýnd í Dráttar-brautinni í Keflavík í kvöld kl. 19. Óperan erbyggð á samnefndri sögu Vigdísar Gríms- dóttur. Það er óperufélagið Norðuróp sem setur sýninguna upp, en Norðuróp er félag sem hefur það að markmiði að kynna almenningi óperur; setja upp óperusýningar og gefa ungu og efni- legu hæfileikafólki tækifæri á að spreyta sig í samkeppnisharðri listgrein og öðlast þar með dýrmæta reynslu. Aðalforsprakki að stofnun Norðuróps var Jóhann Smári Sævarsson óperu- söngvari og bróðir Sigurðar, en Jóhann Smári á að baki níu ára feril sem óperusöngvari heima og erlendis. Húsnæði Dráttarbrautarinnar er í laginu eins og tónleikasalur, þ.e. langt og mjótt og mikil lofthæð, sem tryggir góðan hljómburð en er hrátt og gefur því mikla möguleika á sýn- ingu sem er óhefðbundin. Það er einnig óhefð- bundið að hljóðgervlar leysa af hólmi hefð- bundna sinfóníuhljómsveit. Sagan um Zetu Söguþráður óperunnar er í stuttu máli sá að óperan gerist eina kvöldstund. Hún hefst á því að Anna er á leið í sumarbústaðinn sinn að vetri til. Hún er mjög veik og ætlar að stytta sér aldur þar. Á öðrum stað bíður Zeta ástkona Önnu. Hún veit hvað Anna hyggst gera. Arnþrúður, systir Önnu, kemur til Zetu og er að leita að systur sinni, þar sem hún hafði útskrifað sig fár- veik af sjúkrahúsinu. Zeta segir ekkert, þó hana langi til þess. Hún hefur lofað Önnu að segja engum fyrr en allt er yfirstaðið. Sagan færist á milli Önnu og Zetu. Anna er með poka fullan af bréfum frá Zetu og hún fer að lesa þau, eitt og eitt og kastar þeim síðan í arineldinn. Á meðan rifjar Zeta upp tíma þeirra saman og ljóð sem Anna hefur ort og gefið henni. Sigurður Sævarsson tónskáld segist hafa leg- ið mikið yfir sögum Vigdísar Grímsdóttur og ljóðum. „Svo var það 1995 að ég las Z-ástarsögu. Þá var ég farinn að leita að texta fyrir óperu, og las bókina svolítið með það í huga. Ég fann strax að þetta var mjög ljóðrænn, skýr og hreinn texti og að hann myndi koma vel út sunginn. Ég fór að taka út kafla og setti þetta upp sem leikrit, sendi textann þannig styttan til Vigdísar og hún var ánægð með þetta. Ég ætlaði að hafa eitt karlmannshlutverk með í óperunni, en fannst svo að það yrði stílbrot og ákvað að hafa bara þrjár kvenpersónur í verkinu; einfalt.“ Sigurður segir að tónlistin sé svolítið í ætt við kvikmynda- tónlist. „Tónlistin er ekki fyrirferðarmikil; ég er að búa til umhverfi fyrir orð Vigdísar. Þegar ég var búinn að velja textann, var ekkert ákveðið með tónlist. Ég byrjaði bara á fyrsta orðinu, og samdi þetta eftir stemmningunni. Verkið er samið við þennan texta nákvæmlega og ekkert annað. Það eru lög, eða aríur, eða hvað sem þú vilt kalla það, inn á milli, en ég er mjög hrifinn af söngles-stílnum. Debussy hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og verk hans Pellas og Mel- issande og þeir sem þekkja það verk vita hvað ég á við.“ Hljómsveitin er sett saman af hljóð- gervlum; tvö hljómborð eru með strengjaraddir, eitt er með fagott, óbó og klarinett, það fjórða með horn og flautu og eitt er bara píanó. Sig- urður segist ekki hafa hugsað hljómsveitarleik- inn fluttan á þennan hátt í upphafi. „Þessi hug- mynd kom bara upp í vetur, þegar við vorum að velta því fyrir okkur að setja verkið upp. Auðvit- að er gaman að vera með stóra hljómsveit, en þetta var möguleiki sem við ákváðum að prófa. Ég hef þó breytt „hljómsveitinni“ svolítið eftir að við fórum að æfa, þannig að þetta er sniðið að þessum flutningi, en ekki einhverri hljómsveit sem upphaflega var hugsað að léki með.“ Ljóðasöngur eða innileg ópera Sigurður segir að sér hafi ekkert vaxið í aug- um að semja óperu. „Ég sá fyrir mér strax í byrjun einfalt verk, sem hægt yrði að ferðast með og væri kannski einhvers konar millibil á milli þess að vera ljóðatónleikar og innileg ópera eins og ég kalla það. Mér hefur alltaf fundist góðir ljóðasöngvarar sem túlka vel, geta búið til litla óperu úr hverju lagi sem þeir syngja. Ég ætlaði aldrei að hafa þetta mjög stórt verk. Það er synd þegar menn eru búnir að semja eitthvað stórt sem verður svo aldrei flutt og endar uppi á háalofti.“ Þeir bræður Sigurður og Jóhann Smári fengu starfslaun listamanna, sem urðu til þess að hægt var að koma þessu óperuverkefni af stað, og Sig- urður er þegar farinn að leggja drög að næstu óperu, en það er Hallgrímur Helgason sem sem- ur fyrir hann óperutextann. „Sagan gerist í brúðkaupi, og sú ópera er á byrjunarreit.“ Sigurður Sævarsson segist hafa fylgst með umræðum um óperulist að undanförnu. „Ég skil vel að fólk sé ekkert spennt fyrir því að Íslenska óperan sé að setja upp mikið af nútímaverkum. Við heyrum kannski tvær óperur þar á ári, og það er ekki sambærilegt við fólk í Evrópu sem getur séð nýja óperu í hverri viku án þess að þurfa að fara langt. Þar er krafan um eitthvað nýtt skiljanlegri.“ Sigurður segist hlynntari því að minni hús og sjálfstæðir hópar taki að sér að kynna nýja óperutónlist. „Flestar nútímaóperur eru ekki svo stórar í sniðum og eru gjarnan samdar fyrir smærri hljóðfærahópa. Það gerir þetta auðveldara. Ég tala nú ekki um ef þetta er styrkt eitthvað af hinu opinbera, þá er auðveld- ara fyrir fólk að safna því annars staðar sem uppá vantar til að hlutirnir gangi upp.“ Í Z-ástarsögu er Jóhanna Linnet í hlutverki Zetu. „Ég þekki hana frá því við sungum saman í La Bohème í Borgarleikhúsinu og hún skaut upp í kollinum á mér öðru hvoru meðan ég var að semja þetta.“ Ingveldur Ýr Jónsdóttir er í hlutverki Önnu og Bryndís Jónsdóttir í hlut- verki Arnþrúðar. Leikstjóri sýningarinnar er Helga Vala Helgadóttir sem útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1998. Hún hefur leikið hjá Leikfélagi Akureyrar og The New Perspective Theatre company í Englandi. Sig- urður Sævarsson stjórnar sjálfur hljómsveit hljómborðanna. Óperuskáldið er söngvari að mennt Sigurður hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni. Þar var hann í rúmt ár. Þaðan lá leiðin í Nýja tónlistarskólann í Reykjavík. Kennari hans þar var Sigurður Demetz Franzson. Eftir að hann hætti að kenna við skólann fór Sigurður til Alinu Dubik við sama skóla og lauk VIII. stigsprófi vorið 1994. Á þessu tímabili söng Sigurður við ýmis tækifæri, bæði á tónleikum og í óperum. Þar á meðal í La Bohème í Borgarleikhúsinu, Ahmal og nætur- gestunum, Évgeníj Onegin, Álfadrottningunni og Töfraflautunni í uppsetningu Nýja tónlistar- skólans. Haustið 1994 hóf Sigurður svo söng- nám við Boston University. Aðalkennari hans þar var William Sharp. Sigurður söng eitt af að- alhlutverkunum í uppfærslu óperudeildar skól- ans á nýrri óperu, Freshwater, eftir Bretann Andy Vores og minni hlutverk í óperunum „A month in the Country“ eftir Lee Hoiby og „Co- unt Ory“ eftir Rossini. Hann var einnig einn af raddstjórum kirkjukórs skólans og söng ein- söng með þeim við ýmis tækifæri. Einnig söng Sigurður utan skólans, t.d. einsöng með Back Bay Chorale í Boston, Providence Singers í Providence og Moon Stone Opera í Boston. Á öðru ári hóf Sigurður einnig nám við tón- smíðadeild skólans. Vorið 1997 lauk Sigurður svo mastersprófi bæði í söng og tónsmíðum. NÝ ÓPERA, Z-ÁSTARSAGA, FRUMFLUTT ANNAÐ KVÖLD Í DRÁTTARBRAUTINNI, KEFLAVÍK Morgunblaðið/GolliTónskáldið, Sigurður Sævarsson. Anna og Zeta. Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Jóhanna Linnet í hlutverkum sínum. TÓNLISTIN ER UMHVERFI FYRIR ORÐ VIGDÍSAR FYRSTA starfsár tónlistarhússins Ýmishefst um helgina, með tónleikum Sólrún-ar Bragadóttur, sópransöngkonu ogGerrits Schuil, píanóleikara, á morgun kl. 14.30. Á efnisskránni verða verk eftir Fauré, Duparc, Korngold, Sibelius og Grieg. Þetta eru fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sunnu- dags-matinée, en þetta verða alls þrettán tón- leikar þar sem fram koma margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, auk nokkurra erlendra gesta. Gerrit Schuil, listrænn stjórn- andi tónlistarhússins Ýmis, hefur skipulagt röð- ina og mun jafnframt verða meðal flytjenda. Sólrún Bragadóttir sópransöngkona hefur sungið við óperuhús erlendis um árabil og sung- ið öll helstu hlutverk fyrir sína rödd. Í dag býr hún í Danmörku, en þaðan er leiðin greið hvort sem er til óperuhúsa Mið-Evrópu eða heim til Íslands. Sólrún segir að verkefnavalið á tónleik- unum í Ými hafi ráðist af því að þetta eru upp- áhaldslög. „Ég verð alltaf æ ástfangnari af ljóð- unum og var ég þó ástfangin af þeim fyrir. Fyrir hlé eru frönsk lög; hver perlan á fætur annarri, eftir Fauré og Duparc, en eftir hlé syng ég lög sem allir þekkja, eftir Grieg; minna þekkt lög eftir Sibelius, þar af þrjú sem ég syng á finnsku, og loks lítinn lagaflokk eftir Eric Korngold.“ Lautartúrar undir sólhlíf Sólrún segist ekki frá því að finna svolítið annan andblæ í frönsku ljóðasöngvunum en þeim norrænu. „Ég hef alltaf hrifist mjög af frönsku tónlistinni. Frönsku tónskáldin velja sér svo góð ljóð að semja við, þannig að ég er eiginlega alveg jafn ástfangin af textunum og tónlistinni. En Skandinavarnir eru líka mjög spes. Náttúran spilar svo sterkt inn í þeirra list og maður finnur líka meiri samhljóm með þeim og íslensku tónskáldunum. Hvorir tveggju, Frakkarnir og Skandinavarnir, eru þó mjög lýrískir. Frakkarnir eru sérstaklega rómantísk- ir og maður sér fyrir sér lautartúra undir sól- hlífum á slegnum túnum, en raunveruleiki Skandinavanna er talsvert harðari. Ég kann vel við mig með báðum, og get samsamað mig hvor- um sem er.“ Sólrún segir salinn í Ými lofa góðu. „Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar fólk er komið í salinn, ég hef bara sungið í honum tómum; en hann lofar góðu og er mjög fallegur. Ég held að þessi tónleikaröð verði líka mjög áhugaverð.“ Krafa um að allt sé svo skemmtilegt Sólrún segist ánægð með hvað ljóðasöngs- hefðin heldur velli hér miðað við Evrópu. „Ljóðasöngur er hverfandi list í Evrópu. Ég veit ekki hvort þetta eru markaðslögmálin að verki, en söngvarar segja að það sé enginn pen- ingur í þessu, og fólk mætir ekki nema það séu þekkt nöfn að syngja. Í Þýskalandi er óperan líka svo sterk, og tónlistarmenn snúa sér frekar að stærri konsertum og tónleikahaldi með hljómsveitum, frekar en að snúa sér að ljóða- söng, sem virðist fara halloka. Ljóðasöngurinn er ekki entertainment eða skemmtun í sama skilningi og getur gilt um óperur til dæmis. Þetta er innræn tónlist höfðar beint til hlust- andans. Það er svo mikil krafa í dag, um að allt eigi að vera svo létt og kátt og skemmtilegt og höfða til allra, og það er eins og það sé einhver ótti við að vera á dýpri nótunum. Ljóðasöng- urinn stendur fyrir sínu og þarf ekkert skrum í kringum sig. Þegar þú ert á óperusviði ertu hluti af heild og hefur alltaf eitthvað að skýla þér á bak við. Í ljóðasöngnum ertu einn með hlustandanum og sambandið er miklu persónu- legra. Það eru margir söngvarar sem óttast þetta, og leggja ekki í að syngja ljóð; þeir eru svo naktir. En þegar vel tekst til í ljóðasöngnum og maður nær hlustandanum og tengist honum, þá er ekkert sem gefur manni jafn mikið til baka.“ Gerrit Schuil þarf vart að kynna, en auk þess að vera listrænn stjórnandi tónlistarhússins Ýmis er hann mikilvirkur sjálfstætt starfandi tónlistarmaður. Hann starfar jöfnum höndum á meginlandi Evrópu og á Íslandi og er sem fyrr greinir listrænn stjórnandi tónleikahalds í tón- listarhúsinu Ými. SÓLRÚN BRAGADÓTTIR OG GERRIT SCHUIL Í ÝMI „LJÓÐASÖNGURINN ÞARF EKKERT SKRUM Í KRINGUM SIG“ Morgunblaðið/Jim Smart Gerrit Schuil og Sólrún Bragadóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.