Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 EDMUND Morris hefur gefið út bókina Theodore Rex og er þar um að ræða annað bindið í fyr- irhuguðu þriggja binda verki höfundarins um ævi Theodore Roosevelt forseta Bandaríkjanna 1901 til 1909. Fyrsti hluti ritrað- arinnar, The Rise of Theodore Roosevelt (Fram á sjónarsviðið: Theodore Roosevelt), sem út kom árið 1979, hlaut m.a. Pulitzer- verðlaunin. Í fyrra bindinu var innkomu Roosevelt á svið stjórn- málanna lýst, en hér er fylgst með þeim árum er hann sat í for- setastóli, og mátti takast á við flest hinna mest aðkallandi mál- efna 20. aldarinnar, s.s. heims- valdastefnu, iðnvæðingu, inn- flytjendamál, verkalýðsmál og kynþáttamál. Um leið tókst for- setinn á við það verkefni að leiða Bandaríkin sem nútímalegt, kap- ítalískt forysturíki. Ævisöguhöf- undurinn Edmund Morris vakti mikil viðbrögð með hinni umtöl- uðu ævisögu um Ronald Reagan, sem ber titilinn Dutch: A Memoir of Ronald Reagan. Saga njósnara NÝLEGA kom út ævisaga breska njósnarans og fagurkerans Anth- ony Blunt. Ber hún heitið Anth- ony Blunt: His Lives (Anthony Blunt. Hans mörgu líf). Ævisög- una skrifar Miranda Carter, og hefur hún hlot- ið mjög góða dóma í breskum dagblöðum. Anthony Blunt er þekkt persóna í breskri sögu, en hann varð upp- vís að njósna- svikum árið 1973, en hann mun hafi gerst upp- ljóstari fyrir Sovétmenn á tímum kalda stríðsins. Í ævisögu Carter er bent á hversu ólík áhrif Blunt hafði á breskt þjóðlíf en hann var m.a. mikilsmetinn listfræðingur, og virtur kennari á því sviði. Sam- kvæmt dómi um bókina á breska Amazon, leitast höfundur ævisög- unnar jafnframt við að draga fram þann hugmyndafræðilega og samfélagslega bakgrunn sem mótaði þá tíma sem Blunt lifði á. Anthony Blunt: His Lives er fyrsta bók Miröndu Carter. Hún starfar einnig sem útgefandi og blaða- maður. Innra líf Fridu Kahlo Í SKÁLDSÖGU sinni, Frida, leitast rithöfundurinn Barbara Mujica við að varpa ljósi á innra líf listakonunnar í Fridu Kahlo með skáldlegri nálgun. Hin mexíkanska Kahlo er fræg fyrir myndlist sína, þar sem hún tjáir skelfilega og merkilega lífs- reynslu sína í sjálfsmyndum. Fjallað hefur verið um list og ævi Kahlo í fjölmörgum ævisögum og ritgerðum, en í þessari nýju skáldsögu reynir Mujica nýja nálgun á goðsögnina Fridu. Frá- sögn sögunnar er í höndum skáldskaparpersónunnar Christinu, yngri systur Fridu, sem lýsir myndlistarkonunni út frá gagnrýnu sjónarhorni, sem markast í senn af aðdáun og fyr- irlitningu. Þannig er listakonunni Fridu fylgt eftir frá æsku, í gegn- um skelfilegt bílslys á unglings- árum og líkamlega fötlun í kjöl- far þess. Þá segir frá stormasömu hjónabandi Fridu við mósaíklista- manninn Diego Rivera og mis- notkun á áfengi og eiturlyfjum. Barbara Mujica er rithöfundur, gagnrýnandi og prófessor í spænsku. Hún hefur sent frá sér tvær skáldsögur og tvö smá- sagnasöfn. Mujica skrifar jafn- framt í dagblöðin The New York Times og Los Angeles Times. ERLENDAR BÆKUR Framhald ævi- sögu Roosevelts Miranda Carter G RÍÐARLEG hreingerning fer að jafnaði fram um ára- mót. Margir hreinsa sálina og lofa að afleggja gamla lesti, skola þeim burt með baðvatni og kampavíni, og taka upp nýja lifnaðar- hætti um leið og þeir signa brjóst sitt undir hreina skyrtu. Hlutabréf eru seld í ofboði og ný keypt, reikningar eru rúnnaðir af í von um að allur hroði hverfi í tímans haf, gamalt og aflóga rusl er brennt á báli og stígur upp sem brennifórn til móts við nýárssólina, en fjöldi og stærð flugeldanna vitnar um góðan hug lands- manna til björgunarsveita. Því stærri bombur því örlátari hugur. Mikilvirkasta hreinlætistæki Íslands er bara dregið fram á gamlárskvöld: Áramótaskaupið. Skaupgerning samfélagsins sem hreinsar og bætir fyrir flestar okkar syndir. Jafnframt er Skaupið á meðal merkustu teikna um menningu okkar, því það stendur fastari fótum í önn dagsins en önnur listsköpun, en á sér jafnframt djúpar rætur gegnum revíurnar í íslenskri menningar- sögu og sögu siðmenningar. Kannski er Skaupið á meðal merkustu menningarfyrirbæra í heimi. Og líkt og opinberar tyftanir eða jafnvel aftök- ur með frumstæðari þjóðum, dregur Skaupið nánast alla þegnana að sér, stundum hafa heyrst áhorfstölur upp á ríflega 96%! Slíkt hlýtur að vera nánast einsdæmi í henni versu. Hverskyns skot- eldar eru lagðir til hliðar meðan Skaupið stendur agt, en rótarlegt skopið beindist óspart að guðum jafnt sem mönnum. Sama hreinsunaraðferð hefur fylgt manninum fram á okkar dag. Þannig gáfu kjötkveðjuhátíðir miðalda alþýðunni kost á að hæðast að andlegum og veraldlegum yfirboðurum. Hroði skopsins hreinsaði andrúmsloftið og valdakerfið hélst óhaggað. Þörfin til að draga fyrirmyndir okkar, hvort heldur eru guðir, andlegir leiðtogar ellegar þeir leiðtogar samfélagsins sem sinna þörfum okk- ar til líkamlegs velfarnaðar, þ.e. stjórnmálamenn, er þannig jafngömul mennskunni. Árlegt skaup er öryggisventill. Það er óhjákvæmilegt, nauðsynlegt og meinhollt, en einungis kjánum dettur í hug að krefja aðstandendur þess um afsökun eða heimta bann á fyrirbærið, eins og stundum heyrist. Skaupið tókst prýðilega í ár, enda troðnar hefð- bundnar slóðir í aðferð og efnistökum, en ef minn- ið svíkur ekki er sem þessi samfélagstyftun hafi helst misst marks ef aðstandendur þess reyndu að brjótast frá þeirri hefð sem er samgróin fyrirbær- inu (nema ef þorra fólks hefur óvart þótt þátturinn lítið fyndinn). Hreinsunarmátt skaupsins í ár mátti merkja af viðtölum við „manninn á götunni“. Besta dæmið var Eyjamaðurinn á Stöð 2 sem þótti síst of hart vegið að úthrópuðum þingmanni sínum og bætti við að hann vildi munstra hann sem bæjarstjóra, því hann væri svo góður í fjármálum! Tyftun til hreinsunar eins og hún gerist best. yfir, en jafnskjótt og því lýkur bera menn afstöðu sína til þess saman við afstöðu náungans. Algeng- asta ávarp nágranna milli kl. 23:30 og 00:00 á gamlárskvöld er: „Hvernig fannst þér Skaupið?“ Næstu daga er varla um annað rætt, fjölmiðlar flóa af viðbrögðum, en fréttastofur sjónvarps- stöðva keppast við að inna manninn á götunni eftir hvað honum þótti. Fær nokkur menningarviðburður aðra eins at- hygli? Má næstum jafna við leiklistarhátíðir Forn- Grikkja, þar sem þegnskylda dró menn á áhorf- endasvæðið og fangar voru leystir svo þeir gætu tekið þátt, því slíkar hátíðir miðuðu að andlegri hreinsun samfélagsins. Ómissandi móteitur gegn áhrifum harmleikjanna á slíkum samfélagshreins- unarhátíðum var satíran, þar sem ekkert var heil- FJÖLMIÐLAR VOR ÁRLEGA SKAUPGERNING Árlegt skaup er öryggisventill. Það er óhjákvæmilegt, nauð- synlegt og meinhollt, en ein- ungis kjánum dettur í hug að krefja aðstandendur þess um afsökun eða heimta bann á fyrirbærið, eins og stundum heyrist. Á R N I I B S E N AÐ LOKNU forsetakjöri var staða Sveins Björnssonar mjög óviss. Hann var handhafi æðsta valdsins og staða hans í stjórnskipuninni var sterk. Sveinn naut einnig reynslu sinnar af íslenskum stjórnmálum og yfirburðaþekkingar á alþjóðastjórn- málum. Hann var í senn íslenskur valdsmaður og heimsborgari. En Sveinn hafði einnig skapað sér mikla óvild valdamikilla manna í landinu, eins og hér hefur verið tæpt á. Stund- um gerði Sveinn líka andstæðingum sínum þann greiða að seilast of langt og ofmeta áhrif sín og völd. [...] För Sveins björnssonar til Banda- ríkjanna sumarið 1944 stuðlaði að þáttaskilum í utanríkisstefnu lands- ins. Þá kom í ljós að valdamikil öfl á Íslandi, með forseta Íslands í broddi fylkingar, vildu viðhalda sérstöku sambandi við Bandaríkin og leita leiða til að koma til móts við óskir Bandaríkjastjórnar um bækistöðvar á Íslandi eftir að styrjöldinni lyki. Þar með veiktist mjög staða forystu Sjálf- stæðisflokksins, sem reyndist ekki hafa styrk eða vilja til að halda til streitu fyrri túlkun sinni á hervernd- arsamningnum frá 1941, eftir að flokksformaðurinn, Ólafur Thors, var orðinn forsætis- og utanríkisráðherra í nýsköpunarstjórninni sem tók við völdum haustið 1944. [...] Bandarísk stjórnvöld töldu að Sveinn Björnsson hefði mótað þá skilmála sem íslenska ríkisstjórnin setti fyrir herverndarsamningnum og Bandaríkin samþykktu.[...] Sveinn Björnsson var þjóðhöfðingi Íslands 1941–52. Þegar litið er á þetta tímabil í heild sinni virðist sem enginn flokksforingi eða þingmaður hafi haft jafnmikil áhrif á mótun utanríkisstefnu landsins og Sveinn. Svanur Kristjánsson Ný saga Glíma við togstreitu Mig langar að halda því fram hér að vísindaleg aðferð, eins og hún verður best, sé fyrst og fremst aðferð til að glíma við togstreitu. Hvað merkir það? Jú, þá vil ég líta á það sem auka- atriði hvort vísindaleg aðferð er lík- legri til að leiða sannleikann í ljós heldur en einhverjar aðrar aðferðir sem við gætum beitt. Það eina sem ég vil halda fram er þetta: Vísindaleg að- ferð einkennist af því að prófa tilgátur, kenningar staðhæfingar. Prófun er augljóslega aldrei endanlega lokið. En í vísindalegri rannsókn hlýtur próf- unin alltaf að staðnæmast við það sem engri togstreitu veldur á þeim vett- vangi sem við á. Og það er þá sem við höfum leyfi til að trúa, alveg eins og við höfum leyfi til að hafa áfram þær skoðanir okkar sem engin ástæða er til að efast um. Jón Ólafsson Kistan www.kistan.is Morgunblaðið/Sverrir Íslendingar drekka kók! VÖLD SVEINS FORSETA I Kanadíski fjölmiðlafræðingurinn MarshallMcLuhan hélt því fram að prentlistin hefði geng- ið af ættbálkamenningunni dauðri. Einstakling- urinn var ekki lengur einangraður í þjóðflokki sín- um óvitandi um aðra menn en sína nánustu og annað umhverfi en sitt nánasta. Hann varð hluti af heimi sem virtist ekki hafa nein endimörk. Prentið breytti svo umhverfi hans og skynjun og skilningi á aðstæðum að sennilega hefur aldrei orðið önnur eins bylting, að mati McLuhans. Hann telur að rekja megi iðnbyltinguna, hug- myndina um orsakasamhengi, sjónarhorn í list- um, aukna einstaklingsvitund, þjóðernishyggju og fleiri af megineinkennum nútímamenningar til þess að tekið var að prenta bækur. II En hvernig má þetta vera? Forvitnilegt er aðskoða áhrif prenttækninnar á tilkomu þjóðern- ishyggjunnar eða þeirrar tilfinningar manna að þeir tilheyri ákveðinni þjóð sem hafi sín sérstöku einkenni. McLuhan segir að þjóðernishyggja hafi ekki tekið að gæta í Evrópu fyrr en á endurreisnar- tíma en þá gerði prenttæknin öllum læsum mönn- um það kleift að sjá (og hér skiptir sjónin öllu máli en ættbálkasamfélagið byggði menningu sína meira á heyrn, sbr. til dæmis munnmæla(bók)- menntir) móðurmál sitt í setningarfræðilegu sam- hengi og sem eina samræmda heild. Með því að dreifa fjöldaframleiddum bókum og öðru prentuðu efni um víða Evrópu breytti prentvélin staðbundn- um mállýskum í samræmd og lokuð kerfi þjóð- tungna og skapaði með því grunninn að þjóð- erninu og tilfinningunum sem það átti eftir að vekja í brjóstum manna. Einstaklingurinn fór að skynja sig sem hluta af stærri og vel afmarkaðri heild. Með prenttækninni var einnig hægt að koma á einum gjaldmiðli á stóru svæði og skapa for- sendur fyrir afmörkuð markaðssvæði og sam- göngur og samskipti innan þeirra. Upp úr þessu spratt hin efnahagslega og pólitíska heild sem við kennum nú við þjóð en skipulag ættbálkasamfélags miðalda vék. III Vafalaust hefur McLuhan nokkuð til sínsmáls. Prentið var fyrsti eiginlegi fjölmiðillinn í nútímaskilningi og auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða áhrif slík upplýsingaveita hefur haft á al- menning sem áður hafði afar takmarkaðar fréttir af því sem fram fór utan þeirra nánasta umhverfis. Einsleitnin er líka þekkt afleiðing fjölmiðla. En því er þetta rifjað upp að hér í Lesbókinni og víðar hef- ur mikið verið rætt um þjóðerni, þjóðernishyggju og þjóðarímyndir á undanförnum mánuðum. Í þeirri umræðu gleymist oft að tilfinningarnar sem tengjast þjóðarhugtakinu eru ekki manninum í blóð bornar heldur eiga þær sér misjafnan upp- runa. Að margra mati hefur ný fjölmiðlatækni líka úrelt þetta hugtak – þjóðarmenningin hafi vikið fyrir heimsmenningu rafvæddra samskipta og við- skipta þar sem landamæri hafa enga þýðingu. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.