Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 7
hafði verið óleyst gáta; en sárviður er sverð og sverðs sækendur hermenn. Margræðni orðanna Hér á undan var vikið að hugmynd Helga um aldur vísnanna. Það kann því að virðast sér- kennilegt að margt af því sem hann segir um þær, merkingu þeirra og skyldleika við aðra texta sannfærir mig æ betur um að kveðskap- urinn í sögum eins og eins og Egils sögu sé ung- ur. Mörg rök Helga sem lúta að skilningi vísna, leshætti handrita o.fl. mætti nefnilega grípa á lofti og nota sem röksemd til yngingar kvæð- anna. Helgi vísar t.d. mjög í Eddu Snorra og sýnir fram á að í vísum Egils Skalla-Grímssonar séu margar hliðstæður við orð hennar og kenni- setningar. Þá þarf ekki annað en að snúa rök- semdinni við og segja sem svo að heimatökin hafi verið hæg hjá Snorra þegar hann orti þær vísur og kvæði sem saga Egils geymir. Helgi gengur svo langt á einum stað að telja Egil hafa þekkt til latneskra orða (sbr. prímsigningu hans í Englandi) og beitt þeirri kunnáttu sinni í einni vísu Arinbjarnarkviðu (sjá bls. 56 o.áfr.). Hér vildi ég heldur sjá Snorra en Egil í hlutverki lat- ínumannsins. En í skýringartilraun Helga við umrædda vísu má segja að hann fari á kostum enda getur hann lesið út úr henni a.m.k. fjórar merkingar (60), sbr. það sem sagt var hér á und- an um þann hátt fornskálda að yrkja ofljóst. Runurím og norræn hefð Hugleiðingar Helga um Höfuðlausn eru snjallar. Þar bendir hann m.a. á að það afbrigði dróttkvæðs háttar sem kallast dunhenda sé næstum með fullkomnu endarími og að vel geti verið að þar sé komin fyrirmyndin að runhend- um hætti. Runhendan geti m.ö.o. verið til komin fyrir sjálfstæða þróun norræns bragforms og þurfi því ekki að vera háð áhrifum frá enskum eða latneskum kveðskap. Helgi notar þessi rök til að styðja þá skoðun að vísan sem eignuð er Skalla-Grími, „Nú er hersis hefnd/ við hilmi efnd“, sé í raun og veru eftir hann sjálfan. Þessi nýjung, runhendan, hefði semsagt verið komin fram um mannsaldri á undan höfuðlausnar- kvæði Egils rétt eins og sagan sjálf gerir ráð fyrir. Rígur og aura eir Í kaflanum um vísur Gunnlaugs sögu orms- tungu gengur Helgi sem fyrr út frá því að vís- urnar séu gamlar, þ.e. eftir Gunnlaug sjálfan. Þannig ljær hann fyrstu vísu merkingu sem stangast á við frásögn sögunnar sjálfrar — og væri það þá vísbending þess að söguhöfundur og skáld væru tveir óskyldir menn. Með örlítilli breytingu fær Helgi gullkenningu sem felur í sér nafn Rígs (þ.e. Heimdallar eða Gullin tanna); þar með fengist afar mikilvæg staðfest- ing þess að nafnið Rígur hefði þekkst á 10. öld og tengst Heimdalli (sbr. lausamálskaflann framan við þá nafnkunnu Rígsþulu). Um 13. vísu Gunnlaugs sögu segir Helgi að það sé „með fádæmum“ að hugsa sér hálfkenn- ingu „í svo gamalli vísu“ og heldur því fram að þar eigi að standa kenningin aura Eir fyrir konu en ekki hálfkenningin Eir: „Gefin var Eir til aura/ ung...“ o.s.frv. þýði þess vegna: aura-Eir var gefin til ung, þ.e. of ung (en ekki Eir var gef- in til aura ung, þ.e. hin unga kona var gefin til fjár; sú skýring gæti aftur á móti verið e.k. aukamerking eins og Helgi bendir á, sbr. 16. vísu). Fyrstu molltónarnir Helgi fer á kostum í kaflanum um Hallfreðar sögu vandræðaskálds. Hann notar m.a. hið fasta form dróttkvæðra vísna ásamt orðum Snorra um fólginn kveðskap til að rökstyðja leiðréttingar sínar á tilteknum vísum. Ævin- týralegust er sú hugmynd hans að Hallfreður hafi svarað sverðsgjöf Ólafs konungs með vísu sem skothendingar vantaði í (aðalhendingar komu í stað þeirra) vegna þess að slíðrið vantaði í sverðsgjöfina. Hvort tveggja, skothendingar og slíður, séu sjálfsagðir hlutar annars vegar dróttkvæðrar vísu og hins vegar sverðsgjafar. Þennan kafla (og reyndar fleiri) má lesa sem skáldskap af besta tagi og næma sálgreiningu á listamönnum sem falla illa að meðalhegðun. Helgi endar kaflann um Hallfreð á þessum orð- um og eiga þau reyndar einnig við um Kormák skáld Ögmundarson: „En þessir hamdökku eirðarlausu förumenn ljóðs og lífs, sem gripu fyrstu moll-tónana af ís- lenzkum ljóðstrengjum, veittu sínu myrkheita tatarablóði inn í æðar íslenzks kveðskapar og hafa síðan endurfæðzt með hverju eldgosi, hneykslað og hrifið, formælt og grátið, og kveð- ið sín tregasælu ljóð, — ekki um ástir, sól og vín, — heldur konur, elda og svall.“ Til samanburðar um túlkun á kveðskap ásta- skáldanna fornu skal minnt á bók dr. Bjarna Einarssonar, Skáldasögur. Þar færir Bjarni kveðskap þeirra, „fyrstu moll-tónana“, nær okkur í tíma og tengir áhrifum sunnan úr álfu. Hagbarð og Kormákur Hér að framan var sýnt dæmi um hvernig Helgi taldi höfunda sagna hafa misskilið fornar vísur. En afritarar gátu að sögn Helga fallið í sömu gryfju og skotið inn einhverri viðbót í samræmi við það. Einna skemmtilegasta dæm- ið um slíkan misskilning nefnir Helgi þegar hann ræðir um „Hagbarðslíkneskjuna“ í Kor- máks sögu. Samkvæmt gamalli vísnaskýringu (sem enn er stuðst við í nýjum útgáfum) átti líkneski þetta að vera skorið á dyrastaf þar sem Steingerður stóð þegar Kormákur leit hana í fyrsta sinn. En í sögutextanum er talað um að Steingerður „snýr nú í skotið og sér undir skegg Hagbarði“; einnig er í textanum minnst á „Hagbarðs-höfuð“. Helgi umbyltir þessum skoðunum og einfaldar vísnaskýringuna til muna. Hann segir Kormák tengja í vísunni ást- arógæfu sína við örlög Hagbarðs, hinnar fornu hetju sem elskaði Signýju og var hengdur að ráði föður hennar, Sigars konungs (167 o.áfr.). Þessi sérkennilega Hagbarðslíkneskja er þann- ig á bak og burt og óvíst að nokkur sakni henn- ar. Stefin í Völuspá Í Maddömunni með kýrhausinn glímir Helgi við sjálfa Völuspá. Hann byrjar á að setja kvæð- ið upp eftir Konungsbókarhandritinu með fá- einum undantekningum þar sem hliðsjón er höfð af Hauksbók og Snorra-Eddu. Þessu gerir hann nákvæma grein fyrir (bls. 11). Því næst skýrir hann kvæðið að hætti fyrri fræðimanna. Hér má því tala um hefðbundna alþýðuútgáfu á Völuspá og skýringartilraunir bestu manna. En þegar hér er komið færist fjör í leikinn. Helgi raðar vísum upp á nýtt (þá iðju höfðu fyrirrenn- arar hans reyndar löngum stundað í mismiklum mæli) og miðast nýja uppröðunin við form kvæðisins. Hann nýtir sér m.ö.o. stefin sem n.k. leiðarvísi um uppröðun erinda og lætur þá bil milli stefja vera reglubundið. Líkt og í Sletti- reku forðast hann miklar breytingar á handrit- stexta og skáletrar til glöggvunar það sem hann hróflar við. Eftir þessa aðgerð rekur hann efn- isþráðinn vísu fyrir vísu. Næsti kafli heitir „Stiklað á stóru“ og þar skýrir Helgi nánar sjónarmið sín, rökstyður breytingar sem hann hefur gert á texta og þann nýja skilning sem hann leggur í tilteknar vísur og orð. Hér koma fram hugmyndir sem ég tel að hefðu mátt vekja meiri athygli í heimi fræða okkar. Ég skal benda á dæmi um þetta hér á eftir. Undanfarar Völuspár Þegar fræðimenn setja fram nýjar hugmynd- ir freistast þeir gjarnan til að ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og skýringum. Helgi gerir sér fulla grein fyrir þessari hættu. Hann talar í því sambandi um tilgátur og gerir jafn- framt ráð fyrir að hófsömum mönnum muni þykja margt glannalegt í því sem hann hefur fram að færa. Kannski á þetta ekki síst við um síðasta hluta bókarinnar þar sem sú tilgáta er sett fram að þrjú kvæði, hvert með sínu stefi, séu fyrirrennarar Völuspár en höfundur hennar hafi raðað kvæðunum saman og tengt þau með vísum eða vísubrotum frá eigin brjósti (miður góðum). Hér þarf Helgi að stokka allmikið upp eða réttara sagt þarf hann að gera ráð fyrir að sá sem skapaði Völuspá úr kvæðunum þremur hafi breytt uppsetningu svo um munar. Enda þótt Helgi sé sjálfum sér samkvæmur í þessum hrókeringum má kannski halda því fram að þær geri hann meira sér og öðrum til gamans; kenn- ingu hans um kvæðin þrjú að baki Völuspár beri einkum að líta á sem skemmtilega tilraun um form á fræðiriti, „heilaga þrenningu“ í uppsetn- ingu lokakafla og ritsins í heild. Engu að síður varpar hann með þessari kenningu ljósi á margt af því sem hann sagði í fyrri köflum. Og þegar allt kemur til alls eru hugmyndir Helga kannski ekki víðs fjarri því sem fræðimenn hafa á síð- ustu árum hugsað sér um forsögu þeirrar Völu- spár sem við þekkjum nú. Hér má vísa til um- fjöllunar Gísla Sigurðssonar í nýlegri útgáfu Eddukvæða (Mál og menning 1998). „Ausinn hvíta auri“ Ég vík þá aftur að örfáum efnisatriðum í mál- flutningi Helga í Maddömunni, lesendum til glöggvunar. Á sama hátt og í Slettireku liggur styrkur Helga hér í því hve vel hann rýnir í texta. Hann sér einfaldar lausnir sem virðast augljósar þegar búið er að benda á þær. Þannig er það sannfærandi þegar hann segir orð Völu- spár um askinn sem var „ausinn hvíta auri“ ein- ungis merkja að askurinn hafi verið „laugaður bjartri gullbráð, þ.e. döggin á laufinu glóir sem gull í sólskininu; enda segir síðan: Þaðan koma döggvar, osfrv.“ (82). Helgi telur m.ö.o. að aur merki hér gull (sbr. latneska orðið aurum, ís- lenska orðið aurar (gjaldmiðill) o.s.frv.). Vissu- lega er þessi skýring nærtækari en hin viðtekna skýring (sem að vísu fær stuðning hjá Snorra í Eddu hans) að askurinn sé vökvaður leirvatni, hvítu af heilagleika. Fleiri dæmi af þessu tagi væri freistandi að nefna ef rúmið leyfði. Gullveigu fórnað En stórtækari eru aðrar hugmyndir Helga um efni Völuspár. Það sem kann að þykja und- arlegast er að hann gerir ráð fyrir því að sjálfri Gullveigu og þursameyjunum þremur sé þar ofaukið. Gullveig er hjá honum orðin að gull- veigum, þ.e. gullbikurum (76) en ámáttkar þursameyjarnar eru nú þursa megir ámáttkir (74). Um þetta og fleira dæma lesendur, hver fyrir sig, eftir að þeir hafa kynnt sér rök Helga. Einnig verða þeir að gera upp við sig hvort þeir sætta sig við þá tilgátu hans að það sé Mímir en ekki völvan sem sekkur í síðustu vísu kvæðisins (87; Helgi gerir ráð fyrir sérstöku Mímiskvæði, Mímisspá sem hann kallar svo, sem einum af fyrirrennurum Völuspár). Þessar hugmyndir hafa líkt og aðrar kenningar Helga um fornan kveðskap legið í þagnargildi í fræðaheiminum eftir því sem ég best veit. Hugsanlega hefur fræðimönnum okkar þótt hér of langt gengið. En hvernig sem á er litið eru bækur Helga miklar gersemar. Svona bækur verða aldrei skrifaðar aftur. Einhver mundi kannski tala um fantasíu og skáldskap um skáldskap. Sú um- sögn ein hrekkur að vísu skammt því að innan um þessa stílsnilld, leiftrandi ímyndunarafl og frábærar sérviskur í framsetningu leynast eld- skarpar athugasemdir og skýringar sem fræði- menn þyrftu að sinna betur en þeir hafa gert fram að þessu í umfjöllun sinni og útgáfum á okkar gömlu textum. Það er fagnaðarefni að Mál og menning skuli hafa ráðist í að gefa bækur Helga Hálfdanar- sonar um hin fornu fræði út á ný. Helgi Hálfdanarson Höfundur er prófessor við Kennaraháskóla Íslands. ljóðakver, það var árið 1915 og nefndi Hálfa skósóla af því að andvirði þeirra nam hálfum skósólum og sjálfan vantaði hann föt til jólanna. Þannig leiddi eitt af öðru uns hann lenti í því að skrifa eitthvert magnaðasta tíma- mótaverk íslenskra bókmennta, Bréf til Láru, árið 1924. Síðan heyrðist ekkert frá honum skáldskaparkyns í heil fjórtán ár og hann var á kafi í hugsjónum sínum, dulfræði, sósíalisma og esperantó. Síðar fullyrti hann að ef ekki hefði komið til brauðstritið hefði hann ein- göngu varið ævi sinni í dulspeki og ugglaust gert stórkostlegar uppgötvanir á lendum guð- spekinnar. Fátæktin neyddi hann til að skálda. En auðvitað tökum við yfirlýsingum Þór- bergs um skáldskapinn með fyrirvara. Og samt er Þórbergur ekki eiginlegur skáldsagna- höfundur. Hann spinnur ekki upp úr sér per- sónur og atburðarás. Og sérkennilegt um Þór- berg hve mörg verka hans, jafnvel þau helstu, eru pöntuð verk og engan veginn víst að hann hefði skrifað þau ef ekki hefði komið til þetta ytra áreiti. Upphaf Bréfs til Láru á rót sína að rekja til þess að sameiginleg vinkona þeirra Þórbergs bað hann blessaðan að hripa Láru línu þar sem hún lá veik norður á Akureyri. Þórbergur hófst þegar handa og las jafnóðum upp glefsur fyrir vini og kunningja og örvaðist af undirtektun- um til áframhaldsins. Síðan liðu árin og enginn bað Þórberg að skrifa utan hugsjónir hans. Hann skrifaði greinar út og suður málefnum sínum til fram- dráttar og safnaði saman í Pistillinn skrifaði 1933. Sama ár sendi hann frá sér Alþjóðamál og málleysur til að kynna og reka áróður fyrir esperantó sem hann taldi eitt áhrifamesta verkfærið til þess að menn næðu saman út fyr- ir takmarkanir tungumála og þjóðernis. Hann skrifaði Rauðu hættuna (1933) til að kynna Sovétríkin og reka áróður fyrir samvirku þjóð- skipulagi sem hann taldi komið á laggir í Rúss- landi. Árið 1937 barst honum pöntun frá Ríkisút- varpinu í tilefni af fimmtugsafmæli Stefáns frá Hvítadal sem þá var látinn fyrir þremur árum og Þórbergur var beðinn að flytja erindi um skáldið. Þórbergur samdi og flutti tvö erindi við örvandi undirtektir sem urðu til þess að hann skrifaði Íslenskan aðal og í framhaldi af honum tvö bindi Ofvitans. Og eitt viðamesta verkefni Þórbergs, Ævisaga séra Árna Þór- arinssonar, var pantað verk og kom raunar þvert ofan í viðfangsefni þau sem Þórbergur hafði þá á hendi. Það virðist því hafa látið Þór- bergi vel að skrifa eftir pöntun eða setja sig í lítilþægar stellingar skrásetjara eftir öðrum, svo sem í Indriða miðli, Viðfjarðarundrunum, Lifnaðarháttum í Reykjavík o.s.frv. Frægasta pöntun sem Þórbergur mun hafa fengið var þegar hann eftir langt hlé hafði loks tekið upp þráðinn þar sem séra Árni sleit hann og var kominn 300 blaðsíður áleiðis í Suður- sveitarkróniku sinni. Og nú var það ekki Ragn- ar í Smára eða Ríkisútvarpið heldur sjálfur Guð sem skipaði honum að víkja Suðursveit til hliðar og skrifa bókina um litlu manneskjuna, Sálminn um blómið. Sálmurinn um blómið er veigamikill stíl- áfangi á leið Þórbergs til Suðursveitarbók- anna, markmiðið er að brjóta endanlega af sér viðjar bókmáls og finna stíl sem hentar frásögn af bernsku og uppvexti. Eins og kunnugt er minnir skapandi upplifun barna á fátt meira en hina algeru snilli – en þau skortir tækni til þess að koma henni yfir í varanlegt form. Og síðar meir þegar tæknin er komin er barnið gufað upp. Í Sálminum fer Þórbergur langt með að endurvekja í sér barnið og búa það jafnframt út með háþróuðustu frásagnartækni. En um Suðursveitarsyrpu Þórbergs er skemmst frá að segja að henni var tekið af nokkru fálæti þegar hún kom út í lok sjötta áratugarins. Jafnvel aðdáendur Þórbergs létu í ljós vonbrigði og vildu meiri Íslenskan aðal og meiri Ofvita og meiri séra Árna. Einkum fór þjóðfræðaefnið fyrir brjóstið á mörgum, allur þessi fróðleikur og nákvæmni. Þessi viðbrögð hafa haft áhrif á Þórberg. Þess gætir strax í annarri bók, Um lönd og lýði, þar sem vikið er að 18. aldar heimild um mannskaða á sjó. Heimildin lætur þess ógetið hvað skipin voru mörg sem fórust og Þórberg- ur hreytir út úr sér: „Það hefði líka verið of þreytandi nákvæmni.“ Og í Fjórðu bók er hann að tala um áhald sem hann fann upp til að mæla vegalengdir en hættir svo við í miðju kafi og segir: „Ég nenni ekki að lýsa því hér.“ 14 Og það er staðreynd að Þórbergur lagði frá sér pennann þegar aðeins herslumun vantaði upp á að Fjórða bók væri fullmótuð og virðist ekki hafa séð ástæðu til að halda þessum leik áfram mikið lengur. Þó átti hann fimmtán ár eftir ólifuð en virtist láta sér framhaldið í léttu rúmi liggja, kannski sannfærður um að þessar bækur yrðu metnar í Framtíðarlandinu. Heimildir: 1) Ofvitinn, bls. 196 2) Ofvitinn, bls. 205 3) Í Suðursveit bls. 24 4) Í Suðursveit, bls. 78 5) Til Austurheims vil ég halda, 1952. 6) Í Suðursveit, bls. 376 7) Í Suðursveit, bls. 398 8) Í Suðursveit, bls. 411-413. 9) Í Suðursveit, bls.186. 10) Í Suðursveit, bls. 259. 11) Í Suðursveit, bls. 150–151. 12) Í Suðursveit, bls. 198–199. 13) Minningar Steinþórs Þórðarsonar á Hala í Suður- sveit. Stefán Jónsson sá um útgáfuna, 1970. 14) Í Suðursveit, bls. 429. Höfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.