Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 É G ER að hefja yfirferð mína um sýningu Yoko Ono, Impress- ions, í Palau de la Virreina í Barcelona þegar sýningargest- ur vindur sér að mér og segir: „Er þetta ekki skrýtin tilviljun? Í dag er einmitt afmælisdagur Johns Lennons?“ Einhvern veginn fékk sýningin annað og meira vægi við það að vera skoðuð á afmæl- isdegi látins eiginmanns Yoko Ono, að maður tali nú ekki um vegna átakanna í Afganistan og ástandsins í heimsmálunum. Sýningin snýst um frið, samtakamátt, samvinnu og fegurð og því hefði varla verið hægt að finna betri tíma til að setja hana upp en einmitt núna. Á tímum ófriðar og skelfilegra atburða halla menn sér að hinu góða og fallega. Stórslysa- og ofbeldismyndum fækkar í bíóhúsunum og fólk leitar að ást og fegurð í listum og bókmenntum. Það er staðreynd að fólk vill frekar sefa óttann og óróann í brjóstinu en að halda honum við. Sýning Yoko Ono er yfirgripsmikil. Sýnd eru verk allt frá upphafi ferils hennar fyrir 40 ár- um til nýrra og nýlegra verka, en langflest verkanna eru frá fyrri hluta ferilsins. Fyrir ut- an nokkrar kvikmyndir eru öll verkin á sýning- unni svokölluð leiðbeininga- eða skipanaverk. Ono skrifar þá einungis niður á blað einskonar ljóðræna uppskrift að verki, uppákomu, kvik- mynd eða öðru eftir því hvaða miðil hún vísar í. Rétt eins og kökuuppskrift. Kvikmyndaverkin á sýningunni eru reyndar skrifuð sem leiðbein- ingaverk líka, en á sýningunni sýnir Yoko ein- ungis sína úrvinnslu á eigin leiðbeiningum í stað þess að lána áhorfendum kvikmyndavél til að reyna sig við verkin. Öll önnur verk á sýningunni krefjast sem sagt þátttöku áhorfandans. Hann á að negla nagla í spýtu, vökva vegg með garðkönnu, mála málverk, tefla skák á hvítu taflborði þar sem allir taflmennirnir eru hvítir, raða stein- um, taka ljósmyndir af skuggum, líma saman diska og krúsir og klippa ljósmyndir í sundur svo fátt eitt sé nefnt. Hvert þessa sem hér er talið er einstakt verk sem sýnt er í afmörk- uðum sal og öll verkin hafa mjög ákveðna hug- myndafræði, vísanir og tilgang. Ég tók virkan þátt í sýningunni með því að negla nagla í spýtu, mála nokkur strik á samvinnumálverk og klippa mér bút úr ljósmyndum og stinga í vasann. Auk þess tók ég með mér pakka af blómafræjum til að sleppa út í vindinn en sleppti vafningsjurtagræðlingnum sem mér stóð til boða. Ég sá ekki fram á að geta haldið lífi í jurtinni fram á vorið, en leiðbeiningarnar með því verki voru einfaldlega þær að gróð- ursetja plöntuna og láta hana vaxa þar til að hún hefði lagt undir sig allt umhverfi sitt, eða því sem næst. Gunnar B. Kvaran, forstöðumaður lista- safnsins í Bergen, er sýningarstjóri og ritar inngang í sýningaskrá. Þar segir hann m.a.: „Síðastliðin 40 ár hefur Yoko Ono verið leið- andi í tilrauna- og framúrstefnumyndlist – ein fárra kvenna – í alþóðlegu samhengi. Í gegnum tíðina hefur hún tengst hugmyndalist, gjörn- ingalist, Fluxus-hreyfingunni og uppákomum, en umfram allt hefur hún verið sjálfstæður listamaður, frumkvöðull, sem hefur með mark- vissum hætti gagnrýnt og sett spurningar- merki við listhugmyndina og listhlutinn og brotið niður hin fyrirframgefnu mörk milli list- greina. Í gegnum verk sín hefur hún skapað nýtt samband við áhorfendur, boðið þeim að leika virkt hlutverk í gerð og sköpunarferli listaverka.“ Aðlaðandi list Eitt verk á sýningunni gerði Yoko Ono sér- staklega fyrir Barcelona með tilvísun í hryðju- verkin í Bandaríkjunum og ófriðinn sem nú ríkir í heiminum. Verkið heitir Til Barcelona, Lagfæringarverk fyrir heiminn, dagsett 11/09/ 01. Verkið samanstendur af haugum af brotnu leirtaui og keramikvösum, alls staðar að úr heiminum, diskum, bollum og skálum. Meðal annars sá ég svarta og hvíta Habitat-stellið mitt þarna í molum. Á borðinu er lím og fólk getur dundað sér við að líma brotin saman, annaðhvort að finna réttu brotin eða líma ólík brot saman. Þannig er verkið táknrænt fyrir það að fólk eigi að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að friðsælli og betri stað að búa á. Yoko Ono hefur mjög ákveðnar skoðanir á hlutverki listarinnar og listamanna. Hún segir til dæmis að allir geti verið listamenn. Hún gerir einnig greinarmun á aðlaðandi list og annarri list. „Maður verður að velja hvort að maður ætlar að vera myndlistarmaður sem gerir aðlaðandi hluti eða hluti sem hafa eitt- hvert gildi, hjálpa fólki og hreyfa við því. Ef maður einbeitir sér að því að gera aðlaðandi verk verður maður að vissu leyti hluti af af- þreyingariðnaðinum.“ Um ástæðu þess að hún gerir leiðbeiningaverk hefur hún sagt: „Ástæð- an fyrir því að ég skrifa verkin sem leiðbein- ingar eru tvíþættar. Í fyrsta lagi finnst mér gaman að geta gefið fólki kost á að taka þátt í verkinu og búa þannig til samtal milli listarinn- ar og fólksins, og verkið heldur áfram að þróast í samræmi við það samtal. Í öðru lagi gerði ég þetta upphaflega af því að ég hreifst af einhverri hugmynd sem ég fékk en hafði ekki efni á að koma henni sjálf í framkvæmd.“ Bítlaskelfirinn Yoko Ono ( Yoko þýðir barn hafsins) er fædd 18. febrúar árið 1933 í Tókýó, elst þriggja barna efnaðs aðalsfólks, þeirra Eisuke og Isoko Ono. Faðir hennar var uppgjafa píanó- leikari með háskólagráður í stærðfræði og hag- fræði. Árið 1933 var hann skipaður yfirmaður japansks banka í San Fransisco, með þeim af- leiðingum að hann hitti Yoko ekki fyrr en hún var orðin 2 ára gömul, en hún dvaldi áfram í Tókýó með móður sinni eftir að faðirinn flutti út. Yoko upplifði hræðilega atburði í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var ásamt fjölskyldu sinni í Tókýó þegar borgin brann eftir sprengjuárás Bandaríkjamanna árið 1945, en þá dóu 83.000 manns og fjórðungur borgarinn- ar varð eldi að bráð. Þegar Yoko varð 18 ára var faðir hennar út- nefndur forstjóri banka í New York og fjöl- skyldan settist að í fínu hverfi í útjaðri borg- arinnar. Hún gekk í hinn virta Sarah Lawr- ence-háskóla í New York, en hætti þar og hljópst á brott með fyrsta eigin- manni sínum, tón- skáldinu Toshi Ichiyanagi. Hún fluttist í lista- mannahverfið Greenwich Village í New York og uppgötvaði þar veröld nútíma- myndlistar og jað- arlistar almennt. Fyrstu verk henn- ar voru óformleg- ar uppákomur sem þróuðust svo út í ljóð og hug- myndalist. Lengi framan af voru verk hennar virt að vettugi og jafn- vel höfð að háði og spotti en það breyttist smám saman eftir að hún hóf samstarf við bandaríska djass- tónlistarmanninn og kvikmynda- framleiðandann Anthony Cox, manninn sem síð- ar átti eftir að verða annar eigin- maður hennar, en hann fjármagnaði og hjálpaði til við að skipuleggja gagnvirkar hug- myndafræðilegar uppákomur Yoko snemma á 7. ára- tugnum. Fræg- asta verk hennar af þessu tagi er „Klippi verkið“ sem fyrst var sýnt árið 1964 en þar var áhorf- endum boðið að klippa búta af fötum listakon- unnar þar til hún stóð allsnakin, en myndband af þessum gjörningi er einmitt sýnt á Impress- ions-sýningunni í Barcelona. Verk Ono krefj- ast mjög oft þátttöku áhorfandans (Impression sýningin snýst öll um þátttöku áhorfenda) eða að þau hreinlega neyða áhorfandann til þátt- töku. Frægt dæmi um það er sýningin „This Is Not Here“ eða Þetta er ekki hérna frá því snemma á 8. áratugnum. Einn hluti þeirrar sýningar var hvítmáluð stofa og inni í henni voru stóll, standklukka, sjónvarp og epli m.a., allt skorið í tvennt. Áhorfandinn varð þannig að klára sýninguna í huga sínum, með því að kafa í minningar sínar af hlutunum í heilu lagi. Með öðrum orðum voru skilaboðin þessi: Listin verður bæði til hjá listamanninum og í huga áhorfandans. Á Impressions gaf að líta verk í svipuðum anda, verkið Mend painting, en það var einfaldlega stór brotinn hvítur vasi og leið- beiningarnar sem fylgdu voru „Mend in your Mind“ eða lagfærðu í huganum. Hjónaband Ono og Cox var stormasamt en ávöxtur þess var þó dóttirin Kyoko Chan Cox, fædd 8. ágúst 1963. Á þessum tíma var Yoko undir miklum áhrifum af verkum Andys War- hols, súrrealisma í stíl Salvadors Dalís og fá- ránleikans í verkum Dadaistanna. Yoko Ono varð fljótlega stórt nafn í listalífi New York-borgar og orðsporið af uppákomum og gjörningum hennar barst til Bretlands sem varð til þess að hún kom þangað til sýning- arhalds árið 1966 – og sló í gegn. Koma hennar til London átti eftir að breyta lífi hennar til frambúðar því hún hitti Bítilinn og súper- stjörnuna John Lennon á sýningu á verkum hennar í Indica-galleríinu í London, en Lennon og fleiri poppstjörnur voru fastagestir í gall- eríinu. Sameiginlegur áhugi þeirra á listum og al- mennri sköpun varð til þess að þau urðu góðir vinir og vinskapurinn þróaðist út í eldheitt ást- arsamband og síðar hjónaband. Um 1968 var STRÍÐ OG FRIÐUR Yoko Ono er án efa einn merkilegasti listamaður samtímans, ásamt því að vera „fræg- asta ekkja“ í heimi. ÞÓRODDUR BJARNASON skoðaði sýningu hennar, Impressions, á afmælisdegi Johns Lennons sem einnig var annar dagur stríðsins í Afganistan. Morgunblaðið/Þóroddur Sýning Yoko Ono, Impressions, er haldin í Palau de la Virreina í Barcelona. Mann hefur sagt að arfleifð sé menning. En við þurfum á að halda tungunni – og þá ekki sízt blæbrigðum hennar – til að vita, hver þessi menning er. Það eru ekki allir eins heppnir og Norðmenn að eiga Íslendinga að til að varðveita annars glataða þætti þjóðarsögunnar; enda liggja þeir ekki á því, a.m.k. ekki á hátíðlegum stundum. Og ásókn þeirra í ýmislegt það sem íslenzkt er ætti að vera okkur fremur fagnaðar- efni en einhvers konar hráefni í innanbúðar- karp. Slíkt áreiti ætti að ýta undir stolt okkar og áskorun. Ef við eigum einhver verðmæti sem hægt er að státa af, þá eru þau á þessum slóðum; tungan og glæsilegur bókmenntaarfur. Einsmenning- arumhverfi okkar kallar að vísu á önnur verð- mæti, en getum við lifað á þeim til frambúðar? Mundi það fullnægja stolti okkar að pönka inní framtíðina? Nei, slík kaupstaðaferð yrði ekki sú eftirvænting sem við ætluðum framtíðinni. Við kynnumst fólki af tungu þess. Hún geym- ir andlegan auð þeirra sem nota hana, hefur verið sagt. Og áreiðanlega með réttu. Og þá er ekki úr vegi að minnast orða Ezra Pounds þess efnis, að öll mannleg vizka er ekki fólgin í neinni einni tungu, og engin ein tunga getur lýst allri reynslu mannsins. Það var þannig ekki að ófyr- irsynju að Heidegger notaði orðið hús sem myndhvörf um tunguna. Í húsi föður míns eru margar vistarverur, hefur verið sagt af öðru til- efni. Ég hef minnzt á ummæli sr. Bjarna Þor- steinssonar, en þar var fjallað um tónlist, ekki tungumál. Samt á sumt af því sem hann sagði einnig – og ekki síður – við um tungumálið. En ég er ekki svo skyni skroppinn að ég geri mér ekki grein fyrir því, að fleira er menning en tungan; og þá ekki síður siðmenning. Forsend- ur menningar og siðmenningar eru þúsundir smáatriða og sum koma tungunni lítið sem ekk- ert við. Um það er ekki deilt. Við getum nefnt fatnað, húsmuni, fæðu, dans, tæki og tól, hár og útlit, iðnað; listiðnað. Og margt fleira. Það eru þúsundir marglitra steina í þeirri mósaíkmynd sem við köllum þjóðfélag; eða samfélag; eða sið- menningu. En samt er það svo, eins og bent hef- ur verið á, að missir tungumáls er einskonar menningarlegt hjartaslag. „En menn geta lifað af hjartaslag; og það getur menningin einnig,“ segir Crystal í fyrrnefndu riti sínu. Og hann bætir við að nýtt tungumál getur komið í stað hins gamla, eins og við þekkjum frá Norður- löndum, Spáni og Portúgal svo að við nefnum umhverfi tveggja þeirra heimstungna sem flestir tala, en spænska og portúgalska eru ekki einungis framhald latínu, heldur einnig – og ekki síður – ný tungumál. En Crystal bætir við að margt fari forgörðum í þessu umróti. Nýja tungan geti ekki skilað sömu andagift, sagnalist og orðaleikjum og gamla tungan, áhrifamagn stuðla og hrynjandi hverfi, frásagnir fái annan blæ. Hið sama á sem sagt við í þessu tilfelli og þeg- ar bókmenntum er snarað á aðrar tungur. Þá slitnar silfurþráðurinn oftar en ekki. Af þeim sökum m.a. ættu skáld og rithöfundar á smá- þjóðatungu að hafa heldur hægt um sig, eins og dæmin sýna. Þeim fer bezt umhverfi heimahag- anna. Þeirra eigin tunga er umgjörð þeirra hugsana sem þeir hafa í hyggju að koma á fram- færi við umhverfi sitt. Það tekst að sjálfsögðu oft og einatt að koma hugsunum á framfæri við annað fólk, en sjaldnast blæbrigðum þessara sömu hugsana. Af þeim sökum er öll frægð heldur endaslepp, nema þá helzt heimahaga- frægðin. En heimahagafrægð smátungunnar á ekki uppá pallborðið á markaðstorgi alþjóða- hyggju og stórþjóða , þótt Ibsen og Kierkega- ard hafi komizt gegnum það nálarauga; og kannski nokkrir aðrir, H.C. Andersen, Strind- berg? Út vil ek, sagði Snorri. Það var ekki til Nor- egs, heldur heim. Samt gaf hann Norðmönnum upphaf sitt, sjálfan efniviðinn í sjálfstæðisbar- áttuna. Það geta skáld víst ekki lengur, hvað sem frægðinni líður. Áður en ég skil við þetta efni er ástæða til að benda á þá áherzlu sem Crystal leggur á efna- hagslegt sjálfstæði sem mikilvægan þátt í varð- veizlu tungumála. Að því leyti erum við vel í sveit sett. Það getur enginn krafizt annars af okkur en þess sem við viljum sjálf. Af þeim sök- um skulum við ekki gera lítið úr peningahyggj- unni sem alltaf er verið að skamma, heldur nota hana til góðra verka – og þá ekki sízt til að varð- veita arfleifðina, ég tala nú ekki um tunguna eins og Einar skáld Benediktsson reyndi að innræta okkur með andagift sinni og stóriðju- draumum. Í þeim efnum getum við haft Sama- konuna sem fyrirmynd: Á sameiginlegum fundi Sama og norskra embættismanna var einn Samanna spurður, hvort hann þyrfti ekki á túlki að halda. Nei, svaraði konan, þess þarf ég ekki. En ég mun tala á samísku, svo að vel getur verið að þið þyrftuð á túlki að halda! Þetta finnst Crystal góð saga og engin þjóð- remba. Stolt og metnaður kemur neikvæðri þjóðrembu ekkert við. Hvorttveggja er einfald- lega einn þáttur arfleifðar, ekki sízt varðveittur í tungunni. En öll viðleitni, öll ræktun á sitt hvetjandi upphaf í hugarfarinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.