Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 11 samband þeirra á allra vitorði og hjónabönd beggja leystust upp. Slæm eftirköst urðu eftir sambandsslit Yoko og Cox en hann rændi Kyoko, þá 5 ára gamalli, eftir helgarheimsókn. Þrátt fyrir að Lennon og Yoko hafi fengið for- ræðið yfir Kyoko eftir málaferli tókst Cox, sem var félagi í bandarískum dómsdags-sértrúar- söfnuði að sjá svo um að Yoko sá ekki dóttur sína í meira en 30 ár. Það var fyrst núna fyrir 4 árum að Kyoko hafði samband við móður sína og það var ekki fyrr en á þessu ári, árið 2001, að Yoko Ono fékk að hitta dótturdóttur sína Emi í fyrsta skipti. Haft hefur verið eftir Yoko að hún hyggist ánafna Emi og Sean, syni þeirra Yoko Ono og Johns Lennons ( fæddur 10. september 1975), auðæfum sínum og Lenn- ons. Allt fram að sviplegum dauða Lennons árið 1980 var samband þeirra hjóna mjög náið og þau hvort öðru háð. Þau unnu saman að ýms- um spennandi verkum og nýsköpun bæði í tón- list og myndlist. John vann með henni að myndlist og kvikmyndaverkum og Yoko fann sína eigin rödd í tónlistinni. Þó að tónlistarlega væri Yoko misskilin framan af hafði hún mikil áhrif á á síðpönkið og nýbylgjuna; á hljóm- sveitir eins og Talking Heads, Blondie og B-52́s m.a. Að auki settu þau skötuhjú á svið ýmsar uppákomur til að stuðla að friði á jörðu meðan Víetnam-stríðið stóð sem hæst. Frægust þeirra er „Bed-in“ gjörningurinn sem framinn var í Alexis-hótelinu í Amsterdam árið 1969, en þau eyddu viku af hveitibrauðsdögum sínum uppi í rúmi til að mótmæla stríðinu. Vakti það mikla athygli fjölmiðla og almenn- ings. „Hjónaband mitt myndi hvort sem er vekja heimsathygli og af hverju ekki að nýta það til góðs og beina athyglinni að friði,“ sagði Lennon um ástæður gjörningsins. „List er friðsamleg aðferð til að ná fram breytingum á heiminum,“ segir Ono. Heimskir rassar Um miðjan sjöunda áratuginn hóf Yoko að nýta sér kvikmyndatæknina sem miðil fyrir listsköpun sína. Fyrsta mynd hennar var gerð árið 1964, Film No. 1, og fjöldi annarra fylgdi í kjölfarið. Þar á meðal eru til dæmis nektark- vikmyndin „Smile“ frá 1969, sem hún gerði í samvinnu við Lennon en myndin er nærmynd í miklum hægagangi af getnaðarlim Lennons á leið úr afslöppun í fulla reisn. Kvikmyndum Yoko Ono má skipta í þemu. Hið fyrsta er nærmyndir þar sem nakinn lík- ami er skoðaður. Dæmi um það er verkið „Bottoms“ sem samanstendur af myndum af berum rössum 365 manna, sem svöruðu aug- lýsingu í dagblaði vegna kvikmyndarinnar, og fyrrnefnd mynd af getnaðarlimi Lennons. Í öðru lagi eru leikrænar myndir og að síðustu eru það myndir í heimildarmyndastíl, eins og til dæmis „Bed-In“ frá 1969 sem er upptaka á friðargjörningi hjónanna í rúminu á hótelher- berginu í Amsterdam. Um gerð myndarinnar „Bottoms“ segir Yoko Ono meðal annars: „Ráðherrar, verka- menn, fallegar konur og ljótar konur eru öll jöfn þegar þegar þau eru nakin. Rassar þeirra líta sakleysislega út og lifa sjálfstæðu lífi. Ég setti eftirfarandi auglýsingu í blaðið: „Óska eftir gáfulega útlítandi rössum til að leika hlut- verk í kvikmynd. Þeir sem eiga heimska rassa þurfa ekki að hafa fyrir því að sækja um.“ Frá dauða Johns hefur Yoko verið virk á listasviðinu. Hún hefur haldið fjölda sýninga á myndlist sinni, gefið út 3 hljómplötur, farið tvisvar í hljómleikaferðalög og samið tvo söng- leiki sem sýndir hafa verið „Off Broadway“. Yoko er í dag viðurkenndur og eftirsóttur listamaður sem aldrei fyrr og er almennt við- urkenndur áhrifavaldur í myndlist, kvik- myndalist, tónlist, leikhúsi og sjálfsagt enn víð- ar. Hún hefur þurft að þola margt slæmt í lífinu en að hennar sögn er það listin sem hefur hjálpað henni þegar erfiðleikar hafa steðjað að. Að lokum tel ég við hæfi að benda á pistil sem Yoko Ono var beðin um að skrifa fyrir tímaritið Rolling Stone vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum hinn 11. september sl. en þar kemur kjarninn í friðarhugsun hennar fram. Pistlillinn er birtur í heild á www.instantk- arma.com, tímaritinu um John og Yoko, á eft- irfarandi netslóð: http://www.instantkarma.com/yoseptem- ber11essayrs102501.html Öll verkin á sýningu Yoko Ono krefjast þátttöku áhorfandans. Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér og hinsvegar orðanna kjöt og smjör ? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u? SVAR: Myndirnar kjet og smjér tengjast ekki svo- nefndri „hljóðvillu“ heldur er um að ræða hljóð- breytingu sem fram kom á 16. öld, það er af- kringingu á – jö –. Þessar orðmyndir munu hafa þekkst víða um land en lengst hafa þær haldist um norðan- og norðvestanvert landið. Til þess benda svör við fyrirspurnum Orðabókar Há- skólans. Orðmyndirnar kjet og smjer hafa haldist um land allt í ákveðnum föstum orðasamböndum. Langflestir sem svöruðu Orðabókinni nota til dæmis kjet í sambandinu kemur það enn, kjet í skjóðu sem notað er í merkingunni „endurtekur það sig nú, kemur það nú enn einu sinni“. All- margir utan Norðurlands tala líka um smjer í orðasambandinu að bleyta smjerið „tóra, vera enn á lífi“, það er „á meðan ég bleyti smjerið“, ’á meðan ég tóri’. Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir („A“ eldra en „a“)? SVAR: Upphafsstafir voru fátíðir í upphafi setninga í elstu handritum. Þeir voru þó oft notaðir í upp- hafi málsgreina og í byrjun kafla voru þeir iðu- lega stórir og skreyttir. Í eiginnöfnum eða ör- nefnum voru þeir nánast aldrei notaðir. Þessi ritvenja hélst fram um 1500 eða fram á 16. öld. Þegar kom fram á 16. öld voru upphafsstafir meira notaðir en áður bæði í upphafi setninga og í sérnöfnum. Ekki var óalgengt að önnur orð en sérnöfn væru skrifuð með stórum staf, eink- um nafnorð. Prentun íslenskra verka hefst um 1540 og virðist þá ekki hafa ríkt föst regla um notkun upphafsstafa. Hún er tekin að skýrast í lok 18. aldar en festa kemst ekki á fyrr en á 19. öld. Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu? SVAR: Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúfskelinni (Arctica islandica ), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsög- unnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar sam- lokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúfskeljar- innar, og þar með elsta dýr sem skráðar heim- ildir eru um, reyndist vera um 220 ára gömul samloka sem fannst undan ströndum Írlands um miðbik tuttugustu aldar. Jón Már Halldórsson. Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni? SVAR: Þegar við erum á norðurhveli jarðar sýnist okkur öll himinhvelfingin snúast um möndul sem liggur um punkt á himinkúlunni sem við köllum norðurpól himins . Hann er alltaf í sömu stefnu miðað við athuganda sem heldur sig á sama stað á jörðinni. Hann er líka sem næst kyrr miðað við fastastjörnurnar en færist þó of- urhægt miðað við þær, og það nefnist pólvelta. Ef við hugsum okkur lóðlínu frá him- inpólnum þá sker hún sjóndeildarhringinn í há- norðri miðað við athugunarstað. Sá staður er raunar líka í stefnu frá okkur til norðurpóls jarðar. Jörðin snýst í raun og veru um möndul gegnum hann og suðurpólinn og fyrrnefndur sýndarsnúningur festingarinnar er afleiðing eða spegilmynd þess snúnings. Hornið sem stefnan til himinpólsins myndar við lárétt nefn- ist pólhæð og er jafnt landfræðilegri breidd at- hugunarstaðar. Í Reykjavík er þetta horn því 64 gráður og 8,4 mínútur. Pólstjarnan er um eina gráðu frá norðurpól himins. Hún fylgir fyrrnefndum snúningi fest- ingarinnar og fer eftir litlum hring um pólinn, nálægt því eina umferð á sólarhring, samanber myndina hér á eftir. Pólstjarnan er því alltaf nálægt hánorðri á athugunarstað. Þegar hún er beint fyrir neðan eða ofan pólinn er hún ná- kvæmlega í norðri en lóðlína frá henni getur vikið um nokkrar gráður frá hánorðri á sjón- deildarhringnum hér norður frá. Hæð hennar í Reykjavík er samkvæmt framansögðu 63–65 gráður (víkur allt að einni gráðu frá hæð póls- ins, til eða frá). Í mörgum menningarsamfélögum hafa menn notfært sér Pólstjörnuna til að rata um ókunn lönd og um hafið í siglingum. Hæð hennar segir til um landfræðilega breidd og stefnan til henn- ar sýnir norður eins og hér hefur verið lýst. Hér á norðurslóð er hún svo hátt á lofti að hún sýnir norður ekki alveg eins skýrt og í suðlægari lönd- um. Auk þess eru bjartar nætur hér á sumrin eins og kunnugt er og menn geta þá ekki notað Pólstjörnuna í þessum tilgangi á ferðalögum. Myndir: Þorsteinn Vilhjálmsson, 1986. Heimsmynd á hverfanda hveli , 1. bindi. Reykja- vík: Mál og menning, bls. 29 og 149. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði. KÉT OG SMÉR OG KJÖT OG SMJÖR Yfir jólin og áramótin fjallaði vísindavefurinn meðal annars um hver sólguðinn Helíos væri, hvaða dýr heyrði best, hver væri skilgreining sjálfræðis og hvað væri allsherjarregla sem fjallað er um í stjórnarskránni. VÍSINDI Ljósmynd af dægursnúningi festingarinnar. Myndin sýnir slóðir fastastjarnanna kringum Pólstjörnuna á ljósmynd sem tekin er „á tíma“, nánar tiltekið á 8 klukkustundum. Skýrasti boginn nálægt miðju myndarinnar er eftir Pólstjörnuna. Þannig sýnir myndin meðal annars að hún er ekki nákvæmlega í snún- ingsmiðjunni sem er norðurpóll himins. (Struve 21; eftir ljósmynd frá 1907.) Þegar við höldum í suðurátt frá Reykjavík lækkar Pólstjarnan smám saman á himninum, um jafnmargar gráður og landfræðileg breidd minnkar, eða um eina gráðu fyrir hverja 111 km sem við færumst suður á bóginn. Þetta sést vel á myndinni hér á eftir. Hvernig pólhæð fer eftir stað á jörðinni. Hæð himinpólsins (Pólstjörnunnar) (hornið  myndinni) breytist þegar ferðast er í norður eða suður. Ef grannt er skoðað, kemur í ljós breytingin á  er í beinu hlut- falli við vegalengdina sem farin hefur verið í stefnuna NS. Þetta sýnir að menn hafa ein- mitt farið eftir hringboga og ekki neinum öðrum bognum ferli. Jafnframt því sem póll- inn hækkar eða lækkar, breytist hinn sýni- legi stjörnuhiminn á ferðalögum af þessu tagi. Þegar kemur suður fyrir miðbaug, hverfur Pólstjarnan með öllu og olli það mönnum bæði ótta og öðrum vandræðum í siglingum suður á bóginn í upphafi nýaldar. EINKUNNARORÐ Yoko Ono eru að allir geti verið listamenn og hjálpað til við að gera heim- inn betri og fallegri. Hér eru nokkur verk sem hver sem er getur búið til sjálfur. Hreinsunarverk 1996 Búðu til númeraðan lista af sorgarand- artökum í lífi þínu. Raðaðu upp steinum sem eiga við fjölda atvika. Bættu steini við í hvert skipti sem þú verður sorgmædd/ur. Brenndu listann og njóttu þess að horfa á steinahrúguna og fegurð hennar. Búðu til númeraðan lista af hamingjustund- um í lífi þínu. Raðaðu upp steinum sem eiga við fjölda hamingjustunda. Bættu steini við í hvert sinn sem hamingjustund á sér stað. Berðu þessa steinahrúgu saman við hrúguna með sorgarsteinunum. Málverk fyrir nagla og hamar 1961 vetur Negldu nagla í spegil, glerbrot, strengdan striga, spýtu eða málm á hverjum morgni. Taktu einnig upp hár sem datt í gólfið þegar þú greiddir þér um morguninn og bittu það um naglann sem þú negldir. Verkinu er lokið þegar yfirborðið er þakið nöglum. Málverk til að horfa á himininn Boraðu tvö göt á strengdan striga. Hengdu hann þar sem þú getur séð himininn. (Breyttu staðnum sem þú hengir strigann upp. Prófaðu bæði framgluggana á íbúðinni og bakgluggana, til að sjá hvort himinninn er mismunandi á stöð- unum tveimur.) Klippiverk 1964 Klipptu. Þetta verk var framkvæmt í Kyoto, Tókýó, New York og London. Það er venjulega fram- kvæmt þannig að Yoko Ono kemur á sviðið, sest niður og setur tvenn skæri á gólfið fyrir framan sig og býður síðan áhorfendur að koma á sviðið, einum í einu, og klippa hluta af fötum hennar (hvar sem þeir vilja) og taka með sér. Gjörn- ingalistamaðurinn þarf samt ekkert endilega að vera kona. Málverk fyrir heilsandi hendur (málverk fyrir skræfur) 1961 haust Gerðu gat í strengdan striga, stattu á bakvið og stingdu höndunum út í gegnum götin. Taktu á móti gestum þínum þannig. Heilsaðu með handabandi og talaðu við fólk með höndunum. Málverk sem er einungis til þegar gerðar eru eftirmyndir af því eða það er ljós- myndað 1964 vor Láttu fólk gera eftirmynd af málverkum þín- um eða ljósmynda þau. Eyddu frumgerðunum. Bættu við litum-málverk 1960 Bættu við litum. (Á Impressions voru þrír strengdir strigar og fyrir neðan þá málning og penslar. Strigarnir voru þegar þaktir hinum fjölbreytilegustu litum og myndum. Aths. Þ.B.) Dansverk 1961 Bjóddu í danspartí. Láttu fólk dansa við stóla. Sólarverk 1962 vetur Horfðu á sólina þar til hún verður að ferningi. Púls verk 1963 vetur Hlustið á púls hvers annars með því að leggja eyrað við magann á hverju öðru. Nokkur skipana/leiðbeiningaverk Yoko Ono á sýningunni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.