Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 D ANIR hafa átt marga drjúga myndhöggvara í tímans rás, liggur hér beinn þráður frá Thorvaldsen og fram til dagsins í dag. Thorvaldsen kom með hina stílmótandi nýklassík frá Róm til Dan- merkur, og við það jókst til stórra muna vegur höggmyndalistarinnar, sem lengstum hafði staðið í skugga málverksins. Raunar er saga danskrar höggmyndalistar mun lengri svo litið sé til víkingatímabilsins og forn- aldar, en á annars konar stílsögulegum forsend- um, þótt listamenn hafi hagnýtt sér eitt og ann- að úr þeirri gullkistu. Það var þó raunar myndhöggvarinn J.F. Saly sem ruddi brautina, en hann hafði verið sóttur til Frakklands árið 1753, gagngert í því augna- miði að móta riddarstyttu af Friðriki fimmta. Trónir hún á miðju Amalíutorgi í Kaupmanna- höfn og þykir eitt af meistaraverkum tímanna á vettvanginum í Evrópu, jafnframt höfuðverk listamannsins. Saly var svo ráðinn prófessor í höggmyndalist við hinn nýstofnaða konunglega fagurlistaskóla við Kóngsins nýjatorg árið 1754, hinn fyrsti í sögunni. Jafnframt forstöðumaður skólans, þannig að úr dvöl hans teygðist allt fram til ársins 1771, þá hann lét af störfum og hvarf á heimaslóðir. Lifði þó engu sældarlífi í borginni við Eyrarsund, varð þannig að eyða ómældum tíma frá eigin skapandi vinnu við uppbyggingu deildarinnar og almenn stjórnun- arstörf. Kaupmannahöfn var á þeim tímum langt frá höfuðstraumum samtímalistarinnar og vega- lengdir miklar, en stofnun deildarinnar breytti viðhorfi manna til listgeirans umtalsvert. Bein og óbein áhrif höggmyndadeildarinnar hafa all- ar götur síðan sett mark sitt á þróunina innan fagsins, einnig um framsækin viðhorf. Deildin þó lengstum íhaldssöm, en hér lærðu menn sitt handverk eins og það hafði gengið í erfðir frá ómunatíð og að því loknu var hverjum og einum frjálst að hagnýta sér tillærða og áunna færni í listsköpun sinni á eigin ábyrgð, svo sem fyrir honum lá. Ófyrirséð hvörf verða jafnaðarlega í tímans rás, Danir sem sóttu upprunalega undirstöðu myndlistar sinnar til Frakklands sem og Þýska- lands og Ítalíu, gerðust rúmum 200 árum eftir komu J.F. Saly og stofnun höggmyndadeildar- innar, áhrifavaldar um núviðhorf í innstu hring- iðu heimslistarinnar í París. Hér voru þeir mál- arinn Ricard Mortensen og myndhöggvarinn Robert Jacobsen ótvírætt fremstir meðal jafn- ingja á síðustu öld og þá einkum á fimmta og sjötta áratugnum. Þeir félagar gengu öllu djarf- legar og hreinna til verks í heimsborginni en landar þeirra fram að þeim tíma, samtíða ís- lenzkir listamennn nánast sveitalubbar í sam- anburði. En allt á sér sína forsögu og atburða- rás, þar sem örlög og tilviljanir leggja eitt og annað á vogarskálarnar, bein tengsl Dana við heimslistina vitaskuld jarðbundnara en ein- angraðra eyjaskeggja langt úti á Ballarhafi. Þá skondnu sögu sögðu Danirnir listhöndl-aranum Denise René varðandi aðdrag-andann að komu þeirra í hennar rann; aðí Kaupmannahöfn hefðu þeir hitt eist- neskan listamann Adja Junkers að nafni, sem kvæntur var sænskri konu, og í heilan dag drukkið með honum full lífsins og listarinnar á norræna vísu. Er dvalartími Eistlendingsins var á enda fylgdu þeir honum á aðaljárnbraut- arstöðina og að norðurhraðlestinni. Einmitt í þann mund er eimreiðin hélt af stað, sagði hann við þá að skilnaði: „Heyrið annars, ef þið skyld- uð einn góðan veðurdag eiga leið til Parísar, er það á Rue de la Boétie nr. 124, sem hlutirnir gerast og þangað skuluð þið halda!“ Einn góðan veðurdag bar félagana frama- gjörnu svo að í heimsborginni, komu sér fljót- lega fyrir á sveitabýli í Suresnes í nágrenni Par- ísar, sem menn höfðu þegar augastað á sem dönsku listamannahúsi. Hlaut nafnið „La Mais- on des Artistes Danois“, en var þá í mjög frum- stæðu ástandi. Voru fljótir að taka veisluglaða Eistlendinginn á orðinu og leggja leið sína í göt- una sem hann nefndi og Galerie Denise René til að heilsa upp á fólkið. Jacobsen kunni hrafl í ensku, en Mortensen gat bjargað sér á frönsku, hafði verið með félaga sínum úr einkaskóla Bizzie Høier, málaranum Ejler Bille í París fyr- ir stríð, til að skipuleggja sýningu á úrkynjaðri list. Í sambandi við þá framkvæmd kynntust þeir svissneska myndhöggvaranum Alberto Giacometti og rússneska málaranum Vassily Kandinsky og varð þeim vel til vina. Er þá félaga bar að á Rue de la Boetié nr. 124, svipti Jacobsen upp hurðinni og sagði hátt og snjallt: „Hér er ég, já hér er ég!“ Denise René sem sjálfsagt hefur orðið hvumsa við þessa svip- miklu innrás í ríki sitt, mun strax hafa litist vel á hina hugumstóru norrænu víkinga. Fallið fyrir óvæntri umbúðalausri og djarflegri uppákomu þeirra, hinum þrekna og ákveðna Jacobsen, granna, hávaxna og fágaða Mortensen. Í öllu falli voru þeir báðir komnir undir verndarvæng hennar sama ár og tóku þegar í ársbyrjun 1948 þátt í samsýningu með mörgum helstu bógum framsækinnar samtímalistar í París, og sýndu þar reglulega í meira en áratug. Rétt er að fram komi hér að ekki voru nema í mesta lagi þrjú ár síðan Denise René fór af stað með listhús sitt. Var að eigin sögn rekin áfram af þeim sama eldmóði sem einkenndi frelsisbar- áttuna, óþreyju og ákafa fólksins að byrja aftur eftir að París var laus undan oki hernámsins. Allt var þá sem ferskt og nýtt, fólk fylltist fögn- uði og bjartsýni á tilveruna og framtíðina, hin eldri gildi skyldu helst jörðuð í eitt skipti fyrir öll. Trúlega álíta margir það lið í kvenréttinda-baráttunni að kona skyldi á þeim tímaleggja í að opna listhús sem á viðlíka háttsópaði að fyrir nýviðhorf í sjálfri Mekka heimslistarinnar, samkeppni eðlilega hörð. Því hefur Denise René afneitað með öllu, eins og raunar fleiri franskar konur sem komist hafa á tindinn: „maður gerir það sem maður getur, með þeirri skapgerð, sterku hliðum og hæfi- leikum sem maður nú einu sinni hefur“ eins og hún sagði einhverju sinni orðrétt. Jafnframt: „ég álít það ekki meira afrek af konu en karl- manni að gera það sem ég hef gert…“ Listhúsið var þá þegar orðið víðfrægt eða kannski frekar alræmt fyrir nýviðhorf er Dan- ina bar að sem var ekki svo lítið afrek, þetta höfðu þó fram að þeim tíma verið ár þreifinga og tilrauna. Meðal þeirra sem áttu verk í fram- níngum listhússins fyrstu árin voru til að mynda Dewasne, Deyrolle, Vasarely, Magnelli, Arp, Calder, (Julio) Gonzales, Giacometti, Calder, Laurens, Picasso, Gilioli o.fl. Þá var hún einna fyrst að kynna hreyfilist manna eins og Nicolas Schöffer og Jesus Rafael Soto. Meðal helstu Hluti af skúlptúr 1949, járn, blátt og rautt. Farþegi, 1955, patinerað járn. Denise René 1949 með Dewasne, Vasarely, Jacobsen, ónafngreindur og Deyrolle. INNGRÓIN MEÐVITUND UM RÝMI Sýningin Robert Jacobsen & París hefur staðið yfir í Ríkis- listasafninu Kaupmannahöfn frá 15. september og lýkur 13. janúar 2002. Hermir mikið til af tímabili farsæls sam- starfs hins víðkunna myndhöggvara við listhöndlarann Denise René í París. BRAGI ÁSGEIRSSON skoðaði sýn- inguna sem varð honum tilefni ýmissa hugleiðinga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.