Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Side 2
2 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið I. KAFLI Vinnan er guðs dýrð Í formála síðari útgáfu æskuverks Halldórs Laxness, Barns nátt- úrunnar, segir skáldið m.a. að nákominn vinur, sem hann tekur mark á, hafi sagt við sig, „að Barn náttúrunnar, fyrsta bók mín, samin 1918, væri í senn útdráttur, niðurstaða og þversumma af öllu því sem ég hef skrifað síðan; að síðari bækur mínar væru allar ein- tóm greinargerð fyrir þeim niðurstöðum, sem komist er að í Barni náttúrunnar“. Margt er auðveldara en skýra hver sé niðurstaða eða þversumma af ritverkum Halldórs Laxness. Samt hlýtur maður að staldra við þessi ummæli, gefa þeim gaum, þótt ekki sé hægt að skýra þau í fljótu bragði. Í Barni náttúrunnar blandast vísvitandi og óvísvitandi skáld- skapur og veruleiki. Þar er þjóðfélagslegt ívaf, þar er tekin sið- ferðileg afstaða, enda eru aðalátök bókarinnar um „siðferðilegan grundvöll mannlífsins“, náttúran er í senn takmark og umgjörð og loks er guð svo nálægur, án þess honum séu gerð sérstök skil, að vel mætti komast svo að orði að hann sé aðalpersóna sögunnar. Leitin að honum er leiðsögustef bókarinnar. Randver Ólafsson, önnur aðalsögupersónan, kemur heim til Ís- lands frá Vesturheimi, þar sem hann hefur notið alls sem auður getur veitt – alls nema friðar í sál sinni. Hann kemur úr eins konar helvíti til að hreinsast og frelsast í nýju landi. Hreinsunareldurinn er íslenzk sveit, hann ætlar að verða bóndi. Og guð er alls staðar nálægur í náttúru landsins. Náttúran er sú tæra lind, sem streymir um sál mannsins og skolar soranum burt. Eins konar rousseauismi. Heiðarleg vinna í skauti íslenzkrar náttúru er boðskapur bók- arinnar. „Sá sem býr fyrir ofan heiðblámann hefur vakið okkur. Hann hefur vísað skammdeginu á bug með alla ljótu draumana og gefið okkur aftur vor ástarinnar – hið eilífa vor. Þökkum honum. Og áður en við byrjum á vinnu okkar í dag skulum við snúa okkur til hans í þökk og bæn, og segja: „Himneski faðir!““ Það hlýtur að vekja athygli, að í skáldverki Halldórs Laxness, Kristnihaldi undir Jökli, segir á einum stað: „„Vinnan er guðs dýrð,“ sagði amma mín.“ Og seinustu orð Jóns prímusar við Umba í þeirri sömu bók eru: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.“ Þau orð minna á ljóðið í Barni náttúrunnar: Dáið er allt án drauma og dapur heimurinn. Niðurstöður fimmtíu ára skáldferils Halldórs Laxness má þannig finna í fyrstu bók hans. Þótt ekki væri nema fyrir þær sakir hlýtur hún að teljast merk tímamót í sögu íslenzkra bókmennta. Og þrátt fyrir vanþroska og augljósa galla er hún ótrúlega þroskað verk, þegar aldur höfundar er hafður í huga. Það er ekki á hverjum degi sem 16 ára drengir skrifa skáldverk á borð við Barn náttúrunnar. Það er ekki að sjá af bókinni, að höfundurinn hafi gengið annan dintinn á stuttbuxum, þó við höfum orð hans sjálfs fyrir því. Gagn- rýnendum hefði verið vorkunnarlaust að gera sér grein fyrir því fyrirheiti sem bókin gaf, en einn þeirra lætur gott heita að afgreiða hana með svofelldum orðum: „Skáldeðlið sýnist vera takmarkð.“ En það var einmitt skáldeðlið, sem var með ólíkindum, hvorki barnaskapurinn, ókostirnir né hátíðleikinn. „Við erum eins og pöddur sem breytast úr einu formi í annað á þróunarferli sínum. Sumar breytast með því að fara í gegnum önn- ur dýr,“ sagði Halldór við mig þegar ég hitti hann eitt sinn að máli. Í Barni náttúrunnar er almennur kristilegur andi, sem Halldóri Laxness var innrættur, þegar hann var að alast upp. Síðan les hann allt sem hann kemst yfir um austurlenzka speki, þar á meðal bæði Bhagavad Gita og Bókina um veginn, en hallast svo að kaþólskri trú hálfum áratug eftir að hann skrifar Barn náttúrunnar. Halldór Laxness hefur, ekki síður en við hin, breytzt úr einu formi í annað. Hann hefur tamið sig við margar kenningar og skoð- anir og aðhyllzt ýmis heimspekikerfi, sem hann svo hefur misst áhuga á og varpað fyrir borð. Hann hélt upp á fimmtíu ára rithöf- undarafmæli sitt með orð ömmunnar um vinnuna og guðsdýrð hið næsta hjarta sínu. Halldór Laxness segir, að hann hafi fundið mjög sterka trúarlega tilhneigingu í Barni náttúrunnar, þegar hann las hana aftur fyrir nokkrum árum. „Þessara tilhneiginga verður minna vart í sumum seinni bókum mínum. En í mér hefur alltaf verið einhver grundvöll- ur trúarlegrar háspeki.“  Í báðum útgáfum Barns náttúrunnar hefur sagan undirtitilinn: Ástarsaga. Skáldið hefur ekki séð ástæðu til að fella burt þessa ein- kunn í síðari útgáfunni. Samt segir hann í formálanum að það hljóti að vera einhver misskilningur, þegar Barn náttúrunnar er kölluð ástarsaga. „Má vera,“ segir hann, „að það sé eitthvert strákapar í auglýsingamennsku til að laða fólk að búðinni – eins og þegar Ei- ríkur rauði skírði jökulinn Grænland.“ Ástarsaga? „Þetta eru rómantískar hugleiðingar um pilt og stúlku, eins og siður var að skrifa í kynslóðinni á undan okkur,“ segir skáldið, þegar ég inni hann eftir þessu. „Þetta er ekki í nein- um skilningi ástarsaga, heldur hugleiðingar unglings um ást, skrif- aðar af saklausum og reynslulausum skólapilti ofan úr sveit. Það er mikill munur að bera saman Barn náttúrunnar og Viktoríu Hams- uns. Viktoría er ástarsaga eins og þær voru bezt samdar í þeirri kynslóð. Skáldið kafar djúpt í tilfinningalíf persónanna og lýsir þeim á ljóðrænan og áhrifamikinn hátt. En Hamsun var ekki ein- ungis fullveðja maður þegar hann skrifaði Viktoríu, heldur einnig fullveðja rithöfundur. Ég skrifaði Barn náttúrunnar tveim árum eftir að ég var fermdur.“ Halldór kvaðst hafa nefnt Viktoríu „til þess eins að leggja áherzlu á þann mun sem er á ástarsögu og – að ýmsu leyti – ekki ógeðslegum hugmyndum 16 ára drengs um ástina“. En hvað um ástarsögur nú á dögum? Skáldið segir að ástarsögur séu ekki lengur skrifaðar. „Nú eru skrifaðar kynfærasögur og klámtrúarbókmenntir,“ segir hann. „Ég var mjög nærri rómantík- inni þegar ég skrifaði Barn náttúrunnar.“ Hann segist ekki gera ráð fyrir að æskufólk nú á dögum sakni bóka eins og Barns náttúrunnar. Það sækir kraft sinn í annað upp- eldi og aðra heimsmynd. Í Barni náttúrunnar er „heilbrigður hugs- unarháttur“, eins og hann gerðist snemma á þessari öld. „Margt í þessum hugsunarhætti finnst æskunni vafalaust heldur barnslegt framlag til nútímalífs, og líklega hlægilegt. Það væri samt athygl- isvert verkefni að kanna hvernig æskufólki nú á dögum geðjist að Barni náttúrunnar – rannsóknarefni að fá úr því skorið hvort því þyki sá boðskapur frambærilegur að leita guðs í náttúrunni og vinnunni eða hvort það hafnar siðferðilegum undirstöðum slíkra skoðana.“ Halldóri Laxness var innrættur hugsunarhátturinn í Barni nátt- úrunnar þar í sveit sem hann ólst upp, án þess hann væri þó prédik- aður yfir honum. „Faðir minn var lútherskur og lét þar við sitja, en móðir mín var heldur áhugalítil um trúmál.“ Ég spurði hann hvað hann ætti við með orðum „lét þar við sitja“. „Hann hafnaði ekki lútherskum rétttrúnaði, þó hann þekkti vel bækur og skoðanir, sem gengu í aðra átt. Hann las einlægt sjálfur, eða lét lesa húslestra. Öll trúrækni er formsatriði eins og kurteisi. Þegar hann var veikur las Halldóra gamla Álfsdóttir eða einhver annar heimilismaður. Mér leiddust þessir lestrar, fór oft út fullur af andlegum hroka þegar farið var að lesa. En í frumbernsku var ég mjög „trúaður“, meira að segja „hjátrúarfullur“. Ég man svo langt að ég trúði því statt og stöðugt að til væri huldufólk.“ Kristindómurinn var sem sé grundvöllurinn að þessu öllu. Jafn- vel Hulda Stefánsdóttir, „fegursta stúlkan í veröldinni! Ástin mín! Lífið mitt! Þú sem hefur gert kvenhatarann í mér að heitasta elsk- huga! Þú sem hefur töfrað mig og hrifið!“ – hún skildi kristindóm- inn að lokum. Hún sem hafði neitað „að trúlofast“ og undirgangast aðra siði venjulegs fólks, því að „siðir eru ekki annað en hnapp- helda sem ræflar og heimskingjar hefta sig með“ – jafnvel hún skildi þetta að lokum. Og hún, þetta villta náttúrubarn, sem ætlaði að selja sálu sína fyrir nautnir og utanlandsferðir með kaupmang- ara og braskara, gerir málið upp við sig og ákveður að flytjast með Randver þangað sem trúað er á guð og Ísland.  Halldór Laxness kvartar nú undan því í formála, að Barn náttúr- unnar hafa birzt á prenti án þess að hann hafi séð prófarkir, sumu jafnvel verið breytt. Reyndar hafi hann verið búinn að missa áhug- ann á verkinu, áður en það kom út, faðir hans hafi látizt þá um sum- arið og hann var sjálfur stokkinn úr landi. Auk þess hafði pilturinn ný verk í smíðum; var meira að segja farinn að skrifa á dönsku. En þessi innborna léttúð varpar nokkru ljósi á rithöfundarferil Hall- dórs Laxness. Hann hefur ekki verið við eina fjöl felldur. Og aldrei fest sig í gildru neinnar sérstakrar stefnu eða tízkufyrirbrigðis svo hann gæti ekki losað sig aftur þegar honum sýndist. Hann hefur að vísu verið alæta á kerfi og skoðanir en aldrei bundinn á klafa neinn- ar liststefnu eða fjötrast við kreddu fyrir fullt og allt. Í formálanum segir hann að orðið „fardagaflan“ hafi komið fyrir hjá sér, en í próförk verið breytt í ferðalagaflan, orð sem hann kannast ekki við. Fardagaflan var gamalt orð og gróið í munni þess fólks sem hann kynntist í æsku, og þýðir í rauninni vorhret, og sér hver maður, hvílíkur munur er á þessum tveimur orðum. Nú hefur orðið komizt inn í söguna á réttum stað fyrir tilverknað Ragnars í Smára. En það er ekki þar með sagt að það svari tilgangi sínum þarna, og það hefur hinn fyrsti prófarkalesari sjálfsagt fundið, hver sem hann hefur verið. Halldór Laxness segist hafa numið íslenzka tungu af vörum ömmu sinnar, Guðnýjar Klængsdóttur, sem var sjötug þegar hann fæddist; og reyndar fólks úr öllum landshlutum sem dvaldist leng- ur eða skemur í Laxnesi. Þar lagði hver sitt sérstaka tungutak á borð með sér. Margvíslegt mál þessa fólks festist honum í minni. „Einu sinni settist að hjá okkur í Laxnesi tólf manna fjölskylda austan úr Hornafirði. Þetta fólk var gullnáma að máli til.“ Halldór Laxness hafði gengið í háskóla þessa fólks þegar hann skrifaði Barn náttúrunnar, þess sér staði í bókinni. Náttúrubarnið frá Hólum er meira að segja ekki ólíkt sumum stallsystrum sínum í íslenzkum fornsögum, eitthvað skylt Hallgerði langbrók. Einar bóndasonur sem fyrst verður ástfanginn af Huldu fremur sjálfs- morð. Randver fer í hundana þegar Hulda tekur saman við Ara, og loks fargar Ari sér og situr „þar í stóli, dauður, með kníf í hjarta, annað augað útá kinn, hitt sært“. Í lífi Huldu eru goðsögulegar hörmungar eins og við könnumst við úr hrikalegustu eddukvæðum. En svo er annað. „Die Sonne war noch nicht aufgegangen –“ segir í upphafi frægr- ar þýzkrar smásögu, Larrabíata, eftir Paul Heyse. Heyse skrifaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.