Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Blaðsíða 4
4 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið trúnað við hjarta sitt. Þetta er oft inntak í verkum hans, Prjóna- stofunni og Dúfnaveislunni, svo dæmi séu nefnd. Kannski hefur hann aldrei staðið nær neinni persónu en pressaranum – mann- inum, sem bauð allri símaskránni í veizlu; einu bókinni þar sem merkilegir menn standa við hliðina á ómerkilegum. Það er í Hall- dóri Laxness, sem þeir eiga allir bágt, hver á sinn hátt. Honum hef- ur hvorki glapnað heyrn né sýn. Í verkum hans kenna aðrir ekki aðeins til. Þeir læra einnig að lifa. II. KAFLI Að trúa ekki á stál Gerpla, bókin um blekkinguna. – Við sitjum í skrifstofu skáldsins, en það er sambandslaust á milli okkar ennþá. Á hverju eigum við að byrja? Skáldið gengur að glugganum, horfir út, segir: „Varstu með keðjur?“ „Já,“ svara ég. „Þetta er undarlegt tíðarfar í október. Hér er óvenjulegt að snjói fyrir fyrsta vetrardag.“ Skáldið gengur að bókaskápnum, tekur litla bók og réttir mér. „Og þú vilt aðallega ræða um Gerplu,“ segir Halldór skáld og sezt. „Þarna hefurðu hana í nýju fjöldaútgáfunni hans Ragnars í Smára.“ Nú fer þetta að lagast, hugsa ég með mér, skáldið er í góðu skapi og virðist leika á als oddi: „Já, það er einmitt. Það er kannski tíma- bært að tala um Gerplu núna.“ Hann bendir á bókina sem ég er að handleika: „Þetta er ódýrasta bók, sem gefin hefur verið út á Íslandi, hugsa ég. Hún kostar aðeins 20 krónur, það svarar til þess að hún hefði kostað 2 krónur fyrir stríð. Ég held það hljóti að vera reyfarakaup. Það er víst alveg ómögulegt að nokkur gróði geti orðið á þessari bók, hvað mikið sem hún selst. Þetta er áreiðanlega gert af einber- um menningaráhuga.“ „Hvernig fórstu að því að ná þessum sérkennilega stíl, sem er á bókinni?“ „Það hefur verið sagt um okkur Reykvíkinga, að við verðum að læra íslenzku eins og útlendingar. Þetta var einnig sagt um Helga Pjeturss sem þó hefur skrifað allra manna fegursta íslenzku. Sem Reykvíkingur er maður fullur af óíslenzkulegu málfari. Það er því nauðsynlegt að taka rögg á sig og rækta málsmekk sinn og málfar frá rótum. Ég hef orðið að spæla mig eftir föngum, en maður er aldrei búinn að læra íslenzku nógu vel. Frómt frá að segja leiddist ég út í að skrifa Gerplu á fornmáli móti vilja mínum. Ég hélt það væri auðveldara en er í raun og veru að skrifa skáldsögu frá 11. öld. Hélt meira að segja að það væri hægt að skrifa söguna á því máli sem við tölum í dag. En svo sá ég að það var blátt áfram hlægilegt að ætla að segja á nútímamáli sögu sem gerist á sögusviði sígildra fornra bókmennta. Hugsaðu þér, þó ekki væri nema Þorgeir Hávarsson segði: Góðan daginn, eða komdu sæll og blessaður! Fyrir bragðið fóru 4 ár af lífi mínu í að læra þetta mál. Ég dauðsé auðvitað eftir því að hafa ekki farið að læra kínversku í staðinn! Þetta er langur tími, alltof langur. Maður er nú orðið alltof lengi að skrifa bækur. Það er líka erfitt að skrifa gott verk nú á tímum. Það er búið að skrifa svo mikið og vel á síðustu 150 árum, að það er betra að hugsa sig um áður en maður byrjar á nýrri skáldsögu. Ef við hefðum ekki hér á Íslandi þessa sterku epísku hefð, væri ekki hægt að skrifa hér skáldsögu. Við höfum viðspyrnu í fornöldinni, fótfestu. Það er mjög athyglisvert að þær þjóðir, sem áttu engar skáldsögur á 19. öld, eiga fá verk nú á tímum sem töggur er í. Líttu bara á Þjóðverja og Ítali. Þá vantar grundvöllinn. Thomas Mann er sérstakur. Buddenbrooks er sterk bók. Og góð. Enda einstök í þýzkum bókmenntum, sagnaskáldskapur hreinn og klár. Töfrafjallið aftur á móti nokkurs konar skólabekkur í heim- speki nútímans eða réttara sagt þess tímabils sem það er samið á. Það er ekki sagnaskáldskapur.“ Halldór tekur Töfrafjallið ofan úr hillu og fer að blaða í því. Hann bætir við: „En Töfrafjallið er engu að síður stórkostleg bók. Við vorum að tala um áðan, að erfitt væri að skrifa bækur á okkar tímum. En maður verður líka að hafa efni á því. Ég skrifaði Gerplu vegna þess að ég gat leyft mér að krunka við sjálfan mig yfir þessari bók eins lengi og nauðsyn krafði. En erfiðið kemur engum til góða nema þeim fáu Íslendingum, sem bera skynbragð á þetta. Bókin er óþýð- anleg, þó kannski sé hægt að skrifa hana upp á öðru máli, og það hafi reyndar verið gert. Ég fór eftir þeirri reglu að nota yfirleitt aldrei orð sem hægt væri að sanna að hafi ekki verið til í málinu á 11. öld. Þetta er reglan. En það geta verið í þessu yfirsjónir frá minni hendi, villur sem ég veit ekki um; og á einstöku stað hef ég brotið regluna viljandi. T.d. þegar Knútur ríki Danakonungur talar með óvirðingu um Ólaf helga, segir hann: Ólafur peysa Haraldsson. Orðið peysa er fornfranskt, frá 13. öld, þýðir bóndi, sveitamaður. Og af því höfum við svo orðið peysa í nútímamáli. Svo ég taki annað dæmi: á 11. öld var orðið prinsessa ekki til. Þess vegna nota ég orð- ið principissa sem er úr miðaldalatínu. Latínan var líka til þá. Svona gloppur koma fyrir og það er gaman fyrir fræðimenn að finna villurnar. Ég reyndi að gera eins og ég gat. En það dugar ekki alltaf til. Stíllinn er ekki aðalatriðið í Gerplu, langt frá því. Það sem ég vildi með bókinni var að semja fornlegt listaverk handa nútímafólki. Ég var lengi búinn að hugsa mér að skrifa þessa bók, en einhvern veg- inn var ég hálfragur að byrja. Seinast fannst mér ég mega til, þetta var farið að stríða svo á mig. Það var miklu fargi af mér létt, þegar ég var búinn með bókina. Var oft kominn að því að hætta við hana í miðjum klíðum, hélt satt að segja að ég kæmist aldrei fram úr þessu. Það var í Róm haustið 1948 sem ég hófst handa. Ég vildi fjalla um persónur, sem hafa verið til á öllum tímum, um menn sem eru alltaf að leita að einhverjum allsherjar sannleik; og leita að sínum konungi. Svona menn kasta burt hamingju sinni og sálarfriði fyrir hugmynd sem öðrum finnst fáránleg. En hvað á sá maður að gera sem fundið hefur konung sinn og þann sannleik sem þessi konungur boðar? „Í styrjöld munu þeir einir miður hafa er trúa stáli,“ – þetta er grundvallaratriði í sögunni, sjónarmið heilbrigðs manns, til að mynda bónda sem yrkir jörðina, þegar hann sér þessa voðalegu menn fara um landið, kappa eins og þá svarabræður, Þorgeir Há- varsson og Þormóð Kolbrúnarskáld. Auðvitað er þetta stílað uppá nútímann og alla tíma. Ég hef aldrei trúað á stál. Gagnrýnin á hetjuhugtakinu hefur líka alltaf verið mér mjög hugstæð vegna blekkinganna sem eru bundnar skilgreiningu manna á því. Á vissu tímabili í þróun frumstæðra menningarþjóðfélaga situr hetju- hugtakið í fyrirrúmi. Hetjuhugtakið er tvíeggjað sverð, að minnsta kosti frá siðferðilegu sjónarmiði. En auðvitað lítum við öðrum aug- um á þessi mál en þeir er sömdu Eddukvæðin. Ég hef í rauninni enga andúð á Ólafi digra þó hann sé engan veg- inn geðfelldur í sögunni. Hann er eins og hver annar sveitastrákur úr Noregi alinn upp við sjórán og hryðjuverk og hefur mótazt af því. Það er ekki þar með sagt að hann sé algildur fulltrúi kon- ungastéttarinnar í mínum augum. Að vissu leyti er það rétt, að samband sé milli Don Quijote og Gerplu. En staðhættir þessara bóka eru ólíkir – og ég held ég hefði getað skrifað Gerplu án þess að hafa lesið Cervantes. Hitt er satt að ég fletti oft upp í honum. Annars var spánska riddararómantíkin sem Cervantes var að skopast að ólík okkar hetjudýrkun, þó hægt sé að finna þar samstæður.“  Það er farið að líða að kvöldi, komið myrkur í Mosfellssveit. Það er ágætt að hvíla sig stundarkorn og rabba um eitthvað annað. Tal- ið berst aftur að veðrinu, það er alltaf jafn þægilegt umræðuefni. En von bráðar fer rabbið að snúast aftur að bókmenntum, hvernig er hægt að sitja hér lengi án þess að ræða um þær? Hvað um Mörð Valgarðsson? „Jú, það hlýtur að vera ógæfa að semja listaverk upp úr frægu listaverki sem er svo gott að lengra verður ekki komizt, svo það er ekki undarlegt, þótt Jóhanni Sigurjónssyni hafi fatazt í það skipti.“ Fóstbræðrasaga? „Hún er ákaflega misjöfn, bæði í stíl og sam- setningu. En hún er vel skrifuð á köflum. Það eru í henni kvenlýs- ingar sem eru svo ekta, að ekki er hægt að efast um að höfundur hafi haft í huga stúlku sem hann hafði þekkt og mundi vel eftir á Í hófi hjá Gyldendals-forlagi í Kaupmannahöfn, 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.