Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Side 7
Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 7 Tennessee Williams, Miller og Albee. Hafa þeir þetta úr andagift O’Neils eða jafnvel frá Edgar Allan Poe? Nei, þessi taugabilum á sér vafalaust forsendur í veruleika, sem Ameríkumenn eiga við að stríða, en ekki við. Svona sálarþjáning svæfir mig á tíu mínútum eins og áhugamálin í kvikmyndum Ingmars Bergmans. Ég mundi ekki heldur vilja reisa mína leikritun á Ibsen, Strindberg og ab- súrdistum eins og Ameríkanar gera. Þó ég dáist að ýmsum verkum Ibsens miklu meira en t.d. Brechts, mundi mér aldrei detta í hug að taka mér þau til fyrirmyndar; og því síður þann mikla meistara Beckett, sem hefur verið líkt við guðlausan dýrling, eða Job.“ Að síðustu minntumst við á skáldsagnagerð, og Halldór Laxness sagði, að í síðustu skáldsögum hans hefði bilið í höfuðatriðum verið brúað milli skáldsagnagerðar og leikritunar. „Það væri auðvelt að leika ýmsar skáldsögur mínar svo til óbreyttar, þegar búið er að fella lýsingar niður,“ segir hann. „Og ég býst við að það verði gert þegar fram líða stundir.“ V. KAFLI Spyrill og spyrðill I. Úrættun Halldór: Ég fékk semsé sérstakan áhuga á miðöldunum, þegar ég var að viða að mér efni í Gerplu. Þá þurfti ég að lesa margar bækur um miðaldasagnfræði. Og þá fékk ég þessa miðaldaslagsíðu sem ég hef nefnt svo. Ég hef aldrei losnað fullkomlega við þetta tímabil. Gullöld okkar í bókmenntunum ber upp á lok miðalda og mér finnst eðlilegt að íslenzkur rithöfundur sé í tengslum við ritlist þessa tímabils. Matthías: Sumir hafa haldið því fram að Gerpla sé skopstæling á konungasögum. Halldór: Í öllum löndum eru til menn sem hlæja á vitlausum stöð- um. Það getur vel verið að einhverjir hafi hlegið að Gerplu og hald- ið að þetta væri tómt grín, en mér var hún það ekki. Mér var alvara og Gerpla er harmþrungnasta bók, sem ég hef skrifað. Ég skrifaði hana sannarlega ekki til að vera með nein skrípalæti. Hitt er svo annað mál að weltschmerz skálda hefur orðið mörgum manni fyr- irtaks aðhlátursefni. Á gullöld Grikkja og Íslendinga voru unnin af- rek sem okkur hefur ekki tekizt að ná. Stundum er líkast og orðið hafi einhver úrættun í heilabúi fólks af því að fá rafmagn, bíla, þvottavélar og húsakynni sem fullnægja byggingarsamþykktinni. Ég er ekki að mæla með því að rafmagnið verði tekið af rithöfund- unum eða upphitun úr húsum andlegra forgangsmanna, hvað þá gera almenning að fátæku fólki sem lifir á graut eins og Grikkir gerðu til forna. En ef maður ber saman texta sem skrifaðir voru hér á landi á 13. öld af óþekktum mönnum við það sem skrifað er upp og ofan á þessari öld, blasir við sú staðreynd að 13. aldar menn höfðu betri heila en þeir sem nú skrifa, bæði ég og aðrir. Einhvers staðar á leiðinni frá þeim til okkar hefur þessi úrættun gerzt. Mikill spekimaður segir mér að þetta muni hafa orðið alþingishátíðarárið 1930. II. Andlit í skýjum Matthías: Þú varst fjögurra ára þegar þú fluttist úr Reykjavík. Áttu endurminningar frá þessum fjórum fyrstu Reykjavíkurárum þínum? Halldór: Já, ég á ýmsar endurminningar frá þeim árum, t.a.m. þegar ég var að fara með ömmu minni að sækja mjólkina til hans Einars Finnssonar járnsmiðs á Klapparstíg 20, sem átti kú. Við bjuggum á Laugaveginum. Eitt sinn datt ég út um glugga á Lauga- veginum, ég man svo langt. Amma mín, Guðný Klængsdóttir, var fædd 1832. Hún átti heima hjá okkur á Laugaveginum. Hún hugs- aði um mig frá því ég var í reifum. Hún lifði lengi, dó ekki fyrr en 1924, 92 ára gömul. Þá var ég kominn yfir tvítugt. Hún var alin upp af 18. aldar fólki. Hún geymdi margt minninga frá umliðnum öldum í sálarkytrum sínum. Hún hafði fábrotið en nokkuð fornyrt tungu- tak. Það hafði þetta gamla fólk, þó það væri ekki að öðru leyti skáld eða gáfumenn. Það talaði fagurt og náttúrulegt mál án þess að vita það sjálft. En ég hlustaði ekki á hana eina, þegar ég var krakki heima. Hjá okkur var alltaf eitthvað af rosknu fólki úr ýmsum landshlutum, og hafði ólíkan talanda og ólíkt orðaval. Ég hafði gaman af að hafa málfar þess eftir og festi mér það í minni. Hjá okkur var árum saman gömul kona, sem var ættuð frá Bár, ég held í Hreppum. Hún hét Halldóra Álfsdóttir. Hún sagði mér ógn af ein- kennilegum sögum og ævintýrum. Sumt hef ég aldrei rekizt á ann- ars staðar né hitt nokkurn mann sem kannast við það. Hún sagði mér söguna af Skyrpokalat. Ég hef aldrei fundið svo lærðan mann að hann kannist við þetta nafn. Það var greinileg kolbítssaga um mann sem bjó um sig í eldhúsinu og hafði fundið upp þá hentugu aðferð að láta hengja skyrpoka í eldhúsrjáfrið og lét síðan horn af skyrpokanum vera uppi í sér, þannig að hann gat sogið skyrpokann nótt og dag án mikillar áreynslu. Hann endaði eins og allir kolbítar, með því að verða mikill maður og eignast kóngsdótturina og ríkið. Þetta fannst mér góð saga. Ég held samt ekki að ég hafi orðið fyrir miklum áhrifum af þessum sögum. Kann þó að vera að þær hafi eitthvað ýtt undir ímyndunaraflið. Þessar kerlingar og karlar geymdu líka í minnum óhemjulegan forða af kveðskap. Vafalaust hefur þetta fólk ýtt eitthvað undir þá löngun mína að búa til sögur og kvæði. Umhverfið í heild sinni hefur vafalaust haft sín áhrif. Ekkert er sjálfsagðara og eðlilegra fyrir ungan Íslending en vilja verða skáld, þótt fáir geri höfundarköllunina að lífsstarfi. Ég og fá- ein önnur skáldmenni erum undantekning að því leyti hér á landi. Matthías: En svo að ég minnist á föður þinn, Halldór. Jónas í Stardal skrifaði fróðlega ritgerð um hann í Lesbók Morgunblaðs- ins. Af lýsingu Jónasar að dæma minnir hann dálítið á séra Jón Prímus og afstöðu hans til vinnunnar: „Á bakvið seinustu skrá sem ég lagaði var eitt skötubarð og þrjú pund af rúgmjöli. En ef þú tek- ur jarðlífið gilt á annað borð þá gerirðu við svona skrá af síst minni ánægju en skrána fyrir ríkisbánkanum þar sem fólkið heldur að gullið sé.“ Hafði faðir þinn nokkuð á móti því að þú yrðir skáld? Halldór: Hann skipti sér ekki mikið af þessari löngun minni. Að minnsta kosti dró hann aldrei úr mér. Ég bar mikla virðingu fyrir föður mínum. Hann var alvörugefinn og dugandi maður, en þó skemmtilegur að því mér er sagt, svo engum leiddist í návist hans. Það var víst siður að menn hlýddu honum. Hann réð einlægt yfir vinnuafli, því hann var verkstjóri bæði í vegalagningu fyrir lands- sjóð og auk þess hafði hann oft mikið umleikis heima fyrir: það voru iðulega um 20 manns hjá okkur á sumri. Auk fastafólks eða ársfólks var kaupafólkið ásamt liðléttingum, unglingum í sumarvist og öðrum lausum vinnukrafti, iðulega bygginga- eða jarðabóta- menn, að ógleymdum okkur skylduliðinu, sem vorum sjö talsins, foreldrar mínir og við systkinin þrjú, amma mín og fóstri móður minnar. Mér skilst að fólk hafi haft ánægju af að gera að vilja föður míns og fara eftir því sem hann sagði. Eins og sagt er í fornsög- unum: hann var vinsæll af alþýðu. Ég sá hann aldrei skipta skapi. Og hann skipti sér ekki af smámunum eins og því þó ég væri að fást við að skrifa og yrkja. Ég held honum hafi verið áhugamál, að ég lærði eitthvað í skóla og eitthvað yrði úr mér. Hann var söngvinn og lék á hljóðfæri og datt víst í hug að það væri hægt að gera úr mér tónsnilling og sendi mig á bernskuskeiði til Reykjavíkur að læra á hljóðfæri á veturna. En hann dó um það leyti sem ég var nokkurn veginn byrjaður á því litla skólanámi sem ég stundaði. Matthías: Hann var heldur vel stæður, var það ekki? Það var engin fátækt á heimilinu? Halldór: Fátækt heyrði ég aldrei talað um á mínu heimili; varð ekki var við hana. Það var ekki neitt sérstakt ríkidæmi heldur. En við þurftum hvergi í bú að biðja, eins og sagt er á fornu máli. Það þrengdist sennilega um hjá móður minni eftir að faðir minn dó, því hann var útvegugóður maður og búmaður og hafði mörg útispjót fyrir þetta litla fyrirtæki sem hann rak, sveitabú í Laxnesi. Ég var einbirni, þangað til ég var 7 ára. Og það var óhjákvæmilegt að eft- irlæti væri haft á einum litlum dreng í Laxnesi. Það er talið að börn hafi gott af að fá strangt uppeldi. Hjá þjóðum, sem leggja mikið upp úr uppeldi, er ekki látið eftir börnunum. Þau eru höfð undir hörðum aga. Slíkan aga varð ég aldrei var við. Matthías: Faðir þinn las postillur Péturs og Helga. Varstu alinn upp í strangri trú? Halldór: Ég var snemma mjög frábitinn lútherstrú. Í raun og veru hafði ég enga sérstaka lútherstrúartilfinningu á því tímabili, Halldór Laxness að halda ræðu við móttöku Sonning-verðlaunanna í Háskólanum í Kaup- mannahöfn 1969. Jón Helgason, prófessor, er til hægri á myndinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.