Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Side 10
10 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið inn sem ég hef látið flakka sínu sinni hvað. En ég tek ekkert aftur, læt allt standa sem ég hef sagt: því alltaf þegar manni bætist ný þekking hlýtur maður að breyta skoðun sinni. Annað væri ærulaust athæfi. Sumum bætist aldrei ný þekking af því þeir eru of óheið- arlegir til að taka nýja þekkingu gilda. Mínar skoðanir hafa alltaf verið í endurskoðun. Alltaf hafa heldur það sem sannara reynist, er siðferðilegt frumboðorð Íslendinga, þó ég viti enga þjóð sem á erf- iðara með að fara eftir þessu boðorði. Hér eru menn lofaðir á bör- unum fyrir það að hafa ævilangt haldið fast við einhverjar „skoð- anir“ sem þem voru innrættar í æsku, og viku síðan aldrei fyrir því sem sannara reyndist. En þær hugmyndir sem ég hef haft eru og verða partur af sjálfum mér eins fyrir því, þó fyrri skoðanakerfi hafi að einhverju leyti eða í heilu lagi verið gerð upp sem gjaldþrota andspænis staðreyndunum. Hins vegar er ég kominn á þau ár að ég er ekki lengur ginnkeyptur fyrir nýjum heimsskoðunum eða lífs- skoðunum, né úniversalteoríum sem skýra allt, – líkt og brama- lífselexírinn læknaði alla sjúkdóma þegar ég var drengur. Ég hef stundum sagt, að ég aðhyllist staðreyndir, en læt mér nægja eina staðreynd í einu. VII. Við vorum blekktir Matthías: Sumir hafa haldið því fram að þú hafir skrifað verri bækur eftir að þú fékkst Nóbelsverðlaunin, en aðrir að þú hafir skrifað öðruvísi bækur. Halldór: Vel getur verið að ég hafi skrifað verri bækur. En það er ekki Nóbelsverðlaununum að kenna, heldur því að ég hef þá misst eitthvað af þeirri leikni eða gáfu til ritstarfa sem álitið er að Nób- elshöfundar eigi að hafa, og hafa kannski stundum, sumir. Einnig getur verið að það sé eitthvað bogið við lesendurna, margir les- endur missa hæfileikann til að lesa bók þegar þeir nálgast fertugt. Heimurinn er á hraðbraut í áttina til að hætta að lesa og eftir nokk- ur hundruð ár verður lestur líklega aðeins stundaður af sérmennt- uðum úrvalshópum. Frá því ég fékk Nóbelsverðlaunin hef ég skrif- að álíka margar bækur og árin eru mörg eða fleiri: bækur af öllu tagi. Ég hef á þessum tíma skrifað fjórar skáldsögur, smásagna- safn, sjö bindi af ritgerðum um allan fjárann, mörg leikrit og sitt- hvað fleira. Það getur sosum verið að þetta sé allt verra en það sem ég skrifaði fyrir 1955 og mér hefði verið nær að þagna þá. Þeir ágætu ritdómarar sem halda því fram verða að sanna sitt mál, „þeir sem betur kunna munu betur gjöra“, sagði Hallgrímur Pétursson þegar hann var búinn með Passíusálmana. Matthías: Nú segja sumir að þú hafir svikið æskuhugsjónir þínar. Þú hlýtur að hafa orðið var við þetta á fimmtugsafmæli Barns nátt- úrunnar? Halldór: Afmæli náttúrubarnsins? Áttu við þegar fröken Júdas kom og kyssti mig? Ég vona að skoðanir mínar hafi breytzt. Hver sá maður sem gengur með æskuhugsjón sína eins og steinbarn inn- an í sér alla sína hundstíð, er ekki mikils virði sem skáld; varla held- ur sem manneskja. Matthías: „Eins og allir miklir rasjónalistar trúðir þú á hluti sem voru helmíngi lygilegri en guðfræðin,“ segir Jón Prímus í líkræð- unni yfir Dr. Godman Sýngmann í Kristnihaldinu. Þú hefur losað þig við öll þín steinbörn og þá hluti sem eru lygilegri en guðfræði. Halldór: Ég hef aldrei tollað lengi innifrosinn í kennisetningum og stefnum, þó ég hafi kynnzt mörgu af því tagi og verið sam- ferðamaður ýmsra postula. En allt snýst; heimurinn breytist og kenningarnar um leið, sjónarmiðin og mennirnir. Ef maður fylgir ekki breytilegum heimi, og neitar að endurskoða hugmyndir sínar, þó ný þekking hafi komið fram, þá er maður ekki á marga fiska, nema kannski sem flokkspólitíkus: áreiðanlega ekki sem rithöf- undur. Matthías: Ég ætla ekki að ræða uppgjör þitt sérstaklega, það hefur þú gert sjálfur í Skáldatíma. Hann olli miklu fjaðrafoki á sín- um tíma og var þá rækilega afgreiddur, eignaðist talsmenn og harmþrungna vonsvikna andmælendur. En um Gerska ævintýrið hefurðu sagt að það sé frá tíma sem er mjög ólíkur okkar tímum í mati á ýmsum miðstæðum hugmyndum … og mundi ekki núna verka á menn öðruvísi en sem sögulegt plagg; það sem maður skrifi um stjórnmál á einum tíma, geti verkað sem öfugmæli á öðrum. Þú varst áður fyrr kallaður nytsamur sakleysingi, mátti það til sanns vegar færa? Halldór: Ef maður sem er ekki beinlínis játandi einhverrar sér- stakrar stefnu á samleið með fulltrúum þeirrar sömu stefnu í ein- hverjum málum, þá er hann samferðamaður þeirra. En „nytsamur sakleysingi“ var bara eins og hvert annað pólitískt og hugs- unarlaust skammaryrði. Matthías: Þið voruð blekktir? Halldór: Já, við vorum blekktir. Við héldum – vonuðum – að byrj- að væri að framkvæma sósíalisma í heiminum. Okkur var bent á staðina þar sem alþýðan væri frjáls. Það var stalínisminn í Sov- étríkjunum sem sveik okkur. Við vorum leyndir öllum annmörkum, ágöllum og ávirðingum þessa kerfis. Í leynilegu ræðunni á flokks- þingi 1956 gerði æðsti maður Rússlands heyrinkunnugt með dæm- um sem enginn hefur treyst sér til að véfengja, að þarna hafi verið grimmdarfullt bófafélag að verki, ekki síður illskeytt en fasistar Þýzkalands; a.m.k. sama manngerðin. Og báðir með þýzka heim- speki að undirstöðu og trúarjátningu. Matthías: The New York Times hefur eftir þér að þú sért nú „mildly conservative“. Halldór: Það verður að skilgreina hugmyndirnar frá degi til dags, annars tapa þær allri merkingu. Heimurinn bíður ekki kyrr frá degi til dags. Á okkar dögum þarf að skilgreina sósíalismann á nýjaleik með stuttu millibili. Engir tveir meina það sama þegar þeir segja sósíalismi. Oft er eins og tveir þokulúðrar séu að kallast á útí hafsauga, og þá eru það tveir sósíalistar. Á árunum 1920–’30 og fram undir stríð, trúðum við því að gott þjóðfélag hlyti að vera á næstu grösum og það væri tilvinnandi að berjast fyrir þessu góða þjóðfélagi. Sú trú skapaði þessar þjóðfélagslegu bókmenntir, sem svo eru nefndar og oft er vitnað í sem fordæmi núna. En svo stend- ur maður uppi andspænis nýjum tíma, nýrri vitneskju um stað- reyndir, nýrri þekkingu; þar á meðal nýrri þekkingu á manninum. Það sem var heilagur sannleikur í gær eru svik og lygi og hræsni í dag. Og þjóðfélagið góða sem við ætluðum að skapa er hætt að vera skurðgoð eða guðsmynd. Við lifum á tíma þegar þarf að skilgreina sérhvert hugtak á nýjaleik af mennirnir eiga að halda velli sem skyni gæddar verur. VI. KAFLI Mosdæla saga Halldór Laxness segir um Innansveitarkroniku sína, að þar hafi hvert einasta pút og plagg grundvöll í veruleikanum, og raunar mætti taka enn dýpra í árinni, því að margt rís þar á bréfuðum og bókfærðum staðreyndum. Þannig er kronikunafngiftin í rökréttum tengslum við efnið. „Eitt og annað er liðkað til í frásögninni,“ segir skáldið, „í því skyni að gera hana formfegurri; ártöl, nöfn eða staðir standa ekki alténd heima. Ég var að leita til baka, til upphafs skáldsögunnar, þar sem hún byrjar í kroniku eða eftirlíkingum af kroniku. Skáld- saga er ritstýrð sagnfræði og eftirlíkt sagnfræði. Maður þykist vera að tala um veruleika, en það er sá veruleiki þar sem höfund- urinn skipar hlutunum sjálfur í röð, „rétta“ röð, a.m.k. eftir sinni beztu samvizku. Það er tilraun til að fá lesandann til að trúa sagn- fræði, sem maður hefur ritstýrt sjálfur eða búið út. En skáldsaga er samt að því leyti raunveruleg, að höfundurinn getur aðeins sagt frá atburðum, mönnum, hugmyndum, flækjum og árekstrum, sem hann hefur sjálfur lifað. Hann hefur fólkið í handraða, a.m.k. í bút- um, setur síðan bútana saman. Höfundurinn getur ekki farið út fyr- ir sína eigin reynslu; en hann ritstýrir henni. Hann býr sér til grind sem er þegar bezt lætur eins rökrétt og grind í húsi, síðan fyllir hann upp í grindina með reynslu sjálfs sín. Annað hefur hann ekki fram að færa en reynslu sjálfs sín. Maður er andsvar við þeim áhrifum, sem hann verður fyrir í lífinu. Þó er ekki þar með sagt, að ávallt takist að skrifa skáldsögu, sem reist er á þessari reynslu. Ýmsar ástæður liggja til þess að það mistekst. Það getur stafað af slappri greind höfundarins, sljórri tilfinningu hans um það sem gerist kringum hann, eða af því tjáningarmiðillinn er ekki í lagi. Dögum oftar ber fyrir augu texta, þar sem höfundinum er fyr- irmunað að tjá sig.“ Aðalpersónan í Innansveitarkroniku Halldórs Laxness er Mos- fellskirkjan. Allt mannlíf bókarinnar, eða öllu heldur sveitarinnar, stendur í einhverju sambandi við hana. Í þessari kirkju býr haus Egils Skallagrímssonar. Auðvitað er frásögnin af honum fengin úr Egils sögu, en – hausinn er tákn um þann grundvöll, sem þjóðin á sér í fornsögunni, eins og skáldið segir í samtali okkar. Egils saga greinir frá því, að kirkjan hafi staðið á Hrísbrú. Ólafur bóndi, ein helsta persónan í Innansveitarkroniku, telur að prest- arnir á Mosfelli hafi stolið hausnum og kallar þá að gefnu tilefni ávallt „þessa anskota“. En ekki er ófyrirsynju, að Ólafur bóndi á Hrísbrú skírskoti til hauss Egils, svo mikilvægt tákn sem hann er í lífi og viðhorfum bændafólksins í Mosfellsdal fyrir síðustu aldamót. Séra Jóhann Þorkelsson, prestur á Mosfelli á þeim árum sem kro- nikan greinir, fær það hlutverk að láta rífa Mosfellskirkju og reisa aðra að Lágafelli gegn vilja sveitarinnar, sem snerist að minnsta kosti heilan hring í málinu. „Séra Jóhann sagði að guð mundi ekki Hans Bendix var á Íslandi 1957 og kom að Gljúfrasteini, en Halldór Laxness var þá í Am- eríku. Listamaðurinn gerði uppdrátt að „Laxnesshúsi“ og jók við myndina teikningu af skáld- inu, sem hann hafði gert 1955.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.