Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.2002, Page 11
Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 11 vera fjær söfnuði sínum á Lágafelli þar sem legupláss var ótak- markað en á Mosfelli sem hafði bara lítinn hól. Bændur í Mosfells- hreppi höfðu sjálfir orðið að bera viðhald kirkna sinna á Mosfelli og í Gufunesi og borga auk þess 2 krónur á ári fyrir kirkjugrunn á Mosfelli sem náði ekki nokkurri átt, og 4 krónur á ári handa kirkju- garðshaldaranum: alls 6 krónur á ári á Mosfelli hjá 6 krónum um aldur og ævi á Lágafelli. Má segja að þegar maður er kominn að Lágafelli sé orðið ódýrt að vera í himnaríki, sagði séra Jóhann að endíngu.“ Málið er leyst á venjulegan íslenzkan hátt, því er snúið í hálfkær- ing: Eiga þeir líka að borga 6 krónur sem fara til helvítis? Á þeim punkti vegur tilveran salt og hyggilegt að fara að eins og feðgarnir, sem sagt er frá í kroniku Laxness. „Kolbeinn (sókn- arnefndarformaður) í Kollafirði segir þá eftirfarandi sögu: Ein- usinni voru tveir feðgar að tæa hrosshár. Þá segir pilturinn uppúr eins manns hljóði: er það satt pápi minn að lausnarinn hafi stigið niður til helvítis? Ég veit það ekki, segir karlinn. Prestarnir eru eitthvað að segja það. Viskum ekki gefa um það. Viskum vera að tátla hrosshárið okkar.“ Halldór Laxness segir að þessi saga sé í þjóðsögunum. „Ég hélt að ég kynni hana utanbókar eins og hún er í þjóðsögunum,“ segir hann. „Mig minnti að þar stæði: tæa ull. Ég fann söguna aftur í þjóðsögum Brynjólfs frá Minna-Núpi, Tillag til alþýðlegra fornfræða, og sá þá að sagan er betur sögð hjá Brynjólfi en í þjóðsögunum. Þar stendur: tátla hrosshárið okkar. Það er miklu skemmtilegra orðalag. Þetta er alþjóðleg saga. Hún er til að mynda til í Frakklandi. Voltaire notar kjarna sögunnar sem loka- orð í Birtingi: Il faut cultiver notre jardin, sem merkir einfaldlega: maður á að rækta garðinn sinn, þ.e. vera ekki að skipta sér af því sem mann varðar ekkert um. Danir segja: Skomager, bliv ved din læst.“ Í fróðleiksskyni fer þjóðsagan hér á eftir, eins og Brynjólfur frá Minna-Núpi segir hana: „Karl var að tæja hrosshár og sonur hans með honum. Þá sagði sonurinn: „Pápi minn, er það satt, að Jesús Kristur hafi stigið niður til helvítis?“ „Ég veit ekki drengur minn,“ segir karl, „svo segja prestarnir. Við skulum ekki gefa um það. Við skulum vera að tátla hrosshárið okkar.““  Kronika Halldórs Laxness gerist á þeim árum, þegar framþró- unarkenningin var ekki fædd og takmarkið var að standa í stað, í hæsta lagi líkjast öfum sínum. Hugsjónir höfðu þá ekki enn verið fundnar upp, slíkt orð var ekki til. Og náttúrufegurð var ekki til heldur. „Það voru þær aldir, þeg- ar menn trúðu því, að Búlandstindur væri ljótur og andstyggilegur staður og Mývatn hefði orðið til af því að fjandinn mé á móti sól- inni …“ Það var ekki heldur búið að finna upp hugtakið erfiði. Það kom síðar. Á þessum árum hefði enginn skilið þetta orð í Mosfells- sveit. Halldór Laxness segir í samtali okkar að sér hefði orðið þetta ljóst, þegar því var lýst í Lesbók, í samtali við Ragnar Stefánsson bónda í Skaftafelli í Öræfum, hvernig bændur í Skaftafellssýslum þurftu að berjast við sanda, jökla og stórfljót þó þeir ekki væru nema að reka lömb. „Hvernig gat nokkur maður staðið í því að bera lömb fram og aftur um Vatnajökul eða vaða með þau yfir illfærustu fljót Evrópu?“ spyr skáldið. Þegar bóndinn er spurður hvort þetta hafi ekki verið erfitt, svarar hann: „Annars held ég að það sé nýtil- komið að tala um erfiði, að minnsta kosti hér um slóðir.“  Innansveitarkronika fjallar um kirkjuna á Mosfelli eins og fyrr greinir. Um það urðu mikil átök á sínum tíma, hvort rífa skyldi kirkjuna eða ekki og byggja aðra á Lágafelli. Mosfellskirkja var rifin. Inn í sagnfræðilegan stíl fyrri hluta bókarinnar kemur þessi skemmtilega frásögn af því, þegar Ólafur bóndi Magnússon á Hrísbrú kemur að Mosfelli og stendur á hlaðinu „með orf sitt reitt um öxl og veit ljásoddurinn beint upp … Nokkru utar á hlaðinu og nær sáluhliði stendur Bogi sonur hans sem gerst hafði skjaldsveinn föður síns í þessari för og hafði hrífu í hendi.“ Þeir eru að mótmæla sameiningu kirkna og niðurrifi Mosfellskirkju: „Ég er búinn að fara til klénsmiðs, mælti þá Ólafur á Hrísbrú, en þessir ræflar eru svo úrættaðir að þeir kunna ekki leingur að smíða sverð. Og hverjir ætla sosum að fara að berjast með sverðum núna Ólaf- ur minn, spyr séra Jóhann. Ólafur svarar: Til er ég og til er Bogi. Ja það er nú það Ólafur minn, segir séra Jóhann. Mér dettur í hug hvort ég ætti ekki að vekja hana Gunnu þó í fyrra lagi sé og biðja hana að snerpa á könnunni. Þá segir Ólafur: Heldur þú og þið anskotar að Egill Skalla- grímsson frændi minn hafi farið að drekka kaffi þegar hann var í vígahug? Því er nú ver og miður að ég á ekki öl einsog Egill var vanur að drekka, segir séra Jóhann. En gott kaffi er gott ef það er gott.“ Halldór Laxness sagði mér að séra Jóhann hefði skírt sig, þegar hann var prestur í Reykjavík. „Hann var síðasti prestur á Mosfelli áður en kirkjan var rifin. Yfirvöld létu rífa kirkjuna samkvæmt lög- um um sameiningu kirkna frá 1882; þau lög voru reist á konungs- kipun frá 1774. Það tók því meira en hundrað ár að fá þessu boði framfylgt; guð tók stinnt í á móti í Mosfellssveit. Séra Jóhann þjón- aði aldrei Lágafellskirkju, en fluttist til Reykjavíkur og varð dóm- kirkjuprestur og gekk í svörtum frakka og gallossíum og var með stórt nef. Hann hafði dimman og hlýjan málróm og talaði ósjálfrátt í einföldum spakmælum. Það var hann sem sagði meðal annars þessi minnisverðu orð: Góð blöð eru góð ef þau eru góð. Svona spakmæli eru þægileg og meiða engan,“ segir skáldið. Í sögunni segir, að séra Jóhann hafi látið aftur annað augað fyrir guðssástar sakir, þegar hann gaukaði klukkunni að Ólafi á Hrísbrú, eftir að kirkjan hafði verið rifin. „Ég hef heyrt, að kannski hafi það ekki verið að séra Jóhanni for- spurðum sem klukkan hvarf,“ segir Halldór Laxness og bætir við að – „þeir höfðu gott álit á honum hér í sveitinni, enda var það líkt honum að gefa klukkuna höfuðóvininum til að dangla í, þegar hon- um leiddist.“ Skáldið bætir því við, að séra Jóhann hafi verið hon- um mjög hugleikinn. „Mér þótti feikna gaman að sjá hann á götu í Reykjavík og heyra hann skiptast á orðum við fólk. Hann kemur fyrir í Heimsljósi sem fangelsispresturinn og einnig kemur hann mikið við sögu í Brekkukotsannál. Hann er mjög ólíkur séra Jóni Prímusi, svo ég gat ekki komið honum að í Kristnihaldinu.“  Ólafur á Hrísbrú og Bjartur í Sumarhúsum eru ólíkar mann- gerðir, þó það sé nokkur svipur með þeim sem bændum. Viss skyldleiki er með svona bændakalla-harðhausum, eins og skáldið komst að orði. „En Bjartur er útpenslaðri en Ólafur, þ.e.a.s. meira málaður út í hörgul. Ólafur á Hrísbrú er bara teiknaður með fáum strikum; ekki útfyllt mynd; ekki rakin slóð hans frá æsku eins og Bjarts. Bjartur var fullur af rímum og skáldskap og hafði marga góða kosti umfram Ólaf. Þegar deilurnar stóðu sem hæst, lét Ólaf- ur mikið að sér kveða hér í sveitinni og vildi fara í stríð út af kirkj- unni. Þá sagði hann: „Til er ég og til er Bogi.“ Þetta er nú orðtak hér í Mosfellssveit, jafnvel stundum notað hér í húsinu. Þessi orð mætti festa upp yfir dyrum Mosfellskirkju. Mosdælir hafa séð, að þau voru fyndin. Bogi, sonur Ólafs, var manna ólíklegastur til her- mennsku þeirra manna sem Mosdælir þekktu.“ Í Innansveitarkroniku segir skáldið á einum stað um Íslendinga: „Því hefur verið haldið fram að Íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síð- ur fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um tittlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls … þó er enn ein röksemd sem Íslendíngar eru fúsir að hlíta, þegar alt um þrýtur, en það er fyndni; má vera aulafyndni. Við hlægilega lygisögu mýkist þjóðfélagið og fer að ljóma upp; jarðvegur sálarinnar verður jákvæður.“ Í samtalinu bætir skáldið við: „Þessi íslenzka fyndni er mjög sérkennileg og lætur stundum átök milli manna linast upp.“  Allt er þetta aðdragandi sjálfrar sögunnar um Mosfellskirkju. Síðari hlutinn fjallar um það, hvernig munaðarlaus drengur, Stefán Þorláksson úr Reykjavík, sonur Ösku-Láka sem kallaður var, lenti í Mosfellsdal og leiddi af því að kirkja var endurreist á Mosfelli í okkar tíð. Þó vissi enginn til þess „að Stefán Þorláksson hefði nokkru sinni farið með gott orð í lifanda lífi; prestur nokkur hefur sagt við undirritaðan, að Stefán þessi muni hafa verið álíka trúlaus og Konstantín mikli, sem þó sannanlega bjargaði kristindóminum. Aðminstakosti mundi enn sem komið er teljast ofílagt að reikna hann með trúarhetjum í Mosfellssveit. Samt varð hann styrkari stoð sönnum kristindómi í sveit þessari, mælt í krónum og aurum, en flestir helgir menn vorir urðu hvort heldur með þöglum bæna- höldum eða háværum sálmasaung eða laungum prédikunum.“ Hann var kallaður Stefi og muna hann enn margir. Einkunnarorð hans í sögunni eru: kaupa, kaupa sama hvað kostar – en að sögn skáldsins eru þessi orð upphaflega komin frá Oddi í Glæsi. „En ég hef krítað þau hjá Stefa af skáldsöguteknískum ástæðum.“  Innansveitarkronika er helgisaga eða jarteinabók að því leyti sem jarteinir eru þau undur sem guð notar til að sanna almætti sitt undir votta í einhverju sérstöku máli á einhverjum tilteknum stað. Ólíklegasta fólkið verður verkfæri til að sanna almætti guðs; Stef- án, fátækur drengur með nafnmiðann sinn saumaðan inn í úlpuna sína; Guðrún Jónsdóttir, kölluð Gunna stóra, ösku- og mógrafa- kerling; og Ólafur á Hrísbrú, þessi rustakarl sem var sannanlega enginn dýrlingur. „Ekkert af þessu fólki virðist hafa haft nokkra trúarlega glætu. Það bara sannaði almætti guðs í Mosfellssveit.“ Kaflinn um Stefa, þegar hann kemur fyrst lítill drengur að Hrísbrú, er skáldskapur sem festist í minni. Orðaskipti hans og Ólafs bónda, sem annars ekki vék hlýlega að gestum, óttaleysi drengsins við raunveruleikann, stórfljót og fjallgarða, en barns- legur ótti hans við ímyndanir sínar svo sem ræningja og hrynjandi fjöll, allt verður þetta ógleymanlegt. Hann vildi gera ál að hákarli með því að ala hann nógu vel á hornsílum, sem sagt; vildi einlægt gera mikið úr litlu. Mosfellskirkja hin nýja fæddist af framsýni í fé- brögðum Stefáns Þorlákssonar. Klukkan í hana er komin þangað aftur fyrir tilstuðlan Ólafs bónda á Hrísbrú og kaleikurinn úr rusli eftir gamla konu sem dó á hreppnum á níræðisaldri 1936. „Einginn hafði vitað til að þetta munaðarlausa gamalmenni geymdi dýrgripa frammí dauðann; þaðanafsíður hvernig þessi kaleikur var kominn í hennar vörslur.“ Hver var þessi kona?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.