Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 AF fáum 20. aldar rithöfundum stafar viðlíka goðsagnaljómi og einfaranum J.D. Salinger. Þegar skáldsagan Bjargvætturinn í grasinu kom út fyrir rúmlega hálfri öld og varð metsölubók dró höfundur hennar sig í hlé, skrifaði lítið til viðbótar og sást enn sjaldnar. Ein- angrun Sal- ingers, sem hald- ist hefur fram til þessa dags, hefur að öllum lík- indum aukið við frægð hans meira en nokkur skrif hefðu mögulega gert og út- skýrir tilkomu bókarinnar Lett- ers to J.D. Salinger (Bréf til J.D. Salinger) í ritstjórn þeirra Chris Kubica og Wills Hochmans. Þar er bréfum til skáldsins safnað saman og birt sem einhliða sam- ræða. Tónn þeirra er ólíkur, allt frá því að vera fjandsamlegur til þeirra lofsamlegu aðdáenda- bréfa sem búast mætti við. Ef til vill er það von ritstjóranna að bókin berist í hendur Salingers og hann muni svara henni á ein- hvern máta en slík viðbrögð verða þó að teljast ólíkleg. Hið (ó)þekkjanlega rými Nýlega kom út úrval lykiltexta sem á einhvern hátt litast af vangaveltum um þekking- arrýmið, safnritið Cyber Reader (Leskaflar um vefspeki) í rit- stjórn Neils Spillers. Þar er ýms- um hliðum og spurningum velt upp um þær tæknibreytingar sem þegar hafa mótað sam- félagið og hugsun okkar, og eiga eflaust eftir að gera það í enn ríkara mæli í framtíðinni. Það kemur ekki á óvart að frum- kvöðlar „sæberpönksins“ svo- kallaða, William Gibson og Bruce Sterling, skuli eiga grein- ar í ritinu, sem og vísindaskáld- sagnahöfundarnir Neal Steph- enson, Jeff Noon og Greg Bear. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að brot úr skrifum mik- ilvægra fræðimanna á sviði póst- módernískrar hugsunar eins og Pauls Virilios, Donnu Haraway og félaganna Deleuze og Guatt- ari er einnig að finna í ritinu. Á óvart kemur hins vegar þátttaka rithöfunda á borð við E.M. For- ster en hún getur talist dæmi- gerð fyrir þá breidd sem ritstjóri leitaðist við að gæða ritið, að sögn útgáfufyrirtækis. Ný bók í röð J.M. Auel Metsöluhöfundurinn Jean M. Auel snýr aftur til þess for- sögulega sagnaheims sem heill- aði lesendur í bókunum um „börn jarðarinnar“ með fimmta bindinu í röðinni sem nefnist The Shelter of Stones (Skjól stein- anna). Segir þar frá krómagnon- konunni Aylu, sem ólst upp með- al hinna frumstæðari neander- tal-manna, sem nú hefur komist aftur til síns kynstofns í landinu Zelandoni, sem í dag kallast Frakkland. Einn helsti styrkleiki fyrri bókanna fjögurra þótti sú rannsóknarvinna sem höfund- urinn lagði á sig til að gefa sögu- sviðinu, þ.e. forsögulegu sam- félagi mannkyns, raunsæislegt og trúverðugt yfirbragð og eru gagnrýnendur á einu máli um að það hafi heppnast á nýjan leik. Tólf ár eru þó liðin frá því að síð- asta bók Auel kom út og hafði einn ummælandi það á orði að nokkuð hrikti í frásagnarstoð- unum undan þeim aragrúa fræðilegra smáatriða sem höf- undur notar í þessu skyni. Bókin hefur þó haldið rakleiðis í efsta sæti vinsældalista. ERLENDAR BÆKUR Bréf til Salingers J.D. Salinger ISamstarfsverkefni Listahátíðar og Útvarpsleik-hússins um örleikrit á Listahátíð hefur vakið verðskuldaða athygli. Hér er teflt saman and- stæðum sem við fyrstu sýn gætu reynst ósætt- anlegar. Texti fyrir flutning í hljóðvarpi og mynd- verk til að skoða á staðnum. Andstæðurnar hafa leyst úr læðingi sköpunarafl bæði rithöfundanna og myndlistarmannanna þannig að úr hefur orðið merkileg blanda hljóðverks og myndverks, þar sem skilin eru í besta falli útmáð og versta falli óljós. Þeir sem lagt hafa á sig að vera viðstaddir beina útsendingu verkanna hafa notið hins sjónræna þáttar til fulls og í raun fengið (ör)stutta fullgilda leiksýningu fyrir ómakið. Þeir sem hlustað hafa eingöngu hafa upplifað spennuna sem ávallt fylgir beinni útsendingu en einnig haft sterka tilfinningu fyrir nálægð áhorf- endanna sem tekið hafa undir með hlátri og lófa- klappi. Með þessu hefur Útvarpsleikhúsið lagt sitt af mörkum til að auka á fjölbreytni dagskrár Listahátíðar og veitt listamönnum úr ólíkum list- greinum kærkomið tækifæri til samstarfs. Sam- starf menningarstofnana á Listahátíð hefur borið góðan ávöxt á fleiri sviðum. Uppsetning Óperu, Sinfóníuhljómsveitar og Þjóðleikhúss á Hollend- ingnum fljúgandi eftir Richard Wagner hefur vak- ið verðuga eftirtekt og mikla hrifningu. Ljóst má vera að hver og ein þessara stofnana hefði ekki ráðið við slíka uppfærslu án þess að þurfa að skera verulega af fjárveitingum til annarra verkefna. IIÞarna var frumkvæði Listahátíðar það sem tilþurfti. Hver þessara stofnana leggur sýning- unni til sitt expertís, hver þeirra leggur af mörkum það sem hún kann best. Árangurinn er mögnuð sýning þar sem hvert atriði virkar einmitt eins og maður vill hafa það. Með liðsstyrk Listahátíðar var hægt að fá erlenda listamenn til samstarfs um listræna stjórn, og ljóst er að mikill fengur var að því fólki. Sviðsmynd Heinz Hausers er ein sú magnaðasta sem sést hefur í íslensku leikhúsi í langan tíma og samvinna hans við ljósameistara Þjóðleikhúss hefur skilað áhrifamiklu verki. Full- yrða má að lykilorð að vel heppnaðri sýningu hafi verið þetta skapandi samstarf. IIIListahátíð efnir til samstarfs á fleiri sviðum.Enn eigum við eftir að heyra flutning á Brúð- kaupinu eftir Ígor Stravinskíj, þar sem Listahátíð stefnir saman íslenskum og ítölskum listamönn- um. Verkefnið er liður í útrás Listahátíðar með samvinnu við erlendar listahátíðir, að þessu sinni Tónlistarhátíðina í Trento á Ítalíu. Hópur ís- lenskra og ítalskra tónlistarmanna flytur verkið fyrst á Listahátíð hér, en svo aftur í Trento síðar á árinu. Mikilvægi þess fyrir íslenska listamenn að fá tækifæri til að koma fram á alþjóðlegum listahátíðum á erlendri grund er ómetanlegt, slík tækifæri hafa til þessa verið allt of fá. Þarna er Listahátíð á réttri braut. Það er mikilvægt fyrir litla þjóð að fá erlenda listamenn í heimsókn, en ekki síður mikilvægt að fá tækifæri til að sýna öðr- um þjóðum hvað í okkar listamönnum býr. NEÐANMÁLS S AMSKIPTI fólks hafa breyst verulega í kjölfar fjölmiðlabylt- ingar og tækninýjunga nú- tímans. Greiðustu leiðirnar til samskipta liggja nú í gegnum símann og Netið. Einfaldast, skilvirkast og fljótlegast er að senda viðkomandi sms-skilaboð eða tölvupóst. Á degi hverjum streyma þús- undir skilaboða um símalínurnar. Þau einkenn- ast af sérstöku tungutaki, orðin eru stutt og skammstöfuð, oft á ensku eða myndletri sem hvaða Forn-Egypti sem er gæti verið full- sæmdur af. Unga fólkið notar þennan sam- skiptamáta mikið. Feiminn strákur þarf nú ekki lengur að roðna og tafsa fyrir framan stelpu sem hann langar að bjóða með sér í bíó, hann einfaldlega sendir henni riddaralegt sms og þau mæla sér mót vandkvæðalítið. Eða hann sendir henni tölvupóst, t.d. sæta glæru- sýningu með rósum og hjörtum, og þá er málið í höfn. Ef upp úr slitnar má hringja í einhvern spjallþáttinn í útvarpinu og biðja fyrir fallega kveðju til elskunnar með rómantísku lagi í von um endurfundi. Það er ekki eins erfitt og að biðja um það augliti til auglitis, rjóður og sveittur. Fjölmiðlatæknin tekur nú á sig hinar þungu byrðar mannlegra samskipta og gerir fólki auðveldara fyrir á stundum sem geta ver- ið erfiðar eða neyðarlegar, eins og að kynnast hvert öðru, segja hug sinn allan eða biðjast fyrirgefningar. Þrátt fyrir þetta eru margir einmana. Sumir leita inn á vefinn Einkamál.is. Þetta er gríð- arlega fjölfarinn vefur sem fær þúsundir heim- sókna í viku hverri. Þarna eru á þriðja þúsund karlar á skrá en konurnar eru nokkuð færri – allt þetta fólk er að leita að félaga, vini eða elskanda. Til að vera með í slagnum þarf að- eins að skrá sig inn undir dulnefni, gefa upp- lýsingar um útlit og aldur, hæð og þyngd, há- rafar og helstu hæfileika og bíða svo átekta. Einnig er hægt að leita á vefnum að mann- eskju með ákveðna og eftirsóknarverða eig- inleika, t.d. að dökkhærðri konu milli þrítugs og fertugs sem hefur áhuga á útivist og ferða- lögum eða vel vöxnum karli í leit að rómantík. Þá er búið að þrengja hringinn og auka lík- urnar á að mótaðilinn falli í kramið. Fyrr en varir rignir inn dulúðugum bréfum frá ein- mana fólki um allan bæ. Dulnefnin segja sína sögu; konur fá bréf frá Harðjaxli, BlueEyes, Colosseum, Senator og Rocky; karlarnir fá frá Vordegi, Diljá og Kisulóru. Í lýsingunum sem fólk setur fram á vefnum til að ganga í augun á hinu kyninu endurspeglast klisjulegar hug- myndir kynjanna um hvort annað. Konurnar segjast gjarnan vera ákveðnar og sjálfstæðar en langar að kynnast ljúfum manni sem hefur áhuga á matargerð og líkamsrækt. Karlarnir segjast vera heimakærir grillarar sem finnst gaman að fara út á lífið í góðra vina hópi en njóta þess ekki síður að kúra með elskunni við kertaljós. Í skjóli leyndarinnar er svo spjallað og daðrað en stundum afræður fólk að varpa af sér hulunni og hittast í eigin persónu. En þegar stigið er út úr sýndarveruleikanum reynist grillarinn góði oft vera giftur ístru- belgur og Kisulóran gamalt fress. Það dapurlega er hve þessi samskipti eru yf- irborðsleg. Engin netkynni koma í staðinn fyr- ir ást og vináttu sem þróast í gegnum lík- amlega snertingu, lit og lykt, rödd og látbragð. Ekkert sms kemur í staðinn fyrir fyrirgefning- arbeiðni og huggunarorð sem sögð eru í hita augnabliksins. En sorglegast af öllu er kannski það að einkamálin eru ekki lengur einkamál þegar skrifast er á við ókunnugt fólk og bréfin öll hýst á gígabætum veraldarvefjarins. FJÖLMIÐLAR En þegar stigið er út úr sýndarveruleikanum reynist grillarinn góði oft vera giftur ístrubelgur og Kisulóran gamalt fress. EINKAMAL.IS S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R EITT frjóasta aflið í íslenskri tónlist í dag er Tilraunaeldhúsið. Tilraunaeld- húsið er vettvangur þar sem skil nú- tímatónlistar, tilraunadjass, dæg- urtónlistar, óhljóðalistar og hljóðrænnar myndlistar hafa verið úr gildi numin. Þetta er yfirþjóðlegt eld- hús með lögheimili í Reykjavík, rekið á gráum markaði jaðarmenning- arinnar. Meðlimir gera jafnan víð- reist með tónrétti sína, efna til sam- starfsverkefna yfir höf og álfur og hnýta saman þræði fólks víða um heim sem áhuga hafa á öllum mögu- legum myndum hljóðheimsins. Það kraumar vel í pottum tilrauna- eldhússins nú um stundir. Dagana 6.–7.júlí nk. hyggst BBC standa að tveggja daga mínífestivali í ICA (Institute for Contemporary Art) í London sem Eldhúsið skipuleggur. Tónleikarnir verða hljóðritaðir í heild sinni og þeim útvarpað í þættinum Mixing It á BBC 3. kistan.is Innantómir kosningavíxlar Dregið er miskunnarlaust dár að nútímastjórnmálum. Í Gjöfum Sesars fer fram kosningabarátta með slag- orðum, auglýsingum, kappræðum, innantómum kosningavíxlum og til- heyrandi. Í annarri bók kemur fyrir rómverskur skattheimtumaður sem talar eins og eyðublað, fulltrúi kerf- isbákns 20. aldar. Stjórnmálaleiðtog- ar okkar daga eiga ágætan fulltrúa í þorpshöfðingjanum Aðalríki sem er hégómagjarn og höfðinglegur í fasi og heldur ræður heima hjá sér en er í raun ekki húsbóndi á eigin heimili og í þorpinu er það Sjóðríkur seiðkarl sem ræður þegar til kastanna kemur þar sem hann geymir uppskriftina að kjarnadrykknum, rétt eins og her- fræðingar nútímans stjórna þjóð- arleiðtogunum. Höfðingdómur Að- alríks er sjónarspil, hann á jafnvel í erfiðleikum með að fá eigin skjald- bera til að hlýða sér. murinn.is Sálarlaus gróðahyggja Nýja leikritið hans Ólafs Hauks í Borgarleikhúsinu gerir góðlátlegt grín að kynslóðinni sem losnaði úr límingunum í peningaflóði eftirstríðs- áranna, og að börnum hennar. Á sinn hátt hefur Ólafur tekið upp þráð- inn frá Jökli Jakobssyni - hina sígildu spurningu um valið milli þess að fylgja sínu eigin innsta eðli eða falla fyrir freistingum sálarlausrar gróða- hyggju. Sú freisting er glæsilega sviðsett sem auglýsing um heilsuhöll þar sem væntanlegir viðskiptavinir eru baðaðir gullnum ljóma eins og hólpnar sálir í paradís. Byggingin er í hálfgerðum kabarett-stíl. Vinsæl sönglög og léttir brandarar flétta saman skissukenndar smámyndir sem smám saman leiða í ljós að und- ir hátíðlegu yfirbragði gestanna krauma flóknar tilfinningar. kistan.is Morgunblaðið/Ómar Í öndvegi í Reykjavík. FRJÓTT AFL Í TÓNLISTINNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.