Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 3 E INN AF frægari bókmennta- klerkum Bretlands heitir sr. Duddleswell og birtist í bók- um og sjónvarpsþáttum sem hétu Bless me father. Sög- urnar gerast á árunum eftir seinni heimstyrjöld og í þeim var m.a. rætt um getn- aðarvarnir. Kaþólska kirkjan var, og er á móti slíku, og Duddleswell segir á einum stað að þegar getnaðarvarnir komi til sög- unnar þá verði enginn getnaður og engar varnir. Líking bókarklerksins kemur stundum upp í huga minn þessa dagana. Önnur gömul líking er úr tölvuheiminum. Hún er svona: WYSIWYG en það útleggst á íslensku að maður fái það sem maður sér. Þetta var sett fram í þá daga þegar það sem var á tölvuskjánum var alls ekki eins í útliti og það sem prentaðist á blað. Ástæða þess að líkingarnar eru mér of- arlega í huga er hversu undarleg staða er komin upp varðandi sérstaklega kynferð- ismál hér á landi. Undanfarin ár hafa verið háværar um- ræður um þessi mál og ekki síst í tengslum við svokallaða súlustaði. Súlustaðir nýttu sér glufur í atvinnu- og innflytjendalöggjöf og gáfu listafólki (les: nektardansmeyjum) færi á að koma hingað í mánuð. Á þeim mánuði máttu meyjarnar skaka sig eins framast mátti og afla sér tekna til heim- ferðar. Ég var aldrei viss um hvort þetta væri innflutningur á vinnuafli eða útflutn- ingur á peningum. Meðal þess sem mest var rætt um voru svokallaðir einkadansar, sem nú er búið að banna og gríðarleg fjár- útlát einstakra manna sem gátu numið hundruðum þúsunda á kvöldi. Kannski var það óhugnanlegast við þessa umræðu að menn greindi á um hvort vændi tengdist þessari starfsemi. Þau tengsl þykja meðalgreindu fólki fremur augljós. Umfjöllun sjónvarps um þessi mál hefur alla tíð tengst því að sýna listameyjarnar skaka sig upp að stöng þó það veki að vísu athygli að í seinni tíð eru þær betur til fara en þær voru fyrst. Þetta þýðir þó að allir landsmenn vita vel hvað súludans er. Þessi starfsemi sætir gagnrýni enda óljóst af hversu frjálsum vilja meyjarnar hristast. Þá er þetta óneitanlega ekki ein- ungis niðurlægjandi fyrir konurnar heldur og fyrir karla sem t.d. hópast að þeim í karlasamkvæmum og bera í þær fé með því að krækja því í brækur eða annars staðar. Mér er sagt að atgangurinn sé ekki minni þar sem karlar dansi fyrir kvennahópa. Hversu vinsælt sem svona kann að vera þá finnst mér þetta vera sturlun. Þar hlýtur að standa að baki vafasamt siðferði og við- skiptahættir þó löglegt kunni að vera. Bersögul umfjöllun um kynferðismál í fjölmiðlum, sjónvarpsefni, tónlistar- myndbönd og fatatíska ýta undir áherslu á kynlíf. Tökum dæmi. Nú vil ég ekki á neinn hátt bera blak af kynferðisglæpamönnum. Þeim er brjóta á börnum og fullorðnum, körlum eða konum. Hins vegar ofbýður mér að hlýða á frétta- menn lesa upp úr dómskjölum nákvæmar lýsingar á því hvernig brotið var framið. Ekki síst þegar bækur sem í er að finna slíkar frásagnir væru bannaðar á almenn- ingsbókasöfnum. Þá ofbýður mér stundum áherslan á kynlíf í glanstímaritum og kjaftaþáttum. Ítarlegar umfjallanir um neðanrakstur, sjálfsfróun og önnur tækni- leg atriði, yfir morgunkaffi eða kvöldmat, finnst mér tæpast við hæfi m.a. vegna barna sem líkleg eru til að vera nærri. Höldum áfram. Frásagnir af unglinga- partíum þar sem kynlíf er notað sem að- gangseyrir í selskapi. Frásagnir af félögum sem stunda makaskipti eða hópkynlíf. Frá- sagnir af vændi, fíknefnaneyslu og þannig má lengi telja. Það má halda fólki upplýstu en fyrr má nú rota en dauðrota. Tónlistarmyndbönd af ungum stjörnum sem eru afar klæðislitlar og eggjandi, stúlkur sem sumar eru undir lögræðisaldri. Eitt vinsælasta lagið um þessar mundir á stórstöðinni Popp-TV er af unglingastjörnu sem er klædd í buxur sem eru með beltið langt neðan við nára. Spurningasyrpa í sjálfum Mogga þar sem 17 ára stúlka er spurð hvað kveiki blossann. Nýleg auglýs- ing vikurits þar sem nakinn maður, lítið fyrir augað, sprellar um skjáinn, að vísu með skilti yfir því helgasta. Þættir þar sem karlar og konur spyrja hvert annað nær- göngulla spurninga og eru jafnvel svo drukkin að vart verður sagt að sóma sé gætt. Frásagnir af áfallahjálp sem ungt fólk hefur fengið vegna þess sem það hefur orð- ið vitni að á útihátíðum, í samkvæmum eða þess vegna á almannafæri. Frásagnir af kröfum sem fólk, karlar eða konur gera til maka sinna út frá frásögnum í fjölmiðlum, klámefni eða skemmtiefni. Frásagnir mæðra af erfiðleikum við að kaupa á smástelpur föt sem ekki voru eggjandi eða í anda gleðikvenna. Bolur í auglýsingu um fermingarföt á stúlkur þar sem á bol stóð Pornstar training eða við- líka. Gríðarleg áhersla á líkamsrækt, líkams- útlit, m.a. með auglýsingum sem oft eru á mörkum hins siðlega. Auglýsingar um stefnumótahópa sem vægt sagt eru ekki alltaf fjarri því að vera klámfengnar. Heil- síða í stóru dagblaði um símanúmer til að hringja í og hlusta á fólk klæmast eða til að klæmast við fólk í síma. Endalausar raðir af sápuóperum sem snúast um fólk sem er að reyna að komast uppí með einhverjum eða eins og einhver kallaði þessa þætti: í-guðs-bænum-viltu- elska-mig-þætti. Samfélag sem dregur upp þær myndir af samlífi karls og konu sem mér skilst að gert sé á netinu, eða í öðru klámefni og virðist ekki gera margt til að tempra umræðuna eða takmarka við ákveðna hópa brenglar mynd barna af því. Þau halda að samfarir séu hopp og hí sem sjálfsagt er að fari fram með hverjum sem er og skilja hvorki þá til- finningalegu ábyrgð eða þá líkamlegu ábyrgð sem því fylgir. Það má vel vera að í íslensku samfélagi til forna hafi mátt gifta unglinga á fermingaraldri en það tíðkast ekki í dag. Í sjálfu sér er kynlíf einstaklings eða einstaklinga undir átján ára aldri ólög- legt. Það versta til viðbótar er svo sú lenska manna að svara fullum hálsi þegar þeir eru gripnir í bólinu, hvort sem bólið er raun- verulegt eða varðar t.d. spillingu og fjár- málamisferli. Það er undarlegt að geta ekki bara tekið því þegar menn eru gripnir, ef þeir endilega vilja lifa lífinu við siðferð- ismörkin. Það má vera að lesendur sjái fyrir sér teprulegan gamlan karl þegar þetta er les- ið. En staðreyndin er sú að ég kalla ekki allt ömmu mína, er fremur unglegur og frjálslyndur en svolítið skelkaður. Ég á nefnilega börn. KYNLEGT RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N TED HUGHES CHAUCER „Þá apríl hafði mjúku regni og mildu marsþurrkum létt og gegnvætt hverja spildu … “ Þrumandi röddu, þar sem þú riðaðir á krosshliðinu upplyftum örmum – sumpart til að halda jafnvægi, sumpart til að halda í hvarflandi athygli ímyndaðra áheyrenda – fluttirðu Chaucer fyrir kýr í haga. Og vorhiminninn hafði gert það með blaktandi þvotti sínum, og nýir smaragðar þyrnirunnanna, hvítþyrnis og svartþyrnis, og eitt af þessum fullu kampavínsglösum sem þú greipst upp ófyrirséð af hreinum eldmóði. Rödd þín barst út yfir hagana í átt að Grantchester. Þér hlýtur að hafa heyrst hún týnast. En kýrnar horfðu á og komu nær: Þær kunnu að meta Chaucer. Og þú hélst áfram endalaust. Hér var ástæða til að fara með Chaucer. Svo kom Konan frá Bath, uppáhalds persóna þín í öllum bókmenntunum. Þú varst frá þér numinn. Og kýrnar voru hugfangnar. Þær tróðust og ýttust, bógur við bóg, og mynduðu hring að blína framan í þig, með einstaka fnasi af einskærri hrifningu, efldu sína furðulegu athygli, eyrun sperrt að heyra hrynjandina, og héldu sig af virðingu í sex feta fjarlægð. Þú trúðir hreint ekki eigin augum. Og þú gast ekki stansað. Hvað mundi gerast ef þú skyldir stansa? Mundu þær ráðast á þig, hræddar við skyndiþögnina eða ólmar að heyra meira –? Svo þú varðst að halda áfram. Þú hélst áfram – og tuttugu kýr stöldruðu hjá þér dáleiddar. Hvernig stansaðirðu? Ég man ekki eftir að þú hættir. Ég ímynda mér þær hafi skjögrað frá – ranghvolfandi augum eins og reknar væru frá fóðri. Ég ímynda mér ég hafi stuggað þeim burt. En sostenuto framsögn þín á Chaucer var þegar orðin sífelld. Það sem eftir fór náði ekki mettaðri athygli minni og varð að hverfa aftur inn í gleymsku. Hallberg Hallmundsson þýddi. Höfundur var lárviðarskáld Breta og lést árið 1998. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður er einn af fremstu myndlistarmönnum Evrópu í dag. Yfirlitssýning á verkum hans stend- ur nú yfir í Kerguéhennec-höllinni í Bretagne í Frakklandi. Laufey Helgadóttir segir frá sýningunni. Þorvaldur Guðmundsson kenndur við Síld og fisk, og kona hans Ingi- björg Guðmundsdóttir voru miklir fag- urkerar og söfnuðu íslenskri myndlist af ástríðu. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, hefur gert samning um vörslu einkasafns þeirra hjóna, og um fjóðrðungur þess, um 250 málverk og teikningar eru á sýningu sem opnuð er í Gerðarsafni í dag. Loftur Guðmundsson var einn af fremstu ljósmyndurum og kvikmyndagerðarmönnum ís- lenskum á síðustu öld. Kvikmynda- safn Íslands og Þjóðminjasafnið standa sameiginlega að stórri sýn- ingu á verkum Lofts. Heiða Jó- hannsdóttir kynnti sér þetta viðamikla verkefni. FORSÍÐUMYNDIN er ein af myndum Lofts Guðmundssonar sem eru á sýningu á verkum hans í listamiðstöðinni Hafnarborg. var tilnefndur til Booker-verðlauna fyrir sína fyrstu bók árið 1997. Hann rekur fer- il sinn í samtali við Fríðu Björk Ingv- arsdóttur og segist m.a. ekki hafa notað orðið „list“ fyrr en hann var kominn yfir tvítugt, þótt hann hafi ætíð langað til að helga sig listrænni tjáningu. Mick Jackson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.