Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 5 stofunni og texta úr bók sem kom út 1938 og heitir 3 félagar. Nú einbeitir hann sér ekki lengur að því að teikna tígrisdýr heldur situr í þungum þönkum, annars vegar á vinnustofu þar sem ríkir algjör óreiða, innan um alls konar hluti sem nánast kaffæra hann og byrgja hon- um sýn, og hins vegar í galtómu hvítmáluðu rými þar sem allt er ennþá óskrifað blað. En þótt listamaðurinn sjálfur sé miðpunkturinn virðist hann umkomulaus og annars hugar. Textinn undir myndinni þar sem óreiðan ríkir: Bíll keyrði fram hjá. Lítill mótor, Mercedes segi ég ósjálfrátt. En þessi þarna spyr Pat … Síðan kemur áframhaldið undir hvítmálaða rýminu … þegar annar bíll nálgast á fullri ferð? það er hægt að þekkja þennan úr fjar- lægð, þetta er Lancia, frábært hljóð, hlustaðu bara. Hljóðið deyr smám saman út. Það er hægt að ímynda sér að hér sé Hreinn að kveðja 20. öldina og fara inn í óskrifað rými 21. aldarinnar. Á meðan vitund listamannsins spinnur sinn spuna á vinnustofunni rykfalla hlutirnir í kring og heimurinn handan við vegg- ina breytist og tíminn líður … Og á meðan tíminn líður spinnur kóngulóin líka vef sinn í kyrrþey og það má segja að það þurfi dágott hugmyndaflug og áræði til að fanga fínlegan, næstum því ósýnilegan, vef hennar, setja á milli glerja og kalla Vinnustofu- riss (1999–2002) og Heimilisriss. Seinni hluti sýningarinnar hefst með stórri ljósmynd af upphöfnu kvöldroðalandslagi sem hann kallar Annars staðar (1998–2000) og und- irstrikar með því að nú séum við komin inn í aðrar víddir, – víddir sjónblekkingarinnar þar sem ljósið, birtan, spegilmyndir, hillingar og umbreytingar viðtekinna gilda ríkja. Að snerta með augunum Litróf regnbogans hefur fylgt Hreini alveg frá því að hann gerði róluverk sem hann sýndi í Suðurgötugalleríinu 1971 þar sem hann málaði regnbogalitina á setu rólunnar. Í Án titilis (1999–2000) sýnir hann okkur hvernig liturinn verður til í ljósinu með því að láta sólarljósið skína í gegnum margstrent gler í lófana á sér og mynda þannig regnbogalitina. Þetta verk gæti verið í samræðum við annað sem er stutt frá og sýnir hendur mótaðar í gler sem opin- berast ekki fyrr en í endurspegluninni í speg- ilplötunni sem þær hvíla á. Það er ekkert undarlegt þótt Hreinn hafi heillast af glerinu, þessu brothætta, gegnsæja og viðkvæma efni sem býr yfir öllum þeim eig- inleikum sem eru honum hugleiknir. Í verkinu Án titils (2001–2002), sem hann gerir í samvinnu við Cirva-glerverkstæðið í Marseille, leggur hann glerform sem eru eins og glervasar skornir í tvennt á málmplötur á gólfið við hliðina á tveimur heilum „glervösum“ sem hvíla á hvolfi hvor gegn öðrum með málm- plötu á milli. Helmingarnir á gólfinu endur- speglast þannig að formsköpun hlutarins lýkur í endurspegluninni og sjónblekkingin verður fullkomin. Allur þyngdarkraftur er horfinn og form og efni nánast fljóta eins og í hillingum. Augað staðnæmist ekki við yfirborð glersins en horfir í gegnum það og sér að það dregur til sín allt umhverfið líkt og „Stóra gler“ Duc- hamps, – eins konar vitrun um fjórvíddarheim- inn, þar sem búið er að afmá öll landamæri á milli þess innra og ytra. „Þögnin rennur í þreföldum hring …“ Það er eins og Hreinn fari í hljóðláta hringi í listsköpun sinni. Geómetrísku formsmíðarnar sem voru áberandi á árunum 1980–90 virðast horfnar, „þessi stóru verk sem ég hafði þörf fyrir að gera rykfalla núna á vinnustofunni hjá mér“, og nýjustu verkin tengjast nú meira þeim eldri þótt áhuginn fyrir margbreytilegri efnisnotkun og hlutnum sé enn fyrir hendi, eins og sjá má í glerverkunum. Það er þessi ofurnæma tilfinning fyrir hinu ljóðræna, óhöndlanlega, hverfula og hæfileik- inn til að færa huglæg fyrirbæri í form sem ein- kennir listsköpun Hreins. Hann opnar áhorf- endum sýn inn í nýjar víddir, – víddir sem við þekkjum ekki, en skynjum líkt og í tónlistinni. Í bókinni Tabula rasa talar Sigurður Guð- mundsson, vinur Hreins, um að það lýsa mynd- verki sé eins og að snerta kúlu með einum fing- urgómi til að finna hvernig hún er í laginu. Þannig er því farið með verk Hreins. Áhorf- andinn þarf að upplifa nærveruna við þau, sjá þau anda í rýminu og sjá hvernig þau breytast með umhverfinu í kring. Í hvert skipti sem við snertum þau með augunum og höldum að nú séum við búin að góma merkinguna færast þau yfir á annað merkingarsvið og við stöndum agndofa, full lotningar með nýjar spurningar á vörunum. Sýningunni lýkur 2. júní. Séð inn eftir öðrum sýningarsalnum þar sem sjást þrjú verka Hreins. Placement 1999. After thoughts 2001–2002 og Weather reports. Kindur og hestar frænda míns 2001. Höfundur er listfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.