Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 M ICK Jackson var til- nefndur til Booker- verðlauna fyrir sína fyrstu bók, The Und- erground Man (Neð- anjarðarmaðurinn, 1997), en slík viður- kenning er fátíð þegar byrjendur eiga í hlut. Gagnrýnendur voru á einu máli um ágæti hennar, enda er hún bæði óvenjuleg og áhugaverð rannsókn á andlegu niðurbroti hertogans af Portland. Sagan gerist á Viktoríutímanum, en hertoginn er utan- garðsmaður í samfélaginu, sannkölluð and- hetja, sem fljótt vinnur samúð lesenda með barnslegum, en íhugulum athugasemdum í dagbókarformi. Hertoginn eyðir tíma sínum og fé í að láta grafa flókið kerfi neðanjarð- arganga undir landareign sinni sem þegar á söguna líður verða táknræn fyrir huglægt ferðalag um dulvitundina sem hann finnur sig knúinn til að takast á við í leit sinni að sann- leikanum. Verkið byggist að nokkru leyti á frægri sannsögulegri persónu, en höfundurinn fer þó mjög skapandi höndum um efnivið sinn þar sem hugarflug hertogans, sjálfsmynd hans og óáreiðanleiki skynjunarinnar togast á með hætti sem ekkert á skylt við hefðbundna sagn- fræði. Mick naut leiðsagnar Malcolm Bradbury í meistaranámi sínu í skapandi skrifum við East Anglia háskólann í Norwich, og eftir að nám- inu lauk gat hann sér fljótlega gott orð á sviði kvikmyndagerðar. Hann kemur úr mjög hefð- bundnu ensku umhverfi, fæddist árið 1960 inn í verkamannafjölskyldu í Great Harwood í Lancashire. Velgengni hans hefur hreint ekki stigið honum til höfuðs og þegar við hittumst á járnbrautarstöðinni í Brighton þar sem hann býr, þakkar hann blaðamanni margfaldlega fyrir að leggja lykkju á leið sína þangað frá London. Útskýrir um leið að hann hafi, eins og svo margir ungir Bretar sem starfa að listum í London, gefist upp á að búa þar. „Hér er hús- næðið miklu ódýrara, lífið auðveldara – og fljótlegt að fara til London ef nauðsyn krefur,“ segir hann og spyr hvort við eigum ekki að skoða sjávarbakkann í þessum fræga strandbæ; „Brighton er nú einu sinni frægust fyrir skemmtanalífið sem þar var við lýði um svo langt skeið.“ Notaði ekki orðið „list“ fyrr en eftir tvítugt Á göngu okkar meðfram strandlengjunni, sem ber glögg merki glaums horfinna tíma, berst talið að fortíðarþránni og hlutverki hennar í nútímanum. Mick segir fortíðina höfða til sín, hann sjái fegurð liðinna tíma í nið- urníddum byggingum á gömlum bryggju- sporðum, sem nú eru til sýnis undir leiðsögn á meðan verið er að ákveða hver framtíð þeirra verði. Þessi orð koma ef til vill ekki á óvart frá manni sem hefur skrifað skáldverk er gerist á Viktoríutímanum, og nýlokið við verkið Five Boys (Fimm drengir, 2001) er gerist á stríðs- árunum. Það er þó ljóst að hann er í það minnsta með fast undir öðrum fætinum í sam- tímanum, hefur ekki síður áhuga á listum dagsins í dag en því sem hægt er að grafa upp úr fortíðinni. „Annars finnst mér ekki skipta miklu hvað- an maður kemur inn í listirnar, en verð þó að viðurkenna að listir í víðum skilningi höfða mikið til mín,“ segir Mick, þegar hann er spurður um bakgrunn sinn. „Ég tók mér þó ekki orðið „list“ í munn fyrr en ég var kominn langt yfir tvítugt. Fram að því hikaði ég samt ekki við að segja að mig langaði til að vera í hljómsveit, eða verða dansari eða leikari, ég kallaði það bara ekki list. En hugur minn stóð sem sagt alltaf til að gera listræna tjáningu að ævistarfi mínu. Sem krakki skrifaði ég heilmikið af ljóðum – eins og flestir væntanlega – en þegar hinir hættu því hélt ég áfram. Seinna lá leið mín svo í leiklistarskóla, ég skrifaði leikverk og leik- stýrði, endaði síðan í hljómsveit sem starfaði þangað til ég fór í framhaldsnám við háskól- ann í Norwich. Í rauninni var ég að skrifa lög og texta langt framyfir þrítugt og var því handviss um að ég myndi verða tónlistarmað- ur um alla framtíð,“ segir hann og hlær. „En þrátt fyrir að okkur gengi ágætlega – við gáf- um út plötur og fórum í tónleikaferðalög um Evrópu og Ameríku – gerði ég mér smátt og smátt grein fyrir því að við slægjum aldrei í gegn. Það leiddi að lokum til þess að ég fór að fikta við að skrifa örsögur sem voru einhver- staðar mitt á milli þess að vera dægurlaga- textar og smásögur. Þessi skrif urðu að lokum til þess að ég hætti í hljómsveitabransanum, flutti frá London til Norwich, í þeim tilgangi að taka ritsmíðar alvarlega. Ég hef því skrifað töluvert lengi og reynt ýmis form.“ Kvikmyndagerð fen málamiðlana Mick vill ekki gera mikið úr ferli sínum á sviði kvikmyndagerðar, sem hann hefur þó hlotið töluvert hrós fyrir. „Áður en ég fór til Norwich reyndi ég aðeins fyrir mér á því sviði. Vinur minn sem vinnur hjá BBC spurði hvort ég vildi ekki skrifa handrit að stuttmynd sem hann langaði til að framleiða. Hann sá um alla fjármögnun og ég ákvað því að slá til og þar sem ég skrifaði bæði handritið og leikstýrði varð myndin svo ódýr að okkur tókst að ljúka við hana. Á þessum tíma var ég tilbúinn til að reyna fyrir mér í ýmsum greinum lista, svo lengi sem ég gæti einnig haldið áfram að skrifa. En nú eru liðin tíu ár og ég get ekki sagt að það skipti mig miklu máli núna að kljást við öll þessi form, ef ég get haldið áfram að lifa eingöngu á því að skrifa skáldsögur þá langar mig mest til þess.“ Af orðum Mick má ráða að hann lítur ekki á velgengni The Underground Man og góðar viðtökur nýju bókarinnar sinnar, Five Boys, sem tryggingu fyrir frama í framtíðinni. „Ef ég get fundið leiðir til að gera frekari til- raunir á sviði skáldskapar eða til þess að leyfa þeim hluta heilans í mér sem skrifar skáldsög- ur sex mánuði á ári að hvíla sig á meðan ég geri eitthvað annað nytsamlegt, þá er það ágætt. Ég hef því ekkert á móti því að skrifa lög eða leikrit meðfram því að skrifa skáldsög- ur, það er í sjálfu sér heilbrigð leið til að vinna fyrir sér.“ En kvikmyndir og tónlist þjóna þá ekki sama tilgangi og skáldverkin sem listræn tján- ing? „Nei, því þessi form eru svo ólík í eðli sínu. Um leið og maður t.d. reynir að fjármagna kvikmynd, stekkur maður út í fen málamiðl- ana og samningaviðræðna sem takmarka list- ræna ferlið verulega. Ef mann langar hins vegar til að skrifa bók, þá sest maður bara nið- ur með blað og penna, og lætur 10.000 Róm- verja birtast við sjóndeildarhringinn án þess að það kosti eyri,“ segir Mick og hlær, „blek er svo ódýrt. Í kvikmyndagerð er slíkt hugarflug svo dýrkeypt að maður þarf að fá leyfi fyrir því hjá öðrum. Ég veit þó auðvitað manna best að hugmyndir að baki kvikmyndahandritum spretta upp úr sama jarðvegi og skáldsögur. Staðreyndin er samt sem áður sú að ég myndi líklega skrifa á markaðsvænni hátt ef ég væri að reyna að selja einhverjum sögu til að kvik- mynda, heldur en þegar ég er að skrifa skáld- sögu. En þegar allt kemur til alls skipta hug- myndirnar sjálfar mig mestu máli. Ef ég hef einhverja hæfileika,“ segir Mick blátt áfram, „þá eru það hæfileikarnir til að setja fram hugmyndir. Það eru kannski ekki endilega þær hugmyndir sem allir vilja sjá í bók eða kvikmynd, en hugmyndir engu að síð- ur. Ég álít mig því heppinn ef ég get komið hugmyndum mínum á framfæri með einhverju móti.“ Fannst stórfurðulegt að bókin skyldi vera gefin út Nú er ekki algengt að fyrsta bók höfundar sé tilnefnd til Booker-verðlaunanna, hvaða áhrif hefur sú reynsla haft á þig sem rithöf- und? „Það eina sem ég hugsaði um þegar ég var að vinna að The Underground Man var að ljúka henni og reyna að fá hana gefna út. Allt umfram það kom mér í rauninni í opna skjöldu. Þegar ég hugsa aftur til þess tíma fyr- ir sex árum þegar Picador keypti útgáfurétt- inn, þá sé ég að það var auðvitað fyrsta mik- ilvæga augnablikið. Á þeim tíma virtist mér það stórfurðulegt að bókin skyldi vera gefin út – og kannski ekki síður að mér skyldi hafa tek- ist að ljúka við hana.“ Mick segist ekki vilja gera sér upp falska hógværð, „en sannleikurinn er sá að þegar ég var að skrifa bókina hafði ég það eina markmið að klára hana, mér datt aldrei í hug að hún yrði aðgöngumiði inn í þotuliðshópinn við Book- er-verðlaunaveitinguna með Salman Rushdie og öllum hinum. Núna er líka þessi fíni litli lím- miði á bandarísku útgáfunni af bókinni þar sem fram kemur að hún hafi verið tilnefnd.“ Mick hlær og segir þennan viðburð þó ein- ungis hafa verið „sósuna“ ofan á allt annað „– eins og Raymond Carver hefði orðað það. Skömmu áður bjó ég í Cambridge ásamt sam- býliskonu minni, lifði ýmist á atvinnuleysisbót- um eða vann sem aðstoðarmaður á heimili fyr- ir misnotuð börn og skrifaði söguna í hjáverkum. Við vorum verulega fátæk þessi þrjú til fjögur ár sem það tók mig að ljúka við bókina. Fyrstu drögin skrifaði ég haustið eftir að ég lauk námi í Norwich, og ákvað ég að ef mér tækist ekki að ljúka við hana á ári myndi ég hætta við. Sem betur fer þraukaði ég þó.“ Hann er mjög hreinskilinn þegar hann ræð- ir um erfiðleikana við að koma þessari fyrstu bók sinni frá sér og á framfæri, svo það virðist nánast undravert að það hafi að lokum tekist, „bara það að finna umboðsmann og útgefanda nálgast það að vera kraftaverk í mínum aug- um. Það að bókin fékk svo góða dóma, er víð- lesin og var tilnefnd til verðlauna, virðist mér eiginlega einskær heppni.“ Tengsl samtímans við Viktoríutímann Nú fjallar þessi fyrsta bók þín um sögulega persónu, hertogann af Portland. Hvað var það sem knúði þig til að skrifa sögu um Viktor- íutímann? „Þegar ég var að vinna að verkinu, hugsaði ég lítið um það, mér fannst ég einungis vera að skrifa um áhugaverða persónu. Hvaða tíma hann tilheyrði skipti engu máli, enda hafði ég engan áhuga á að skrifa um tímabilið sem slíkt. Núna virðist okkur fólk frá þessum tíma fremur sérviskulegt og viðhorf þess til heims- ins sömuleiðis. En ef við horfum fram hjá því sem okkur finnst skrýtið við lífsmáta þess og lítum á tengsl okkar í dag, t.d. við líkamann og starfsemi hans, þá erum við ekki svo ólík því. Við horfum enn á líkamann sem einskonar vél og höfum áhuga á talíum og trissum, þrátt fyr- ir að ótrúlegar framfarir hafi orðið á sviði læknavísinda. Flestir skilgreina í grundvall- aratriðum sjálfan sig í dag með mjög líkum hætti og gert var á tímum Viktoríu drottn- ingar. Annars heyrði ég af hertoganum fyrir til- viljun, í gegnum vin minn sem býr mjög ná- lægt setri hans. Mér fannst göngin undir land- areigninni og sú sérviskulega mynd sem þau gefa af hertoganum þess eðlis að ég gæti gert mér mat úr því sem söguefni. Það var hins vegar ekki fyrr en ritdómur um bókina birtist í dagblaðinu „Guardian“, að henni var líkt við önnur nýleg verk, svo sem Restoration eftir Rose Tremain eða verk höfunda sem skrifa söguleg skáldverk. Mér hafði aldrei dottið sú líking í hug – ég var einungis að reyna að skrifa sögu um áhugaverðan mann.“ Nú reynir þú ekki að gera neinum sögu- legum „sannleika“ skil í The Underground Man, bókin fjallar ekki hvað síst um samband einstaklingsins við umhverfi sitt. Gætir þú séð líf hertogans sem tákn fyrir hinn ytri veru- leika í Bretlandi á hans tíma, þ.e.a.s. hnign- unina í hinu mikla heimsveldi? „Eitt meginþema bókarinnar er, eins og þú segir, samband einstaklingsins við umhverfi sitt,“ segir Mick. „Ég var mjög meðvitaður um að ég var að skrifa um persónu sem ætti hrein- lega engan tilverurétt í dag – blöðin myndu gera honum lífið óbærilegt. En sannleikurinn er sá að á hans tíma hefðu allir fátækir menn verið settir á hæli ef þeir hefðu grafið göng í kringum híbýli sín, en sem ríkasti maður landsins naut hann meira umburðarlyndis og var einungis álitinn sérvitur. Munurinn á við- horfum til ríkra og fátækra birtist þarna í hnotskurn, en sá munur er enn til staðar. Það sem heillaði mig við hinn raunverulega hertoga var hversu barnslegur og saklaus BLEK ER ÓDÝRT Frægðarsól Mick Jackson skín nú skært eftir frábærar viðtökur tveggja fyrstu skáldverka hans. Hann hefur einnig verið í hljómsveitum og gert kvikmyndir, en í samtali við FRÍÐU BJÖRK INGVARSDÓTTUR segir hann hugarflugið alltof dýrkeypt í heimi kvik- myndanna, þar sem tjáningin er föst í feni fjárhags- legra málamiðlana. Hann segir skáldsagnaformið henta sér best, enda blekið ódýrt. Morgunblaðið/Fríða Björk Mick Jackson segist ekki hafa tekið sér orðið „list“ í munn fyrr en hann var kominn yfir tvítugt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.