Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 7 hann virtist. Sögurnar sem ég heyrði um hann báru með sér andrúmsloft bernskunnar og gjörðir hans sömuleiðis. Ætli það megi ekki líka segja að ég hafi meðvitað reynt að byggja upp samsvörun á milli líkama hans og aðgerð- arinnar sem hann framkvæmir á sjálfum sér, og ganganna sem hann lætur grafa á land- areigninni. Þetta flókna kerfi ganga sem koma saman undir húsinu vísar til ranghalanna í huga hans sjálfs, svo samsvörunin á milli hans og landslagsins umhverfis er mikilvæg, en ég var ekki að reyna að gera hinu stóra sögulega samhengi skil með markvissum hætti, þó mér finnist að sjálfsögðu mjög skemmtilegt ef les- endur sjá eitthvað í henni sem ég var ekki meðvitaður um.“ Bretar enn fullir af hroka yfir sjálfum sér og styrk sínum „Það má þó vel vera að einhvers staðar leynist ómeðvituð vísun í hið sögulega ytra umhverfi hertogans,“ viðurkennir Mick og segir það líklega einnig eiga við um nýju bók- ina, Five Boys. „Þar er ég að fjalla um sveita- sælu í litlu ensku þorpi, á tímum þar sem slík þorp voru að líða undir lok. Bókin gerist í seinni heimsstyrjöldinni, en þá komu banda- rískir hermenn til Bretlands. Samhliða hófst menningarleg innrás bandaríska heimsveldis- ins, jafnframt því að okkar eigið heimsveldi var að liðast í sundur. Þorpið sem er sögusvið bókarinnar er í Devon, og á þeim tíma sem verkið á að gerast höfðu margir íbúar þess aldrei farið lengra en nokkrar mílur að heim- an. Koma bandaríska herliðsins, sem var þarna til æfinga fyrir D-daginn breytti öllu, þeir stugguðu fólkinu í burtu. Það hefði þó lagt land undir fót fyrr eða síðar, það er ekki hægt að hamla slíkri þróun. Þetta umrót tilheyrir einnig mínum eigin uppvexti, því sem breskur einstaklingur, hefur ekki verið hægt að komast hjá því að gera upp við sig þá sjálfsmynd sem við höfum sem þjóð. Bretar eru enn fullir af hroka yfir sjálfum sér og styrk sínum út á við, það er eins og okkur hafi aldrei tekist að sætta okkur við þá stað- reynd að Breska samveldið hefur ekki sömu þýðingu og áður og við erum ekki lengur heimsveldi. Við erum einungis eitt land að sinna sínum hagsmunum og önnur ríki hafa tekið við því hlutverki sem við þjónuðum fyrir hundrað árum. Undanfarin ár hafa því um margt verið einskonar kennslustund í auð- mýkt, sem er ekkert svo slæmt þegar allt kem- ur til alls.“ Það má þá með réttu segja að báðar bækur þínar fjalli að nokkru leyti um endalok ákveð- inna tíma? „Já það er alveg rétt. Hertoginn er í raun á undan sinni samtíð í því hvernig hann rann- sakar sína eigin dulvitund, þar sem Freud var ekki enn kominn til sögunnar. En jafnframt er sú leið sem hann velur sér hvort tveggja tákn hans eigin tíma og endaloka þeirra. Í Five Boys, á það sama við, en uppgjör við tímabil var þó ekki það sem vakti fyrir mér við skrifin. Mér finnst samt ástæða til að leggja áherslu á mikilvægi þeirrar staðreyndar að fortíð Bret- lands felur í sér mikinn hroka, og það hefur mótað sjálfa menninguna og goðsagnir sem tengjast henni. Það eru goðsagnirnar eða hreinlega sögusagnirnar sem ég hef áhuga á. Þær eru sú kveikja sem kemur mér til að skrifa báðar skáldsögur mínar, söguna sem varð til þess að ég skrifaði Five Boys, heyrði ég t.d. í Devon. Ég hef áhuga á mannkynssögu af því tagi, sögu einstaklinga eins og hún birt- ist okkur hinum. Þar er líka erfitt að greina á milli „sannleika“og „skáldskapar“, en mér finnst það gráa svæði sérstaklega áhugavert. Kannski vegna þess að hér á landi álítum við okkur ekki eiga slíka „þjóðsagnaarfleifð“, þó við höfum öll heyrt ýkjusögur.“ Mick er nú kominn með blaðamann á lítið veitingahús við hliðargötu í miðbæ Brighton, sem allt eins gæti verið í Frakklandi eins og í Englandi. Talið berst að nýju bókinni og blaðamaður bendir honum á að titillinn Five Boys, eða „Fimm drengir“ minni líklega flesta Íslendinga af hans kynslóð á Enid Blyton, enda beri meira að segja kápan á bókinni þann tíðaranda með sér. „Nafnið á ekkert skylt við börnin fimm í bókum Enid Blyton,“ segir Mick skellihlæj- andi, „það kemur hreinlega til af því að afi minn gaf mér alltaf súkkulaði sem hét þessu nafni og mér fannst það svo óskaplega gott. Svo þegar ég var að leita að leið til að lýsa drengjunum í sögunni kom súkkulaðið stöðugt upp í hugann á mér, enda var það líka vinsælt á stríðsárunum.“ Hann segir að í Five Boys hafi sig langað til að rannsaka hina ógnvekjandi undirliggjandi þætti sem finna má í litlu fallegu sveitaþorpi. „Þegar ég var að velta aðalpersónunni fyrir mér fannst mér eins og mjög gamall maður, eða mjög ungur drengur myndi búa yfir þeim öfgum sem ég leitaði eftir, því tök þeirra á raunveruleikanum eru mun hæpnari heldur en hjá fólki í aldursbilinu þar á milli. Fólk á aldr- inum sautján til sjötíu ára er í raun hefðbund- nasta fólk samfélagsins og ég held að flestir rithöfundar dragist ýmist að hinum ungu eða þeim gömlu. Í bernskunni býr sakleysi af ann- arri gerð en þeirri sem maður sér dags dag- lega. Annars er ég viss um að rithöfundar hér hafa fundið töluvert fyrir þeim hugmynda- fræðilegu skilum sem urðu við aldamótin – nú getum við litið til baka til atburða á borð við heimsstyrjöldina og lagt eitthvað af mörkum til uppgjörsins við hana. Ég er fæddur 1960 og stríðið virtist í órafjarlægð þegar ég var krakki – hefði allt eins getað tilheyrt öðrum tíma. En eftir því sem ég verð eldri er eins og nálægðin við það aukist, skugginn sem það kastaði á líf okkar allra er hreinlega svo ógn- arstór. Og það er þessi þáttur samtímans sem ég er að fjalla um öðrum þræði.“ Þegar Mick er spurður um vettvang sam- tímabókmennta í Bretlandi og það fjölmenn- ingarlega samhengi sem þar er að finna, segist hann í hálfkæringi „því miður tilheyra hópi hinna lítt áhugaverðu, hvítu, Evrópsku karl- manna. En svona grínlaust, þá finnst mér það ekki koma skáldskapnum mikið við, því hann á sér allur stað í huga manns fyrir tilstilli ímynd- unaraflsins. Ég skrifaði sögu um karl á Viktor- íutímanum og um drengi á stríðsárunum, þó ég tilheyrði hvorugum tímanum sjálfur. Fólk tekur sögur sínar, reynslu og tilfinningar yfir á það sögusvið sem það kýs sér, hvar svo sem það er. Bækur fjalla heldur aldrei um neitt eitt, heldur um margt í senn, og lesendur rýna í þann veruleika sem þeir samsama sig, hver og einn.“ Hafði Winesburg, Ohio í huga við smíðarnar Mick verður tíðrætt um ágæti Winesburg, Ohio, eftir Sherwood Anderson, sem óneitan- lega er ákaflega nútímaleg bók hvað stíl og byggingu varðar – gerólík flestu því sem var að koma út á sama tíma, um 1920. Bókin sam- anstendur af mörgum smásögum, sem fjalla meira og minna um sama fólkið, og smám sam- an fær lesandinn tilfinningu fyrir þorpinu og tíðarandanum í Winesburg, sem er sögusviðið. Mick segist, eins og Anderson, vinna með tölu- vert marga þræði í einu í verkum sínum enda álíti hann byggingu þeirra vera veigamikinn þátt í frásögninni sjálfri. „Skrifin hefjast á umfangsmikilli rannsókn- arvinnu og þegar ég var að skrifa Five Boys, ræddi ég við fólk sem var börn þegar banda- rísku flugvélarnar voru að fljúga yfir, og við bændur sem enn geta ekki nýtt skógana á landi sínu af því það er svo mikið af sprengju- brotum í viðnum. Sögur af þessu tagi heilla mig. Býflugnabúskapur kemur einnig töluvert við sögu, og ég sótti reglulega fundi um bý- flugnaræktun í töluverðan tíma til að afla mér þekkingar. Býflugur dansa ákveðinn dans við búið til þess að miðla leyndarmálum sínum til hópsins og ég notaði þann dans sem einskonar myndhverfingu fyrir mannfólkið og þá ekki síst börnin sem send voru í burtu frá heimilum sínum í London út á land. Býflugnadansinn kemur síðan inn í myndina síðar þegar bý- flugnaræktandinn kennir börnunum að fylgja sér dansandi eftir götunum, sem er einnig vís- un í flautuleikarann fræga úr ævintýrunum. Ég safnaði einnig öllu sem hugsanlega gat verið áhugavert um þorpslífið, svo sem upplýs- ingum um klukkuhringingar – ræddi t.d. við marga hringjara. Í rauninni má segja að ég hafi verið með bókina Winesburg, Ohio, eftir Sherwood And- erson, í huga þegar ég var að safna þessum litlu sögubrotum um einstaklinga saman í verkið, þannig að þau mynduðu heild. Tilgang- ur minn var að kanna margbreytilega tilveru fólks í litlu þorpi til hlítar, eins og Anderson gerði í þessu frábæra verki sínu.“ Mick er ekkert feiminn við að ræða sjálft sköpunarferli verka sinna, en segist þó ekki lengur lesa mikið sjálfur. „Þegar ég var yngri las ég frekar bandaríska höfunda en breska, auk Anderson gæti ég nefnt Philip Roth, J.D. Salinger og Richard Brautigan, en stundum finnst mér ég einmitt hafa tekið við kyndlinum frá honum. Hann stundaði mikla tilraunastarf- semi og skrifaði á mjög duttlungafullan hátt. Núna les ég lítið af samtímabókmenntum á meðan ég skrifa, ætli ég sé ekki of hjátrúar- fullur. Það er frekar að ég lesi eitthvað um liðna tíð er tilheyrir sögusviði verksins sem ég er að vinna við. Ólík nálgun karla og kvenna Við veltum því fyrir okkur í nokkra stund hvernig standi á því að konur og karlar virðast nálgast sköpun bókar með mjög ólíkum hætti – þó auðvitað sé erfitt að alhæfa um svo per- sónulegt og skapandi starf. Á heildina virðist þó sem konur leggi frekar upp í könnunarleið- angur sem alls ekki sér fyrir endann á við rit- un verka sinna, en karlmenn séu líklegri til að búa sér til ramma sem þeir fylla svo út í. Sú er í það minnsta raunin með Mick. „Allt sem ég sanka að mér síast inn í verkið þegar ég hefst handa, en ég myndi aldrei byrja á fyrsta kaflanum nema vita nokkurn veginn hvernig síðasti kaflinn á að vera. Ef til vill hef ég þurft að nota þessa aðferð til að efla sjálfs- traustið, því ég hef mest verið að skrifa um fortíðina. Það hvarflar þó að mér núna þegar við erum að tala saman að ég hefði ef til vill ekki haft þessa þörf fyrir heimildasöfnum og yfirsýn ef ég hefði verið að skrifa um samtím- ann. Ég get meira að segja alveg sagt frá því núna að næsta bók sem ég ætla að skrifa verð- ur líklega um lífið í Lancashire í mínum sam- tíma. Hún verður byggð á sjálfsævisögulegum grunni – ekki vegna þess að mig langi til að skrifa um sjálfan mig, heldur vegna þess að það voru ákveðnir atburðir sem gerðust á mjög stuttum tíma þegar ég var þrettán eða fjórtán ára sem mig langar til að takast á við í sögu. Ég get séð fyrir mér að vinnuferlið við þetta verk verði öðruvísi en við hin tvö, þó auð- vitað viti ég það ekki fyrr en ég byrja. Sann- leikurinn er þó sá að ég hef hvorki brennandi þörf til að skrifa um Lancashire á áttunda ára- tugnum, né heldur til að skrifa sjálfsævisögu- legt verk – ég þarf einungis að gera ákveðnum atburðum skil, óháð tíma eða rúmi, það er til- viljun ein að þetta er sögusviðið.“ Mick slær á létta strengi og segir að enn virðist ýmislegt í sambandi við sköpunarferlið óskiljanlegt. „Ef til vill er engin þörf á að skilja það, því ef ég kynni skil á því í heild, væri ferli mínum sem rithöfundi lokið eftir eitt eða tvö ár – ég myndi ekki eiga neitt eftir.“ Hann bendir á að hvað samtímann varðar sé ef til vill athyglisverðast að skoða verk rithöf- unda með tilliti til þess hvaða forsendur þeir höfðu fyrir skrifunum. „Maður eins og Brau- tigan skrifaði af því hann fann sig knúinn til þess, en flestir rithöfundar í dag eru meðvit- aðir um að þeir verði að sjá fyrir sér og sínum með ritstörfunum. Þegar ég var í hljómsveita- bransanum þá var það af því mig langaði til að vera í hljómsveit. Eftir því sem árin liðu fann ég smátt og smátt fyrir breyttum viðhorfum í minn garð sem hljómsveitargæja. Fólk hafði orð á því hvað það væri frábært að vera í hljómsveit, en fannst það svo hafa fullkominn rétt til að spyrja hvað ég þénaði við þessháttar vinnu. Ég rek þessa hugarfarsbreytingu til Margrétar Thatcher, það var á valdatíma hennar sem fólk fann sig fyrst knúið til að spyrja hvort framtíðarhorfurnar í hljóm- sveitabransanum væru góðar,“ segir Mick hlæjandi. „Sjálfum var mér var alltaf ljóst að ef maður ætlaði að þéna peninga, þá gerðist maður ekki söngvari í hljómsveit. Ég vissi að í efnahags- legu tilliti væri það algjör tímasóun að vera söngvari – en ég gerði það samt. Viðhorf lista- manna til vinnu sinnar og efnahagslegs um- hverfis hafa breyst töluvert, í það minnsta er alveg víst að viðhorf umhverfisins til listrænn- ar vinnu hafa gerbreyst á síðustu fimmtán til tuttugu árum. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á hvaða augum rithöfundar líta sjálfa sig. Nú velta flestir rithöfundar því fyrir sér hvort bók af þessu tagi seljist betur en önnur, eða hvort þeir eigi að skipta um útgefanda – en það hefðu þeir ekki gert fyrir þrjátíu árum. Og í hreinskilni sagt þá er alveg ljóst að t.d. mín verk hefðu ekki verið gefin út þá. Ég hefði bor- ið þess of augljós merki að vera úr verka- mannastétt. Ríkir, miðstéttar „Oxbridge“ drengir áttu þá mest upp á pallborðið.“ Mick segist ekki geta kvartað yfir stöðu sinni sem rithöfundur í dag, „á einhvern skelfi- legan hátt var það Thatcher sem gerði fólki eins og mér kleift að sinna skáldskap,“ segir hann. „Ef til vill hefur tilhneigingin verið sú sama á alþjóðlegum grundvelli – gerjun listanna hefur skilað sér sem ögrun í skáld- verkum. Kannski vegna þess að skáldsagan er listform sem getur átt sér stað hvar sem er í tíma og rúmi. Tilraunir mega þó ekki verða til þess að neðanmálsgreinarnar við verkið verði tvisvar sinnum lengri en bókmenntatextinn sjálfur, eins og gerist stundum í samtímabók- menntum sem eiga að vera ákaflega fyndnar og furðulega í senn. Að bók Davids Eggers, A Heartbreaking Work of a Staggering Genious, undanskilinni – sem mér fannst stórkostleg – langar mig bara til að fleygja þess háttar sam- tímabókum út um gluggann eftir nokkrar blaðsíður. Þær skortir alla mannúð,“ segir Mick Jackson með festu um leið og hann biður um reikninginn fyrir matnum, „ég er töluvert gamaldags hvað það varðar að mig langar ein- faldlega til að segja sögu. Ég vil skemmta les- endum mínum.“ fbi@mbl.is Þetta textabrot er úr upphafi The Underground Man (Neð- anjarðarmaðurinn) eftir Mick Jackson sem kom út árið 1997. Upphafskaflinn er úr dagbók hans náðar, en þar segir hann frá „vísindalegum rannsóknum“ sínum á ótrúlegustu fyrirbærum sem lýsa hugarheimi hans ákaf- lega vel: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig eplatré starfar. Hin hljóða vél undir berkinum er fyllilega ofar mínum skilningi. En eins og flestir menn, finn ég að Ímyndunaraflið er ætíð fúst til að rjúfa skarð í varnarvegg Fáfræðinnar... Rætur trjánna, get ég ímyndað mér, gegna mikilvægu hlutverki – með því að soga til sín frjósemi jarðar með ein- hverjum hætti. Ég sé fyrir mér hvernig þessi frjósemi sogast hægt um bolinn, og er síðan dælt út í hverja einustu grein. Sólin og rigningin eru án efa einnig að verki, ylurinn og rakinn eru á einhvern máta frumskilyrði eðl- islægrar byggingar trésins. En hvernig frjósemi jarðar, sólar og regns sameinast um að framleiða (i) fullkominn blómknapp, síðan (ii) smáan vísi eplis – jæja, það er mér hulin ráð- gáta. Finnið eplatré í nágrenninu. Heimsæk- ið það daglega yfir sumarmánuðina. Tak- ið eftir hvernig blómhnappurinn þrútnar hægt út og tekur á sig lögun. Sjáið hvernig það dregur andann hægt að sér. Vikurnar líða þar til eigin þungi verður að lokum til þess að ávöxturinn fellur. Þú getur geng- ið að honum á jörðinni, tilbúnum til neyslu. Allt þetta ferli er al- gjörlega áreiðanlegt; það hefur upphaf, miðju og endi. En ég er ekki sáttur. Langt því frá. Ég er hreinlega skilningsvana. Ótal mörgum spurningum er ósvarað. Eins og til dæmis ... Hver kenndi trénu að galdra fram epli? Og ... hvaðan kemur bragðið af eplinu?“ Í eftirfarandi textabroti úr Five Boys, er ein aðalsöguhetjan, drengurinn Bobby, að yfirgefa heimili sitt, fjölskyldu og hættuna á loftárásum í London, ásamt hundruðum annarra barna. Öryggi hvers- dagslífsins er ógnað og tilvera bernsk- unnar í upplausn: „Það var eins og Bobby væri haldið saman með snæri. Snærið batt nafn- spjaldið við hnappagatið á jakkanum hans, skipti brúnum umbúðapappírnum sem var utan um pakkann í kjöltu hans í fernt, og skarst inn í öxlina á honum, með gasgrímuna hangandi í öðrum end- anum. Hann togaði í hnútinn á snærinu sem var utan um pakkann þar til hann varð heitur svo það ískraði í honum á milli krepptra fingra hans. Sveitin lið- aðist framhjá fyrir utan gluggann. Allar tegundir trjáa og akra flugu hjá. Bobby hafði ekki hugmynd um að England væri svona margar mílur – hann átti allt eins von á því að hrapa ofan í sjóinn eftir all- an þennan tíma – og þrátt fyrir þennan litla, fasta hnút, héldu faðmarnir áfram að vindast ofan af þar til allt snærið í heiminum myndi ekki duga til að rekja sig heim aftur.“ (Úr The Underground Man, bls 3-4, og úr Five Boys, bls. 7, Fríða Björk Ingvarsdóttir sneri úr ensku.) BROT ÚR NEÐANJARÐARMANN- INUM OG FIMM DRENGJUM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.