Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Side 8
Loftmynd af miðbæ Reykjavíkur á fjórða áratug aldarinn L OFTUR Guðmundsson (1892–1952) var einn helsti ljósmyndari í sinni tíð og frumkvöðull í kvikmyndagerð á Íslandi. Með yfirlitssýningu á ljós- myndum Lofts í Hafnarborg og sýn- ingum á kvikmyndum hans í Bæjar- bíói á dagskrá Listahátíðar er leitast við að draga upp heildstæða mynd af ævi og lífsstarfi þessa atorkusama frumkvöðuls. Að verkefninu standa Hafnarborg og Hafnar- fjarðarbær, myndadeild Þjóðminjasafns Ís- lands, Kvikmyndasafn Íslands og Listahátíð í Reykjavík, undir yfirskriftinni „Enginn getur lifað án Lofts“. Á ljósmyndasýningunni, sem formlega var opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði í gær, er að finna fjölda ljósmynda úr safni Lofts Guðmunds- sonar sem veita gott yfirlit yfir þróun hans sem ljósmyndara. Að sögn Ingu Láru Baldvinsdótt- ur, deildarstjóra myndadeildar Þjóðminjasafn- ins, hefur lítið verið hugað að þeim menning- arlega arfi sem Loftur Guðmundsson lætur eftir sig á sviði ljósmyndunar og kvikmyndagerðar og sé hér reynt að bæta úr því. „Það má segja að verkefnið hafi hafist þegar Þjóðminjasafnið og Kvikmyndsafnið tóku sig saman um að gera út- tekt á ævi og lífsstörfum Lofts Guðmundssonar og hlutu Rannís-styrk til þess verkefnis. Verk- efnið er afrakstur þeirrar vinnu með þátttöku fleiri aðila. Þannig er það í raun þrískipt, haldin er viðamikil ljósmyndasýning og efnt til kvik- myndasýninga, auk þess sem gefin verður út 200 blaðsíðna sýningarskrá þar sem gerð er grein fyrir ævi og störfum Lofts í máli og myndum. Þar fjallar Margrét Elísabet Ólafsdóttir um ljós- myndir Lofts út frá fagurfræðilegu sjónarhorn, Erlendur Sveinsson fjallar um kvikmyndagerð hans og ég skrifa um fjölskrúðugt lífshlaupið,“ segir Inga Lára en hún er jafnframt stjórnandi verkefnsins. Portrettljósmyndir Lofts Við snúum okkur nú að ljósmyndasýningunni sjálfri sem sett hefur verið upp í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þar gefur að líta fjölbreytt verk frá ólíkum tímum á ljósmyndaferli Lofts Guðmundssonar. „Fyrsti sýningarhlutinn gefur innsýn í meginlínurnar í portrettljósmyndun Lofts, en hann byrjaði að reka ljósmyndastofu í Nýja bíói í Reykjavík árið 1925 og hélt þeirri starfsemi áfram til dauða- dags,“ segir Inga Lára. „Á suðurvegg salarins eru sýndar portrettmyndir sem Loftur tók á stofunni á þriðja og fjórða áratugnum. Um miðj- an fjórða áratuginn tók hann síðan í notkun aðra tækni og tók á svokölluð fjölmyndaspjöld sem þá komust algjörlega í tísku, og urðu mikið mjög vinsæl. Á hverju spjaldi voru um 15 myndir sem fólk gat sjálft klippt niður og gefið ættingjum og vinum. Á sýningunni eru nokkrar nýjar stækk- anir af 15-photo spjöldum, sem Loftur vann með alveg fram yfir stríð. Portrettmyndir Lofts frá þessum tíma einkennast af svokölluðum „glam- ENGINN GETUR Sýning á ljósmyndum Lofts Guðmundssonar hefur verið opnuð í Hafnarborg í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. HEIÐA JÓ- HANNSDÓTTIR ræddi við Ingu Láru Baldvinsdóttur um verkefnið „Enginn get- ur lifað án Lofts“, og það sem fyrir augu ber í Hafn- arborg um þessar mundir. Fræg ljósmynd sem Loftur tók af Jóhannesi S. Kjarval listmálara. Loftur Guðmundsson ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Ljósmynd af Páli Ísólfssyni tónskáldi, frá „glam- úrtímabilinu“ í portrettmyndatökum Lofts. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.