Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Side 9
Ljósmynd/Loftur Guðmundsson/Þjmsnar. úrstíl“. Myndirnar einkennast af ákveðinni upp- hafningu og líta allir á myndunum frá þessum tíma út eins og kvikmyndastjörnur. Konur eru þar gerðar að hinum mestu tískudrósum og þótti mörgum reyndar nóg um prjálið hjá Lofti á sín- um tíma, svo mjög að Spegillinn sá ástæðu til að draga dár að því í skopmyndum. Stríðsárin voru mesti annatíminn í myndatökum en þá voru allir skyldaðir til að vera með vegabréf í Reykjavík, og þurftu margir að láta mynda sig af því tilefni. Þá komu þúsundir hermanna til landsins sem höfðu það margir að afþreyingu að láta mynda sig. Það eru því til margar myndir af hermönn- um sem Loftur tók, og sýnum við eitt slíkt fjöl- myndaspjald á sýningunni.“ Að stríði loknu hélt Loftur til Ameríku, m.a. til að kynna sér tækni í litljósmyndum. Þegar heim var komið hafði hann alveg breytt um stíl, fór að nota leikmuni í ríkari mæli og tók sléttari og felldari myndir. Þetta sést glöggt þegar port- rettmyndir frá þessum ólíku tímabilum eru bornar saman,“ segir Inga Lára. Hugmyndaauðgi auglýsandans Loftur var allra vinsælasti ljósmyndari Reykjavíkur á meðan hann starfaði og lagði mark sitt á bæjarlífið með elju sinni og atorku. Inga Lára bendir jafnframt á að Loftur hafi ver- ið öðrum fagmönnum hugmyndaríkari á sviði auglýsingamennsku, og hafi það tvímælalaust haft áhrif á velgengni hans. „Loftur auglýsti gríðarlega mikið, m.a. í Morgunblaðinu. Þar fékk hann m.a. þjóðþekkta einstaklinga til að vitna um hversu góðar myndir hans væru, og til- einkaði sér „slagorðatækni“, á borð við „Enginn getur lifað án Lofts“, sem síðar gat staðið ein og sér sem auglýsing. Þá hélt Loftur reglulega sýn- ingar á ljósmyndum sínum í búðargluggum, líkt og þá var hátturinn. Með starfsemi sinni hefur hann jafnframt náð til breiðs hóps fólks, en líkt og sjá má á portrettmyndunum á sýningunni, koma þar fyrir allt frá þjóðfrægum einstakling- um til almúgafólks,“ segir Inga Lára. Loftur starfaði sem ljósmyndari hjá Leik- félagi Reykjavíkur í áratug og má sjá sýnishorn af því safni í Hafnarborg. „Þá tók Loftur talsvert af útimyndum fyrst eftir að hann tók til starfa, m.a. í tengslum við kvikmyndina Ísland í lifandi myndum, sem frumsýnd var sama ár og Loftur opnaði stofuna, árið 1925. Í útimyndunum var Loftur þegar farinn að sýna ákveðna listræna burði, en landslagsmyndir eftir hann, urðu vin- sælar sem stofuprýði. En útimyndir Lofts voru einnig teknar út frá heimildartengdu sjónar- horni, líkt og Reykjavíkurmyndirnar sem hann byrjaði að vinna árið 1930. Þar lagði hann í það verkefni að „dokúmentera“ Reykjavík og tók um 400 ljósmyndir af öllum götum í bænum, elstu húsum og kofum. Loftur réðst í þetta verkefni með það fyrir augum að bærinn myndi taka svo gríðarlegum stakkaskiptum á næstu árum, að mikilvægt væri að eiga heimildarefni af þessu tagi. Hann bauð bæjarstjórninni ljósmyndirnar til kaups en var því erindi hans hafnað. Þrettán árum seinna varð hugmynd Lofts hins vegar að veruleika í annarri mynd, en þá samþykkti Reykjavíkurborg að kosta gerð heimildarmynd- ar um borgina, en afrakstur þess verkefnis er meðal þeirra kvikmynda sem sýndar eru í Bæj- arbíói um helgina.“ Eldhugi og erfiðar aðstæður Inga Lára bendir á að eftir að bæjarstjórn Reykjavíkur hafnaði erindi hans um að bærinn keypti heimildarljósmyndirnar, hefði hann kast- að megninu af myndunum. „Viðbrögð bæjarins ollu honum miklum vonbrigðum og sagðist hann sjálfur ekki hafa haft aðstöðu til annars en að henda myndum. Þessi atburður lýsir annars vegar því skilningsleysi sem hér ríkti í garð þessarar faggreinar, og hins vegar persónuleika Lofts sem var mikill eldhugi og kastaði sér ávallt í verkefnin sem hann tók sér fyrir hendir, lauk þeim og byrjaði á því næsta. Hann fékkst t.d. við fleira en ljósmyndun og kvikmyndagerð, en áður en hann hellti sér út í það fag, var hann verk- smiðjustjóri og eigandi gosdrykkjaverksmiðj- unnar Sanitas. Þá var hann tónlagahöfundur og gaf m.a. út sönglög sem sungin eru enn þann dag í dag. Störf Lofts á sviði kvikmyndagerðar sýndu jafnframt að hann lét sér fátt fyrir brjósti brenna enda tók hann á sig allt erfiði og kostnað sem fylgdi kvikmyndagerðinni á sig sjálfur. Störf Lofts á sviði ljósmyndunar og kvikmynda- gerðar héldust alla tíð í hendur þó svo að hann hafi engu að síður byrjað sinn feril sem kvik- myndagerðarmaður. Og óneitanlega lagði það mark á ævistarf Lofts, líkt og margra annarra sem störfuðu á þessu sviði, að hann hefur þurft að leggja áherslu á það sem færði honum salt í grautinn. Ég vona að lokum að hægt verði að gera fleiri íslenskum ljósmyndurum skil í fram- tíðinni og kynna fyrir almenningi. Því það liggja ekki minni menningarverðmæti í þessu en mörgu öðru sem haldið er á lofti“ segir Inga Lára að lokum. LIFAÐ ÁN LOFTS Hulda Benediktsdóttir á fjölmyndaspjaldi, en þá tækni notaðist Loftur við í kringum seinna stríð. Ein af barnaljósmyndunum sem Loftur tók eftir Bandaríkjaferð sína eftir stríðslok. heida@mbl.is LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.