Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 Í stórhríðinni blæs um bratta tinda og brotna hríslu, skaflar vaxa á túni. En bráðum munu sundhanarnir synda og svanamæður hylja egg sín dúni. Álftin hvít á lind sem aldrei leggur lætur sér eflaust vor í huga detta þó umhverfið sé eins og hvítur veggur og aðeins skjól við fáa, lága kletta. Hún veit eins og þú, ef mætt er miklum harmi er mátturinn að þora, trúa og vilja. Og það að geyma bernskuna í barmi er besta ráðið til að sjá og skilja. Ef hugurinn er lind sem aldrei leggur má láta sér svo margt í huga detta þó umhverfið sé eins og hvítur veggur mun aftur fjóla í Hvammsheiðinni spretta. HÓLMFRÍÐUR BJARTMARSDÓTTIR Minning um skáldið Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Höfundur býr á Sandi II í Aðaldal. VORHRET

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.