Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 11 Hvað er pirri? SVAR: Ef litið er í íslenska orðabók má lesa að sögn- in að „pirra“ merki að espa eða æsa og orðið „pirraður“ er skýrt sem taugaspenntur eða við- kvæmur á taugum. Í Orðabók Máls og menn- ingar er sett spurningamerki við orðin „pirra“ og „pirrur“ sem merkir að þau þykja óæskileg í málinu. Orðið pirraður er ekki mikið notað í rit- máli en mun frekar í talmáli. Að vera pirraður merkir í daglegu tali líklega það sama og að eitthvað fari í taugarnar á manni eða jafnvel að margt fari í taugarnar á manni. Menn eru önugir eða gramir þegar þeir eru pirraðir. Ekki er samt fyllilega ljóst hvað átt er við með því að vera pirraður og því óhægt um vik að vitna til rannsókna af nokkru tagi sem snúast um þetta. Verður spurningunni því helst svarað með almennum bollaleggingum. Ef til vill má líta á það sem geðshræringar að vera pirraður, önugur eða gramur. Þær geðs- hræringar manna sem helst er sátt um að komi fyrir hvarvetna á byggðu bóli og fylgt hafi teg- und okkar frá örófi alda eru gleði, reiði, ótti, hryggð og viðbjóður. Sumir bæta undrun þar við en ekki er full sátt um að líta beri á undrun sem geðshræringu á borð við þær sem fyrr voru nefndar. Geðshræringar eru það sem kall- að er íbyggnar, það er að segja þær snúast um eitthvað. Ótti snýst um að okkur finnst ógn steðja að, en hryggð snýst um missi. Önnur af- brigði af því þegar geð hrærist eru gjarnan heimfærð upp á þessi meginafbrigði geðshrær- inga. Til þess að átta sig á því hvers konar geðs- hræring það er að vera pirraður eða hvort það sé yfirleitt geðshræring, þarf maður að skilja hvað hugtakið snýst um. Að vera pirraður get- ur líka merkt einhvers konar skap eða jafnvel skapferli. Fólk er í góðu skapi, illu skapi eða pirrað jafnvel dögum saman. Það sem greinir þetta frá hinni dæmigerðu geðshræringu er að skapið spannar oft lengri tíma, en líka hitt að ekki er eins ljóst um hvað skapið snýst. Maður er til dæmis í þannig skapi að manni finnst flest leiðinlegt eða móðgandi. Skapið er þannig eins konar röð geðshræringa af svipuðu tagi eða til- hneiging til að finna til geðshræringa af sama tagi. Á sama hátt getur lunderni manna verið slíkt að þeir hafa vanda til þess að vera í góðu eða slæmu skapi nánast frá vöggu til grafar. Að vera pirraður, önugur eða gramur má samt ef til vill líta á sem áþekk en mismunandi afbrigði af geðshræringunni reiði. Önnur af- brigði af henni eru til dæmis hneykslun, fyr- irlitning og hatur. Spurningin er af hverju svo er og hvernig það að vera pirraður og gramur greinist frá hinni dæmigerðu reiði. Það sem hér er samnefnari er að í hinni dæmigerðu reiði, sem og í gremju, finnst okkur á hlut okkar gert (eða þeirra sem við finnum til samkenndar með); einhver hindrun kemur í veg fyrir að við (eða þeir) náum markmiði okkar. Við verðum reið ef yfirvöld taka ákvörðun um að leggja nið- ur starf okkar, en pirruð eða gröm ef annar öku- maður nær að leggja í bílastæðið sem við ætl- uðum okkur. Þannig verðum við fremur reið í tengslum við hindranir sem koma í veg fyrir að við náum mikilvægum markmiðum (eins og að sjá sér og sínum farborða) en pirruð út af hindr- unum sem koma í veg fyrir að við náum léttvæg- ari markmiðum (eins og að leggja bíl í stæði). Að vera pirraður eða gramur er ef til vill eins konar forstig reiðinnar þar sem manni finnst sem á hlut manns sé gert án þess að maður hafi, eða geti, gert upp við sig hvort einhver sé ábyrg- ur fyrir því eða hafi gert það af ásettu ráði. Bandaríski sálfræðingurinn Averill gerði rann- sókn þar sem hann bað fólk um að skrá í dagbók aðstæður og tilefni þess að það reiddist eða því varð gramt í geði (sem Averill nefndi á enskunni „annoyance“). Nokkur þeirra atriða sem greindu hér á milli voru samkvæmt Averill: Fólki finnst erfiðara að hafa hemil á reiðinni en gremju og gremja er tíðari en reiði. Reiði er oft- ar gefin til kynna með árásum í orðum eða með svipbrigðum en gremja og reiðinni fylgir oftar löngun til þess að hefna fyrir misgerðir. Reiðin leiðir einnig frekar til þess að aðstæður breytast en gremja. En af hverju virðist svo sem við verðum stundum venju fremur pirruð, gröm eða önug og látum alls konar smámuni pirra okkur, fara í taugarnar á okkur eða gera okkur gramt í geði? Þegar svo stendur á höfum við allt á hornum okkar. Þetta gerist ekki síst ef okkur líður illa á einhvern hátt, erum illa sofin eða erum að flýta okkur. Þessu er ef til vill þannig farið vegna þess að vanlíðanin hefur í för með sér að túlkun okk- ar á því sem fram fer í kringum okkar skekkist á þann veg að við sjáum hindranir og mótlæti þar sem við sjáum venjulega aðeins verkefni sem við ráðum við að leysa. Þetta gerist bæði vegna þess að við höfum ef til vill minni getu til að takast á við vandann, skerta getu til að átta okkur á hon- um og vegna hins að vanlíðan (til dæmis vegna þrengsla, áhyggna, sársauka af ýmsu tagi) getur vakið upp neikvæðar minningar og hugmyndir um okkur sjálf, náungann og heiminn í kringum okkur sem aftur leiðir til túlkunar flestra at- burða sem hindrana sem lagðar eru í leið okkar. Heimildaskrá má nálgast á Vísindavefnum. Jakob Smári, prófessor í sálfræði við HÍ. Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum? SVAR: Ekkert hljóð berst um geiminn af því að þar er tómarúm, nær ekkert efni. Hljóð berst aðeins um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarð- lög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í raun- inni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulbylgjur og sent þær út í geiminn. Síðan má breyta rafsegulmerkjunum aftur í hljóð við eyru geimfara. Þeir heyra þá hljóð sem við höf- um sent þeim alveg eins og í öðrum þráðlausum fjarskiptum. Rafsegulbylgjur, þar á meðal ljós, eru allt öðru vísi en hljóð því að þær geta borist um tómarúm. Þess vegna sjáum við stjörnurnar og getum átt samskipti við geimfara á tunglinu, og við geimför eins og þau sem fara til fjarlægustu reikistjarnanna í sólkerfinu. Að þessu leyti er líka vandalaust að stunda fjarskipti enn lengra út í geiminn, til dæmis til nálægra sólstjarna nokkra tugi ljósára í burtu. Samtal við verur þar yrði samt ankannalegt því að boðin væru svo lengi á leiðinni; við þyrftum að bíða í áratugi eftir svörum við spurningum okkar! Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ. Er pirri sama og að vera pirraður og er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum? VÍSINDI PIRRINGUR OG HLJÓÐLAUS GEIMUR S ÖGUMAÐUR á í dularfullu sambandi við persónur sínar. Svo virðist sem Katrín/Anna sé að skrifa bókina jafnóðum og sagan gerist. Sífellt er lesand- inn minntur á að hann sé að lesa BÓK með tilbúnum blaðsíðum og kaflaskilum og persónurnar séu leiksoppar, háðar valdi sögumannsins. „Krakkar, núna ek ég ykkur úr sögunni og í háttinn,“ sagði Dóra Aggý, ekki laus við tilgerð, „... Mér er sama hvert þið farið, ef þið farið, þið eruð bara aukapersónur, allar nafnlausar“ (336). Og á einum stað segir Katrín: „Flettu upp á síðu hundrað fjörutíu og átta í þessari bók“ (440). Veruleikalíking eða blekking skáld- verksins er þannig rofin sífellt enda lífið allt of flókið til að komast fyrir í skáldsögu. Botnlaust grín er gert að rithöfundinum (Katrínu/Önnu) sem situr í skáldskapartjaldi og íhugar sam- band bókmennta og samfélags, í kulda og trekki (því kuldi og gremja eru undirstaða listanna) með fæturna í fötu með volgu vatni þar sem plastleikföng synda um (til að varð- veita barnið í sér) og horfir á heiminn af sjón- arhóli reynslunnar (354): „Konan sat á buxun- um einum fata uppi á háum stól. Þannig ætlaði hún að vera persónugervingur nakta sannleik- ans með penna í hönd á svipaðan hátt og rétt- vísin heldur á vogarskálum. Slöpp, lúin brjóstin löfðu niður með síðunum og hún hugsaði oft af þeirri kaldhæðni sem einkennir kveneðlið: „Þannig er komið fyrir skáldagyðjunni og list- unum í lok þessarar aldar: Allt lafir slappt og þróttlaust nema símalandi tungan“ (353). Á sjöunda áratug síðustu aldar var módern- ismi í íslenskri sagnagerð í uppsveiflu og Guð- bergur Bergsson var manna djarfastur í form- byltingunni. Skáldsaga hans, Anna (1969), þótti ekki þægileg náttborðslesning á sínum tíma; framvindan lúshæg í ofurraunsæi sínu, sögu- þráðurinn sífellt brotinn upp með löngum ein- ræðum og samtölum, nærgöngulum lýsingum, hringlandi hugsunum, kynórum, draumum og tímaflakki. Anna lýsir hverdagslegu, íslensku alþýðufólki en líf þess snýst um uppfyllingu frumþarfanna: vinna, éta, sofa. Í sögunni felst mikil samfélagsgagnrýni og hún fjallar ekki síst um flókin tengsl skáldskapar, höfundar, persóna og lesanda um leið og ráðist er að ýms- um viðteknum hugmyndum um líkama, tungu- mál, sögu og menningu. Að brjótast í gegnum Önnu var eins og að glíma við flókna en heillandi gestaþraut. Nú hefur Guðbergur ein- faldað þrautina verulega og end- urritað Önnu; eiginlega þýtt hana úr „módernísku“. Í Önnu er unnið markvisst að því að tefja fyrir lesandanum og trufla hann, ögra honum og brjóta hann niður. T.d. eru persónur sögunnar þokukenndar, ýmist nafnlausar eða heita mörgum nöfnum. Lesandinn verður sjálfur að finna út hver segir hvað og hver hugsar hvað: „Það gildir einu hver er hvað, allar persón- urnar eru sama markinu brennd- ar og ég greini þær ekki í sund- ur,“ segir húsmóðirin og rithöfundurinn Katrín (410). Hugsanir persónanna eru oft án greinarmerkja – af tryggð við raunsæið; við hugsum ekki með greinarmerkjum! Atburðarásin er langdregin, óljós og óskiljanleg, ekkert „gerist“ í sögunni; myndmálið er óvenjulegt; umhverfið óljóst og tíminn flókinn. Aftast í bókinni eru Svörin og þar standa m.a. þessi frægu orð tiltölulega lítið breytt: „Ef höfundur gefur rótgrónum sögu- þræði á kjaftinn ruglast hefðbundin frásögn. Þetta getur snúist á ýmsa, óvænta vegu og orð- ið margbrotinn skáldskapur sem stendur fast- ur í hænuhaus lesandans“ (463). Sagan hefst á sunnudegi, útvarpsmessunni er nýlokið og fjölskyldan sameinast við steik- arát og gosþamb. Í Ásgarði (eða Valhöll) búa þrjár kynslóðir, hjónin Sveinn og Katrín (mað- urinn og konan/Anna), börnin þrjú: Valdís (Val- gerður, Valla), Kristján (líka kallaður Gulli) og Boggi (stundum er nafnið hans ritað afturábak: Iggob; heitir líka Hermann) og gamla konan, móðir Sveins. Í kjallara hússins býr Svanur sem á dularfullan hátt er Höfundurinn og hefur undarlegt vald yfir Katrínu /Önnu sem segir söguna: „Höfundurinn brúkar okkur Önnu, hvora með sínum hætti, og lætur okkur ganga með hugarfóstur sín og fæða þau í þann heim sem lesmál getur orðið,“ segir Katrín (440). Að auki dvelur í húsinu undarlegur gestur frá ann- arri hvorri nýlendu Dana: Færeyjum eða Grænlandi. Hann vinnur skítverkin meðan hin- ir græða á nýlendu Kana á Suðurnesjum. Hjá kynslóðunum þremur í Ásgarði ríkir styrjald- arástand: foreldrarnir óttast börn sín og þola þau ekki, berja þau og varna þeim inn- og út- göngu, börnin fyrirlíta foreldrana og segja ömmunni að halda kjafti en hún lifir í þoku- heimi þambandi malt. Allar persónurnar eru frekar ógeðfelldar auk þess sem þær ropa, reka við og froðufella í erg og gríð sem gerir þær síst geðslegri. Atburðarás sögunnar er í sjálfu sér ekki flókin. Kristján skreppur í veiðiferð með vini sínum eftir matinn en ferðin tekur óvænta stefnu; Boggi og Valla standa í stórræðum í sjoppunni á staðnum og til sögu koma hjónin Diddi og Dóra Aggý; Lollý sem afgreiðir í sjoppunni og er ófrísk; nokkrir unglingar og fleira fólk í Kana- partíi. Sveinn og Katrín fara aldr- ei út úr húsi í sögunni en tala endalaust um lífið og tilveruna við gestinn og fá vinkonurnar Sollu, Möggu og Böggu í heimsókn en þær eru nýkomnar heim frá Am- eríku – vonsviknar eftir kynni sín af fyrirheitna landinu. Sveinn og Katrín verða svo andvaka, tala saman eða réttara sagt í kross og Katrín sinnir ritstörfum en hvorugt þeirra furðar sig á hvar börnin eru. Undir morgun er Kristján ókominn, Valla fílefld á leið í vinnuna eftir næt- urgöltrið en Boggi liggur lífvana á gólfinu með tómt pilluglas og kveðjubréf sér við hlið. Sveinn fer í vinnuna og Katrín/Anna vaknar undir há- degi við að vinkonurnar þrjár eru komnar í mat. Þar lýkur sögunni, hún bítur í sporð á sér eins og „góðar sögur gera í lokin“ (segir Katrín, 364). Persónur sögunnar gegna því hlutverki að enduróma þreyttar skoðanir og innantómar hugmyndir. Þær eru uppsprettur stjórnlauss orðaflaums í sundurlausum eintölum og stefnu- lausum samtölum þar sem engin niðurstaða fæst en soralegur hugarheimur þeirra birtist í skýru ljósi. Stöðnun, vonleysi og vani setja mark sitt á persónurnar, þær taka hvorki þroska né breytingum í sögunni. Þær tala ekki saman heldur talar hver í sínu horni. Orðræðan einkennist af hjali og tauti, hátíðlegu og klisju- legu máli, innihaldslausum skipunum og yfir- lýsingum, merkingarlausum og þversagna- kenndum málsháttum, fjölmiðlasíbylju og áróðri. „Við erum auðvitað hér glaðvakandi, andvaka og ráðvillt. Eftir sögunni að dæma er það í eðli okkar að vaka myrkranna á milli, skynja hvorki stund né stað og vera með mælgi“ segir Katrín (407–8). Talinu er mark- visst er beitt til að sýna fram á og deila á vað- alinn og klisjurnar sem einkenna samskipti fólks yfirleitt. Anna er gagnrýnin saga á mörgum sviðum. Hún ræðst að smáborgarahætti, hræsni, þý- lyndi og þröngsýni, og gagnrýnir vana, and- legan doða og yfirborðsmennsku. Firring per- sónanna er leidd í ljós í margbrotnu formi sögunnar og klisjurnar í tali þeirra endur- spegla stöðnun og ófullnægju. Form og efni haldast þétt í hendur (kaflanúmer bókarinnar má skilja á þann veg að hana eigi að lesa aftur og aftur eða jafnvel afturábak), firringin og endurtekningin er í senn efni sögunnar og bún- ingur hennar. Anna gamla átti brýnt erindi við 68-kynslóðina og boðskapur hennar er enn í fullu gildi. Nútímalesendur fá söguna í þægi- legum neytendaumbúðum, formið er orðið að- gengilegra og sagan læsilegri, textinn er fyllri af skýringum og útleggingum Guðbergs auk þess sem greinarmerki og greinaskil hjálpa nú aðeins til. Lesmálið er orðið býsna stillt og prútt miðað við fyrri gerð en minna stendur eftir af töfrum gátunnar fyrir vikið; merkingin er nú tekin fram yfir leyndarmálið (182). En fyndnin og orðsnilldin halda sínum hlut. Guðbergur segir fremst í bókinni að veru- leiki skáldsögunnar sé margvíslegur og „fyrir bragðið ættu að vera gefnar út að minnsta kosti tvær gerðir af sömu skáldsögu svo hægt sé að bera saman þá fyrri og fylgju hennar sem hugsanlega lokagerð.“ Endurvinnsla í mynd- list, tónlist, kvikmyndum og bókmenntum blómstrar nú sem aldrei fyrr. Að endurrita eig- in bækur eða annarra stunduðu Íslendinga- sagnahöfundar til forna með góðum árangri og nýlegt tilbrigði við þetta stef má sjá í Höfundi Íslands eftir Hallgrím Helgason. Það er til- hlökkunarefni að sjá hverju Guðbergur tekur upp á næst og hverju fram vindur í fylgjumál- um hans. Nýrri, aukinni og endurbættri útgáfu (fylgju) Önnu 2001 ber tvímælalaust að fagna með látum, helst flugeldum og kampavíni. FASTUR Í HÆNUHAUS LESANDANS BÆKUR Skáldsaga Eftir Guðberg Bergsson. 463 bls. Forlagið, 2001. Bókarkápan eftir Jeffrey Ramsey er einföld, falleg og vel viðeigandi: eldhúsklukku vinnuþrælsins er snúið á haus og vísarnir sýna að klukkan er að ganga eitt en sagan hefst um það leyti á sunnudegi og henni lýkur sólarhring síðar. Skáldsagan Anna kom áður út 1969 en ekki 1968 eins og segir í ann- ars sönnum og góðum káputexta. Nokkrar leið- inlegar prófarkavillur eru í bókinni. ANNA. ÍSLENSKA ÆVINTÝRABÓKIN. Guðbergur Bergsson Steinunn Inga Óttarsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.