Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Síða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 ÁRUM saman ferðaðist Frakk- inn Stéphane Breitwieser um Evrópu, hafði þjónsstarfið að atvinnu og stal listaverkum á söfnum álfunnar í frítíma sín- um. Verkin geymdi hann síðan á heim- ili móður sinnar í Mul- house í aust- urhluta Frakklands. Í nóv- ember í fyrra brást heppnin hon- um hinsvegar og Breitwieser var handtekinn í Sviss fyrir þjófnað á herlúðri. Er móður Breitwiesers bárust fregnir af handtöku hans brást hún ókvæða við, skar málverkin sem sonur hennar hafði safnað í áranna rás í smábúta og henti í ruslið á meðan öðrum listmunum var sökkt í nær- liggjandi skipaskurð. Mál Breitwiesers hefur vak- ið mikla undrun innan list- heimsins, en verkin sem hann hefur játað þjófnað á – 60 mál- verk og 112 listmunir – eru metin á um 1,4 milljarð banda- ríkjadala, eða um 129 millj- arða króna. Á meðal mynd- anna sem eyðilagðar voru má nefna ómetanleg verk eftir listamenn á borð við Pieter Brueghel yngri, Lucas Cran- ach hinn eldri, Corneille de Lyon og Antoine Watteau. „Ég hef aldrei heyrt neitt þessu líkt,“ sagði Alexandra Smith sem vinnur hjá Art Loss, samtökum er halda skrá yfir týnd og stolin listaverk, í viðtali við New York Times. „Ég held að hann hafi bara verið stelsjúkur einstaklingur sem hafði sérstakt dálæti á list 17. og 18. aldar. Flestir búast við að listaverk séu vel varin af þjófavörnum, en hann var greinilega búinn að komast að því að svo er ekki, þannig að hann bara tók það sem hann vildi.“ Móðir Breitwiesers var handtekin í vikunni og ákærð fyrir að hafa geymt þýfi og fyrir að eyðileggja listaverk. Að sögn frönsku lögreglunnar valdi Breitwieser sérstaklega minni söfn, og stal þaðan verk- um að degi til, á opnunartíma safnanana og án þess að brjót- ast inn. Hann virðist þá ekki hafa gert neina tilraun til að selja verkin, mörg þeirra lét hann ramma inn á nýjan leik og geymdi í svefnherbergi sínu þar sem hann gat notið þeirra í einrúmi. Á meðan að erfitt er að ímynda sér eyðileggingu svo margra listaverka sem Mireille Breitwieser gerðist sek um, þá hefur málið vissulega beint at- hygli manna að lélegum ör- yggisráðstöfunum margra minni listasafna í Evrópu. „Það kostar einfaldlega of mikið fyrir þau að tryggja ör- yggi allra verkanna,“ segir Smith og bendir á að Breit- wieser hafi forðast að stela frá stærri söfnum. Mikið er um listaverkaþjófn- að á ári hverju í Evrópu. Minni söfn, ásamt herragörð- um og köstulum álfunnar verða gjarnan fyrir valinu og er talið að listmunir fyrir um 8 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 700 milljarða króna hverfi ár hvert. Að sögn sérfræðinga standa sérhæfðir hópar þjófa í flestum tilfellum fyrir þjófnaðinum og eru verk- in síðan flutt til Bandaríkjanna með aðstoð óheiðarlegra lista- verkasala. ERLENT Stolnu verkin? Ég henti þeim Madeleine de France MYNDLISTARMAÐURINN Tolli hefurgert víðreist með verk sín um Þýska-land og víðar að undanförnu.Hann var með sýningu í Volks- bank í Trossingen á dögunum. Að sögn Tolla er það ekki stór banki á þýskan mælikvarða en á þó gott safn listaverka í fórum sínum, meðal annars fjölda verka eftir Salvador Dali, verk eftir nokkra helstu listamenn Þjóðverja frá síðustu öld svo sem Josep Beyus, Max Becmann, Kate Kolwitz og fleiri. Bætist nú verk eftir Tolla í safnið. Á hundrað ára fæðingarafmæli Halldórs Lax- ness, sem haldið var hátíðlegt í Berlín nýverið, var opnuð sýning á nokkrum stærri verka Tolla í húsakynnum Berliner Festspile og stóð sú sýn- ing þá daga sem hátíðin stóð yfir. Á opnunardagskrá hátíðarinnar hélt kanslari Þýskalands, Gerhard Schröder, ræðu þar sem hann nefndi meðal annars sem dæmi um kynni sín af íslenskri menningu að á skrifstofu sinni í Kanslarahöllinni héngi uppi mynd eftir íslenska myndlistarmanninn Tolla Morthens. Hinn 2. maí hófst listahátíðin Nordiske Klang, sem er árlegur viðburður í norður-þýska bænum Greifswald, með stórri sýningu á verkum Tolla í húsnæði Max Plank institute. Þar sýnir Tolli verk unnin í Þýskalandi og á Íslandi á undanförnum tveim árum. Auk þess sem ljóð eftir hann á þýsku voru prentuð á stóra dúka sem héngu með málverkunum. Á opnuninni lásu stúdentar úr norrænudeild háskólans í Greifswald ljóð eftir hann, auk þess sem hann las upp á íslensku eigin ljóð. Þá flutti dr. Eastroh, sem er prófessor í heimspeki við há- skólann í Greifswald, erindi um landslagsmyndir Tolla í samhengi við listaheimspeki 21. aldar. Sýningin mun standa til júníloka. Safnað fyrir krabba- meinsveik börn Fyrir utan þessar sýningar tekur Tolli þátt í söfnun í Magdeburg fyrir krabbameinsveik börn. „Þetta verkefni fer fram árlega með því að haldin er boxkeppni þar sem fyrrverandi meist- ari í boxi, Scott the Hammer, boxar við forsvars- mann söfnunarinnar, lækni að nafni Ingo West- phalthe Medicinman. Þetta er keppni af léttari taginu enda tekur þátt í þessu einn frægasti trúður Evrópu sem ber heitið Alf. Þess má geta að þjálfari doktorsins er enginn annar en Alfreð Gíslason þjálfari núverandi Evrópumeistara fé- lagsliða í handbolta,“ segir Tolli. Ekki mun Tolli boxa fyrir þessa söfnun heldur gefur hann málverk sem boðið verður upp 1. júní og rennur andvirði myndarinnar í söfn- unina. Talsvert hefur, að sögn Tolla, verið fjallað um þessa söfnun í fjölmiðlum, bæði sjónvarpi, út- varpi og blöðum. Fyrr á árinu sýndi Tolli í Magdeburg og Lúx- emborg. GERIR VÍÐREIST UM ÞÝSKALAND Eitt af verkum Tolla á sýningunni í Greifswald. Tolli ásamt dr. Eastroh sem er prófessor í heimspeki við háskólann í Greifswald. ÍSLENSK erfðagreining efndi á dögunum tilkynningar á umhverfislistaverkinu Mýrar-garði sem Ólafur Elíasson myndlistarmaðurhefur unnið fyrir fyrirtækið. Verkið er við anddyri nýrra höfuðstöðva Íslenskrar erfðagrein- ingar við Sturlugötu í Vatnsmýrinni og er m.a. unnið í samvinnu við landslagsarkitekta og grasa- fræðing, en í verkinu eru nokkrar ólíkar tegundir af mýrargrösum. Verkið var formlega kynnt í kjölfar opnunar einkasýningar Ólafs Elíassonar í galleríi i8 sl. sunnudag, en sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík. Aðspurður um aðdraganda verksins segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, að hugmyndin hafi komið upp þegar hann hitti Ólaf Elíasson í Boston í tengslum við sýningu hans í Institute of Contemporary Art, en þá sýningu styrkti Íslensk erfðagreining að nokkru leyti. „Þar komum við okkur saman um að Ólafur athugaði þann möguleika að vinna listaverk fyrir nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni. Ólafur lá nokkuð yfir þessu og kom fram með þessa niðurstöðu og finnst mér hann þar hafa farið mjög athyglisverða leið. Þar lítur hann til þess að hér er reist bygging undir hátæknifyrirtæki í Vatnsmýr- inni, þar sem engin mýri er í raun eftir, enda búið að ræsa hana alveg út á þessu svæði. Í verkinu býr hann til nokkurs konar framsetningu á þessari mýri sem hér var. Um leið kemur hann með mjög áhugaverða nálgun við verkefnið frá listrænu sjón- arhorni. Þannig hefur hann í raun búið til listaverk sem er þess eðlis að á því vex gras, að í því verpa endur og maður getur blotnað í fæturna í því. Þá höfum við getað fylgst með verkinu breytast eftir árstíðum, og fara í gegnum frost og þýðu. Mér finnst þetta alveg ævintýralega flott, þó að ekki séu allir á sama máli og spyrji mig með glott á vör hve- nær ég ætli að láta helluleggja þarna,“ segir Kári. – Er það stefna fyrirtækisins í framtíðinni að eiga samvinnu við samtímalistamenn með þessum hætti? „Já, og ekki aðeins í framtíðinni. Þetta er þriðja listaverkið sem við kaupum til fyrirtækisins en áður höfum við keypt verk af Halldóri Ásgeirs- syni og Arngunni Ýr, sem við erum að vinna að að flytja hingað í nýja húsnæðið. Það er alltaf ákveð- in spurning hvernig maður réttlæti það að eyða fjármunum fyrirtækisins í listaverk. Þetta eru eðilegar spurningar og réttmætar, sumir spyrja jafnvel hvort þetta sé ekki bara einhver flottræf- ilsháttur og tilraun til að kaupa aðgang að alþjóð- legum listheimi í skjóli fyrirtækisins. En það er alls ekki hugsunin heldur finnst mér sköpunar- máttur listarinnar kallast á við þá starfsemi sem fer fram í þessu fyrirtæki. Það rannsóknarstarf sem hér fer fram er byggt á skapandi vinnu hóps af ungu fólki sem nýtir ekki aðeins þekkingu held- ur einnig ímyndunarafl sitt. Ég held að nærvera listaverka geti orðið enn frekar til þess að virkja þennan sköpunarmátt, jafnframt því sem fyrir- tækið hefur fundið hér leið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að viðurkenna og ýta undir hinn skapandi mátt einstaklingsins. Mér finnst þetta því mjög eðlileg og rétt stefna, svo lengi sem hún fer ekki úr hófi fram. Ólafur seldi okkur t.d. þetta verk á afskaplega hóflegu verði, ekki síst ef litið er til þess að Ólafur Elíasson er líklegast þekktasti myndlistarmaður sinnar kynslóðar í heiminum í dag,“ segir Kári Stefánsson að lokum. FRAMSETNING Á HORFINNI MÝRI Morgunblaðið/Ásdís Í umhverfislistaverkinu Mýrargarður eftir Ólaf Elíasson við höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar hafa endur gert sig heimakomnar. Á verkinu vex gras og endurnar koma til með að verpa þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.