Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 13 O PNUÐ er um helgina sýning í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni, á málverkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Í fyrra gerðu Gerðarsafn og Listaverka- safn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur með sér vörslu- samning. Í framhaldi af því tók Listasafn Kópavogs til varðveislu öll listaverk sem til- heyra þessu stærsta einkasafni landsins að undanskildum verkunum sem staðsett eru í húsakynnum Hótels Holts. Samningnum fylgdi heimild fyrir Listasafn Kópavogs til að nýta allt Listaverkasafn Þorvaldar og Ingibjargar til sýningar í salarkynnum sín- um. Þetta er fyrsta sýningin úr þessu safni eftir að umræddur vörslusamningur tók gildi. Samningurinn var gerður til fjögurra ára, en eftir það má framlengja hann til tveggja ára í senn. Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri í Gerðarsafni segir að vörslusamningurinn kveði á um að safnið sé myndað stafrænt, og því verki sé lokið. Það var unnið áður en listaverkin voru sett í geymslur. Nú í sumar hefst tölvuskráning verkanna eftir viður- kenndu alþjóðlegu skráningarkerfi og hefur Listasafnið fengið styrk til þess verkefnis úr safnasjóði. Á móti má Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, nota verkin úr einkasafninu til sýninga. „Þetta er feiknarlega mikilvægt fyrir okk- ur, og gjörbreytir safninu, því þarna fáum við bakland og hluti sem eru ómetanlegir fyrir okkur. Mér telst til að þau Þorvaldur og Ingibjörg hafi á sinni lífsleið safnað um þúsund verkum, og þá eru verkin á Hótel Holti meðtalin. Þetta er gríðarlega mikið safn og þar eru margar perlur. Þarna er Lífshlaupið, sem eru veggirnir í vinnustofu Jóhannesar Kjarvals úr Austurstræti 12, þar sem hann málaði árið 1933. Þetta er vinnu- stofan eins og hún leggur sig. Hún var illa farin, en er í prýðilegu ástandi nú, því hún var send til viðgerðar í Danmörku. Á veggj- unum er þessi risastóra teikning, Lífshlaup- ið, um lífsins ólgusjó; – sveitalíf, borgarlíf og þjóðarsögu auk hugleiðinga um myndlist, en líka persónulegir munir Kjarvals úr vinnu- stofunni; litaborð, trönur, stólar og fleira sem er ómetanlegt. Vinnustofa Kjarvals var sett upp á sýningu sem sett var upp úr safni Þorvaldar og Ingibjargar aldamótin 2000. Sú var upphaf þess að vörslusamningurinn um einkasafn Þorvaldar og Ingibjargar var gerður. Vinnustofan var eitt af mörgum verkum úr safninu sem þá voru til sýnis. Við sýnum Lífshlaupið ekki að þessu sinni, en örugglega á næstu, eða þarnæstu sýningu.“ Færði listamanninum mat Einkasafn Þorvaldar og Ingibjargar gefur prýðilega mynd af frumherjum íslenskrar myndlistar að sögn Guðbjargar, og því sem málarar voru að skapa á millistríðsárunum, en þar eru einnig ágætis abstraktmálverk. „Það sem mér finnst heillandi við svona einkasafn er það, að það ber ekki þær skyld- ur sem opinber söfn hafa. Þarna hefur verk- um verið safnað af tilfinningu og eigin hug- myndir og val safnaranna ráða. Þorvaldur og Ingibjörg fylgdust mjög vel með mynd- list. Þorvaldur var ástríðusafnari. Það var Kjarval sem kom honum á bragðið ungum manni. Þorvaldur var afgreiðslumaður í Sláturfélaginu í Hafnarstræti og færði Kjar- val mat á vinnustofuna. Þannig kynntist hann honum, og keypti svo sína fyrstu mynd af Kjarval. Seinna sagði hann alltaf að Kjar- val hefði komið sér á bragðið. Þau hjónin fóru mjög oft á sýningar á laugardagseft- irmiðdögum og svo var Þorvaldur auk þess potturinn og pannan í málverkauppboðum, og keypti mikið þar. Þorvaldur hafði gaman af þessu og var ástríðusafnari, en það sem er ekki síður mikilvægt er það að ég held að hann hafi gert sér grein fyrir því að það er hverri þjóð afar verðmætt og nauðsyn að eiga verðmæti í myndlist. Hann skynjaði vel að það voru verðmæti í myndlistinni. Þarna tel ég að hann hafi verið mjög framsýnn. Menningarverðmæti þarf einmitt að end- urspegla í peningalegum verðmætum, og það skildi Þorvaldur. Þetta var líka gríð- arlega mikilvægt fyrir listamennina og ein- hver sá besti stuðningur sem listamenn geta fengið, að það séu til góðir safnarar. Og þeg- ar fara saman áhugi og fjármagn, þá fá lista- menn hreinlega ekki betri stuðning.“ Hvers vegna er verið að ramma inn þetta riss eftir Kjarval? Á sýningunni í Gerðarsafni eru verk eftir fjölmarga listamenn en Guðbjörg segir einkasafnið það umfangsmikið að hægt yrði að vinna sérstaka sýningu á verkum eftir Kjarval sem gæfi ágæta sýn á þróunarferil hans. „Það út af fyrir sig er stórmerkilegt. Kjarval er líka sá listamaður sem Þorvaldur hafði í hávegum. Þarna eru líka fjölmargar teikningar eftir Kjarval. Hann var frábær teiknari og hafði marga teiknistíla á valdi sínu. Mér finnst teikningar Kjarvals mjög skemmtilegar vegna þess að í gegnum þær stendur maður einhvern veginn nær lífinu eins og það var. Þetta er landslag þar sem hann var staddur, fólk sem varð á vegi hans; – hann náði svo vel að fanga augnablikið í þessum litlu myndum. Stundum skrifar hann skemmtilega texta með; vísur og ljóð eftir sjálfan sig og alls konar hugleiðingar. Mér finnst þetta feiknarlega skemmtilegt og færa okkur nálægt honum. Fólk var stund- um að spyrja hvers vegna verið væri að ramma inn þetta riss eftir Kjarval, það ætti ekkert erindi upp á veggi hjá fólki. Í dag segi ég, sem betur fer voru þessar myndir rammaðar inn, annars hefðu þær glatast.“ Hvað þessa sýningu varðar, segir Guð- björg að hún og Valgerður Bergsdóttir sem eru sýningarstjórar að þessu sinni, hafi tekið þá stefnu að sýna mikinn fjölda mynda, þannig að almenningur gæti fengið tilfinn- ingu fyrir safni Þorvaldar og Ingibjargar. „Við vildum ekki velja stíft örfáar perlur, heldur gera eins stóran hluta safnsins og hægt var sýnilegan. Þess vegna höfum við hengt myndirnar þétt í salina. Við máluðum þá í ólíkum litum. Við máluðum austursalinn gráan til að undirstrika málverkin, sem eru þar, en við máluðum rauðan bakgrunn í vestursalinn þar sem við erum með vatns- litamyndir, teikningar og aðrar myndir sem eru undir gleri. Þar eru líka þrjú sýning- arborð með teikningum Kjarvals. Alls eru um 250 myndir á sýningunni eða fjórðungur af heildarsafni Þorvaldar og Ingibjargar. Þannig sáum við líka hversu fjölbreytt safn þeirra er.“ Guðbjörg segir ætlunina að efna til ár- legra sumarsýninga með verkum úr einka- safninu, þannig að ferðamenn geti líka notið þessa einstaka safns. Fagurkerar Þorvaldur Guðmundsson (1911-1998) var einn af mestu athafnamönnum landsins á síðastliðinni öld. Hann var brautryðjandi í lagmetisiðnaði, kjötvinnslu og hótel- og veit- ingarekstri. Ingibjörg Guðmundsdóttir (f. 1908) tók virkan þátt í starfi manns síns og bæði voru miklir fagurkerar. Í safni þeirra er að finna margar perlur íslenskrar myndlistar. Auk verkanna eftir Kjarval eru í safninu úrvalsverk eftir alla helstu málara okkar Íslendinga frá fyrri hluta síðustu aldar. Það á jafnt við um frum- herjana, Þórarin B. Þorláksson, Guðmund Thorsteinsson (Mugg), Einar Jónsson, Ás- grím Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, sem málara af næstu kynslóð, listamennina Finn Jónsson, Gunnlaug Scheving, Snorra Arin- bjarnar, Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson og Svein Þórarinsson. Abstraktkynslóðin á einnig sína fulltrúa og þar á meðal eru Ásmundur Sveinsson, Jón Benediktsson, Nína Tryggva- dóttir, Gerður Helgadóttir, Kristján Dav- íðsson, Þorvaldur Skúlason, Eiríkur Smith og Sverrir Haraldsson. Þá eru í safninu verk eftir ýmsa erlenda listamenn. Fjögur verk færeyskra listamanna eru líka á sýningunni, verk málaranna S. Joensen Mikines og Ingálv av Reyni. Sýningin stendur til 28. júlí. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Safnið verður lokað á hvíta- sunnudag og annan í hvítasunnu. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sýnd í Gerðarsafni „ÞARNA HEFUR VERKUM VERIÐ SAFNAÐ AF TILFINNINGU“ Morgunblaðið/Þorkell Sýningarstjórarnir Valgerður Bergsdóttir og Guðbjörg Kristjánsdóttir ganga frá teikningum á sýningarborðum í vestursal Gerðarsafns. Tyrkja-Gudda eftir Kjarval er meðal verka á sýningunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.