Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.2002, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. MAÍ 2002 15 MYNDLIST Englaborg, Flókagötu 17: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 26.5. Galleri@hlemmur.is: Björk Guðna- dóttir. Til 26.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Olivur við Neyst og Anker Mortensen. Rauða stofan: Vigdís Kristjánsdóttir. Til 20.5. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Helgi Þorgils. Til 2.6. Gallerí Reykjavík: Þrír Spánverjar. Til 20.5. Gallerí Skuggi: „My name is Þorri …“ Til 2.6. Gallerí Sævars Karls: Tígurinn og ís- björninn. Til 26.5. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Til 28.7. Hafnarborg: Loftur Guðmundsson ljósmyndir. Til 3.6. Elías B. Halldórs- son – málverk. Til 3.6. Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 20.5. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Handsmíðuð hljóðfæri. Til 20.5. Hús málaranna, Eiðistorgi: 10 mynd- listarmenn. Til 31.5. i8, Klapparstíg 33: Ólafur Elíasson. Til 22.6. Markús Þór Andrésson. Til 2.6. Íslensk grafík: Mark Norman Bross- eau. Til 19.5. Listaháskóli Íslands: Útskriftarsýning myndlistarnema. Til 20.5. Listamiðstöðin Straumur: Ljós- myndasýning Fókus. Til 26.5. Listasafn Akureyrar: Rússnesk myndlist 1914–1956. Til 26.5. Listasafn ASÍ: Guðbjörg Lind Jóns- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Til 30.6. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Rússnesk myndlist. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Kínversk samtímalist. Mary Ell- en Mark. Til 2.6. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: Dröfn Guðmundsdóttir og Hrönn Vil- helmsdóttir. Til 4.6. Mokkakaffi: Aaron Mitchell. Til 9.7. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Púslusving. Til 26.5. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Ofur- hvörf 2002. Skálholtsskóli: Kristín Geirsdóttir. Til 1.7. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Fríkirkjan í Reykjavík: Styrktartón- leikar. Graduale Nobili, múm og strengjakvartettinn Áróra. Kl. 21. Mánudagur Hallgrímskirkja: Mótettukór Hall- grímskirkju. Kl. 17. Kristskirkja, Landakoti: Háskólakór frá Missouri. Kl. 20. Ýmir: Karlakórinn Þrestir í Hafnar- firði. Kl. 20. Fimmtudagur Digraneskirkja: Kvennakór Kópa- vogs. Kl. 20. Varmárskóli: Reykjalundarkórinn. Kl. 20. Salurinn: Guðmundur H. Guðjónsson organisti, Anna Alexandra Cwaliska sópran og Védís Guðmundsdóttir flauta. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Strompleikurinn, fös. Hollendingurinn fljúgandi, mán., fim. Veislan, fim., fös. Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu, lau., mið., fim., fös. And Björk of Course, lau. Píkusögur, lau. Jón Gnarr, fim. Gesturinn, fös. Nemendaleikhúsið: Maxim Gorki, þrið. Íslenska óperan: Hollendingurinn fljúgandi, mán., fim. Hafnarfjarðarleikhúsið: Skáld leitar harms, mið., fös. Sellófon, þrið., fim., fös. Leikfélag Akureyrar: Saga um Pandabirni, lau. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U ANDRÁ nefnist samsýning Guð-bjargar Lindar Jónsdóttur, Guð-rúnar Kristjánsdóttur og KristínarJónsdóttur frá Munkaþverá, sem verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag kl. 14 og er framlag safnsins til Listhátíðar í Reykja- vík. Á sýningunni er að finna málverk, text- ílverk, innsetningar og myndbandsverk sem unnin eru út frá þáttum sem myndlistarkon- urnar eiga sameiginlega í myndsköpun sinni. Þar myndar tíminn nokkurs konar grunn- þema, líkt og vísað er til í titli sýningarinnar, Andrá. „Áherslan á tímann lýsir þeirri undirliggj- andi hugmynd sem við eigum sameiginlega í okkar vinnu. Allar sækjum við innblástur í náttúruna og höfum þar verið mjög upp- teknar af því sem kemur og fer í náttúrunni, leikur á mörkum tíma og tímaleysis, hreyf- ingar og kyrrstöðu,“ segir Kristín Jónsdóttir og bendir á hvernig fönn, vatn og birta eru gegnumgangandi viðfangsefni í verkunum. Sýningin er dreifð á skemmtilegan hátt um húsið, en eftir að málverk og plexíverk hafa verið skoðuð í Ásmundarsalnum er gengið niður á jarðhæðina, þar sem hver sýnandi hefur afmarkað rými til rástöfunar. Í herbergi inn af útidyrunum sýnir Guðrún myndbandsverkið Þoku, í arninstofunni hef- ur Guðbjörg Lind unnið innsetninguna Ljósafoss og í Gryfju sýnir Kristín sviflétt textílverk, nokkurs konar skýjamyndir. Segja má að flæði sýningarinnar nái jafnvel út fyrir veggi hússins, en þegar gengið er vestur með húsinu má sjá hvar verk Krist- ínar deyr út í trjánum utan við gluggann. Uppi á suðursvölunum glitra síðan Dropar Guðbjargar Lindar auk þess sem sjá má Ljósafossinn frá öðru sjónarhorni inn um glugga arinstofunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á að ná fram sterku samspili og tilfinningu fyrir heild í sýningunni. Þannig heimsóttum við hver aðra á vinnustofurnar meðan við unnum að verkunum, og hefur Kristín Guðnadóttir annast sýningarstjórn. Í haust förum við með sýninguna til Santiago de Compostela á Spáni. Borgin var ein af menningarborgum ársins 2000 og munum við sýna í kirkju sem er magnað sýningarrými. Þessi hugmynd kom upp í kjölfar þess samstarfs sem hófst með Reykjavík og Santiago á menningar- borgarárinu. Í raun hefur þessi samsýning verið í bígerð alveg síðan,“ segir Guðbjörg. Landslag í ólíkum birtingarmyndum Hin staðbundnu tengsl náttúru og skynj- unar hafa verið Kristínu Jónsdóttur mjög hugleikin í listsköpun sinni. Í gegnum sam- spil textílefna, plexíglers og skriftar hefur hún skapað landslag sem er í senn sögulegt og einstaklingsbundið. Verk Kristínar í Ás- mundarsal eru plexíglersplötur sem þaktar hafa verið þéttskrifuðum línum staðarheita og örnefna frá Íslandi. Skriftin virkar við fyrstu sýn sem grafískt mynstur en við nán- ari rýni greinir áhorfandinn ekki aðeins orð, heldur landslagið á bak við orðin. „Verkin tvö sem ég sýni virðast ekki mjög lík,“ segir Kristín. „Engu að síður eiga þau það sameig- inlegt að vera mjög ljóðræn og það er lands- lag í þeim báðum, þó svo að það birtist á mis- munandi hátt. Í örnefnaverkinu leitast ég við að kveikja myndir í huga áhorfenda í gegn- um örnefnin, en þau eru mjög merkilegur þáttur í íslenskri menningu og nátengd öll- um skilningi okkar á landslaginu. Þau tæp- lega þrjú þúsund nöfn sem ég hef skrifað á plöturnar eru bæði nöfn frá þekktum stöð- um, sem áhorfendur sjá fyrir sér þegar þeir lesa nafnið, og minna þekktum eða óþekktum stöðum. Í þeim tilfellum eru nöfnin myndræn og fela í sér sterka lýsingu á stöðunum. Sum- ir þessara staða eru jafnvel horfnir eða hafa öðlast nýtt samhengi í nýrri staðarheitum, s.s. götunöfnum,“ segir Kristín. Guðrún Kristjánsdóttir hefur í sinni myndsköpun notað eyðilega fjallanáttúru sem grundvöll fyrir vangaveltur sínar um hina formrænu þætti málverksins. Í eldri verkum lagði hún áherslu á einfalda og sterka formgerð. Í nýrri verkum hefur hún tekist á við nálægð fjallsins, fjallshlíðina, og má þar greina togstreitu milli nálægðar og fjarlægðar, kyrrstöðu og breytileika. Í verkunum sem Guðrún sýnir í Ásmund- arsal hefur þoka lagst yfir hin skörpu form fjallshlíðarinnar og hefur glíman við hið kvika og síbreytilega augnablik í samspili birtu og veðrabrigða færst í forgrunninn. „Hin sterka, allt að því grafíska ásýnd ís- lensks landslags hefur verið nokkurs konar rannsóknarverkefni hjá mér, og má ef til vill segja að á þessari sýningu sé ég komin út á ystu mörk natúralismans. Ég fór enn lengra í þessum þokuverkum mínum og er að vinna myndbandsverk eða hreyfimynd í samvinnu við Dag Kára kvikmyndagerðarmann sem einnig samdi tónlistina við verkið. Ég nálg- asthreyfimyndina beinlínis í gegnum mál- verkið, en þar bætist við svigrúm til að vinna með hreyfinguna í samspili við tónlist. Mér finnst þetta ákaflega spennandi, og sýni brot af þessu verkefni hér. Í Santiago mun kannski reyna á hvort þessi andrá úr norðri nær að opna Spánverjum einhverja nýja glufu til norðurs,“ segir Guðrún. Tíminn og vatnið Vatn í ýmsum birtingarformum hefur ver- ið leiðarstef í myndsköpun Guðbjargar Lind- ar. Í verkunum sem hún sýnir nú er fossinn áberandi, en hefur nú vaxið nokkuð að um- fangi, og fyllir t.d. út í allan myndflötinn í verkinu Engilfoss og innsetningunni Ljósa- fossi. Birtubrigði og hugleiðing um hreyf- ingu og kyrrstöðu, gagnsæi, og allt að því trúarleg upphafning eru jafnframt þættir sem leita á í verkunum, sem einnig fela í sér árfarvegi og vatnsdropa. „Vatnið hefur lengi verið viðfangsefni hjá mér, án þess að ég geti sagt hvaðan nákvæmlega það kemur. Ég hef alla tíð verið vatnshrædd og er reyndar á sundnámskeiði núna í von um að yfirvinna þessa hræðslu. Innsetningin í arinstofunni, sem ég kalla Ljósafoss, er unnin út frá því sjónarhorni sem maður fær með því að fara á bak við fossa,“ segir Guðbjörg Lind. „En ég ákvað að leggja sterka áherslu á fossinn og vatnið í þessari sýningu, vegna þess að mér fannst það falla að tímaminninu sem tengir sýninguna saman. Ég held að okkur hafi tek- ist að ná fram sterkri heild á sýningunni, og vona að áhorfendur upplifi hér það flæði sem við höfum leitast við að skapa í húsinu,“ segir Guðbjörg Lind að lokum. Benda má að lok- um á heimasíðu sýningarinnar á slóðinni www.moment.is DVALIÐ Í ANDRÁNNI Morgunblaðið/Golli Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Guðbörg Lind Jónsdóttir, Kristín Guðnadóttir og Guðrún Kristjánsdóttir í Listasafni ASÍ. Augnablik tímans í landslaginu er viðfangsefni þriggja myndlistarkvenna sem opna samsýningu í húsi sem stendur við Freyjugötu í Reykjavík, nánar tiltekið Listasafni ASÍ. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR forvitnaðist nánar um verkefnið, sem er liður í Listahátíð í Reykjavík. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.