Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 14
ERLENT
14 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
PAT Skinner, tæplega
sjötug kona í Ástralíu,
gekkst undir aðgerð í
hittifyrra og var þá
hluti af ristlinum fjar-
lægður. Gekk það allt
ljómandi vel en næsta
hálfa annað árið var
hún stöðugt að kvarta
undan verkjum í kvið-
arholi. Fékk hún ávallt
þau svör, að það væri
bara það, sem búast
mætti við eftir mikinn
uppskurð. Hún lét sig
þó ekki og krafðist
þess loks, að tekin
væri röntgenmynd.
Kom þá ástæðan í ljós,
17 sm löng skæri, sem
skurðlæknirinn hafði
gleymt innan í henni.
Það lá
bara að
Reuters
NÝJAR skoðanakannanir benda til þess að alls
ekki sé gefið að tillögur Sameinuðu þjóðanna
um friðarsamning milli þjóðarbrotanna á Kýp-
ur, Grikkja og Tyrkja, verði felldur. Kosið
verður um samninginn á laugardag en verði
hann felldur mun aðeins gríski hlutinn ganga í
Evrópusambandið 1. maí. Könnun sem gerð
var 16. apríl gaf til kynna að enn væri meiri-
hluti Kýpur-Grikkja, 71%, andvígur samningn-
um en tveim dögum síðar var hlutfallið aðeins
54%. Óákveðnum hafði fjölgað mjög.
Forseti Kýpur-Grikkja, Tassos Papadopou-
los, hefur lýst mikilli andstöðu við tillögur SÞ
og sagt að með þeim sé alls ekki tekið nóg tillit
til hagsmuna síns fólks. En flestir aðrir, áhrifa-
miklir stjórnmálaleiðtogar Kýpur-Grikkja eru
hins vegar hlynntir samningnum og talsmenn
ESB hafa lagt hart að kjósendum að bregða
ekki fæti fyrir aðild allrar eyjarinnar. Papado-
poulos hefur á hinn bóginn sagt að í aðildar-
samningnum sé tekið fram að náist ekki sam-
komulag um friðarsamning gangi
Kýpur-Grikkir einir í sambandið. Þeir þurfi því
ekkert að óttast.
Blóðug saga
Tæpur þriðjungur eyjarskeggja er múslím-
ar af tyrkneskum stofni og byggja þeir norð-
anverða eyna, Grikkir eru hins vegar kristnir.
Kýpur hlaut sjálfstæði frá Bretum 1960 en
ákveðið var að Tyrkir mættu beita hervaldi ef
gengið yrði á rétt tyrkneska þjóðarbrotsins.
Blóðug átök urðu milli þjóðarbrotanna á sjö-
unda áratugnum og Tyrkland hernam norður-
hlutann 1974 eftir misheppnað valdarán manna
sem kröfðust þess að eyjan yrði hluti af gríska
ríkinu. Hundruð þúsunda Grikkja flúðu frá
heimilum sínum í kjölfar hernámsins en alþjóð-
legt friðargæslulið hefur síðan tryggt frið á
landamærunum sem nefnd eru Græna línan.
Í tillögum Kofi Annans, framkvæmdastjóra
SÞ, er gert ráð fyrir sambandsríki á eynni.
Tugir þúsunda Kýpur-Tyrkja verða að flytja
frá svæðum sem voru grísk fram til 1974. Með-
al tyrkneskumælandi íbúa, sem verða að flytja,
er mikið af fólki frá Tyrklandi sem hefur flust
til svæðanna síðustu áratugi. Samt sem áður er
gert ráð fyrir að tillögurnar verði samþykktar
meðal tyrkneskumælandi Kýpurbúa sem vilja
njóta góðs af betri kjörum með aðild að ESB.
Ekkert annað ríki en Tyrkland hefur viður-
kennt sjálfstæði ríkis Kýpur-Tyrkja.
Papadopoulos og margir landar hans eru
ósáttir við þær bætur sem boðnar hafa verið
fyrir eignamissi vegna tyrkneska hernámsins.
Mikil óánægja er einnig, að sögn tímaritsins
The Economist, meðal Kýpur-Grikkja yfir því
að ekki skuli verið ákveðið að allt tyrkneska
herliðið hverfi þegar frá norðurhéruðunum.
Mikil tortryggni hefur öldum saman ríkt milli
Grikkja og Tyrkja enda hafa samskiptin oft
verið blóðug gegnum tíðina. Tyrkir vilja fá að-
ild að ESB en margir Evrópumenn óttast að
innganga 70 milljóna, fátækrar múslímaþjóð-
ar, sem býr að mestu utan álfunnar, í Litlu-
Asíu, verði ekki auðveld viðureignar.
Ef Tyrkir hætta að haga sér vel
„Við treystum á góðvild Tyrkja og þetta
tengist vonum Tyrkja um ESB-aðild,“ sagði
Sylvia Avraamides sem býr í Nikosíu og er
grískumælandi. „Hver getur tryggt mér að
Tyrkir muni halda áfram að haga sér vel ef
þeim verður hafnað?“ spurði hún í samtali við
fréttamann AFP-fréttastofunnar. Efasemda-
menn fullyrtu að Tyrkir hefðu aldrei haldið al-
þjóðlega samninga sem þeir hefðu gert síðustu
100 árin. Enn aðrir gáfu í skyn að Bandaríkja-
menn myndu styðja Tyrki ef einhvern tíma
skærist í odda en Tyrkir hafa áratugum saman
verið dyggir bandamenn stjórnvalda í Wash-
ington.
Vitað er að forsætisráðherra Tyrklands,
Recep Tayyip Erdogan, þurfti að beita miklum
fortölum til að fá ráðamenn í tyrkneska hern-
um til að samþykkja að Tyrkir mæltu með til-
lögum SÞ. Erdogan leggur geysilega áherslu á
að Tyrkir gangi í ESB og vill því ryðja úr vegi
ágreiningnum um Kýpur. Herinn hefur lengi
bent á hernaðarlegt mikilvægi þess að hafa
bækistöðvar á Kýpur en nær 40.000 tyrkneskir
hermenn eru nú á eynni.
Hinn aldraði Rauf Denktash, sem hefur síð-
ustu áratugina verið nær einráður leiðtogi
Kýpur-Tyrkja, er fullur efasemda og varð í
reynd að láta undan þrýstingi kjósenda sem
fóru í miklar kröfugöngur til að knýja fram
samþykki við að tillögurnar yrðu lagðar í þjóð-
aratkvæði.
Skipt um hlutverk
The Economist bendir á að hlutverkaskipti
hafi nú orðið, áður hafi alþjóðasamfélagið þrýst
á Kýpur-Tyrki að láta af stífni og samþykkja
friðarsamninga en að þessu sinni séu það Kýp-
ur-Grikkir sem valdi vandræðum. Það sem
menn óttist nú mest sé að ráðamenn Kýpur-
Grikkja hyggist ef til vill nýta neitunarvaldið
sem aðildarríki hafa til að stöðva aðildarvið-
ræður við Tyrki, komi til þeirra. Haft er eftir
embættismanni hjá framkvæmdastjórn ESB í
Brussel að þá geti ástandið á Kýpur orðið
„raunveruleg martröð“.
En jafnframt bendir tímaritið á að innst inni
muni sumir ráðamenn í gömlum lykilríkjum
ESB fagna því ef slík þróun komi í veg fyrir að-
ild Tyrklands, þótt þeir álasi opinberlega Kýp-
ur-Grikkjum. Þess má geta að margir áhrifa-
miklir stjórnmálamenn í Frakklandi, þ. á m.
Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti
landsins, hafa sagt berum orðum að þeir séu á
móti aðild Tyrklands.
Friðarsamningur skilyrði þess að Kýpverjar gangi sameinaðir í Evrópusambandið 1. maí
Óttast „martröð“
ef Kýpur-Tyrkir
verða skildir eftir
Reuters
Tassos Papadopoulos (t.h.) fær aðstoð líf-
varðar þegar ákafir stuðningsmenn fagna
forsetanum við skrifstofu hans í Nikosíu.
BRESKA lögreglan yfirheyrði í gær
10 manns, sem handteknir voru í
fyrradag í Mið- og Norður-Englandi.
Er fólkið grunað um að hafa lagt á
ráðin um hryðjuverk og síðdegis-
blaðið Sun fullyrti, að það hefði ætlað
að fyrirkoma þúsundum manna á
leik Manchester United og Liver-
pool í Manchester á laugardag. Hef-
ur lögreglan ekki staðfest það og
segist ekki munu taka þátt í slíkum
vangaveltum.
Um er að ræða níu karlmenn og
eina konu, Norður-Afríkumenn og
íraska Kúrda, en lögreglan hefur
ekkert um það sagt hvort sprengi-
efni hafi fundist í fórum þeirra. Neit-
ar hún að tjá sig nokkuð um fréttina í
Sun um að fólkið hafi ætlað að
sprengja sig upp á Old Trafford,
leikvangi Manchester United, en
einnig hefur verið á kreiki orðrómur
um, að það hygðist fremja hryðju-
verk í Trafford Center, næststærstu
verslanasamstæðunni á Bretlanda.
Þriðja útgáfan er, að hryðjuverkin
hafi átt að fremja utan Bretlands.
„Við tökum ekki þátt í vangavelt-
um af þessu tagi,“ sagði talsmaður
lögreglunnar í Manchester og Phil
Townsend, talsmaður Manchester
United, sagði, að félagið ætti í við-
ræðum við lögregluna um öryggis-
málin en það væri allt með venjuleg-
um hætti.
Aukið eftirlit
BBC, breska ríkisútvarpið, sagði í
gær, að vegna vangaveltna í fjölmiðl-
um hefði lögreglan ákveðið að herða
eftirlit á Old Trafford vegna leiks
Manchester United og Charltons,
sem fram fór í gær, og einnig á laug-
ardag.
Í fréttinni í Sun sagði, að hryðju-
verkamenn al-Qaeda hefðu ætlað að
drepa „þúsundir“ manna á Old Traf-
ford og hefðu þeir allir verið búnir að
kaupa sér miða á leikinn. Kvaðst
blaðið hafa þetta eftir ónefndum
heimildamönnum innan leyniþjón-
ustunnar. The Times sagði hins veg-
ar, að hugsanlega hafi skotmark
hryðjuverkamannanna verið grann-
liðið Manchester City en talsmenn
þess segjast ekki hafa fengið neinar
upplýsingar um það. Sagði blaðið, að
breskir leyniþjónustumenn hefðu
komist á snoðir um það með hler-
unum, að til stæði að gera árás á
„mikinn mannfjölda“.
Tengdar yfirlýsingum
róttæks múslímaleiðtoga
Handtökurnar á mánudag eru
settar í samband við yfirlýsingar
Sheikh Omar Bakri Mohammeds,
leiðtoga, Al-Muhajiroun, samtaka
róttækra múslíma en þau starfa í
London og hafa verið orðuð við al-
Qaeda. Sagði hann í viðtali við portú-
galska blaðið Publico á sunnudag, að
„mörg ungmenni dreymdi um að
ganga til liðs við al-Qaeda“. Sagði
hann, að þau væru reiðubúin að
grípa til aðgerða án beinna tengsla
við hryðjuverkasamtökin eins og til-
fellið hefði til dæmis verið í Madríd.
Hryðjuverkin þar hefðu verið framin
af einum slíkum hópi „lausamanna“.
Yfirheyrslur yfir meint-
um hryðjuverkamönnum
Breska lögreglan vill ekki taka þátt í
vangaveltum um árás á Old Trafford
London. AP, AFP.
„VIÐ höldum okkar striki eins og
til stóð en fylgjumst að sjálfsögðu
grannt með öllum fréttum frá Bret-
landi,“ sagði Lúðvík Arnarson hjá
Úrvali-Útsýn en um 200 manns hafa
bókað far með félaginu á leik Man-
chester United og Liverpool í Man-
chester á laugardaginn.
Lúðvík sagði, að ef eitthvað
kæmi fram, sem staðfesti fréttir
um, að hryðjuverkamenn hefðu ætl-
að að láta til sín taka á leiknum,
yrði að sjálfsögðu brugðist við því.
Enn væru þrír dagar til stefnu og
enginn hefði hætt við. Raunar væri
fólk enn að skrá sig og minna um
fyrirspurnir af þessu tilefni en
hann hefði átt von á.
„Það er hroðalegt bara að leiða
hugann að hryðjuverkum af þessu
tagi en þessar fréttir í bresku síð-
degisblöðunum eru með öllu óstað-
festar. Við erum hins vegar á vakt-
inni og munum bregðast strax við
fáum við ástæðu til,“ sagði Lúðvík.
„Höldum
okkar
striki“
TALSMAÐUR lögreglunnar í
Stafangri sagði í gær, að tveir
menn hefðu verið handteknir og
kærðir vegna peningaránsins í
borginni 5. apríl sl. en þá urðu
ræningjarnir einum lögreglu-
manni að bana. Áður hafa þrír
menn verið handteknir í Gauta-
borg í Svíþjóð vegna tengsla við
málið.
Að sögn lögreglunnar voru
mennirnir tveir, sem báðir eru
Norðmenn, kærðir formlega í
fyrradag. Vildi hún ekki gefa upp
nöfnin en sagði, að þeir hefðu unn-
ið fyrir fyrirtæki, sem selt hefði
seðlageymslunni, Norsk Kontant-
service, ýmsan tæknibúnað.
Talið er, að ræningjarnir hafi
verið átta til 12 talsins og voru
þeir vel búnir vopnum. Voru þeir
með sjálfvirkar byssur, gasgrím-
ur og táragas og í skotheldum
vestum. Þegar þeir flýðu af vett-
vangi skutu þeir lögreglumanninn
Arne Sigve Klungland til bana.
Vakti þessi atburður mikinn óhug
í Noregi enda fá dæmi um það
þar, að lögreglumaður bíði bana af
völdum glæpamanna.
Ekki hefur enn verið gefið upp
hve miklum peningum var rænt
úr seðlageymslu bankanna í Staf-
angri en norskir fjölmiðlar telja,
að þeir hafi komist á brott með 60
milljónir norskra króna hið
minnsta en það eru um 800 millj-
ónir íslenskra króna. Hafa raunar
verið nefndar hærri upphæðir, allt
upp í hálfan annan milljarð ísl. kr.
Tveir menn kærðir
í Stafangursráni
Ósló. AP.